Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MEISTARAFÉLAG húsasmiða tel-
ur að verið sé að rýra menntunarkröf-
ur byggingameistara með því að veita
iðnmeisturum óverðskuldaðan að-
gang að löggildingu til þess að standa
fyrir flóknum byggingaframkvæmd-
um með 45 stunda grunnnámskeið-
um. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að
hér sé um slys í sögu iðnmenntunar á
Íslandi að ræða og að með þessu hafi
iðnmenntun í landinu verið gert
meira ógagn en dæmi eru um áður.
Alþingi heimilaði með breytingu á
skipulags- og byggingalögum í lok árs
1999 að þeir sem fengu eða áttu rétt
að að fá meistarabréf fyrir 1. janúar
1989 gætu öðlast landslöggildingu
sem byggingameistarar að afloknu
námskeiði. Tilgangurinn var fyrst og
fremst sá að veita iðnmeisturum af
landsbyggðinni tækifæri á löggild-
ingu enda hefðu þeir ekki haft sömu
tækifæri til að sækja nám í Meistara-
skólanum og iðnmeistarar á höfuð-
borgarsvæðinu.
„Í upphafi var búist við að á annað
hundrað iðnmeistarar myndu sækja
námskeiðin. Allt annað hefur komið á
daginn. Nú hafa yfir 800 iðnmeistar-
ar, langflestir þeirra á höfuðborgar-
svæðinu, sótt um að taka þátt í nám-
skeiðunum og öðlast þannig
fyrirhafnarlitla löggildingu,“ segir í
yfirlýsingu frá Meistarafélagi húsa-
smiða.
Félagið bendir á að Alþingi hafi
fyrir síðustu áramót framlengt frest
til þess að sækja um þátttökku og
framlengja heimild til námskeiða-
haldsins til 1. júlí 2002 en upphaflega
áttu þau að standa til 1. júlí 2001.
Í bréfi Meistarafélags húsasmiða
til umhverfisnefndar Alþingis dag-
settu 27. apríl sl. segir að í samræmi
við eðlilegar kröfur byggingayfir-
valda allt frá 1963 eigi starfandi bygg-
ingameistarar á höfuðborgarsvæðinu
nær allir að baki nám í Meistaraskól-
anum og það sé nú 1.768 stundir. 45
stunda löggildingarnámskeið sé því
hjóm eitt í samanburði við Meistara-
skólann.
Þá fór Kristján Snorrason húsa-
smíðameistari þess á leit við umboðs-
mann Alþingis í janúar sl. að hann
taki þetta mál til meðferðar. Segir
hann í bréfi til umboðsmannsins að
ákvörðun ráðherra umhverfis- og
byggingamála að veita heimild til lög-
gildingar á grunni námskeiðsins geri
nám í meistaraskóla að engu og
ákvörðunin sé í engu samræmi við
stefnu stjórnvalda í menntamálum.
Mótmæla löggildingu
á grunni námskeiðs
FJÖLDI fólks hefur lagt leið sína
að Dalsá í Fáskrúðsfirði þar sem
tveir svartir svanir una sér hið
besta. Fyrst varð vart við svanina
sl. laugardag í Fáskrúðsfirði.
Þeir hafa hins vegar fært sig um
set og eru nú komnir nær sjón-
um. Á myndinni má sjá svanina
svörtu á Dalsánni.
Heimamenn hafa haft á orði að
gaman væri ef svanirnir hreiðr-
uðu um sig þarna til frambúðar.
Fólk hefur gefið þessum sjald-
séðu svörtu svönum brauð en
svanirnir líta ekki við þurru
brauði. Þeir eru hins vegar mat-
lystugir ef það er bleytt áður.
Nokkuð hvasst var á Fáskrúðs-
firði í gær en hlýtt í veðri og
meira en 10 stiga hiti.
Svartir
svanir í
Fáskrúðs-
firði
Morgunblaðið/Sigurjón
TVÆR jeppabifreiðir festust í
Markarfljóti til móts við Húsadal í
Þórsmörk um miðjan dag á laug-
ardag með þeim afleiðingum að
kalla varð eftir aðstoð lögregl-
unnar á Hvolsvelli. Alls voru fimm
manns í jeppunum, tvær fjölskyldur
á leið heim úr Langadal. Var fólkið
komið upp á þak bifreiðanna í ánni
þegar björgunarsveitamenn frá
Hellu, Hvolsvelli og Landeyjum
komu á vettvang. Engin börn voru í
hópnum.
Jepparnir voru fastir í nyrsta
álnum í Markarfljóti og tók það
fyrstu björgunarsveitamennina, frá
Dagrenningu á Hvolsvelli, 26 mín-
útur að komast á vettvang eftir út-
kall. Talið var í fyrstu að aðstæður
væru verri en þær reyndust þegar
að var komið. Um 30 björgunar-
sveitamenn komu að björguninni
sem gekk að óskum.
Mátti það einkum þakka því að
fólkinu tókst að halda kyrru fyrir
uppi á jeppunum uns hjálpin barst.
Vatnsdýptin var um 120 cm og tals-
verður straumþungi í ánni. Björg-
unarsveitamenn köstuðu líflínu til
fólksins og drógu það í land og tók
um 10 mínútur að bjarga öllum.
Ekkert amaði að fólkinu fyrir utan
að það var nokkuð blautt.
Að sögn lögreglu er mjög óvenju-
legt að bílar fari yfir ána á þessum
stað enda alls ekki um venjulega
leið að ræða. Lögregla sagði að at-
vik af þessu tagi ætti ekki að eiga
sér stað. Þyrfti ferðafólk að vera
mjög kunnugt staðháttum og á
mjög öflugum jeppum til að komast
yfir ána á vaðinu.
Fimm manns
bjargað af þaki
jeppa í Markarfljóti
OLÍUDREIFING ehf. og Skeljung-
ur hf. neita að veita Heilbrigðiseftir-
liti Reykjavíkur ákveðnar upplýsing-
ar um dreifingu eldneytisflutninga á
höfuðborgarsvæðinu frá birgðar-
stöðvum fyrirtækjanna í Örfirisey.
Fyrirtækin bera því við að verið sé að
óska eftir viðkvæmum viðskiptaupp-
lýsingum og að ekki hafi verið gerð
grein fyrir hvernig þær yrðu nýttar.
Heilbrigðiseftirlitið hafi þar að auki
ekki heimild til að krefjast þessara
upplýsinga.
Á fundi með fulltrúum fyrirtækj-
anna í febrúar fóru heilbrigðisfulltrú-
ar fram á upplýsingar um hlutfalls-
lega dreifingu eldsneytisflutning-
anna, sundurliðaða milli strandflutn-
ingaskipa, olíuafgreiðslubáta, flutn-
inga til Keflavíkur- og Reykjavíkur-
flugvallar og með bílum til notkunar
innan höfuðborgarsvæðisins annars
vegar og utan þess hins vegar.
Þessar upplýsingar telja fyrirtækin
viðkvæmar og neita að láta þær af
hendi en benda á að þau hafi þegar
veitt margvíslegar upplýsingar um
eldsneytisflutning frá Örfirisey.
Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um viðbrögð
Örn Sigurðsson, skrifstofustjóri
hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur,
segir að ekki hafi enn verið tekin
ákvörðun um viðbrögð við svörum
fyrirtækjanna. Málið var rætt á und-
irbúningsfundi fyrir næsta fund heil-
brigðis- og umhverfisnefndar í gær,
en engrar ákvörðunar er að sögn Arn-
ar að vænta fyrr en á fundi nefnd-
arinnar næstkomandi fimmtudag.
Aðspurður um hvers vegna heil-
brigðiseftirlitið þurfi þessar upplýs-
ingar segir hann að það sé talið rétt að
borgaryfirvöld hafi þær í sínum fór-
um. Þær nýtist m.a. við skipulags-
vinnu og við að meta áhættu og um-
fang hugsanlegra óhappa. Hann telur
ljóst að heilbrigðiseftirlitið geti óskað
eftir slíkum upplýsingum. Þetta sé
reyndar ekkert stórmál, með því að
skoða upplýsingar sem fyrirtækin
hafa þegar birt sé hægt að fá grófa
mynd af flutningunum. Betra sé þó að
fá nákvæmar upplýsingar frá félög-
unum sjálfum.
Örn segir að óski fyrirtækin eftir
því að farið sé með upplýsingarnar
sem trúnaðarmál verði að sjálfsögðu
orðið við því.
Í bréfi sem Olíudreifing sendi heil-
brigðiseftirlitinu í lok apríl segir að
umbeðnar upplýsingar muni ekki
varpa ljósi á þá mengunarhættu sem
stafar af flutningum með olíu. Aftur á
móti væru líkur á óhöppum í beinu
hlutfalli við ekna kílómetra. Slíkar
upplýsingar væru ekki viðkvæmar og
þrátt fyrir að fyrirtækið teldi sér það
ekki skylt voru heilbrigðiseftirlitinu
gefnar upplýsingar um fjölda ekinna
kílómetra.
Þá kemur fram að olíubílar Olíu-
dreifingar flytja 10.000–42.000 lítra af
eldsneyti í hverri ferð. Að jafnaði fari
bílar fyrirtækisins u.þ.b. 25 ferðir frá
olíubirgðastöðinni á dag og jafnmarg-
ar til baka. Sex af þessum ferðum eru
ætlaðar út fyrir höfuðborgarsvæðið.
Á síðasta ári óku olíubílar fyrirtæk-
isins um 309.000 kílómetra innan höf-
uðborgarsvæðisins. Af þeim voru
45.000 km vegna aksturs bíla sem
voru á leið út fyrir höfuðborgarsvæðið
eða um 15% heildaraksturs.
Í bréfi Skeljungs til heilbrigðiseft-
irlitsins kemur fram að fyrirtækið
hafi ávallt unnið að því að takmarka
áhættu af eldsneytisflutningum og
bent er á að nú séu uppi áform um
beinan innflutning á flugeldsneyti til
Helguvíkur. Nái þau áform fram að
ganga muni draga verulega úr land-
flutningum frá Reykjavík.
Olíudreifingarfyrirtækin neita að veita Heilbrigðis-
eftirliti Reykjavíkur upplýsingar
Viðkvæmar við-
skiptaupplýsingar
SKIPTAFUNDUR í þrotabúi Radíó-
búðarinnar hf. fór fram í föstudag en
á fundinum var lögð fram skrá um
lýstar almennar kröfur. Þá var á
fundinum tekin afstaða til sáttatil-
boðs vegna uppgjörs á dómi Héraðs-
dóms Reykjavíkur frá 9. febrúar en
þá rifti dómurinn kaupum Radíóbúð-
arinnar á þremur sumarbústöðum
sem fyrirtækið keypti af fjórum hlut-
höfum og stjórnarmönnum skömmu
áður en óskað var eftir gjaldþrota-
skiptum á fyrirtækinu í ágúst 1998.
Ákveðið var að taka sáttatilboðinu á
fundinum. Áður en fyrirtækið var lýst
gjaldþrota greiddi það hluthöfunum
fjórum 18,3 milljónir fyrir fast-
eignirnar og að auki fékk einn stjórn-
armanna um 350.000 fyrir sölu á
fjórða bústaðnum sem annar eigandi
og stjórnarmaður seldi. Í kjölfarið
höfðaði þrotabú Radíóbúðarinnar
riftunarmál á þeim forsendum að fyr-
irtækið hefði verið eigandi bústað-
anna og því hefði verið um gjöf að
ræða.
Héraðsdómur komst að þeirri nið-
urstöðu að Radíóbúðin hefði verið
eigandi búðstaðanna þegar fólkið
seldi þá og því hefðu kaupin verið gjöf
til fólksins. Þessum gjafagerningi
rifti héraðsdómur, eins og áður sagði,
og dæmdi fólkið til að greiða þrota-
búinu samtals um 14,7 milljónir auk
dráttarvaxta.
Eftir að dómurinn var kveðinn upp
lögðu hinir stefndu fram beiðni um að
ljúka málinu með afbrigðum og áfrýja
þá ekki málinu. Gengið var að sátta-
tilboðinu á fundinum en það samsvar-
aði varakröfu þrotabúsins og hljóðar
upp á rúmar 7 milljónir króna.
Sáttatilboði hluthafa tekið
Framsals-
beiðni vegna
mannshvarfs
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur
að ósk lögreglunnar í Reykjavík farið
fram á að íslenskur karlmaður á fer-
tugsaldri sem situr í fangelsi í Hol-
landi verði framseldur til Íslands.
Lögreglan vill yfirheyra manninn í
tengslum við hvarf Valgeirs Víðisson-
ar en síðast spurðist til hans árið
1994.
Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík, segir að rannsókn
málsins hafi aldrei verið hætt. Í gegn-
um tíðina hafi lögreglunni borist ýms-
ar vísbendingar og hafi þær verið
kannaðar eftir mætti. Þetta sé ein af
þeim. Þar sem lögreglan hafi enga
lögsögu yfir manninum í Hollandi hafi
verið farið fram á framsal. Hörður
segir enn óvíst hvort hollensk yfirvöld
verði við beiðninni.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins afplánar maðurinn nú fang-
elsisdóm vegna smygls á 16 kílóum af
kókaíni til Hollands. Lögreglan mun
hafa yfirheyrt manninn. Á síðasta ári
handtók lögreglan mann hér á landi í
tengslum við hvarf Valgeirs og yfir-
heyrði hann. Maðurinn hefur komið
við sögu fíkniefnamála hér á landi.
Hörður segir engan hafa verið hand-
tekinn í tengslum við rannsókn máls-
ins á þessu ári.
Barinn með
hafnaboltakylfu
TVÆR líkamsárásir voru kærðar til
lögreglunnar í Hafnarfirði um
helgina.
Á föstudagskvöld var ráðist á gest
í veitingahúsi í miðbænum og er
hann talinn nefbrotinn. Á laugar-
dagskvöldið var ráðist á ungan mann
í miðbæ Hafnarfjarðar og hann bar-
inn með hafnaboltakylfu. Í hvorugu
tilvikinu veit lögreglan deili á árás-
armönnunum.
Tvö innbrot voru tilkynnt til lög-
reglu.
♦ ♦ ♦