Morgunblaðið - 08.05.2001, Side 4

Morgunblaðið - 08.05.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VW Golf comf. 4x4 station, okt. 2000, ekinn 5 þ. km, rauður, 5 dyra, 2000cc, bsk, 16" álfelgur. Verð 1.880 þ. TALIÐ er að allt að 100 börn, flest innan 15 ára, hafi safnast saman án eftirlits að næturlagi langt utan leyfilegs útivistartíma í Elliðaár- dalnum um síðastliðna helgi. Lög- reglan í Reykjavík varð að hafa nokkurn viðbúnað vegna málsins og keyra börn heim eða í athvarf. Þá var nokkurt magn af áfengi tekið af börnunum og því hellt niður. Var þetta í annað sinn sem börn komu saman í Elliðaárdalnum á skömmum tíma, því 30. apríl streymdu börn þangað með þeim af- leiðingum að talsverðar skemmdir á viðkvæmum gróðri hlutust af. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík verður haft eftirlit með hópasöfnun barna í dalnum eða annars staðar á næstunni til að fyrirbyggja slíkt. Lögreglan segir flest börnin vera innan við 15 ára en einnig ber á því að eldri unglingar sæki þangað í leit að kaupendum að áfengi og jafnvel fíkniefnum. Það sé ekki síst þess vegna sem leitast sé við að uppræta slíkar samkomur. Lögreglan segir að hópamyndun barna almennt sé ekki vandamál, en það geti þó breyst þegar drykkjan bætist ofan á. Lögreglan segir að vel hafi tekist til með að auka skilning foreldra á mikilvægi þess fyrir vel- ferð barna að útivistarreglur séu virtar. Samt sé ástæða til að hvetja foreldra enn frekar til að fylgjast með því hvað börn þeirra aðhafast á helgarnóttum. Allt að 100 börn í Elliðaárdalnum að næturlagi Nokkurt magn af áfengi var tekið af börnum í Elliðaárdal. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað sýslumanninn á Ak- ureyri og íslenska ríkið af kröfum lögreglufulltrúa við sýslumanns- embættið á Akureyri um skaðabæt- ur vegna skemmda á bifreið hans. Maðurinn starfar í rannsóknar- deild, m.a. við rannsóknir fíkniefna- brota. Bíll hans var rispaður í tví- gang með nokkurra mánaða millibili. Lögreglumaðurinn telur að þessar skemmdir megi rekja til starfa hans sem lögreglumanns og um sé að ræða hefndaraðgerðir af hálfu þeirra sem rannsókn hefur beinst að. Bíllinn notaði hann vegna starfs síns, m.a. til að flytja fíkni- efnahund og hafa eftirlit með grun- uðum aðilum. Sýslumaður neitaði að bæta lög- reglumanninum tjónið, alls 128.796 krónur, þar sem ekki væri sýnt fram á að tjónið hefði orðið vegna starfs mannsins sem lögreglumanns. Lög- reglumaðurinn krafðist aftur á móti bóta á grundvelli 30. gr. lögreglu- laga nr. 90/1996. Þar segir að ríkis- sjóður skuli bæta lögreglumönnum líkamstjón og munatjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Í niðurstöðu dómsins segir að af gögnum málsins verði þó ekki ráðið að tjónið sem um ræðir verði rakið til starfs stefnanda. Staðhæfingar lögreglumannsins í þessum efnum eru því ósannaðar gegn andmælum sýslumanns og ríkisins. Samkvæmt því eru skilyrði bótaábyrgðar stefndu ekki fyrir hendi og ber því að sýkna sýslumann og ríkið af kröf- um lögreglumannsins í málinu. Málskostnaður fellur niður. Sýslumaður sýkn- aður af bótakröfu Bifreið lögreglumanns skemmd í tvígang SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall- ist á fyrirhugaða byggingu allt að 120 MW Búðarhálsvirkjunar í Tungnaá við Búðarháls í Rangárvallasýslu, lagningu Búðarhálslínu 1 og lagn- ingu vega á Búðarhálsi með því skil- yrði að bætt verði fyrir umhverfis- áhrif vegna gróðurlendis sem tapist af völdum Sporðöldulóns við Búðar- háls. Það verði gert með mótvægis- aðgerðum sem felist í endurreisn gróðurlendis innan helgunarsvæðis Búðarhálsvirkjunar og Búðarháls- línu 1 eða í næsta nágrenni fram- kvæmdasvæðisins. „Í úrskurðinum er fallist á bygg- ingu virkjunarinnar og í öllum aðal- atriðum er komið til móts við sjón- armið Landsvirkjunar. Við munum að sjálfsögðu skoða úrskurðinn á næstu dögum,“ sagði Friðrik Soph- usson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Bygging virkjunarinnar háð stækkun Norðuráls Landsvirkjun hefur einnig til skoðunar miðlunarlón við Norðlinga- öldu en með þessum virkjunarkost- um er stefnt að því að geta afhent raforku vegna áætlana um stækkun Norðuráls á Grundartanga. Fram kom í Morgunblaðinu sl. föstudag að Þjórsárveranefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að skoða betur áhrif Norðlingaöldulóns sem yrði ekki hærra en 757 metra yfir sjáv- armáli. Aðspurður segir Friðrik að þessir tveir kostir, Norðlingaöldulón og Búðarhálsvirkjun, myndu gera Landsvirkjun kleift að afhenda Norðuráli þá orku sem beðið hefur verið um vegna stækkunar. „Ef við fáum leyfi fyrir Norðlinga- öldulóninu með lægsta yfirborð, sem hefur verulega takmörkuð áhrif á náttúruverndargildi svæðisins, þá teljum við okkur geta afhent Norður- ál orku á þeim tíma [árið 2004], sem þeir biðja um,“ segir Friðrik Sophus- son. Hann sagði jafnframt að ekki yrði ráðist í byggingu virkjunarinnar nema til að svara aukinni raforku- þörf Norðuráls vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins. 7 ferkílómetra Sporðöldulón Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar er gert ráð fyrir að samráð verði haft við Landgræðslu ríkisins, Náttúru- vernd ríkisins og hlutaðeigandi sveit- arstjórnir um útfærslu þessara að- gerða. Fyrirhuguð Búðarhálsvirkjun er allt að 120 MW vatnsaflsvirkjun og er aukin orkuvinnslugeta raforku- kerfisins með tilkomu virkjunarinnar áætluð allt að 520 GWh á ári. Með virkuninni er nýtt um 40 metra fall á milli frávatns Hraun- eyjafossstöðvar og Sult- artangalóns. Fylgir virkjuninni lagning Búðarhálslínu sem er 17 km löng, 220 kV háspennulína frá stöðvarhúsi virkjunar- innar að tengivirki Sultartangavirkj- unar. Stífluð verður Kaldakvísl rétt ofan ármóta Tungnaár og Köldu- kvíslar og myndast með því 7 ferkíló- metra lón sem kallað hefur verið Sporðöldulón. Verður það skammt norðan við stöðvarhús Hrauneyja- fossvirkjunar. Með byggingu Búðarhálsvirkjun- ar er verið að virkja síðasta virkjan- lega fallið, auk Vatnsfellsvirkjunar, á milli Búrfellsvirkjunar og Þórisvatns og verið að nýta enn frekar vatns- miðlanir og veitur sem fyrir eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Tveir kostir við byggingu Búðar- hálsvirkjunar voru kynntir í mats- skýrslu. Annars vegar Búðarháls- virkjun efri með 7 ferkílómetra lóni, sem er valkostur framkvæmdaraðila og sá kostur sem Skipulagsstofnun hefur nú fallist á. Hins vegar var svo kynntur sá kostur að reisa svonefnda Búðarhálsvirkjun neðri með 21 fer- kílómetra Langöldulóni en Skipu- lagsstofnun telur ljóst að sá kostur hefði verulega meiri heildarumhverf- isáhrif í för með sér. Landsvirkjun gerir ráð fyrir að framkvæmdir við virkjun og lagn- ingu lína taki um þrjú ár. Ákvörðun um upphaf framkvæmda sé hins veg- ar háð eftirspurn eftir raforku. Á byggingartíma Búðarhálsvirkjunar er fjöldi starfsmanna áætlaður allt að 300 manns og að fjöldi ársverka í heild verði um 500. Eftir að virkjun kemst í fullan gang verður stöðin hins vegar að jafnaði mannlaus. 4 km aðrennslisgöng undir Búðarháls Skv. matsskýrslu Landsvirkjunar er gert ráð fyrir þeirri megintilhögun við Búðarhálsvirkjun að stífla sé byggð yfir farveg Köldukvíslar skammt fyrir ofan ármótin við Tungnaá og yfir útfall Hrauneyja- fossstöðvar. Stíflan verður um 24 m há þar sem hún er hæst og um 2.300 m löng. Með stíflu við Köldukvísl myndast Sporðöldulón, og er áætluð stærð þess um 7 ferkílómetrar að flatarmáli við venjulegt rekstrar- vatnsborð. Lónið mun aðallega fylgja árdal Köldukvíslar en einnig ná lít- illega inn á Þóristungur. Rúmtak lónsins verður um 26 Gl. Um 4 km að- rennslisgöng verða gerð frá inntaks- virki við Sporðöldulón undir Búðar- háls að jöfnunarþró og stöðvarhúsi við Sultartangalón. Stöðvarhúsið verður ofanjarðar, grafið inn í hlíð Búðarháls vestan megin. Leggja þarf vegi um virkjunarsvæðið og brúa þarf Tungnaá og leggja veg að stöðvarhúsi vænt- anlegrar virkjunar. Þá er gert ráð fyrir stíflun Köldukvíslar og einnig frárennsli Tungnaár frá Hrauneyjafossstöð, rétt austan við ármót þeirra við Þóristungur. Við þessa framkvæmd myndast uppi- stöðulón, svonefnt Sporðöldulón. Er áætlað að leiða vatnið í göngum gegnum Búðarháls að stöðvarhúsi við Sultartangalón. Helstu umhverfisáhrif yrðu vegna Sporðöldulóns Fram kemur í niðurstöðu Skipu- lagsstofnunar að helstu umhverfis- áhrif af völdum virkjunarinnar verða vegna myndunar Sporðöldulóns, en við það skerðist gróðurlendi, bú- svæði fugla og menningarminjar og breyting verður á landslagi. Fjár- réttin Byrgisver og náttstaðirnir Miðtungur og Fremstatunga munu fara undir vatn. Telur Skipulags- stofnun mikilvægt að Byrgisver verði mælt upp og kannað af forn- leifafræðingi áður en framkvæmdir hefjast og haft verði samráð við Þjóð- minjasafnið áður en fornleifum á svæðinu verður raskað. Þá segir stofnunin að sjónræn áhrif vegna lónsins verði nokkur. Tap á gróðurlendi verði nokkuð en þó muni framkvæmdin ekki skerða fágætar tegundir gróðurs en fram- kvæmdasvæði sé á mörkum hálendis og láglendis þar sem gróðurþekja er lítil, og hvert gróðursvæði mikilvæg fræuppspretta. Því geti dregið úr getu svæðisins og nærliggjandi svæða til sjálfuppgræðslu. Í úrskurði Skipulagsstofnunar segir að við athugun stofnunarinnar hafi í umsögnum og athugasemdum komið fram rökstuddar ábendingar frá ýmsum aðilum um að bæta þurfi með landbótaaaðgerðum það gróður- tap sem óhjákvæmilega hljótist af Sporðöldulóni. Kærufrestur til 13. júní Í niðurstöðum Skipulagsstofnunar segir að umhverfisáhrif vegna taps á gróðurlendi af völdum Sporðöldulóns við Búðarháls kalli á að bætt verði fyrir þau með mótvægisaðgerðum sem felist í endurreisn gróðurlendis, „þ.e. framkvæmdaraðili komi af stað og/eða hraði gróðurframvindu á lítt grónu eða örfoka landi. Við landbótaaðgerðir skal hafa hliðsjón af staðsetningu, stærð, um- fangi og eðli þess gróðurlendis sem fer forgörðum. Innan helgunarsvæð- is Búðarhálsvirkjunar, eins og það er markað í tillögu að deiliskipulagi Búðarhálsvirkjunar og Búðarháls- línu 1, er svæði sem í Svæðisskipu- lagi Miðhálendis Íslands 2015 er af- markað sem landgræðslusvæði. Að auki eru leiddar að því líkur í fram- lögðum gögnum framkvæmdaraðila að breytingar á grunnvatnsstöðu af völdum Sporðöldulóns innan fyrr- nefnds svæðis geti leitt til þess að gróðurvinjar myndist. Skipulags- stofnun telur eðlilegt að landbótaað- gerðir framkvæmdaraðila fari fram innan þessa svæðis. Að öðrum kosti skulu landbótaaðgerðir fara fram í næsta nágrenni framkvæmdasvæðis á svæði sem samkomulag næst um við umráðaaðila lands og sveitarfélög í nágrenni framkvæmdasvæðisins,“ segir m.a. í niðurstöðum Skipulags- stofnunar. Hægt er að kæra þennan úrskurð Skipulagsstofnunar til umhverfisráð- herra og er kærufrestur til 13. júní. Virkjun og lón í Norð- lingaöldu duga til stækkunar Norðuráls Umhverfisáhrif verði bætt með endurreisn gróðurlendis                                             Skipulagsstofnun fellst á byggingu 120 MW Búðarhálsvirkjunar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.