Morgunblaðið - 28.04.2001, Síða 56

Morgunblaðið - 28.04.2001, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG tók það nú upp hjá sjálfum mér að svara bréfi í Morgunblaðinu sem þú sendir til Magnúsar Orra Har- aldssonar, fyrrverandi fjármála- stjóra Skífunnar hf. og núverandi forstöðumanns rekstrarsviðs Norð- urljósa hf. Mér finnst það satt að segja ábyrgðarhluti af þinni hálfu að persónugera samningsmál þín með þeim hætti sem þú gerir og vega ómaklega að góðum manni. Sam- skipti okkar hafa alltaf verið með besta móti og ég er þér þakklátur fyrir að kalla mig vin. Ekki vil ég kannast við að það hafi staðið í „jagi“ milli okkar í nokkur ár út af útgáfuréttindum eða öðrum málum. Þar sem ég keypti á sínum tíma út- gáfurétt SG og Fálkans, sem höfðu gefið út hljóðrit með þér, og þar sem ég stóð fyrir útgáfu heildarverka þinna í samvinnu við Ríkisútvarpið árið 1990, þekki ég vel alla þætti málsins og axla fulla ábyrgð á þeim. Það var samt ekki ætlan mín að svara þér opinberlega um þessi mál. Þú tókst þau upp á þeim vettvangi og þar sem þú hafnaðir svo fundi með okkur Magnúsi Orra til þess að fá skýringar á því sem hefur aug- ljóslega skolast til í áranna rás. Þá tel ég rétt að setja málið stuttlega í samhengi. Bréf þitt í Morgun- blaðinu er alls ófullnægjandi lýsing hvað staðreyndir varðar auk þess sem það gengur of langt í að sverta persónur og fyrirtæki. Jafnvel þó skrifin hafi veitt þér einhverja útrás eru þau vart réttlætanleg, þegar öðlingur eins og þú átt hlut að máli. Fyrst það sem varðar fyrri samn- inga þína við SG og Fálkann. Þegar Steinar hf. keypti útgáfurétturinn af SG var skilgreint hvaða flytjendur áttu rétt á ágóðahlut. Þitt nafn var ekki þar á meðal. Einn samningur er til milli þín og Fálkans og þar er tiltekinn ákveðin upphæð til þín fyr- ir hvert lag og síðan segir: „Er þetta fullnaðargreiðsla fyrir sönginn.“ Sá háttur var algengastur áður fyrr að flytjendur þæðu eingreiðslu fyrir flutning sinn á hljóðritum. Eftir við- ræður, árið 1997, útbjó Jónatan Garðarsson, þáverandi útgáfustjóri Spors hf., útgáfusamning við þig sem tekur til allra þessara hljóðrita og tryggði þér ákveðinn ágóðahlut af öllum seldum eintökum eftir að stofnkostnaði hafði verið náð. Þótt upptökurnar hafi verið fyrirliggj- andi í einhverju formi þurfti að koma til endurvinnsla á frumsegul- böndum, afritun á plötum auk ann- ars kostnaðar. Hér er um að ræða réttindi sem þú hafðir afsalað þér við upphaflega samningsgerð. Það er mér allsendis ómögulegt að skilja hvers vegna þú sinntir því ekki að skrifa undir þennan samning og hef- ur hann á hornum þér nú mörgum árum síðar. Engu að síður hefur ágóðahlutur til þín verið reiknaður skv. honum. Það að upphæðirnar séu ekki háar á sér þær skýringar að sala útgáfunnar er lítil sem engin. Ef sú staðreynd ergir þig er við al- menning í landinu að sakast og því ómaklegt að veitast að Magnúsi Orra og bókurum Skífunnar í því sambandi. Þú veist miklu betur en að skjóta sendiboðann. Hins vegar komum við ekkert nálægt því að þú færð sendan póst Guðmundar nafna þíns í Sálinni hans Jóns míns frá STEF. Þið nafnarnir leysið þau mál örugglega farsællega í samvinnu við það ágæta félag. Það tekur mig sárt að sjá hvernig þú lýsir samskiptum vegna útgáfna þeirra, sem Steinar hf. stóðu að í til- efni 70 ára afmælis þíns, í samvinnu við Ríkisútvarpið, þinn gamla vinnu- veitanda. Þessi útgáfa er sprottin af góðum hug eins og þú veist svo vel. Um var að ræða fjórar geislaplötur sem tóku til glæsilegs ferils þíns. Samningur sá er gerður var vegna þessara útgáfna milli Steina hf. og Ríkisútvarpsins er alhliða samning- ur um útgáfu sögulegra upptakna úr segulbandasafni Ríkisútvarpsins. Það lá alltaf fyrir að lítill möguleiki væri á því að láta útgáfu þessara fjögurra platna standa undir kostn- aði, enda er hún mikil að umfangi og ágætlega til hennar vandað á allan hátt, m.a. með sérútbúinni öskju um heildarútgáfu þessara fjögurra geislaplatna. Í samningi Steina hf. og Ríkisútvarpsins kveður á um að ágóðahlutur skuli greiðast í „Út- gáfusjóð útvarpsins vegna sögu- legra hljóðrita“. Til greiðslu komi þó aðeins ef ekki er um tap á viðkom- andi útgáfum að ræða. Því miður varð það svo eins og þú veist að um- talsvert tap varð af þessari útgáfu. Aðeins seldust örfá hundruð þeirra 2000 sem framleidd voru. Þessar staðreyndir voru þér allar gerðar ljósar á sínum tíma. Ef þú vildir hafa uppi kröfur um ágóðahlut fyrir not af þessum upptökum þá var eig- andi upptaknanna, Ríkisútvarpið, samningsaðili þinn þar að lútandi. Guðmundur minn. Ég vona að þær upplýsingar sem hér eru settar fram komi þér að einhverju gagni. Tónlistariðnaðurinn er með þeim ólíkindum að maður veit aldrei hvað bíður handan við hornið. Þannig gætir þú tekið upp á því að verða ellismellur á gamals aldri eða eftir að þú ert genginn og því skynsam- legt að þú eigir ágóðahlut í þeim upptökum sem þú hefur gert, þótt þú hafir afsalað þér honum með upphaflegum samningum og virðist staðráðinn í því að halda þig við það heygarðshorn. En það er margt skrítið í kýrhausnum. Þannig er það orðið hlutverk útgefandans að sann- færa listamanninn um að hann eigi að þiggja ágóðahlut frekar en ekki. Ég vil að lokum ítreka til þín boð um kaffi, köku og gott spjall. Samt ætla ég þó fyrirfram að afþakka að fá mér í nefið þar sem ég hef nefni- lega aldrei náð þeim þroska að temja mér notkun neftóbaks. Það er alger óþarfi að jafngeðgóður maður og þú látir eftir þér að fara í vont skap. Að lokum vil ég biðjast vel- virðingar ef erfiðleikar hafa komið upp í samskiptum manna á meðal vegna þessa. Það er kannski merki þess að samskiptaöldin hentar mönnum misjafnlega. Altént vona ég að skammarskrifin hafi bætt skap þitt nógu mikið til þess að þú þurfir ekki að nota slíkan sam- skiptamáta framar. Með kveðju, STEINAR BERG ÍSLEIFSSON framkvæmdastjóri tónlistar- deildar Norðurljósa. Kæri Guðmundur Frá Steinari Berg Ísleifssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.