Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 13 Í YFIRLÝSINGU frá Baugi, undirritaðri af Hreini Loftssyni stjórnarformanni, kemur m.a. fram að 40% af smásöluálagn- ingunni fari í launakostnað sem hafi hækkað mikið á árunum 1996-2000. Yfirlýsingin er hér birt í heild sinni en fyrirsögnin er Morgunblaðsins. Í yfirlýsing- unni gerir stjórn Baugs eftirfar- andi athugasemdir við skýrslu Samkeppnisstofnunar um mat- vörumarkaðinn, sem birt var föstudaginn 4. maí síðastliðinn: „1. Þótt álagning í smásölu kunni að hafa hækkað milli ár- anna 1996–2000, eins og haldið er fram í skýrslunni, er þess ekki getið að á sama tíma hefur kostnaður hækkað til mikilla muna. Má þar nefna launaskrið, en yfir 40% álagningar hjá smá- söluverslunum fer til þess að greiða starfsfólki laun. Þá hefur orðið hækkun á fleiri kostnaðar- liðum. Smásöluverslunin hefur og tekið yfir stóran hluta af dreifingu vörunnar af birgjum, sem hefur aukinn kostnað í för með sér. 2. Á árunum fyrir 1996 ein- kenndist smásala matvöru af sí- felldum gjaldþrotum. Má þar nefna gjaldþrot Miklagarðs, Grundarkjörs, Kjötmiðstöðvar- innar, Garðakaups og Kosta- kaups. Ástæða þessa er sú að fyrirtæki í þessari grein voru þá almennt rekin með tapi. Ljóst er, að neytendur greiddu reikning- inn vegna þessara gjaldþrota. Sú breyting hefur orðið að fyrir- tækin eru nú almennt rekin með hagnaði, en það er forsenda þess að þau geti veitt viðskiptavinum sínum þá þjónustu sem þeir krefjast. Þjónusta er mun meiri en áður, vöruúrval meira og meira val á milli tegunda versl- ana. Öflug smásöluverslun er forsenda fyrir því að unnt sé að byggja upp samskipti við er- lenda birgja og framleiðendur og lækka þannig vöruverð á Íslandi til lengri tíma litið. 3. Skoða hefði þurft þróun hagnaðar á tímabilinu og leggja mat á hvort um óeðlilegar breyt- ingar hafi verið að ræða, í stað þess að einblína á álagningu. Í nýlegri skýrslu, sem bresk sam- keppnisyfirvöld tóku saman um smásöluverslun, var megin- áherslan einmitt lögð á breyting- ar á hagnaði á milli ára fremur en álagningu. Slíkt hlýtur að vera rökréttari aðferð þar sem álagning er mjög mismunandi á milli vöruflokka. Þannig leggur skýrsla Samkeppnisstofnunar megináherslu á vörur með háa álagningu, en ekki vörur með lága álagningu svo sem mjólkur- vörur og osta (sem eru um 18% af matarkörfu heimilanna). Þetta skekkir niðurstöðuna og veldur því að menn geta dregið rangar ályktanir um meðal- álagningu verslana. 4. Sú meginniðurstaða Sam- keppnisstofnunar, að dregið hafi úr virkri samkeppni undanfarin ár, stenst ekki við nánari skoðun. Af lestri skýrslunnar má draga þá ályktun að hagnaður í smá- söluverslun hafi aukist umtals- vert. Samkvæmt upplýsingum frá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, hefur hagnaður matvörukeðja farið minnkandi, eða staðið í stað, þ.m.t. hjá mat- vörukeðjum Baugs, eins og fram kemur í gögnum sem send hafa verið frá endurskoðendum fé- lagsins til Samkeppnisstofnun- ar. Fjárfestingar í greininni hafa verið mjög miklar undanfarin misseri, en þær voru á annan milljarð á síðastliðnu ári. Þannig opnuðu 13 nýjar matvöruversl- anir á höfuðborgarsvæðinu á síð- asta ári. Þá auglýsir smásalan fyrir 20–30 millj. kr. á mánuði. Ljóst er, að ef ekki væri virk samkeppni, eins og haldið hefur verið fram, væri vart nauðsyn- legt að auglýsa og fjárfesta svo mikið, sem raun ber vitni. Til frekara vitnis um sam- keppni í greininni má nefna að frá mars 1999 til mars 2000 hækkaði verðlag á matvöru sam- kvæmt tölum Hagstofunnar um 1,1%. Á sama tíma hækkaði vísi- tala neysluverðs um 3,9%. Mat- arverð hefur því lækkað um 2,7% undanfarið ár miðað við almennt verðlag í landinu. Meginástæða þessarar þróunar er átaksverk- efni Baugs undir yfirskriftinni „Viðnám gegn verðbólgu“. 5. Stjórn Baugs gagnrýnir þau vinnubrögð Samkeppnisstofnun- ar að staðreyna ekki í öllum til- vikum þær upplýsingar, sem byggt er á í skýrslunni. 6. Athygli vekur að í fréttatil- kynningu viðskiptaráðuneytis- ins er eingöngu vikið að Baugi og Kaupási, og vöruhúsum þeirra. Ekki er minnst á Matbæ (KEA) og Samland, sem er vöruhús kaupfélagsins. Í vikunni til- kynnti Matbær að á síðasta ári hefði fyrirtækið verið með 10 millj. kr. hagnað af 4 milljarða kr. veltu. Spyrja má, hvort hér sé of geyst farið í álagningu? 7. Að undanförnu hafa komið fram rangar fullyrðingar í fjöl- miðlum um mjög háa álagningu í verslunum Baugs á grænmeti og ávöxtum. Var þar staðhæft að meðalálagning Hagkaups væri 80–90%. Var fyrirtækið sett í þá sérkennilegu stöðu að þurfa að sanna sakleysi sitt. Af því tilefni lagði fyrirtækið fram öll gögn þar að lútandi, þar sem fram kom með óyggjandi hætti, að meðalálagning í þessum vöru- flokkum var helmingi lægri, eða 45–47% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Enginn áhugi reynd- ist vera að skoða til samanburð- ar meðalálagningu Bónusversl- ananna. Þá hefði komið fram heildarmyndin sem sýnir mun lægri álagningu Baugs, þar sem helmingur af matvörusölu Baugs fer fram í verslunum Bónuss. Nú hefur verið hrundið af stað svipaðri umræðu á grundvelli skýrslu Samkeppnisstofnunar og fyrirtæki á matvörumarkaði enn sett í þá stöðu, að þurfa að sanna sakleysi sitt. Dómur er felldur áður en menn kynna sér allar hliðar málsins. Í þessari umræðu fellst ásökunin í því að Baugur hafi, í skjóli stærðar sinnar, knúið heildsala til að lækka verð án þess að það skili sér til neytenda og hirða gróð- ann. Eins og áður er nefnt hefur hagnaður í greininni minnkað eða staðið í stað á umræddu tímabili. Ársskýrslur fyrirtækis- ins sýna að hagnaður Baugs er hlutfallslega mun minni en al- mennt gerist í smásöluverslun hjá nágrannaþjóðum okkar. Þessi gögn eru öllum opin, m.a. á heimasíðu fyrirtækisins. Upp- lýsingar um afkomu stærstu heildverslana er ekki aðgengi- legar með sama hætti. Sam- kvæmt upplýsingum, sem aflað hefur verið hjá Ríkisskattstjóra kemur fram, að hagnaður þeirra á árinu 1999 í hlutfalli af veltu var að öllu jöfnu mun hærri en almennt gerist í smásöluverslun. Úttekt Samkeppnisstofnunar spannar tímabilið 1996–2000. Baugur var ekki stofnaður fyrr en um mitt ár 1998. Ef málið er skoðað frá þeim tíma kemur í ljós að verðlag á matvöru hefur hækkað um 10,0% en neyslu- verðsvísitalan um 12,2% til loka apríl sl. Stór hluti hækkunarinn- ar varð nú í apríl vegna óhag- stæðrar gengisþróunar. Hag- ræðing í smásöluversluninni er því þegar farin að skila sér til neytenda. Stjórn Baugs telur því þá gagnrýni ómaklega, sem fyr- irtækið hefur þurft að þola í fjöl- miðlum undanfarna daga. Baugur mun að sjálfsögðu veita Samkeppnisstofnun að- gang að öllum þeim upplýsing- um, sem stofnunin telur sig þurfa á að halda við þá úttekt á smásöluverslun, sem boðuð hef- ur verið. Um leið hlýtur að vera gerð sú krafa til stofnunarinnar, að hún vandi vinnubrögð sín bet- ur en raunin er varðandi ofan- greinda skýrslu og gefi fyrirtæk- inu færi á að gæta andmæla- réttar síns.“ Yfirlýsing stjórnar Baugs hf. vegna skýrslu Samkeppnisstofnunar Kostnaðar- hækkana ekki getið SAMTÖK verslunar og þjónustu, SVÞ, sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem hörmuð er „neikvæð og ómál- efnaleg“ umræða gegn smásöluverslun í land- inu í kjölfar skýrslu Samkeppnisstofnunar um matvörumarkaðinn. Inntak skýrslunnar gefi tilefni til málefnalegrar umræðu, en hafi þess í stað snúist upp í ásak- anir um arðrán mat- vöruverslunarinnar í skjóli samþjöppunar og fákeppni, eins og það er orðað. Ósanngjarnar ásakanir séu ekki til þess fallnar að ná skyn- samlegri lendingu í svo viðamiklu máli. Í ljósi umræðunnar leggja SVÞ áherslu á eftirfarandi í tilkynn- ingunni: „Á því tímabili sem skýrsla Samkeppn- isstofnunar nær til hef- ur rekstrarkostnaður matvöruverslana hækk- að til muna. Laun eru stærsti kostnaðarlið- urinn og yfir 40% af álagningu mat- vöruverslana þarf til að standa undir honum. Vegna kjarasamninga og launaskriðs hafa laun starfsfólks í versl- unum hækkað umtals- vert meira en hjá öðr- um stéttum. SVÞ telja það jákvæða þróun og nauðsynlega til að sinna kalli tímans. Tæplega 4.000 manns starfa við matvöruverslun á Ís- landi, en um 22 þúsund alls við verslunar- og skrifstofustörf. Af öðr- um hækkandi kostnaði má nefna dreifing- arkostnað innanlands, húsnæðiskostnað og ýmis opinber gjöld, eins og hita, rafmagn, sorp- hirðu- og eftirlitsgjöld. Auknum rekstrar- kostnaði hefur óhjá- kvæmilega verið mætt með aðhaldi í rekstri og síðan aukinni álagn- ingu. Hækkun álagn- ingar hefur ekki skilað auknum hagnaði smá- söluverslana, heldur hefur hagnaður sem hlutfall af veltu hefur farið minnkandi og er lítill í samanburði við matvöruverslanir er- lendis. Hagnaður af rekstri er vitanlega for- senda þess að verslanir geti borið sig og veitt neytendum góða þjón- ustu. Virk samkeppni er á íslenskum matvöru- markaði, ólíkt því sem margir halda fram, og vegna hennar breytist verð á matvörum dag- lega. Þá hefur versl- unum fjölgað töluvert á fáum árum, a.m.k. í þéttbýli, til að mæta kröfum neytenda um vöruúrval, þjónustu og afgreiðslutíma. Að gefnu tilefni benda SVÞ á siðareglur um samskipti birgja og smásala, sem að frum- kvæði SVÞ voru kynnt- ar aðildarfyrirtækjum í lok síðasta árs og op- inberlega í apríl sl. Siðareglunum er ætlað að stuðla að auknu gæðastarfi og sann- gjörnum viðskiptahátt- um. Þær hafa þegar verið teknar upp af nokkrum aðilum í mat- vöruverslun.“ Í lok tilkynning- arinnar segjast SVÞ vera reiðubúin að vinna að lausn þessa máls svo friður og sátt megi nást um rekstrarumhverfi matvöruverslana, sam- skipti smásala og birgja og verðmyndun mat- vara. Hagsmunum neyt- enda og verslunarinnar sé þannig best borgið. SVÞ harma nei- kvæða umræðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.