Morgunblaðið - 08.05.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.05.2001, Qupperneq 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAEMBÆTTIÐ hef- ur óskað eftir því við þá, sem annast hafa eyðingu vargs í hreppnum, að grágæs á land- areign Bessastaða verði fækk- að. Fjórir aðilar hafa leyfi til að stunda vargeyðslu fyrir Bessastaðahrepp og forseta- embættið og hefur einn þeirra ritað sýslumanninum í Hafn- arfirði bréf þar sem hann ósk- ar eftir að leyfinu verði „breytt samkvæmt þessu, þ.e.a.s. til vargeyðslu í Bessa- staðahreppi og fækkunar á gæs á leyfilegum veiðitíma þar sem það á við.“ „Já, það er rétt; forseta- embættið hefur beðið um þetta,“ sagði Karl Gíslason, öryggisfulltrúi forsetaemb- ættisins, þegar Morgunblaðið bar málið undir hann. „Það er gífurlegur óþrifnaður af gæs- unum, enda fjöldinn mikill. Þær eru mikið á planinu hérna, sérstaklega á veturna, eflaust vegna þess að það er upphitað og þær eru skítandi úti um allt. Beiðnin er sett fram af því tilefni. Þær eru að vísu hér á vorin og sumrin líka en ekki eins mikið.“ Að sögn Karls er ekki um aðrar gæsategundir þar að ræða í landi Bessastaða, nema margæsina, en hún falli ekki undir þetta. Hún sé það stygg að hún komi ekki upp að hús- unum, heldur láti sér nægja túnin og sé flogin um leið og hún sjái til mannaferða. Keyrði um þverbak Þorvaldur Björnsson, starfsmaður Náttúrufræði- stofnunar, er einn þeirra fjög- urra aðila sem leyfi hafa til að farga vargfugli í Bessastaða- hreppi. Að sögn hans er verið að einblína á það að eiga við gæsina fyrir framan þar sem gestir og gangandi eru þar sem menn leggja bílunum og þar í kring. „Það er búið að reyna að nota hvellskot, eins og gert var við máfana á Reykjavíkurtjörn, en sú að- ferð dugar skammt því fugl- arnir hætta að taka marka á þeim eftir smátíma og eru komnir aftur að vörmu spori.“ Hann sagði að ekki stæði til að leggja út í herferð gegn gæsahópnum þarna í heild sinni. „Fyrst og fremst er verið að reyna að fæla gæsirnar í burtu og stugga þeim þarna frá því um þverbak keyrði þegar einhver þjóðhöfðinginn labbaði í gegnum þessar skítaklessur og bar á skónum inn í hús.“ Þorvaldur sagði að ekki stæði til að eiga við þær gæsir sem væru úti á túnum heldur eingöngu þær sem væru á malbikinu umhverfis húsið. Þá á einungis að veiða á veiðitíma gæsa, sem er 20. ágúst til 15. mars. „Það er búið að sækja um að fá að grípa til aðgerða en það hefur ekki verið nógu skýrt hvernig á að standa að þessu,“ sagði hann. Verndun lífríkis stefna forsetaembættisins Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og formaður Fuglaverndarfélags Íslands, sagðist eiga erfitt með að trúa því að til stæði að skjóta grá- gæs á Bessastöðum og benti á að hægt væri að þrífa skítinn af plönum og stéttunum í kringum húsið. „Það hefur verið stefna forsetaembættis- ins að vernda lífríkið á þessu svæði en mér heyrist þetta vera úr öllum fasa við það. Það verður að skoða þetta mál gaumgæfilega og menn verða að koma með einhverjar tillög- ur um hvernig þeir ætla að standa að þessu áður en þeim er veitt leyfið. Annað væri út í hött,“ segir hann. Þess má að lokum geta að grágæs er á válista Náttúru- fræðistofnunar Íslands yfir fuglategundir í yfirvofandi hættu því henni hefur fækkað meira en 20% á 10 árum. Grágæs við Bessastaði veldur forsetaembættinu vandræðum vegna óþrifnaðar Óskar eftir fækk- un gæsarinnar Morgunblaðið/Kristinn Forsetaembættið vill láta fækka grágæsum við Bessastaði vegna óþrifnaðar sem þær valda á plönum og stéttum þar. Bessastaðahreppur UMFERÐARVIKU skóla- barna á Seltjarnarnesi lauk á laugardaginn með árleg- um hjóladegi við Mýrar- húsaskóla. Fjöldi barna safnaðist þar saman, félagar í Slysavarna- deild kvenna í bænum skoð- uðu öryggishjálma þeirra allra og gáfu góð ráð varð- andi notkun þessa ómiss- andi öryggistækis og lög- regluþjónar fóru yfir hjólhesta barnanna, fræddu þau um umferðina og nauð- syn þess að fara varlega. Þegar allir höfðu hlotið „skoðun“ var hjólaður hringur í bænum í lög- reglufylgd og í lokin var boðið upp á veitingar. Umferðarvikan var haldin af Umferðarnefnd Seltjarn- arness, Mýrarhúsaskóla, foreldrafélagi skólans, íþrótta- og æskulýðsráðs- ráði og slysavarnadeild kvenna. Hún tókst mjög vel, að sögn lögreglumanns sem Morgunblaðið ræddi við. Hjólalest í lögreglufylgd Seltjarnarnes Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjöldi barna fékk góðar ráðleggingar um hjólhesta sína og öryggismál. „Er hjálmurinn þinn ekki í góðu lagi?“ ÁFORMAÐ er að byggja áfasta leikmunageymslu til bráðabirgða við austurhlið Þjóðleikhússins. Skipulags- og bygginganefnd Reykjavík- ur hefur lýst sig jákvæða gagnvart þessum fyrirætlun- um en varaformaður nefndar- innar telur geymsluna engan veginn sæma Þjóðleikhúsinu. Umrædd leikmunageymsla verður smíðuð úr timbri og klædd með steniplötum og verður staðsett upp við gluggalausan gafl á austan- verðu húsinu verði áformin að veruleika. Gert er ráð fyrir þessari viðbyggingu ofan á um það bil 100 cm háan steyptan pall yfir kjallara- rými sem er þar fyrir. Geymslan verður um 100 fer- metrar að stærð en sem stendur eru leikmunir geymd- ir í gámum utan við leikhúsið. „Ekki samboðið virðingu hússins“ Óskar Bergsson, varafor- maður skipulags- og bygg- inganefndar og fulltrúi R- listans í nefndinni, segir vissulega litla prýði að gám- unum. „Mér finnst samt ekki hægt að búa til það afleitt ástand í umhverfi húss að það sé í raun og veru hægt að samþykkja hvað sem er til þess að laga það. Og mér finnst það einfaldlega ekki samboðið virðingu Þjóðleik- hússins að ganga um með slík- um hætti. Geymslan er reynd- ar hugsuð til bráðabirgða en við höfum ekki góða reynslu af bráðabirgðabyggingum því þær standa alltaf miklu leng- ur en áformað er í upphafi,“ segir Óskar. Mikil þrengsli baksviðs Hann telur rétt að kalla eft- ir umsögnum menningar- málanefndar og húsafriðunar- nefndar um málið enda sé það gjarnan gert við svipaðar að- stæður og oft af minna tilefni. Árni Johnsen, formaður bygginganefndar Þjóðleik- hússins, vísar gagnrýni Ósk- ars á bug og segir öll efnistök vera í samræmi við Þjóðleik- húsið. „Þetta er að vísu ekki steypt bygging en hún er klædd með steniplötum með sömu áferð og Þjóðleikhúsið,“ segir hann. Hann vísar því á bug að geymslan sé ekki Þjóðleik- húsinu sæmandi. „Það er ekki samboðið virðingu Þjóðleik- hússins að vera með drasl og gáma í misjöfnu ástandi í kring um húsið og í stöðunni í dag eru engin áform um að stækka Þjóðleikhúsið til frambúðar. Hins vegar er allt rými baksviðs háð miklum þrengslum og þetta er bara skynsamlega aðgerð í stöð- unni.“ Í umsögn Borgarskipulags um málið kemur fram að ekki liggi fyrir deiliskipulag af byggingarreitnum en til stendur að hefja deiliskipu- lagsgerð á þessu ári. Mælt er með því að viðbyggingin verði leyfð til bráðabirgða með skil- yrðum. Þá segir að til að hægt sé að samþykkja byggingar- leyfi beri að hafa grenndar- kynningu á aðlægum lóðum og lóðum handan götunnar sem eru í sjónmáli við Þjóð- leikhús. Hundrað fermetra viðbygging með steniklæðningu Miðborg Geymsla við Þjóðleikhúsið á teikniborðinu HÚSEIGANDA í Frosta- skjóli 35 í Reykjavík hefur ver- ið gert að fjarlægja gróður og grindverk af landspildu sem tilheyrir Reykjavíkurborg inn- an mánaðar frá móttöku bréfs þar um. Forsaga málsins er sú að húseigandinn sótti um lóðar- stækkun árið 1987 en að lóð- inni sem hús hans stendur á liggur leiksvæði þar sem er að finna rólu og rugguhest. Um- sókninni var hafnað á þeirri forsendu að um væri að ræða Á að fjarlægja mannvirki Morgunblaðið/Golli Fremri garðskikinn tilheyrir Reykjavíkurborg og því þarf gróður og grindverk að fara. Vesturbær           svokallaðan grenndarvöll sem nýta þyrfti á þann hátt sem til er ætlast af slíkum svæðum. Þá var á það bent að nágrann- ar í Granaskjóli 30 hefðu ekki verið sáttir við lóðarstækk- unina. Þrátt fyrir þetta gróðursetti húseigandinn plöntur og trjá- gróður á svæðinu næst húsi sínu og girti af. Nýlega sótti hann um endurupptöku máls- ins en fékk neitun. Í umsögn borgarskipulags segir að æskilegt sé að haldið verði í þau útivistarsvæði sem upp- haflega var gert ráð fyrir í deiliskipulagi. Á það er bent að aðkoman að svæðinu sé ein- göngu um stíga og aðliggjandi lóðir og því sé það öruggt leik- svæði. Þá hefði lóðarstækkun- in fordæmisgildi gagnvart öðr- um húseigendum sem lóðir eiga að svæðinu. Í bréfi húseigandans í Frostaskjóli 35 kemur fram að hann uni úrskurðinum illa. Hann hafi freistast til að gróð- ursetja plönturnar í þeim til- gangi að fegra umhverfi sitt og girðingin hafi verið sett upp til að hlífa gróðrinum. Telur hann að brotið hafi verið gegn með- alhófsreglu með því að skikka hann til að fjarlægja gróðurinn og grindverkið og býðst til að gefa borginni hvort tveggja megi það verða til þess að bjarga því. Skipulags- og byggingar- nefnd hafnar því hins vegar að meðalhófsregla hafi verið brotin og veitir húseigandan- um 30 daga frest til að fjar- lægja eigur sínar af svæðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.