Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 23 ÁHÖLD eru um hvarrannsóknar- og nýsköp-unarhús Háskólans áAkureyri eigi að vera og hverjir eiga að hanna það. Þó er ólíklegt að hönnuðir á arkitekta- stofunni Glámu/Kím fái að ráða því. Árið 1996 var tillaga nr. 7 í samkeppni um hönnun og skipulag á Sólborgarsvæðinu á Akureyri valin og í kjölfarið gerðir tveir hönnunarsamningar við arkitekta- stofuna Glámu/Kím. Reisa á bygg- ingar á 5–8 árum og í nokkrum áföngum, en rannsóknahús er einn þessara áfanga. Flestir bjuggust við að hönnuðir að háskólasvæði Akureyrar væru fundnir til frambúðar. Þeir höfðu unnið með svæðið í nokkur ár og rektor Háskólans á Akureyri beðið arkitektana í janúar sl. um að gera deiliskipulag fyrir lóð háskólans. „Þeir voru reknir frá verkinu,“ eins og lögmaður þeirra orðar það, og vísar til þess að verkbeiðnin var tekin til baka í lok febrúar og sam- ið var við Halldór Jóhannsson landslagsarkitekt hjá Teikn á lofti á Akureyri um verkið. Félagar í Arkitektafélagi Ís- lands vildu ekki vinna þetta verk, né önnur á þessu svæði, vegna til- mæla stjórnar AÍ um stuðning við Glámu/Kím í þessu máli. Á nýjum rissum frá Teikn á lofti að skipu- lagi er rannsóknahúsið/húsin ekki lengur á Sólborgarsvæðinu, heldur á næstu lóð sem ekki enn hefur verið úthlutað. Hönnun rannsóknar- húss boðin út Haustið 1999 lýstu forsvars- menn fasteigna- og þróunarfélags- ins Þyrpingar hf áhuga sínum fyr- ir ríkisstjórn um að reisa og eiga rannsóknarhús við Háskólann á Akureyri. Nefnd var sett á lagg- irnar til að funda með Þyrpingu um þetta mál og Gísli Þór Magn- ússon, deildarstjóri í menntamála- ráðuneyti, gerður að formanni hennar. Niðurstaða nefndarinnar var að halda útboð á rannsókn- arhúsi í einkaframkvæmd. Þótt það sé ekki nauðsynlegt, eins og dæmi í Hafnarfirði sýna (Hörðu- vellir), var hönnunin á bygging- unni einnig boðin út. Leitað er því að nýjum hönnuðum á háskóla- svæðið og telur ríkisvaldið sig vera í fullum rétti til þess. Ríkiskaup auglýstu í júlí 2000 eftir ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar byggingar rannsóknahúss og síðan hefur verið rimma milli ríkisvalds og Glámu/Kím en arkitektarnir telja að verið sé að brjóta á lög- vörðum höfundarrétti þeirra. Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði lögbannskröfu vegna útboðsins í febrúar síðastliðnum og nú hefur málið verið flutt fyrir héraðsdómi og niður- stöðu dómarans beðið. Nafn Þyrpingar var ekki í forvali að útboði. Íslenskir aðalverktakar með ISS Ísland annars vegar og Nýsir með Ístaki voru reiðubúnir að taka þátt í útboðinu. Nýjum gögnum hafnað Skúli J. Pálmason héraðsdómari setti dómþingið 2. maí kl. 15:00 og hófst það með því að Gunnar Jó- hann Birgisson hrl, sem flytur málið fyrir hönd varnaraðila, bað um að leggja fram ný gögn eða m.ö.o. frumhugmyndir Teikna á lofti um deiliskipulag lóðar HA og næstu lóða á þessu svæði. Lög- maðurinn sagði að samkvæmt þessum gögnum ætti fyrirhugað rannsóknahús að standa á næstu lóð við Sólborgarsvæðið. Dómarinn neitaði að bæta þessum gögnum við með þeim orðum að þau kæmu of seint og að ekkert mál væri hér fyrir dómi ef þetta hefði verið staðfest áður. Málið núna væri að- eins hvort lögbannskrafa vegna út- boðs á rannsóknahúsi á háskóla- lóðinni uppfyllti sett skilyrði. Garðar Briem hrl, lögmaður sóknaraðila, og Gunnar Jóhann Birgisson sóttu svo og vörðu mál sitt frammi fyrir dómara. Dóm- þingið stóð í þrjár klukkustundir og verða nokkur rök og ástæður endursagðar hér. Krafa Glámu/Kím um lögbann er sett fram vegna þess að arki- tektarnir óttast hugsanlega eyði- leggingu á höfundarverki sínu. Byggingar á Sólborgar- svæðinu mynda sam- tengda þyrpingu sem rísa skal í nokkrum áföngum. Nú þegar er tveimur áföngum lokið og búist var við að rann- sóknahúsið yrði næst. Stofan hafn- aði m.a. boði um að taka þátt í út- boði um byggingu Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni vegna væntanlegra anna við rann- sóknarhús HA. Framkvæmdir á Sólborgarsvæð- inu hafa hingað til verið unnar eft- ir valdri samkeppnistillögu stof- unnar um skipulag og hönnun bygginga þar. Í niðurstöðu dóm- nefndar árið 1996 segir m.a. um verðlaunatillöguna: „Útlit til norð- austurs, sem verður andlit háskól- ans út á við, er sérlega glæsilegt,“ en rannsóknahús er einmitt hluti af þessu andliti. Arkitektarnir sætta sig ekki við að leitað sé til nýrra hönnuða í útboðinu, það sé líkt og að fá nýjan höfund til að vinna við skáldsögu eftir annan (og án samþykkis hans). Lágmarks- krafan er að samið sé um það við þá fyrst. Sókn Glámu/Kím er um höfund- arréttinn, að samkeppnistillagan, tveir hönnunarsamningar, fram- kvæmdir og fleiri gögn gefi þeim lögvarinn höfundarétt á rannsókn- arhúsi sem risi meðal annarra bygginga á Sólborgarsvæðinu. Lögð er áhersla í sókninni á að heildarhönnun bygginga og heild- armyndin á svæðinu væri fyrir bí gengju nýir hönnuðir inn í verkið, nema þeir nýttu sér hugmyndir Glámu/Kím, en það er óleyfilegt. Hér er aðeins um brota- brot af verki að ræða Málsvörn varnaraðila er að ströng skilyrði lögbanns séu ekki uppfyllt í þessu máli. Auk þess að málið felist í að heildarsamningur hafi ekki verið gerður við hönnuði Glámu/Kím um hönnun allra bygg- inga á Sólborgarsvæðinu og þar af leiðandi sé ríkið ekki skuldbundið til að fela þeim hönnun rannsókn- arhúss. Ekki er heldur verið að brjóta samninga, þar sem þeir hafi ekki verið gerðir. Varnaraðilar segja að aldrei hafi komið til greina að hag- nýta hugmyndir stofunnar á nokk- urn hátt eða að ganga inn í höf- undarverk hennar. Tilefni þessa er að aðstæður hafi breyst með þess- ari einkaframkvæmd og nú standi til að reisa 4000 – 6000 m² rann- sóknarhús en ekki 2000 m² eins og það birtist í samkeppnistillögu Glámu/Kím. Varnaraðilar telja að arkitekt- arnir reki þetta mál á röngum for- sendum því hér sé alls ekki um höfundarréttarmál að ræða, heldur samningsréttarmál. Einungis standi yfir útboð og því hafi eng- inn höfundarréttur verið brotinn. Höfundarrétturinn verði ekki virk- ur fyrr en með tilteknum fram- kvæmdum og að ekki sé fyrirsjá- anlegt að hann verði virkur því líkur eru á að byggingin muni standa á annarri lóð en háskóla- byggingarnar á Sólborg. Rannsóknahús HA, samkvæmt tillögu Glámu/Kím, á að vera sam- tengt öðrum byggingum á Sól- borgarsvæðinu og hefur það verið hannað 20% eins og gjarnan er gert í tillögum. Varnaraðili telur að 20% hönnun njóti ekki höfund- arréttar og það sé enn eitt dæmið sem sýni að ekki sé verið að brjóta á höfundarrétti. Form njóti vernd- ar en ekki hugmynd að formi. Hér sé aðeins um brotabrot af verki að ræða. Og ef hér sé um höfund- arrétt að tefla, er ekki enn runn- inn upp tími til að glíma við málið, því verkið er ekki hafið. Önnur rök og áfrýjun Nokkur önnur rök og máls- ástæður lögmannanna og umbjóð- enda þeirra, sem lúta að ýmsum atriðum í höfundarrétti og samn- ingsrétti, voru reifuð í Mbl 6. mars sl. (Reynt á hönnun rannsóknar- húss, bls. 10–11). Héraðsdómarinn hefur nú tekið sér frest til að skera úr um hvort lögbannskrafan uppfylli tilsett skilyrði 24. gr. laga nr. 31/1990 um lögbann (sjá lagasafn á www.- athingi.is). Líklegt verður að telj- ast, miðað við málatilbúning, að annar hvor aðilinn áfrýi úrskurð- inum til Hæstaréttar. Staðsetning rannsóknarhúss enn óstaðfest Morgunblaðið/RAX Hönnuðir háskólalóðar HA. Í arkitektahóp Glámu/Kím vegna Sólborg- arsvæðisins eru Sigurður Kjartansson, Sigbjörn Kjartansson, Ólafur Tr. Mathiesen, Jóhannes Þórðarson og Árni Kjartansson. Ekki er lengur ljóst hvar rannsóknarhús Há- skólans á Akureyri eigi að standa. Ekki er held- ur ljóst hvort lögbann fæst sett á útboð bygg- ingarinnar. Gunnar Hersveinn fylgdist með í Héraðsdómi Reykja- víkur og endursegir rök og málsástæður deil- enda, Glámu/Kím og ríkisvaldsins. Lög um kyrrsetningu, lögbann o.fl. 1990 nr. 31, 23. apríl: IV. kafli. Lögbann. 24. gr.  Lögbann má leggja við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn einstaklings eða fyrirsvars- manns félags eða stofnunar ef gerðarbeiðandi sannar eða gerir sennilegt að athöfnin brjóti eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans, að gerðarþoli hafi þegar hafist handa um athöfn- ina eða muni gera það og að réttindi hans muni fara forgörð- um eða verða fyrir teljandi spjöllum verði hann knúinn til að bíða dóms um þau.  Lögbann verður ekki lagt við stjórnarathöfn þess sem fer með framkvæmdarvald ríkis eða sveitarfélags.  Lögbann verður ekki lagt við athöfn: 1. ef talið verður að réttar- reglur um refsingu eða skaða- bætur fyrir röskun hagsmuna gerðarbeiðanda tryggi þá nægi- lega; 2. ef sýnt þykir að stórfelldur munur sé á hagsmunum gerð- arþola af því að athöfn fari fram og hagsmunum gerðarbeiðanda af að fyrirbyggja hana, enda setji gerðarþoli eftir atvikum tryggingu fyrir því tjóni sem at- höfnin kann að baka gerðarbeið- anda. Lög um lögbann Arkitekta- stofan hefur hafnað öðr- um verkum HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.