Morgunblaðið - 28.04.2001, Page 26

Morgunblaðið - 28.04.2001, Page 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÁÐHERRUM EFTA-ríkjanna í EES, þ.e. frá Íslandi, Noregi og Liechtenstein, hefur ekki fyrr verið boðið að taka fullan þátt í um- ræðum „innri markaðs“-ráðherra- ráðs ESB. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra situr fundinn fyrir Íslands hönd. Þrátt fyrir þá staðreynd, að innri markaðurinn veiti borgurum þátt- tökulanda innri markaðarins nærri takmarkalausa möguleika á því að kaupa vörur í öðru landi innan hans er enn tiltölulega lítið um slíka millilandaverzlun. Hvað möguleika borgara EFTA-EES-ríkja í þessu sambandi snertir verður þó að hafa í huga að þau standa utan tolla- bandalags ESB. Umræðurnar á ráðherrafundin- um snúast að miklu leyti um það hvernig hægt er að auka traust neytenda á innri markaðnum og sannfæra þá um að margir kostir fylgi innkaupum yfir landamæri. „Innri markaðurinn á að þjóna því hlutverki að jafna út verðmun milli landa,“ sagði Leif Pangrotzky, viðskiptaráðherra Svíþjóðar sem þetta misserið gegnir formennsk- unni í ESB, en hann kynnti á fund- inum í Lundi í gær niðurstöður ít- arlegrar verðkönnunar, þar sem verð á ýmsum merkjavörum í völd- um löndum ESB og Bandaríkjun- um var borið saman. Niðurstöðurn- ar sýna, að mikill verðmunur er milli landa á um helmingi þeirra vörutegunda sem könnunin náði til, en hún miðast við svokallað kjarna- verð, þ.e. verð „hreinsað“ af mis- munandi gjöldum og sköttum sem lögð eru á vörurnar af stjórnvöld- um hvers lands fyrir sig. „Svo mikill og fjölbreyttur verð- munur á nákvæmlega sömu vör- unni gefur til kynna að innri mark- aðurinn virkar ekki eins og hann á að gera,“ sagði Pangrotzky. Stjórnvöld í Svíþjóð og Bretlandi létu gera könnunina, en þessi sömu tvö lönd fara fremst í flokki ESB- ríkja sem vilja breyta gildandi ESB-tilskipun sem hindrar svokall- aðan „gráan innflutning“ – þ.e. að merkjavara keypt í löndum utan EES (þar sem hún fæst ódýrar) sé flutt inn á innri markaðinn og seld þar á niðursettu verði. Þekktasta dæmið um deilu sem skapazt hefur um slík mál er mála- rekstur gallabuxnaframleiðandans Levi Strauss & Co. fyrir Evrópu- dómstólnum vegna innflutnings Tesco-stórverzlanakeðjunnar í Bretlandi á ódýrum Levi’s galla- buxum frá Bandaríkjunum, fram- hjá formlegum umboðsaðila vör- unnar á Bretlandsmarkaði. Öllum í hag að innri markaðurinn sé virkur Í ávarpi sínu á ráðherrafundin- um sagði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra að það væri úrelt sjónarmið að líta svo á að hagsmun- ir neytenda annars vegar og fram- leiðslu- og sölufyrirtækja hins veg- ar færu ekki saman. Í samtali við Morgunblaðið segir hún þetta mat sitt vera mjög í takt við þann hugsunarhátt sem væri ríkjandi í umræðunum á fundinum í Lundi. „Við viljum reyna að af- leggja þennan gamaldags hugsun- arhátt að líta á neytendur og mark- aðinn, fyrirtækin, sem andstæð- inga. Betra sé að nálgast þetta á annan hátt, því að það er öllum í hag að innri markaðurinn sé virk- ur,“ segir Valgerður. Þá sé einnig mikið rætt um tiltrú neytenda; hana þurfi framleiðendur og selj- endur að ávinna sér. Valgerður segir að sú umræða sem fram fór á fundinum um nið- urstöður ofangreindar samanburð- arverðkönnunar sýndi að aðildar- ríkjum innri markaðarins væri mikill akkur í að taka þátt í slíkum könnunum; það hjálpaði bæði neyt- endum og fyrirtækjum – þeim fyrr- nefndu til að fá góða vöru á lægra verði og hinum síðarnefndu til að aðlaga sig betur kröfum neytenda og bæta samkeppnisstöðu sína. „Ég tel að við getum komið Ís- landi inn í slíkar samanburðar- verðkannanir, að minnsta kosti að einhverju leyti til að við getum átt- að okkur betur á okkar stöðu, og við munum vinna að því,“ segir Val- gerður. Þá segir hún að í því skyni að skerpa verðskyn neytenda og gera borgurum aðildarríkja innri mark- aðarins betur kleift að nýta sér kosti hans sé Evrópusambandið að byggja upp upplýsingamiðstöðvar um viðskipti á innri markaðnum. Segir hún áformað, að ein slík verði sett upp á Íslandi, þótt ekki sé það endanlega frágengið. Markaður og neytendur eru ekki mótherjar Ljósmynd/Per Westergård Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra (lengst t.v. í þriðju röð að neðan) ásamt starfssystkinum sínum frá aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins í Lundi í gær. Neytendavernd á innri markaði Evrópu er aðalumræðuefnið á vinnufundi viðskipta- ráðherra aðildarríkja EES sem hófst í Lundi í Svíþjóð í gær og lýkur í dag. Auðunn Arnórsson talaði við Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra. YFIRVÖLD í Sádi-Arabíu hafa kom- ið á fót sérstökum sveitum til að hafa uppi á og eyða Pokemon-spilum og allri annarri framleiðslu, sem þeim tengist. Er það í samræmi við op- inbera fordæmingu æðsta yfirmanns trúmála á landinu en hann segir meðal annars, að leikurinn sé hluti af alþjóðlegu samsæri síonista og áróður fyrir kenningu Darwins um þróun tegundanna. Mohammad al-Harbi, ráðuneyt- isstjóri í viðskiptaráðuneytinu, sagði í viðtali við dagblaðið Al-Medina, að sveitirnar hefðu verið stofnaðar fyr- ir nokkrum dögum og þá fengið fyr- irmæli um að gera alla Pokemon- vöru upptæka í verslunum. Sagði hann að verslunareigendur hefðu gott samstarf við ráðuneytið við að uppræta ósómann. Trúmálayfirvöld í Sádi-Arabíu lýstu Pokemon í bann 25. mars síð- astliðinn og það sama hefur verið gert í nágrannaríkjunum Dubai og Qatar. Var jafnframt skorað á alla múslíma „að gjalda varhug við leikn- um og koma í veg fyrir að hann spilli trú og siðum barna“. Var leiknum líkt við fjárhættuspil og sagt að hann væri í raun dulbúinn gyðingaáróður. Sérsveitir uppræta Pokemon Riyadh. AFP. ÁÆTLUN, sem Tony Blair for- sætisráðherra kynnti á blaðamanna- fundi með tveimur öðrum ráðherr- um í Downingstræti í vikunni til að efla sparnað og draga úr fátækt barna, hefur hrint af stað áköfum umræðum. Stjórnin er sökuð um að vera í raun að múta kjósendum nú þegar almennt er reiknað með kosn- ingum í byrjun júní. Annars vegar er um að ræða framlag til barna, tengt tekjum for- eldra og bundið þar til þau verða átján ára. Alls fæðast um 750 þús- und börn í Bretlandi árlega, svo kostnaðurinn næmi milljónum punda í upphafi, en færi síðan vax- andi. Hins vegar hyggst stjórnin leggja fram fé til jafns við sparnað lágtekjufólks. Að sögn Blair er ætlunin að ýta með þessu undir sparnað og fjölga valkostum barna efnaminni for- eldra. Áætlunin er liður í þeirri ætl- un flokksins að hverfa frá jafnaðar- þjóðfélagi til þjóðfélags, þar sem fólk komist áfram á hæfileikum sín- um, óháð efnum og aðstæðum. Margir stjórnmálaskýrendur benda á að með þessum áætlunum sé horf- ið frá gamla velferðarkerfinu, enda hefur Blair lagt áherslu á að nauð- syn sé á að hugsa velferðarkerfið upp á nýtt. Nýja áætlunin bætist við frum- skóg fyrri áætlana og auglýsingar fyrir öllum þessum umsvifum hafa gert það að verkum að breska stjórnin eyðir meiru í auglýsingar en nokkurt breskt fyr- irtæki. Hún er runnin undan rótum hugsuða Blair, þeirra á meðal Anthonys Giddens, sem hefur verið kallað- ur höfundur þriðju leiðarinnar. Barnabréf og al- mennur sparnaður Hugmyndin um barnasjóði gengur út á að börn fái 500 pund við fæðingu, en síðan 100 pund í viðbót þegar þau eru fimm, sextán og átján ára. Með ávöxtun gætu þessi 800 pund, um 100 þúsund íslenskar krónur, orðið um 1.600 pund og meira ef foreldr- arnir leggja til einhvern reglulegan sparnað. Framlagið er tekjutengt, svo hátekjufólk fær aðeins helming þessarar upphæðar. Gagnrýnendur hugmyndarinnar benda á að þar sem ekkert aðhald sé um það hvernig fénu verði eytt geti krakkar á villigötum notað pen- ingana til að fjármagna sukk og eiturlyfja- neyslu. Það geti einnig verið erfitt í fátækum fjölskyldum að átján ára krakkar standi allt í einu uppi með fullar hendur fjár, meðan foreldrarnir berjist í bökkum. Hugmyndir um sparnað fyrir lágtekju- fólk byggjast á að hið opinbera leggi til jafn- mikið fé og fólk sparar, ef ákveðnum sparnað- arleiðum er beitt. Stjórnin hefur þegar innleitt sparnaðaráætlanir, sem áttu að breyta öllum Bretum í velstætt millistéttarfólk, er gætu fjárfest, en nýja sparnaðaráætlunin þykir sýna að fyrri áform hafi ekki verið nægur sparnaðarhvati fyrir lágtekjufólk. Michael Portillo, formælandi Íhaldsflokksins í efnahagsmálum, hefur lýst skömm sinn bæði á barna- sparnaði og nýjum sparnaðaráform- um. Það nái ekki nokkurri átt að þessi stjórn, sem hafi hækkað skatta svo grimmilega, ætli nú að fara að deila út fé til fólks, sem hún hefur þegar tekið af því í sköttum. Íhalds- flokkurinn stefndi þess í stað að al- mennum skattalækkunum. Róttækari en sjálf Margaret Thatcher? Jafnaðarmannaflokkar víða í Evr- ópu hafa jöfnuð að leiðarljósi en breski Verkamannaflokkurinn breytti um stefnu 1999, þegar Blair lýsti því yfir að flokkurinn hyggðist beita sér fyrir hæfileikaþjóðfélagi. Hver og einn ætti að komast áfram eftir því sem hann hefði hæfileika til, án tillits til uppruna og aðstæðna. Ýmsir benda á að með nýju hug- myndunum sé Verkamannaflokkur- inn að grípa til mun róttækari ráða í átt frá velferðarþjóðfélaginu en Margaret Thatcher, forsætisráð- herra og leiðtogi Íhaldsflokksins á níunda áratugnum, hafi nokkurn tímann órað fyrir. Stjórnmálaskýrendur benda á að þetta gætu verið fyrstu skrefin frá þeirri grundvallarreglu velferðar- þjóðfélagsins að ríkið sjái fyrir grunnþörfum og félagslegum bót- um, en þess í stað verði fólk í aukn- um mæli látið sjá fyrir sér sjálft. Hvort þessi nýja áætlun virkar betri en það, sem áður var til, á eftir að koma í ljós, en margir benda á að nýja áætlunin leysi ekki þann vanda sem það skapi, þegar fé fæst en bæt- ur tapast. Stjórn Tony Blairs vill fjölga valkostum barna efnalítilla foreldra London. Morgunblaðið. Boða sparn- að í stað bóta Tony Blair FRANSKUR dómari, sem rannsak- aði ásakanir um spillingu á hendur Jacques Chirac Frakklandsforseta, hefur hætt rann- sókninni, þrátt fyrir að hafa fund- ið „vísbendingar“ um hugsanlega sekt forsetans. Dómarinn, Eric Halphern, sagði í úrskurði sínum að hann væri að fara út fyrir valdsvið sitt með því að halda rannsókninni áfram og að mál forsetans væri nú í höndum æðra dómsvalds. Dagblaðið Le Monde greindi frá því að í úrskurði Halpherns hefði meðal annars sagt að „vísbendingar væru fyrir hendi um að Jacques Chirac gæti hugsanlega hafa tekið þátt í saknæmu athæfi, annaðhvort sem gerandi eða vitorðsmaður“. Í blaðinu segir að dómarinn hafi ekki getað haldið rannsókn sinni áfram, þar sem franska stjórnarskráin kveði á um að ekki megi draga forsetann fyrir venjulegan dómstól. Öll mál er varða forsetann verða að fara fyrir sérstakan yfirdóm, sem skipaður er þingmönnum. Til að hefja málaferli fyrir dómstólnum verða að minnsta kosti 58 þingmenn að undirrita ályktun þess efnis, sem þarf svo að hljóta samþykki í báðum deildum þingsins, en ólíklegt þykir að af því verði. Le Monde hafði í gær eftir for- manni stjórnarflokks sósíalista, François Hollande, að þeir myndu ekki beita sér fyrir því að mál Chir- acs færi fyrir yfirdóminn. Það væri í valdi kjósenda að fella dóm yfir hon- um í forsetakosningunum á næsta ári. Chirac hefur verið bendlaður við mútumál sem tengjast borgarstjórn Parísar, en hann var borgarstjóri frá árinu 1977 þar til hann tók við for- setaembætti árið 1995. Franskur dómari Rannsókn á máli Chiracs hætt París. AFP, AP. Jacques Chirac

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.