Morgunblaðið - 28.04.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.04.2001, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 35 nda öllum irmálsfisk ja að auk- komi í veg % telja af- eytta fisk- egasta til gn brott- % telji að út brott- la því að vélar um brottkasti. la því en sammála kill meiri- nda sam- n um borð því ósam- a ð gerður á brottkasts þeir telja ta brott- ákveðinn enda telja gt í öllum a það vera öllum til- a tæp 52% mennt álíti ðferðilega tilvikum egt í ríf- a. 3% svar- rá því að við útgerð kasts. Ríf- urðu var- veiðiferð ipinu hafi tilfella var flega 19% erið tekin að mikill 88% telja ða oftast í eða aldrei. elja hins- vegar að fiski sé í einhverjum mæli smyglað framhjá vigt. Tæplega fimmtungur svarenda greinir frá því að hafa orðið var við að afli sé falinn í stað þess að honum sé hent. Hjá þeim sem urðu varir við brott- kast er botnvarpa algengasta veiðar- færið. Í könnuninni kemur m.a. fram að því lengur sem menn hafa verið á sjó því andvígari eru þeir kvótakerfinu. Því andvígari sem menn eru kvóta- kerfinu því meira telja þeir að brott- kast hafi aukist. Þá vekur athygli að ríflega 51% aðspurðra telja að til- koma kvótaþings hafi verið til ills en tæplega 26% segja hana hafa verið til góðs. Eins vekur athygli að 41% svarenda er sammála því að sjómenn fái að taka þátt í kvótakaupum sé miðað við að tekjur þeirra myndu aukast. 55% segjast hinsvegar ósam- mála. Könnunin til bóta Nærri helmingur aðspurðra taldi að mikil umræða um brottkast und- anfarin misseri hafi verið á neikvæð- um nótum en 39% töldu umræðuna jákvæða. 53,5% tölu umræðuna engu hafa breytt í umgengni sjómanna um fiskimiðin en rúm 42% sögðu um- ræðuna til bóta. Langflestir, eða 82%, töldu hinsvegar að skoðana- könnunin ætti eftir að koma sjó- mönnum til góða í framtíðinni. Nálg- ast má rannsóknina í heild á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytis- ins, www.sjavarutvegsraduneyti.is. Áþekk niðurstaða úr lengdardreifingu Brottkastnefndin svokallaða, und- ir forystu Jóns B. Jónassonar, skrif- stofustjóra á sjávarútvegsráðuneyt- inu, byggði mat á brottkasti þorsks og ýsu á grundvelli fyrirliggjandi gagna um lengdardreifingar úr lönd- uðum afla annarsvegar og afla á sjó hinsvegar en veiðieftirlitsmenn Fiskistofu, áhafnir skipa Landhelg- isgæslunnar og starfsmenn Haf- rannsóknastofnunarinnar hafa á undanförnum árum sinnt þeim mæl- ingum. Jón B. Jónasson, sem veitti nefndinni forstöðu, sagði í gær að fyrir lægju mikil gögn um lengdar- mælingar bæði á sjó og landi. Þessi aðferð við að meta brottkast byggist m.a. á því að gera ráð fyrir að brottkast sé ekkert þegar tiltek- inni lengd er náð. Sú lengd getur verið mismunandi eftir fiskitegund- um og veiðarfærum og má meta hana með því að bera saman hlut- fallslega lengdardreifingu á afla upp úr sjó og lengdardreifingu úr lönd- uðum afla. Brottkast ákvarðast síð- an af mismun í fjölda fiska upp úr sjó annarsvegar og fjölda í lönduðum afla hinsvegar. Í niðurstöðum nefndarinnar kem- ur fram að brottkast þorsks við dragnótaveiðar á árinu 1997 er mjög hátt eða tæp 38% af veiddum afla. Hlutfallið var hinsvegar aðeins 2% á árunum 1991-1993. Þá virðist brott- kast við handfæraveiðar vera mjög breytilegt frá ári til árs en það var mjög hátt, um 22%, árið 1996 en að- eins 1,8% árið á eftir. Brottkast við línu- og botnvörpuveiðar virðist vera mun jafnara frá ári til árs og mun minna en við veiðar í önnur veiðar- færi. Metur nefndin það þannig að á árunum 1991-1999 hafi árlega verið hent tæpum 4.000 og upp í um 16.600 tonnum af þorski og eru netaveiðar þá ekki meðtaldar. Brottkast á ýsu virðist vera til- tölulega jafnt frá ári til árs og ekki er mjög mikill munur á veiðarfærum. Samkvæmt niðurstöðum nefndar- innar er brottkast á ýsu þannig um 8 milljónir fiska eða um 5 þúsund tonn að jafnaði á ári. Það jafngildir um 23% veiddra fiska og um 10% af afla upp úr sjó. Jón sagði að hafa bæri í huga að gögn þau sem nefndin byggði úttekt sína á væru í ýmsu tilliti takmarkaðri en æskilegt væri. Úr þeim annmarka yrði ekki bætt nema með umfangs- meiri gagnasöfnun á næstu árum. Úttektina bæri því að skoða sem könnunargreiningu á fyrirliggjandi gögnum en alls ekki sem endanlega eða altæka niðurstöðu um brottkast í fiskveiðum hér við land. Brottkast er siðferði- lega óviðunandi Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, sagði á blaðamannafundi, þar sem niðurstöður rannsóknar Gallup og brottkastnefndarinnar voru kynntar, að báðar athugunirnar sýndu að brottkast væri umtalsvert, enda væri niðurstaða þeirra beggja mjög áþekk. Niðurstaðan sé einnig í samræmi við niðurstöðu könnunar sem Kristinn Pétursson, fiskverk- andi á Bakkafirði, lét gera um brottkast árið 1990. Árni sagði að nefndirnar tvær sem stóðu fyrir könnun- unum myndu væntan- lega leggja til laga- og reglugerðar- breytingar eða breytingar á vinnuaðferðum til að minnka brott- kast eða helst koma alveg í veg fyrir það, enda ljóst að brottkast á fiski væri siðferðilega óviðunandi og efna- hagslega óhagkvæmt. Hann sagði að ekki væri tilgangurinn með þessum athugunum að leita að blóraböggl- um, heldur að ná utan um umfang brottkastsins. Hann varaði við því að draga þá ályktun af könnuninni að brottkast væri bein afleiðing kvóta- kerfisins og sagði að brottkast væri vandamál í öllum tegundum fisk- veiðistjórnunarkerfa. „Ég tel að þessar kannanir séu mjög mikilvæg- ar til að draga upp mynd af brott- kastinu og við vitum um hvað við er- um að tala. Þannig getum við betur áttað okkur á því hvað þarf að gera til að bregðast við,“ sagði hann. Varðandi könnun Gallup benti ráðherra á að úrtakið væri stórt og svörunin góð. „Við verðum að ganga út frá því að þessi könnun sé eins marktæk og hún getur orðið,“ sagði Árni og ítrekaði að kannanirnar tvær gæfu nokkuð góða heildar- mynd af því hver staðan er. Kvótakerfið er meginorsökin Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, segist telja að nokkuð sé í könnun Gallup spunnið, ólíkt athug- un brottkastnefndarinnar. Hann segist hinsvegar telja að minna hafi verið um brottkast á síðasta ári en fyrir tveimur til þremur árum, einfald- lega vegna þess að nú séu aflabrögð lakari. „Ég held reyndar að brottkast á þorski sé meira en haldið er fram í könnun- inni. Ég tel að um 80% alls brott- kasts sé þorskur.“ Grétar sagði könnunina hinsvegar sýna vel að ástæður brottkastsins megi rekja til kvótakerfisins. Brott- kast vegna þröngrar kvótastöðu og verðmæti fisks sé bein afleiðing kvótakerfisins. Hann bendir á að eft- ir að Færeyingar vörpuðu kvóta- kerfinu fyrir róða hafi brottkast ekki verið vandamál í þeirra fiskveiði- stjórnun. „Það er engin lausn fólgin í eftirlitsmyndavélum eða fjölgun eft- irlitsmanna um tíu eða tuttugu. Það er ekki um annað að ræða en að breyta kerfinu,“ segir Grétar. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, segir það af hinu góða að könnun af þessu tagi skuli hafa verið gerð. „Hún sýnir vel að sjómenn eru jákvæðir fyrir því að könnunin sé gerð. Mér sýnist það mat sem kemur fram á brottkasti í könnuninni geta verið nærri lagi. Eins staðfestir hún þann grun minn hvar brottkastið er mest og með hvaða hætti. Það er ljóst að megin orsökin liggur í kvótakerfinu. Könn- unin er hinsvegar gott innlegg um- ræðuna og í endurskoðun á fisk- veiðistjórnunarkerfinu. Það er samt engin lausn í henni fólgin. Málið er alltof viðamikið til þess,“ segir Sæv- ar. Gagnlegar upplýsingar Kristján Þórarinsson, stofnvist- fræðingur Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir að með könnuninni hafi fengist meiri vitn- eskja um brottkast og það sé vissu- lega jákvætt. „Það hefur alltaf verið vandamál að mæla brottkastið en nú skilja menn málið betur og líklegra að hægt sé að vinna á vandanum. Það er ljóst að brottkastið er nokkuð minna en margir hafa talið og það er gagnlegt að fá slíkar upplýsingar. Hinsvegar er brottkastið of mikið og við munum leggja okkar af mörkun- um til að taka á vandanum,“ segir Kristján. hafa minnkað eða staðið í stað samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup hefur gert onnum ju ári –30 þúsund tonn. Þar af má hverju ári og um 5 þúsund ggja athugana sem gerðar u í gær.                             !                          !  "       #  $  "!  ! # ! "!  %!   "!& '   $ ( )     #*+     ,    )  -#*+   )  . #*+ /%%  $ /   " 1 '      $ 2                      ,                 // 1  $ /   " 1%  '      $ %(        * "   +   ,  3*  /1   $ /   " 0 '      $    + 3 !2              " *     * ,  -  *  // &  $ /   " %  '      $   4        $    %  $    &  '   (  )*   & &(  & +&,    &   -.  /.  "! /            , 5                *    * /  /   $ 0 ! ""#! #1! #"! /0   "%& '   $ ! #! 1! 2   &   * &   $&*   &*    3  &&   $4  &  && 3       /      & 3 5 (   &  *    %. &*     /. 4       &  4  * 3  &  &4&   /   +    6   &   7      3 5 ( /    & %. (     &  / 2.  & 5         -4   . ( /.  ""! 1 +      +* +)     , 5                *    * /  /&!  $ #0!  ! 81! 19! /0   " /6 '   $ 01! ! ! 0! !  ! 0! 81! 19! : &  ;& ,,    <4& /.   &   - 7 &   08! 0         " ")     "   +      ,5          * *   $  8! 8#! #"! "8! %!   "0   "!& '   $ # ! . %  = & ) 6* /&$  & %. &*& >&   &*& 9 &    +#  *   , 5          * *   $ 18! #1! 18! 08! %!   "%&  "! '   $ 8! %&  $  9! ?.   2( @ ;.  A   * ;  . 2.& +(*  B &  &   &*  & %,  &          *   , 5          *      *$ #" 0!   "8! 80! 1 ! #9! "! ""! ! 0! 0! 9! #! 7 8          '  + +    *#  &&&+  &&/9 )4 C, C# +  .&   .,     * C,  C8.5   &&C"1C+ 4&   5 (98!C+(   & @.& +&& & &       *    #8!  :          .  # , 5                "   %$ 80! 98! 89! 9 ! %%   "00!  "/6 '   $ 99! 00!  $ ! D   .   ;    .   + /  2(&/  @ /    + .& :           +#  9    *  ;   +   ; #    < #      $ &     3   /.  2 *   (. :   #  +               91 . " .  . #1 . # . 0" . C119 1 #8C111 C# 9C"# C1" //  0!/ ! 6 0       =       -42->9 00  D   .   @ /  ;    .   + /  2(&/  @ /    + .& :       *    9    *  ;   +   ; #    < #      $ &     3   /.  2 *   (. <  4 *  /.          91 . "9 . " .  . #1 . # . 0" . C119 C8 1 #8C111 C# 9C"# C1" // //!1  0!/ ! 6 0        =     -42->9 1 !  Morgunblaðið/Ásdís r tveggja athugana á brottkasti fisks á blaða- aðstoðarmaður ráðherra, Gunnar I. Birgisson, önnunina, og Þóra Ásgeirsdóttir frá Gallup. 44% sjómanna hlynnt kvóta- kerfinu hema@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.