Morgunblaðið - 08.05.2001, Page 1
102. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 8. MAÍ 2001
ÞÚSUNDIR kristinna ungmenna
þyrptust að Jóhannesi Páli II páfa
síðdegis í gær þegar hann heimsótti
dómkirkju í Damaskus. Unga fólkið
söng og dansaði og troðningurinn
var svo mikill við bifreið páfa að ör-
yggisverðir hans áttu fullt í fangi
með að koma honum í kirkjuna.
Fyrr um daginn heimsótti páfi
bæ á Gólan-hæðunum, sem Ísraelar
og Sýrlendingar deila um, og bað
fyrir friði og sáttum milli múslíma
og gyðinga. Daginn áður fór hann í
mosku í Damaskus og var það í
fyrsta sinn í sögunni sem páfi heim-
sækir bænahús múslíma.
Páfi biður
fyrir friði
Páfi fer með friðarbæn/31
AP
TONY Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, kallaði í gær saman ríkis-
stjórn sína til að ræða kosninga-
stefnuskrá Verkamannaflokksins en
búist er við að ráðherrann boði þing-
kosningar í dag eða á morgun og
kosið verði 7. júní. Talsmaður Blairs
sagði forsætisráðherrann hafa varað
sína menn við því að baráttan verði
mun jafnari en nú er spáð. Flokki
hans er nú spáð 47% fylgi en Íhalds-
flokknum aðeins 33% og Frjálslynd-
um demókrötum 14%. Stjórnmála-
skýrendur segja að mesta hættan
sem Blair eigi við að stríða sé
áhyggjuleysi kjósenda sinna; þeir
telji margir að sigur Verkamanna-
flokksins sé þegar tryggður og muni
því ekki ómaka sig á kjörstað.
Kosningar
undirbúnar
London. AFP.
FJÖLDI fólks hringdi í öngum sín-
um í lögregluna í Stokkhólmi að-
faranótt mánudags og sagðist hafa
séð úlf á ferli í miðborginni, að sögn
Aftenposten. Dýragæslumaður var
sendur á vettvang með riffil og skot
sem notuð eru til að deyfa dýr en
gera ekki út af við þau. Hann fann
ekki úlfinn. Bílstjórar sögðust hafa
séð úlfinn á leið um Solna að Järva-
svæðinu og vona menn nú að hann
sé búinn að yfirgefa mannabyggðir.
Fyrsta tilkynningin um gestinn
óvænta kom frá Alby-garðinum
sunnan við Stokkhólm, um nóttina
sögðust nokkrir hafa séð hann á
ráfi um Södermalm. „Fyrst vorum
við ekki vissir um að fólkið væri
ódrukkið en hringingunum fjölgaði
og þá fórum við að trúa þessu,“
sagði einn lögreglumaðurinn.
Úlfaveiðar í
miðborginni
harðna og hafa alvarleg áhrif á öllum
Balkanskaga. Ari Fleischer, tals-
maður George W. Bush Bandaríkja-
forseta, sagði að stjórnin í Wash-
ington styddi tilraunir stjórnar
Makedóníu „til að berjast við öfga-
menn sem hafa valdið ófriði í þessum
heimshluta“.
Stjórnin í Makedóníu lét undan
þrýstingi vestrænna leiðtoga og
GEORGE Robertson, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins, var-
aði við því í gær að Makedónía ramb-
aði á barmi allsherjarstríðs og lýsti
albönskum uppreisnarmönnum, sem
hafa barist við makeóníska stjórnar-
hermenn í fjöllunum, sem „morð-
ingjum“. Hann skoraði einnig á
stjórn Makedóníu að beita sér meira
en hún hefur gert fyrir friði.
Robertson hvatti stjórnarand-
stöðuflokka í Makedóníu til að ganga
í stjórnina til að að styrkja lýðræðið í
sessi. Hann sagði að málamiðlun
væri eina leiðin til að bjarga landinu
„af barmi hyldýpisins“.
„Þjóðir heims láta það ekki við-
gangast að hópur morðingja, sem
halda sig í fjöllunum, grafi undan
lýðræðislegum stofnunum,“ sagði
Robertson. „Það kemur alls ekki til
greina að styðja þá sem velja of-
beldi.“
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, varaði við því
að átökin í Makedóníu kynnu að
frestaði atkvæðagreiðslu sem verða
átti á þinginu í dag um hvort lýsa
ætti yfir stríðsástandi í landinu.
Embættismenn NATO og Evrópu-
sambandsins höfðu varað við því að
slík yfirlýsing myndi verða til þess
að fleiri albanskir íbúar Makedóníu
gengju til liðs við uppreisnarmenn-
ina. Um þriðjungur íbúa landsins er
af albönsku bergi brotinn.
Ákvörðun um hvort lýsa eigi
yfir stríðsástandi frestað
Stjórnarhermenn skutu í gær
sprengjum á þorp sem eru á valdi
uppreisnarmanna í fjöllunum nálægt
júgóslavneska héraðinu Kosovo.
Herþyrlur skutu flugskeytum á
íbúðarhús sem herinn segir að upp-
reisnarmenn hafi notað til að skjóta
á hersveitirnar. Rauði krossinn sak-
aði uppreisnarmenn um að hindra
íbúa á landamærasvæðunum í að
forða sér, markmiðið væri að nota
fólkið eins og „mannlega skildi“ gegn
aðgerðum Makedóníuhers.
Átökin í landamærahéruðum Makedóníu
Robertson fordæmir
uppreisnarmenn
Skopje, Washington. AP, AFP, Reuters.
AP
Robertson lávarður, fram-
kvæmdastjóri NATO, og Javier
Solana, æðsti talsmaður ESB í
utanríkis- og varnarmálum,
ræða við fréttamenn í Skopje.
FÆREYINGAR hyggjast ekki stað-
festa Kyoto-bókunina um samdrátt í
losun koldíoxíðs vegna þess að verði
hafin olíuvinnsla við Færeyjar gæti
losun koldíoxíðs þar tvöfaldast. Má
því gera ráð fyrir að þegar Danir
ásamt öðrum Evrópusambandsþjóð-
um staðfesta bókunina á næsta ári,
eins og búist er við, muni verða und-
anþáguákvæði um Færeyjar.
„Þetta er ekki gott mál og þótt
Færeyingar séu að sjálfsögðu aðeins
lítið brot af heimsbyggðinni skyldi
enginn velkjast í vafa um að þeir vilja
leggja fram sinn skerf til að draga úr
umhverfismengun,“ segir Eyðun
Elttør, ráðherra umhverfis- og olíu-
mála en hann er í Sjálfstjórnarflokkn-
um.
Hann segir að þessi stefna lands-
stjórnarinnar njóti víðtæks stuðnings
á Lögþinginu og hafi komið glöggt í
ljós fyrir nokkru er þingið fjallaði um
áætlun er kveður á um sjálfbæra þró-
un á Norðurlöndum. Önnur ástæða
fyrir því að Færeyingar vilji ekki stað-
festa bókunina sé að ekki liggi enn
fyrir neinar mælingar á því hve mikil
koldíoxíðlosunin sé nú í Færeyjum.
„Ég ætla að láta hefja rannsókn á
því máli núna,“ segir Elttør. Að sögn
ráðherrans hefur landsstjórnin þegar
beðið dönsku ríkisstjórnina um að
Færeyjar verði undanþegnar.
Nokkur olíufyrirtæki ætla í júlí að
hefja fyrstu borun eftir olíu á fær-
eyska landgrunninu en vísindamenn
telja miklar líkur á að þar sé vinn-
anleg olía. Mikil olíuvinnsla er á land-
grunni Hjaltlands sem er suðaustan
við Færeyjar. Elttør bendir á að kol-
díoxíðlosunin muni ekki aukast fyrr
en raunveruleg olíuvinnsla hefjist og
segist hann vona að þá verði búið að
þróa aðferðir sem minnki mengun af
völdum vinnslunnar.
Væntanleg olíuvinnsla við Færeyjar
Staðfesta ekki
Kyoto-bókun
Þórshöfn. Morgunblaðið.
ÆSTUR múgur Bosníu-Serba í
borginni Banja Luka í Bosn-
íu-Herzegóvínu réðst í gær með
barsmíðum á hóp múslíma í borg-
inni til að mótmæla áformum um
endurreisn mosku á staðnum sem
átti að hefjast með formlegum
hætti í gær. Nokkrir vestrænir
stjórnarerindrekar, þ.á m. Banda-
ríkjamaðurinn Jacques Klein, yf-
irmaður starfsmanna Sameinuðu
þjóðanna í landinu, og sendiherrar
Bretlands, Svíþjóðar og Pakistans
urðu að leita skjóls í nokkrar
klukkustundir á lóð íslamskrar
miðstöðvar ásamt innlendum emb-
ættismönnum og hundruðum ann-
arra borgara.
Múgurinn braust í gegnum fylk-
ingu lögreglumanna, barði gesti,
hrifsaði af þeim bænamottur og bar
eld að þeim. Fáni Bosníu-Serba var
dreginn að hún við miðstöðina og
svín rekið inn á svæðið en músl-
ímar álíta svínið óhreint dýr. Hróp-
að var nafn Radovans Karadzic, er
var leiðtogi Bosníu-Serba í borg-
arastyrjöldinni, kveikt í fólksbílum
og strætisvögnum og brauðgerð í
eigu múslíma. „Þetta er Serbía,“
hrópaði fólkið. „Við viljum enga
mosku.“
Klein sagði í símaviðtali við
fréttamann AFP-fréttastofunnar að
forsætisráðherra lýðveldis Bosníu-
Serba, Mladen Ivanic, hefði tekist
að komast inn í húsið og væri að
skipuleggja brottflutning. „Nokkrir
hafa slasast af völdum grjótkasts-
ins,“ sagði Klein. Fulltrúi SÞ í New
York, Fred Eckard, sagði síðdegis
að lögreglan hefði komið öllu fólk-
inu í öruggt skjól og ástandið væri
orðið tryggt á ný.
Umrædd moska, sem var frá
árinu 1579, var jöfnuð við jörðu af
Bosníu-Serbum í stríðinu sem hófst
1992 og lauk með friðarsamning-
unum sem kenndir eru við Dayton í
Ohio árið 1995. Um þúsund músl-
ímar, sem áttu heima í Banja Luka
fyrir styrjöldina, fóru til borgarinn-
ar til að vera viðstaddir athöfnina.
Bosnía-Herzegóvína er að nafninu
til ríkjasamband, annars vegar lýð-
veldis þjóðarbrota múslíma og
Króata og hins vegar lýðveldis
Serba.
Endurreisn mosku veldur reiði Bosníu-Serba
Réðust að múslím-
um með barsmíðum
Banja Luka. AP, AFP, Reuters.
♦ ♦ ♦