Morgunblaðið - 28.04.2001, Side 17

Morgunblaðið - 28.04.2001, Side 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 17 Mývatnssveit - Á föstudaginn langa um kl. 9 að morgni var samankomið við Hótel Reyni- hlíð vasklegt lið göngufólks til að taka þátt í áttundu píslar- göngunni sem hér er gengin. Farinn er þjóðvegurinn rang- sælis umhverfis vatnið og er vegalengdin um 36 km. Áning er í Selinu á Skútustöðum þar sem mönnum gefst kostur á kakói og þeyttum rjóma, auk annars. Nokkrir gefa sér líka tíma til að setjast inn í kirkjuna gömlu og eiga stund með sjálfum sér eða hlíða á orgelspil Valmars Valjaots. Einhverjum liggur þó meira á en öðrum og halda áfram nær viðstöðulaust allan hringinn. Hinir fyrstu göngu- garpar voru um 4:15 klst að ganga hringinn en aðrir fara þetta rólegar og eru um 6–8 klst í ferðinni, hinir síðustu komu aftur í Reynihlíð um kl 18:00. Vaxandi tilhneiging virð- ist vera í þá átt að flýta sér sem mest, teygist því mjög úr hópnum á langri leið. Óopin- bert brautarmet er um 250 mínútur. Opinber tímataka er engin en hver og einn telur fyrir sig. Finnur Baldursson fylgir göngunni eftir á rútubíl og hef- ur gert svo nú síðustu sex skiptin. Hann fylgist grannt með göngufólki og er því til halds og trausts ef einhver vill setjast í bílinn til að hvílast eða fá sér bita af nesti. Snæbjörn Pétursson í Reynihlíð stendur fyrir göngunni nú eins og ætíð áður og lætur ekki deigan síga þótt genginn sé nokkuð á átt- unda áratuginn. Ýmsir taka þátt ár eftir ár og er það orðin hefð hjá þeim að vera með. Að göngu lokinni fara margir í sundlaugina til að láta líða úr sér þreytuna, eða fara jafnvel í jarðbaðið sem dregur til sín þá sem þangað rata. Þátttakendur sem skráðu sig í gestabók göngunnar voru 83. Veður var ágætt til útivistar, hægviðri fyrst og sól en sunnan golu- kaldi er leið að hádegi og hlýtt eftir árstíma eða 6 til 8°C. Píslar- ganga umhverfis Mývatn Borgarnesi - Íþróttamiðstöðin, grunnskólinn og nemendafélagið buðu nemendum 10. bekkjar upp á sund, grillveislu og ferðalag eftir að síðasta sam- ræmda prófinu lauk. Alls þreyttu 34 nemendur samræmd próf í ár og hitti fréttaritari hluta þeirra þar sem þeir lágu og nutu veðurblíðunnar og slökuðu á eftir prófatörnina í sundlauginni í Borgarnesi. Krakkarnir voru í heild ánægðir með prófin og töldu að danskan og stærðfræðin hefðu verið létt- ari en þeir höfðu búist við. Að sögn voru þeir jafn- framt gífurlega fegnir að þetta væri afstaðið. Stefnt var á óvissuferð eftir sundið en þó var vitað að leiðin lægi í Húsafell. Þar átti að grilla og eiga góðan dag saman. Á föstudaginn voru svo jafn- aldrar á Akranesi heimsóttir. Fóru í óvissuferð í lok prófanna Nemendur 10. bekkjar eftir síðasta samræmda prófið. Hluti nemendanna fór í sund og slakaði á eftir prófið. Morgunblaðið/Guðrún Vala Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.