Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKÓGRÆKTARFÉLAG Vest- mannaeyja, sem samanstendur af áhugafólki um ræktun trjáa í Vest- mannaeyjum, gekkst fyrir gróður- setningu trjáa í landgræðsluskóg- inum (Hraunskógi) í nýja hrauninu austan við bæinn í byrjun vikunn- ar. Að sögn Kristjáns Bjarnasonar garðyrkjustjóra í Vestmannaeyj- um er skógræktarsvæðið á Heima- ey alls 30 hektarar sem nær frá haugasvæði í suðri og norður fyrir sorpeyðingarstöðina og allt nýja hraunið ofan og vestan við Skans- inn. Á síðasta ári voru gróðursettar 6000 trjáplöntur í nýja hraunið vestan við sorpeyðingarstöðina og stefnt er að því í sumar að koma svipuðu magni í hraunið. Það er samningur sem Bæjarstjórn Vest- mannaeyja gerði við Skógræktar- félag Íslands árið 1999 og gildir næstu 70 ár sem tryggir plöntur til gróðursetningar á Heimaey. Að þessu sinni er verið að gera tilraun með að gróðursetja plöntur sunnan við Skansinn í hraunið og eins á litla „eyju“ af gamla landinu sem þar er umlokin nýja hrauninu og er nærri húsunum sem stóðu við Bakkastíg fyrir gos. Að sögn Kristjáns garðyrkju- stjóra hefur aðallega verið gróður- settur brúnn alaskavíðir, en víði- tegundir eru allsráðandi í gróð- ursetningunni. Einnig hefur nokkuð af sitkaerli verið gróður- settur en hann gegnir svipuðum tilgangi og lúpína og hefur bakt- eríur í rótinni. Kristján garðyrkjustjóri segir að mikill hugur sé í skógræktar- fólki í Vestmannaeyjum og að hans mati er afrakstur síðustu gróður- setningar vel viðunandi sem blæs krafti í félagsmenn í starfinu. 6.000 trjáplöntur gróðursettar í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Laxamýri - Fyrsta hjóna- vígslan í Þorgeirskirkju var á sumardaginn fyrsta þegar Kristín Margrét Jónsdóttir frá Lyngbrekku í Reykjadal og Halldór Hjaltason frá Hjaltastöð- um í Ljósavatnshreppi voru gefin saman af sr. Sigurði Guðmundssyni áð- ur vígslubiskupi á Hólum og prófasti á Grenjaðar- stað. Fólk kom víða að til þess að vera við athöfnina og að henni lokinni var ekið á blómum hlöðnum bíl til hótelsins á Narfa- stöðum þar sem gestanna biðu hlaðin borð af krás- um. Kirkjan ekki fullbúin Kirkjan sem byggð var til minningar um kristnitöku á Ís- landi árið 1000 mun taka um 250 manns í sæti þegar hún verður frágengin, og töluvert er eftir að gera til þess að hún geti talist fullkláruð. Að sögn Þórhalls Bragasonar formanns sóknarnefndar vantar allt að fjórtán milljónum króna til þess að hægt sé að gera það sem á vantar, en það eru meðal ann- ars bekkir í alla kirkjuna og stigi upp á kórloftið auk þess sem töluvert á eftir að gera í safn- aðarheimilinu sem áfast er bygg- ingunni. Kirkjan stendur miðsvæðis í héraðinu og er það von manna að í framtíðinni verði hún notuð við stærri athafnir, en mikið er af litlum kirkjum í Suður-Þingeyj- arsýslu og oft er erfitt að fá sæti þegar margt fólk kemur. Þá þyk- ir kirkjan mjög góð til tónleika- halds vegna hljómburðar og ætti að geta gegnt mikilvægu hlut- verki hvað það snertir. Fyrsta hjóna- vígslan í Þorgeirs- kirkju Brúðhjónin Kristín Margrét Jónsdóttir og Halldór Hjaltason við Þorgeirskirkju. Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.