Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 16
FRÉTTIR 16 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KONUR birtast í um 30% af út- sendu efni á fréttatímum í sjónvarpi og talað mál kvenna er þar um 15% á móti 85% talaðs máls karla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum skýrslu nefndar um konur og fjölmiðla. Þá er mun meira fjallað um karla en konur í fréttum og blaðagreinum dagblaða og karlar eru mun oftar tilefni frétta en konur. Í rannsókn nefnd- arinnar á efni dagblaða kom í ljós að meirihluti frétta og blaðageina er án kynjaslagsíðu, þ.e. annars vegar er ekki hægt að sjá af skrifunum hvort þau séu unnin af karli eða konu og hins vegar er efni fréttar- innar ekki annaðhvort um karl eða konu. Þá kemur fram að það sé einkum í málaflokkum eins og minningargreinum og slúðurfrétt- um þar sem konur fá tiltölulega mesta umfjöllun. Í könnun meðal blaða- og frétta- kvenna kom fram að flestar væru þær sáttar við störf sín. Ekki var unnt að gera samanburð við blaða- og fréttamenn þar sem svarhlutfall þeirra var of lítið. Um 70% kvennanna sögðust hafa hug á að ná lengra í starfi og 28% töldu sig hafa orðið fyrir mismunun í starfi vegna kynferðis. Þá sögðu 60% að þær teldu stöðu kvenna á íslenskum fjöl- miðlum vera verri en stöðu karla. Kvennasviðum sýndur lítill áhugi Í skýrslunni er vitnað í niðurstöð- ur evrópskrar rannsóknar þar sem fram kemur að fjölmiðlar sýni þeim sviðum þar sem konur eru í for- grunni lítinn áhuga. Þá telji átaks- verkefnahópur Evrópusambandsins um konur og fjölmiðla að hefð- bundnar starfsáherslur eða mat á því hvernig tekið skuli á málum ekki vera hlutlaust. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður nefndar um konur og fjöl- miðla, segir að störfum nefndarinn- ar sé ekki lokið. Menntamálaráð- herra hafa verið kynntar niður- stöður skýrslunnar og á næstu dög- um verða fjölmiðlafólki kynntar þær á vinnustöðunum. Nefndin leggur fram ákveðnar tillögur til úrbóta í þremur liðum: Reynt verði að efla vitund fjölmiðla- fólks, fræðsla í skólum verði aukin og upplýsingum verði komið á fram- færi við almenning. Karlar mun oft- ar tilefni frétta en konur EIÐUR Guðnason sendiherra var í Manitoba í Kanada nýlega og átti m.a. fund á Gimli með Kanadamönnum af íslenskum uppruna þar sem rætt var um möguleika á auknum viðskipta- tengslum Íslands og Kanada og þá einkum Manitoba. Eiður Guðnason tekur í ágúst nk. við af Svavari Gestssyni sem aðalræð- ismaður Íslands í Winnipeg en verk- efni hans verða einkum að efla og treysta menningarsamskiptin við Vestur-Íslendinga og auka viðskipta- tengsl Íslands við mið- og vesturfylk- in í Kanada, Manitoba, Saskatchew- an, Alberta og Bresku-Kolumbíu í samvinnu við íslenska sendiráðið í Ottawa og utanríkisráðuneytið. Á umræddum fundi kom fram hjá Neil Bardal, kjörræðismanni Íslands í Manitoba, að hann og fleiri hefðu áhuga á að fá sérfræðinga frá Íslandi til að kynna sér fiskveiðar á Winni- peg-vatni og kanna möguleika á sam- vinnu í fisksölumálum, ekki síst til að bregðast við brottkasti fiskimann- anna. Hann sagði að fyrirhuguð för forsætisráðherra Manitoba ásamt viðskiptanefnd til Íslands í haust sýndi áhuga ráðherra á viðskiptum við Íslands og ástæða væri til að kanna hvað hægt væri að gera frekar í viðskiptum þjóðanna. Eiður sagði að gaman hefði verið að hitta allt þetta fólk sem hefur áhuga á auknum samskiptum við Ísland og Ís- lendinga, bæði á sviði menningarmála og að því er varðar viðskipti. Áreið- anlega væru margvíslegir möguleikar í þeim efnum og byrjað væri að ræða mál tengd fiski. Samkvæmt fyrirliggj- andi upplýsingum væri verulegt brottkast á Winnipeg-vatni, á tegund- um sem ekki hafa verið nýttar en hugsanlega mætti nýta. Ef Íslending- ar gætu gefið ráðleggingar á ein- hverju sviði þá væri það á sviði fisk- veiða og fiskvinnslu. Því væri ekki ólíklegt að þar gæti orðið samstarf sem yrði til góðs. Hins vegar bæri að vara við því að hafa allt of miklar væntingar. Íslensk fyrirtæki hefðu verið að koma undir sig fótunum í Kanada og verðlag væri einkar hag- stætt miðað við það sem Íslendingar þekktu. „Mér sýnist að það sé ákaf- lega margt hér sem er þess virði að það sé kannað nánar, hvort sem það leiðir til einhvers eða ekki, en ég held að svo sé,“ sagði Eiður. Sendiherrann nefndi að rætt hefði verið um aukinn ferðamannastraum frá Íslandi. Í því sambandi sagði hann að hann héldi að Vestur-Íslendingar hefðu verið duglegri við að heimsækja Ísland en Íslendingar þá. Hann sagð- ist sannfærður um að þar sem vel flestir Íslendingar ættu ættingja í Vesturheimi mætti með mjög góðum árangri skipuleggja ferðir til Mani- toba í meira mæli en gert hefði verið fram að þessu. Það væri mikil lífs- reynsla að kynnast umhverfinu og- menningararfinum sem væri hluti af íslenska menningararfinum. „Þetta fólk er okkur auðlind og við eigum að geta verið því auðlind,“ sagði Eiður og bætti við að fyrir skömmu hefði hann komist að því að hann ætti ættingja vestra og sjálfsagt væri svo með fleiri. Að sögn Eiðs var heimsókn hans og Eyglóar Helgu Haraldsdóttur, eigin- konu hans, mjög gagnleg og hann þakkaði Svavari Gestssyni og Guð- rúnu Ágústsdóttur, eiginkonu hans, fyrir skipulagninguna. „Við Eygló hyggjum gott til þess að koma hingað aftur og starfa með þessu ágæta fólki sem hér er, en það var líka mjög mik- ilvægt að sækja þing Þjóðræknis- félagsins í Vancouver og hitta þar fólk frá öllum Íslendingabyggðum.“ Kannar viðskipta- möguleika í Manitoba Ljósmynd/Jón Einarsson Gústafsson Sendiherrar með eiginkonum og kjörræðismanni á Gimli. Frá vinstri: Neil Bardal, Eiður Guðnason, Eygló Helga Haraldsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir og Svavar Gestsson. ÞÚSUNDIR manna lögðu leið sína á laugardaginn á Keflavíkur- flugvöll þar sem starfsmenn varn- arliðsins stóðu fyrir opnu hús fyr- ir gesti og gangandi í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá gerð varnarsamnings Íslands og Banda- ríkjanna. Þar gafst fólki m.a. kost- ur á að kynnst lífinu og starfinu á Keflavíkurflugvelli og sögu varn- arliðsins í máli og myndum. Seinnipart dagsins hélt David Architzel, aðmíráll og yfirmaður varnarliðsins, athöfn fyrir boðs- gesti, þar sem m.a. nokkrir starfs- menn varnarliðsins, sem starfað hafa samfleytt hjá varnarliðinu frá 1951, voru heiðraðir. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og William Kernan, hershöfðingi og yfirmaður Atl- antshafsherstjórnar NATO, af- hentu þeim Helga Jakobssyni, Jóni Þorsteinssyni, Kristjáni Júl- íussyni, Arnóri B. Jóhannessyni og John A. Woods viðurkenning- arskjöl fyrir störf þeirra í þágu varnarliðsins í hálfa öld. Fjölmenni á opnu húsi hjá varnarliðinu Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Fimm starfsmenn voru heiðraðir fyrir störf í þágu varnarliðsins frá 1951, en það voru þeir Helgi Jakobsson, John A. Woods, Jón Þorsteinsson, Kristján Júlíusson og Arnór B. Jóhannesson. Morgunblaðið/Ómar Varnarliðsmenn máluðu krakkana með ekta stríðsmálningu. HÁSKÓLINN í Manchester mun næstkomandi miðvikudag gera forseta Íslands, Ólaf Ragn- ar Grímsson, að heiðursdoktor í lögum á hátíðarsamkomu sem haldin er vegna 150 ára afmælis háskólans. Meðan á dvöl forsetans í Manchester stendur mun hann einnig hitta Íslendinga sem bú- settir eru í borginni og nágrenni hennar og heimsækja íslensk fyrirtæki sem eiga starfsvöll þar. Fimmtudaginn 10. maí tekur forsetinn þátt í ráðstefnu um málefni upplýsingaiðnaðar sem Útflutningsráð og Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins efna til í Lundúnum með þátttöku ís- lenskra hugbúnaðarfyrirtækja, íslenskra og breskra fjárfesta. Þar flytur forseti ávarp og tek- ur þátt í umræðum. Forseti Íslands heiðurs- doktor í Manchester RÚMLEGA 36% kjósenda segj- ast ánægð með störf stjórnar- andstöðunnar, rösklega 31% er hvorki ánægt né óánægt og tæplega 33% eru óánægð, að því er fram kemur í könnun Gallup um álit kjósenda á störfum stjórnarandstöðunnar. Þetta er heldur meiri ánægja en þegar síðast var gerð könnun í nóv- ember 1999. Ánægjan er mest hjá yngsta hópnum en hópurinn 55–75 ára er óánægðastur og fleiri karlar en konur eru óánægðir með störf stjórnar- andstöðunnar. Íbúar í kjördæmum á Norður- landi eru ánægðari með störf stjórnarandstöðunnar en aðrir íbúar og íbúar í Suðvesturkjör- dæmi eru óánægðastir. Rúm- lega helmingur stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri-grænna er ánægður með störf sinna manna á Alþingi en um fjórð- ungur þeirra er óánægður. Aukin ánægja með störf stjórnarandstöðunnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.