Morgunblaðið - 28.04.2001, Qupperneq 4
AF rúmlega hundrað föngum sem
nú afplána refsivist eða sitja í gæslu-
varðhaldi er rúmlega fjórðungur þar
vegna fíkniefnabrota, segir Erlend-
ur S. Baldursson, afbrotafræðingur
hjá Fangelsismálastofnun ríkisins.
Hann segir hlutfall þeirra sem
sitja inni vegna brota gegn fíkniefna-
löggjöfinni hafa aukist mjög á und-
anförnum árum. Því virðist fjöldi
fanga ekki benda til þess að harðari
refsingar gegn fíkniefnabrotum hafi
dregið úr afbrotum
Aðspurður um gildi þess að herða
refsingar við fíkniefnabrotum segir
Erlendur að þeir afbrotamenn sem
hann hafi rætt við í sínu starfi hafi
yfirleitt sagst hafa meiri áhyggjur af
því hvort þeir kæmust upp með
glæpinn en hvort fangelsisvistin yrði
einu árinu lengri eða skemmri.
Þá kosti það ríkið talsverða fjár-
muni að hafa menn í fangelsi. Er-
lendur segir það sína skoðun að þeim
fjármunum yrði betur varið til að
efla löggæslu og tollgæslu og bæta
forvarnir. Erlendur segir að hjá
þeim nágrannaþjóðum okkar sem
hafi hert refsingar við tilteknum
brotum, t.a.m. fíkniefnabrotum, þá
hafi yfirvöld haft áhyggjur af því að
slíkt hafi leitt til harðnandi ofbeldis.
Rúmlega eitt hundrað fangar á Íslandi
Meira en fjórð-
ungur inni vegna
fíkniefnabrota
Ljósmynd/Tryggvi Felixson
Gróðurskemmdir blasa við eftir utanvegaaksturinn. Fjær sér í Keili.
ALVARLEGAR gróðurskemmdir
hafa orðið af völdum utanvegaakst-
urs suðvestur af Trölladyngju á
Reykjanesi. Svæðið er við vinsælt
útivistarsvæði á Reykjanesfólkvangi
og hafa verstu náttúruspjöllin verið
unnin á um 10 ferkílómetra svæði í
kjölfar aukinnar umferðar inn á
svæðið á síðustu mánuðum. Mosa-
vaxin hraun hafa verið verst leikin
og einnig hafa orðið skemmdir á
gömlum jeppaslóðum á graslendi.
Vegna aurbleytu hafa ökumenn far-
ið út fyrir slóðana og myndað nýja.
Með tímanum hafa þeir orðið ófærir
og þannig hafa nýir slóðar verið
myndaðir hver af öðrum með til-
heyrandi náttúruspjöllum. Hefur
slíkt aksturslag haft í för með sér
skemmdir á landi sem er sundur-
skorið af hjólförum á breiðu belti.
Landvernd hefur beint þeim til-
mælum til Jarðborana ríkisins, sem
lagði veg í samráði við Náttúru-
vernd ríkisins inn að vinnusvæði
sínu á Trölladyngjusvæðinu, að
komið verði á framfæri skilaboðum
til vegfarenda um að utanvegaakst-
ur sé bannaður. Enda þótt það sé
ekki hlutverk Jarðborana að hafa
eftirlit með umferð hafa bormenn
engu að síður tekið vinsamlega í til-
mæli Landverndar.
Vettvangskönnun
lögreglu líkleg
Umrætt svæði er innan lögsögu
lögreglunnar í Keflavík, sem hefur
til skoðunar að kanna svæðið í ljósi
framkominna upplýsinga, þrátt fyr-
ir að kærur vegna málsins hafi ekki
borist embættinu.
Samkvæmt náttúruverndarlögum
er bannað að aka vélknúnum öku-
tækjum utan vega, þótt heimilt sé að
aka á jöklum og á snjó utanvega, svo
fremi sem jörð sé frosin og snævi
þakin. „Víða á landinu er jörð oft
ófrosin á veturna og að því verða
ökumenn að hyggja,“ segir Tryggvi
Felixson, framkvæmdastjóri Land-
verndar. „Akstur utanvega á vet-
urna getur verið matsatriði og þess
vegna verður að treysta á dóm-
greind jeppafólks.“
Tryggvi segir að ástandið við
Trölladyngju sé orðið það alvarlegt
að ástæða væri til að senda sérstaka
aðila á vettvang til að fylgjast með
umferð en það sé þó illframkvæm-
anlegt. „Mikilvægast er að jeppa-
ökumenn átti sig á því hvað þeir eru
með í höndunum,“ segir hann.
Þrándur Arnþórsson, formaður
umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins
4x4, segir að klúbburinn líti allan ut-
anvegaakstur mjög alvarlegum aug-
um og segir það hag klúbbsins að
farið sé eftir náttúruverndarlögum.
Gróðurskemmdir
við Trölladyngju
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ALEXANDER A. Avdéev, vara-
utanríkisráðherra Rússlands, kom
hingað til lands síðla fimmtudags og
átti viðræður við Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra snemma í gær-
morgun. Undirrituðu ráðherrarnir á
fundi sínum nýtt samkomulag um
rannsóknir og útgáfu grunnskjala er
varða opinber samskipti Rússlands
og Íslands, en eftir tvö ár verða liðin
60 ár frá því löndin tóku upp formlegt
stjórnmálasamband og á að minnast
þess meðal annars með þessari út-
gáfu.
Á blaðamannafundi í utanríkis-
ráðuneytinu lofuðu ráðherrarnir báð-
ir þetta framtak. Sagði Avdéev að
þessi skjalaútgáfa ætti ekki einvörð-
ungu að vekja athygli sagnfræðinga
og annarra grúskara heldur ekki síð-
ur erindreka beggja þjóða og ann-
arra áhugamanna á samskiptum
þeirra síðastliðna áratugi. Sagði
Halldór hafa verið tæpt á mörgum
málum í viðræðunum, aðallega þó
málum er vörðuðu tvíhliða samskipti
ríkjanna, evrópsk öryggismál og
samstarf á sviði þeirra, auk svæðis-
bundins samstarfs svo sem innan
Eystrasaltsráðsins, Barentshafs-
ráðsins og norðurheimskautsráðsins.
Þeir Avdéev, sem er staðgengill rúss-
neska utanríkisráðherrans Ígors Ív-
anovs, hefðu þekkzt lengi og það
hefði lengi staðið til að hann kæmi
hingað til skrafs og ráðagerða um
ýmis sameiginleg hagsmunamál
þjóðanna.
„Við höfum átt góð samskipti á
undanförnum árum og leyst mörg
mál sem hafa verið á milli okkar, sér-
staklega á sviði fiskveiði,“ sagði Hall-
dór, og tók fram að Íslendingar væru
Rússum þakklátir fyrir að hafa
brugðizt hratt við t.d. þegar sett var á
bann af þeirra hálfu við innflutningi á
kjöti og fiski vegna gin- og klaufa-
veikinnar í V-Evrópu. „Þeir brugðust
skjótt við og afléttu þessu banni mjög
fljótt eftir að við höfðum farið þess á
leit við þá,“ sagði hann.
Avdéev greindi frá því, að hann
vonaðist til að af heimsókn forseta Ís-
lands til Rússlands yrði á næsta ári.
Halldór sagðist sjálfur myndu fara til
Moskvu á árinu, sennilega í október.
Þar sem ráðherrafundur Atlants-
hafsbandalagsins fer fram í Reykja-
vík í maí á næsta ári voru mál sem bú-
ast má við að verði þar á dagskrá
rædd á fundi ráðherranna í gær.
Benti Halldór á að auk fulltrúa
NATO-ríkjanna nítján mundu einnig
fulltrúar samstarfsríkja bandalags-
ins í A-Evrópu mæta líka á þennan
fund í Reykjavík, þar á meðal fulltrú-
ar Rússlandsstjórnar og mundu þeir
eiga sérstakan samráðsfund með
fulltrúum NATO við þetta tækifæri.
Eftirvænting fyrir
NATO-fund í Reykjavík
„Rússar leggja mikla áherzlu á
þennan fund,“ sagði Halldór, „því þá
verða stækkunarmálin komin mjög
mikið á dagskrá. Við leggjum mikið
upp úr því að auka samstarf Atlants-
hafsbandalagsins á öllum sviðum við
Rússland og auka þau samskipti sem
mest.“ Á leiðtogafundi NATO sem
áformað er að fari fram í Prag hálfu
ári eftir Reykjavíkurfundinn, í nóv-
ember 2002, stendur til að taka
ákvarðanir um frekari stækkun
NATO til austurs.
Um þetta sagði Avdéev, að rúss-
neska stjórnin álíti samskipti Rúss-
lands við NATO vera mjög mikilvæg
fyrir öryggismál í Evrópu. Rússar
muni fylgjast náið með því sem fram
fer á NATO-fundinum í Reykjavík að
ári. „Við vonumst til að koma á víð-
tæku samstarfi byggðu á gagn-
kvæmu trausti, innan ramma sam-
starfssamnings Rússlands og
bandalagsins,“ segir hann.
Spurður um stefnu hinnar nýju
ríkisstjórnar Bandaríkjanna undir
forystu George W. Bush forseta vildi
Avdéev fyrst taka fram, að samskipti
Rússlands og Bandaríkjanna væru
mjög þýðingarmikil fyrir stöðugleik-
ann í heiminum. „Rússlandsstjórn
gengur þess vegna út frá því að hin
nýja ríkisstjórn í Washington muni
sýna órofið samhengi í stefnu sinni á
sviði utanríkismála,“ sagði hann. „Við
erum mjög áfram um að viðhalda
nánum samskiptum milli ríkisstjórna
Rússlands og Bandaríkjanna og ger-
um okkur vonir um að í Washington
sé einnig litið þannig á.“
Varðandi þau vandamál sem nú
eru uppi í samskiptum Bandaríkj-
anna og Kína sagði Avdéev að Rússar
vonuðust svo sannarlega til að þau
leysist farsællega og samskiptin milli
Washington og Peking þróist á bezta
veg.
Samkomulag undirritað um útgáfu á skjölum er varða samskipti Íslands og Rússlands í 60 ár
Morgunblaðið/Kristinn
Þeir Alexander A. Avdéev, varautanríkisráðherra Rússlands (t.v.), og
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sögðu í gær að heilindi og traust
einkenndu samskipti ríkjanna.
Tvíhliða samskipti Íslands og Rússlands,
öryggismál í Evrópu og margvíslegt svæð-
isbundið samstarf voru efst á baugi við-
ræðna varautanríkisráðherra Rússlands og
íslenzks starfsbróður hans í Reykjavík í
gær. Auðunn Arnórsson hitti ráðherrana.
auar@mbl.is
Sameiginlegur áhugi á nánu
samstarfi NATO og Rússa
STEFÁN Kjærnested, fram-
kvæmdastjóri Atlantsskipa, segir
fréttir af því að varnarliðið muni ekki
framlengja sjóflutningasamning
sinn við Atlantsskip og Transatlantic
Lines stangast á við þær upplýsing-
ar sem hann hafi fengið frá banda-
ríska hernum.
„Þær upplýsingar sem við höfum
frá hernum eru að þeir hafi ekki ann-
að í hyggju en að framlengja sam-
starfið. Ég vil benda á að þessar
fréttir eru hafðar eftir ónafngreind-
um aðila í blaðinu Trade Winds sem
almennt er flokkað undir hina svo
kölluðu gulu pressu skipaiðnaðarins
og hefur orð á sér fyrir að fara frjáls-
lega með staðreyndir, svo þær fréttir
ætti að taka með fyrirvara,“ sagði
Stefán. „Ég neita því hins vegar ekki
að við höfum fundið fyrir þrýstingi
vissra aðila en þetta er ekki í sam-
ræmi við það sem við höfum heyrt að
undanförnu frá hernum,“ svaraði
Stefán inntur eftir því hvort stjórn-
endur Atlantsskipa hefðu fundið fyr-
ir þeim þrýstingi frá íslenskum og
bandarískum yfirvöldum að flutn-
ingadeild hersins framlengdi ekki
samning við þá um sjóflutninga fyrir
varnarliðið líkt og greint er frá í frétt
Morgunblaðsins í gær. Spurður
hvort hann hefði haft samband við
flutningadeild hersins eftir birtingu
fréttar World Trade sagðist Stefán
að sjálfsögðu hafa gert það þegar í
kjölfar birtingarinnar og fengið þau
svör að ekkert útlit væri fyrir annað
en að samningnum yrði framfylgt til
loka samningstímans eða til október
2003. Þá yrðu nýir samningar boðnir
út rétt eins og áður hefði verið.
Samningur Atlantsskipa og varnarliðsins
Samningi framfylgt
út samningstíma