Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 22
NORÐURORKA mun greiða
Háskólanum á Akureyri 750
þúsund krónur á ári næstu 5 ár
og verður féð notað til verkefna
og uppbyggingar á sviðum
grunnrannsókna.
Samningur þessa efnis hefur
verið undirritaður en hann er á
milli Norðurorku, Háskólans á
Akureyri, Akureyrarbæjar og
Rannsóknasviðs Orkustofnun-
ar. Aðilar samningsins munu
hafa með sér samstarf til að
efla rannsóknir og kennslu á
sviði náttúruvísinda, einkum
grunnrannsóknir á orkulindum
þjóðarinnar, jarðhita, vatnsafli,
orkunýtingu og umhverfisþátt-
um orkunýtingar.
Auk þess sem Norðurorka
greiðir áðurnefnda upphæð
leggur fyrirtækið fram vinnu
sérfræðings á sviði orkumála
sem nemur 200 klukkustundum
á ári.
Norðurorka mun einnig
styrkja útibú Rannsóknasviðs
Orkustofnunar á Akureyri með
750 þúsund króna framlagi á
ári næstu fimm ár og verður féð
notað til hagnýtra rannsókna
og nýsköpunar á sviði orku-
vinnslu og orkunýtingar sem
nýtast munu fyrirtækinu sem
og öðrum orkufyrirtækjum í
landinu. Norðurorka mun einn-
ig leggja fram vinnu sérfræð-
ings á sviði orkumála til útibús
Rannsóknarsviðs Orkustofnun-
ar.
Þorsteinn Gunnarsson rekt-
or Háskólans á Akureyri sagði
samninginn koma í beinu fram-
haldi af samningi sem gerður
var við Landsvirkjun á dögun-
um. Með þessum myndarlega
styrk myndi verða haldið áfram
að víkka út kennslu við háskól-
ann á sviði jarðhitafræði og
jarðvísinda.
Landsvirkjun mun sam-
kvæmt samningnum kosta
stöðu prófessors í jarðvísindum
en Franz Árnason forstjóri
Norðurorku sagði að þeir pen-
ingar sem fyrirtækið léti af
hendi myndu nýtast til rann-
sókna.
Samstarf
um rann-
sóknir
orkulinda
HA, Akureyrar-
bær, Norðurorka
og Orkustofnun
KARL Frímannsson, skóla-
stjóri Hrafnagilsskóla, segir frá
skólastefnu sem þar hefur verið
við lýði síðustu tvö ár á
Mömmumorgni í Akureyrar-
kirkju miðvikudaginn 9. maí frá
kl. 10 til 12. Dagskráin er liður í
Kirkjulistaviku sem nú stendur
yfir í kirkjunni.
Yfirskrift fyrirlesturs Karls
er: „Allir hafa það góða í sér og
möguleikann til að verða betri
manneskjur.“
Hornsteinar skólastarfs í
Hrafnagilsskóla eru að rækta
sammannlegar dyggðir, efla
skilning á ólíkum viðhorfum og
menningu, sinna þjónustu við
samfélagið og gera allt með
ágætum.
Skóla-
stefna
Hrafna-
gilsskóla
kynnt
Akureyrarkirkja
AKUREYRI
22 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FÉLAGSMENN í Sjómannafélagi
Eyjafjarðar komu saman til fundar á
Akureyri sl. sunnudagskvöld, þar
sem þeir lýstu yfir fullu trausti og
eindregnum stuðningi við samninga-
nefnd sjómanna, að sögn Konráðs
Alfreðssonar formanns félagsins.
Konráð sagðist hafa verið mjög
ánægður með fundinn sem sóttu um
100 félagsmenn. „Ég var þarna að
kynna mönnum stöðuna í samninga-
málum og svara fyrirspurnum.“
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu á laugardag átti Þorsteinn
Már Baldvinsson, forstjóri Samherja
hf, fund með áhöfn Baldvins Þor-
steinssonar EA á föstudag. Þar kom
m.a. fram að fyrirtækið stæði frammi
fyrir því að selja skip og að það væri
afleiðing verkfallsins. Konráð sagði
að þarna hafi verið um hótanir að
ræða af hálfu forstjóra Samherja.
Slíkt væri brot á vinnulöggjöfinni og
yrði kært til félagsdóms.
Konráð sagðist ekki hafa orðið var
við ótta meðal sjómanna Samherja á
fundinum á sunnudagskvöld.
„Menn gera sér alveg grein fyrir
því að ef Samherji ætlar að selja skip,
þá er það ekki vegna verkfallsins.
Þar liggja aðrar ástæður að baki, að
teknar hafi verið rangar ákvarðanir í
fyrirtækinu eða eitthvað slíkt. Verk-
fallið setur svona fyrirtæki ekki í þá
stöðu að það þurfi selja skip.“
Konráð sagði að menn væru
ákveðnir í því að ná samningum og að
af því væri unnið af fullum krafti.
Margir með skertar tekjur
Verkfallið hefur að sjálfsögðu
áhrif á landvinnsluna og hefur
vinnsla smám saman verið að stöðv-
ast, sérstaklega hjá þeim stærri.
Minni fyrirtækin þrauka mörg hver
enn, sum í viðskiptum við smábáta
sem róa af krafti og önnur áttu fros-
inn fisk sem verið er að vinna þessa
dagana.
Á Dalvík voru um 20 manns á at-
vinnuleysisskrá þegar verkfallið
hófst en eru nú ríflega 100 þar sem
Frystihúsið sagði öllu starfsfólki upp
og mun það vera eina fiskvinnslufyr-
irtækið á Norðurlandi sem það gerði.
Aðalsteinn Baldursson, formaður
matvælasviðs starfsgreinasambands
Íslands, segir það vissulega von-
brigði að fyrirtækið hafi gripið til
þessara aðgerða.
Önnur fiskvinnslufyrirtæki á
Norðurlandi, m.a. Útgerðarfélag Ak-
ureyringa, hafi nýtt sér kauptrygg-
inguna, þ.e. fólki er sagt upp þremur
dögum áður en hráefni þraut, starfs-
menn fá föst mánaðarlaun en ekki
greiddar álagsgreiðslur og fyrirtæk-
in fá endurgreitt úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði, en það sé hins vegar
spurning hversu lengi fyrirtækin þoli
slíkt.
Nú búa á sjötta hundrað manns á
Norðurlandi eystra við skertar
tekjur, vegna sjómannaverkfallsins,
eru annaðhvort á kauptryggingu eða
atvinnuleysisbótum, og þeim mun
fjölga á næstu dögum ef sjómanna-
verkfallið leysist ekki. Þá má nefna
að oft er stöðvun hjá fiskvinnslufyr-
irtækjum í einhvern tíma á sumrin
og það er ekki til að bæta ástandið.
Enn er vinnsla hjá öðrum fisk-
vinnslufyrirtækjunum á Dalvík og
verður vinnsla þar í nokkra daga
enn, mislengi þó. Hjá Norðurströnd
var steinbítsvinnsla í fullum gangi
fyrir helgi og að sögn Kristjáns Þor-
valdssonar eiga þeir hráefni sem
nægir í tveggja vikna vinnslu, bæði
ferskt og frosið.
Norðurströnd er í viðskiptum við
smábáta víðs vegar um landið og seg-
ir Kristján að ef tíð haldist góð verði
enginn hörgull á hráefni hjá þeim.
Pétur Sigurðsson hjá Sólrúnu á
Árskógssandi segir að vinnsla hafi
verið á fullu fram undir þetta, afli
hafi fengist af smábátum og einnig
hafi verið keypt á fiskmarkaði. Einn-
ig hefur verið unnið við að pakka
saltfiski. Þó megi allt eins búast við
að nú fari að hægja á ef verkfallið
leysist ekki hvað úr hverju. „Hins
vegar fáum við fisk frá smærri bát-
um, og nú er að koma sá tími er lifna
fer yfir veiðinni hjá þeim.“
Stuðningur við
samninganefnd
Sjómannafélag Eyjafjarðar
ÞREMUR yfirmönnum Stál-
taks hf. á Akureyri hefur verið
sagt upp störfum. Um er að
ræða tvo af fjórum verkefnis-
stjórum fyrirtækisins og fram-
leiðslustjóra.
Ólafur Hilmar Sverrisson
framkvæmdastjóri Stáltaks
vildi ekki tjá sig um þessar upp-
sagnir í gær. Eins og áður hef-
ur komið fram hefur rekstur
fyrirtækisins verið erfiður og
er unnið að því að laga hann.
Stáltak varð til við sameiningu
Slippstöðvarinnar á Akureyri
og Stálsmiðjunnar í Reykjavík
og er fyrirtækið með starfs-
stöðvar á báðum stöðum.
Fyrr í vetur var 13 starfs-
mönnum fyrirtækisins á Akur-
eyri sagt upp störfum vegna
erfiðrar verkefnastöðu. Frá
þeim tíma hefur verkefnastað-
an batnað mikið og er góð um
þessar mundir. Nokkur óvissa
er þó um framhaldið og þá ekki
síst vegna verkfalls sjómanna.
Uppsagnirnar frá því í vetur
hafa ekki enn komið til fram-
kvæmda en þær hafa heldur
ekki verið dregnar til baka
samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins.
Stáltak, Akureyri
Þremur
yfir-
mönnum
sagt upp
KIWANISKLÚBBARNIR Kald-
bakur og Embla afhentu öllum
börnum á Akureyri, Eyjafjarð-
arsveit, Svalbarðsströnd og
Grenivík, sem fædd eru 1994,
reiðhjólahjálma og veifur við
verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð sl.
laugardag. Lögreglan var á
staðnum með reiðhjólaskoðun,
grillaðar voru pylsur í mannskap-
inn frá Norðlenska og boðið upp
á Frissa fríska. Meðal þeirra sem
komu var Elmar Þór, sem hér
gæðir sér á gómsætri pylsu.
Margir komu á staðinn á laug-
ardag en þar voru sérstakir vor-
dagar í verslunum og boðið upp á
ýmsar uppákomur vegna þess.
Morgunblaðið/Kristján
Gáfu börnum hjálma og veifur
VEIÐIÁHUGAMENN geta búist
við miklu fjöri ef þeir bregða sér inn
að Hólavatni í Eyjafirði. Þar hafa
ábúendur á Hólakoti, hjónin Örnólf-
ur Eiríksson og Ragna Úlfsdóttir,
ásamt sjómanninum Einari Inga
Einarssyni og sambýliskonu hans,
Evu Úlfsdóttur, verið að sleppa fiski
í stórum stíl.
Í síðustu viku var sleppt um 1.300
regnbogasilungum og síðan var bætt
við um 20 boltalöxum frá Víkurlaxi. Í
þessari viku verður sleppt til viðbót-
ar um 1.400 regnbogasilungum frá
Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Regn-
bogasilungur er vinsæll veiðifiskur
og sprettharður og spennandi verð-
ur að sjá hvernig fiskurinn nær að
laga sig að lífríki Hólavatns, en fyrir
er í vatninu góður stofn smámurtu.
Búið er að gera góða aðstöðu í sum-
arbústað við vatnið og þar verður öll
þjónusta fyrir veiðimenn og aðra
gesti, bátaleiga, stangaleiga fyrir
börn og fullorðna, sala á veiðibúnaði,
veitingasala, grill og möguleiki á að
tjalda, en umhverfi Hólavatns er
mjög skjólsælt.
Ljósmynd/Rúnar Þór
Sjómaðurinn Einar Ingi sleppir laxi. Með honum er sonurinn Einar Ingi
og sjá má að það eru engin smákóð sem hægt er að fá í Hólavatni.
Aðstaða fyrir veiði-
menn við Hólavatn