Morgunblaðið - 08.05.2001, Side 24

Morgunblaðið - 08.05.2001, Side 24
Morgunblaðið/GPV Rúnar Björgvinsson og Karen Elísdóttir, fyrstu húsbyggjendurnir í nýju Vallahverfi, ásamt dætrunum Dagnýju, Ingu Fanneyju og Hildi. ÍBÚARNIR á Árnastíg 14 í Grindavík eru ekki með neina ná- granna eins og er. Þau eru fyrstu einstaklingarnir sem hefja bygg- ingu íbúðarhúss í nýju hverfi, Vallahverfi. Húsið sem þau Karen Elísdóttir og Rúnar Björgvinsson eru að láta byggja er 225 fermetra timburhús og er þá bílskúrinn meðtalinn. Húsið er með viðhaldsfríum gluggum og með múrsteinsklæðn- ingu. Í sveitasælunni „Við gerum okkur vonir um að flytja inn um mánaðamótin júní- júlí, með smábjartsýni. Við sjáum vel í allar áttir, mjög vel út á sjó og bakgarðurinn er mest nátt- úrulegt hraun. Hér á bak við verður pallur og svo hraunið frá nátturunnar hendi. Við erum hér í sveitasælunni“, sagði Rúnar. Karen er líka ánægð með nýja húsið og umhverfið. „Þetta er æðislegt, í framtíðinni verður pottur hérna í þessari laut í hrauninu og það má segja að hann sé kominn frá náttúrunnar hendi. Við höfum hannað þetta allt saman sjálf en fáum fagmenn til að útfæra hugmyndirnar. Engin hús eru hér fyrir sunnan okkur en við erum efst hér í botnlanganum. Það má í gríni segja að við skreppum til Grindavíkur,“ sagði Karen. Fyrst til að hefja byggingu húss í Vallahverfi Við sjáum vel í allar áttir Grindavík SUÐURNES 24 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefjast aftur handa við uppbyggingu elstu húsa Keflavíkur, Duus-húsanna sem svo eru nefnd. Alþingi hefur veitt 10 milljóna kr. styrk til verksins sem byrjað verður á í sumar. Gamla búð og Bryggjuhúsið eru elstu hús Reykjanesbæjar. Hans Peter Duus kaupmaður lét byggja nýja verslun árið 1871. Er húsið nefnt Gamla búð og er elsta hús Keflavíkur. Eftir að verslunar- rekstri var hætt var Gamla búð not- uð sem íbúðarhús og verbúð eftir að það komst í eigu Miðness hf. Á sjö- unda áratugnum kviknaði í húsinu og hefur það staðið autt síðan. Bærinn eignaðist Gömlu búð fyrir nokkrum árum og hefur staðið til að koma þar fyrir upplýsingamiðstöð ferðamanna. Einnig hefur komið upp sú hugmynd að hafa þar menn- ingarmiðstöð fyrir ungt fólk en skiptar skoðanir verið um það hvort húsið hentaði til slíks. Hans Peter Duus lét byggja pakkhús 1877, stórt hús upp á tvær hæðir og ris. Var það byggt úr tveimur eldri húsum sem stóðu á sama stað. Var pakkhúsið nefnt Bryggjuhúsið enda var Duus- bryggjan fram eftir því miðju. Bryggjuhúsið var stærsta bygging landsins á sínum tíma, fyrir utan Al- þingishúsið. Í því var einn af fáum brunnum þorpsins. Eftir að versl- unin seldi eigur sínar árið 1919 hefur húsið aðallega verið notað í tengslum við rekstur fiskverkunar. Bíóhúsið er áfast Bryggjuhúsinu og er það elsta kvikmynda- hús á landinu, eftir að Fjalakötturinn við Að- alstræti í Reykjavík var rifinn. Fjórða hús- ið á Duus-torfunni er nýrra steinhús, fisk- verkunarhús, sem Reykjanesbær á einn- ig. Þar verður safni bátalíkana Gríms Karlssonar komið fyr- ir. Gerð framkvæmdaáætlun Samkvæmt upplýsingum Valgerð- ar Guðmundsdóttur, menningarfull- trúa Reykjanesbæjar, hefur bæjar- sjóður varið verulegum fjárhæðum til að verja þessi hús frekari skemmdum. Einnig hefur verið unn- ið að undirbúningi endurbyggingar þeirra en illa gengið að fá til þess fjármagn. Á árinu 1998 voru kynnt- ar tillögur að endur- byggingu húsanna og gerð framkvæmda- áætlun þar sem gert var ráð fyrir því að endurbygging húsanna tæki átta ár. Áætlað var að verkefnið kost- aði um 200 milljónir kr. Vegna fjárskorts hefur dregist að koma áætl- unni til framkvæmda en Valgerður segir að með 10 milljóna króna styrk frá Alþingi verði nú aftur hafist handa við endurbyggingu húsanna. Áætlað er að flytja starfsemi Byggðasafnsins í Duus-húsin. Ekki liggur fyrir hvernig húsin verða nýtt að öðru leyti, nema hvað starfsemin verður menningartengd. Auk Duus-húsanna er svokallað Fischershús á torfunni, merkilegt hús sem á að gera upp, og myndlist- armenn í Reykjanesbæ hafa aðstöðu í pakkhúsi þar við hliðina. Duus- húsatorfan verður því mikil menn- ingarmiðstöð í Reykjanesbæ þegar fram líða stundir. Hafist handa við endurbyggingu Duus-húsanna Bryggjuhúsið er stórt og myndarlegt. Áfast því er Bíóhúsið og loks fisk- vinnsluhús sem eiga að geyma bátasafn Gríms Karlssonar. Morgunblaðið/Jim Smart Gamla búð er elsta hús Keflavíkur. Reykjanesbær Valgerður Guðmundsdóttir Byggja 4 stofur við grunnskól- ann SANDGERÐISBÆR hefur auglýst eftir tilboðum í við- byggingu Grunnskóla Sand- gerðis. Um er að ræða fjórar skólastofur og stækkun á and- dyrum og annarri aðstöðu. Sigurður Valur Ásbjarnar- son, bæjarstjóri í Sandgerði, segir að eftir að ráðist var í framkvæmdir til að einsetja skólann hafi komið upp atriði sem ekki voru séð fyrir. Meðal annars hafi tvær stofur verið teknar undir kennslu fatlaðra og ein til tölvukennslu. Nauð- synlegt hafi verið að bæta við fjórum kennslustofum. Er það gert með því að byggja kennslustofuálmu við eldri hluta skólans. Anddyri stækkað Jafnframt þarf að ráðast í stækkun á anddyri íþróttamið- stöðvar og byggingu varðturns við sundlaugarsvæðið og stækkun á einu af anddyrum skólans auk þess sem byggð verður tengiálma milli skóla- álmanna og stjórnunaraðstaða endurbætt. Verktaki á að skila hluta af verkinu tilbúnu í haust en ljúka því að öllu leyti fyrir 1. maí á næsta ári. Jafnframt þessum bygging- arframkvæmdum verður skóla- lóðin og aðkoma að skólanum lagfærð. Er þegar byrjað á hellulögnum. Sandgerði LÖGÐ hafa verið fram drög að stefnu Reykjanesbæjar í málefnum innflytjenda. Þar er meðal annars lagt til að stofnað verði embætti þjóðafulltrúa sem sérstaklega sinni málefnum innflytjenda. Sú hugmynd er jafnframt viðruð að þjóðafulltrú- inn gæti unnið fyrir öll sveitarfélögin á Suðurnesjum. Bæjarráð Reykjanesbæjar skip- aði fyrr í vetur fjögurra manna nefnd starfsmanna bæjarins til að gera drög að stefnumótun í málefnum innflytjenda. Nefndin skilaði tillög- um sínum á síðasta bæjarráðsfundi og var ákveðið að senda þær til um- sagnar í ýmsum nefndum bæjarins. Dregið verði úr fordómum „Haft skal að leiðarljósi að inn- flytjendur í Reykjanesbæ verði virk- ir og sjálfbjarga þátttakendur í sam- félaginu og að íbúar í Reykjanesbæ fái notið fjölbreytni í mannlífi og menningu þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og gagnkvæm virðing ein- kennir samskipti fólks af ólíkum uppruna,“ segir í stefnudrögunum. Markmiðum stefnunnar er lýst í nokkrum puntkum. Meðal annars er talað um að draga úr fordómum gagnvart innflytjendum í Reykja- nesbæ. Tryggt verði að innflytjend- ur geti nýtt sér þjónustu bæjarins til fulls. Að börn af erlendum uppruna geti nýtt sér skólakerfið til jafns við önnur börn og að öllum innflytjend- um verði gefinn kostur á íslensku- námi við hæfi og þeir hvattir til að læra íslensku. Á þetta síðastnefnda leggur María Gunnarsdóttir, for- maður nefndarinnar, áherslu þegar hún er spurð um mikilvægustu atriði stefnunnar. Einnig segir hún mikil- vægt að börnin komi strax inn í leik- skólana og að stefna í málefnum ný- búa verði lögð á öllum sviðum stjórnkerfis Reykjanesbæjar. Gæti unnið fyrir fleiri Þá er í stefnudrögunum lagt til að stofnað verði embætti þjóðafulltrúa sem sinni málefnum innflytjenda. Hann mun hafa þróunarstarf með höndum, miðlun og öflun upplýsinga, túlkaþjónustu, sérhæfða ráðgjöf, fræðslu- og menningarstarf. Hann mun hafa það hlutverk að aðstoða fólk við að aðlagast íslensku sam- félagi og taka ábyrgð á lífi sínu á Ís- landi. Í skýrslu um störf nefndarinnar er birt ályktun sem nefndin hefur gert að lokinni stefnumótun. Telur hún vel koma til greina að þjóðafulltrúi vinni fyrir öll sveitarfélög á Suður- nesjum þar sem um eitt atvinnu- svæði sé að ræða og þjónusta ýmissa stofnana teygi anga sína út fyrir Reykjanesbæ. Með því væri hægt að samræma og samþætta þjónustu þeirra sem að málefnum innflytj- enda koma og auðvelda aðlögun allra aðila. Stofnað verði emb- ætti þjóðafulltrúa Ljósmynd/Víkurfréttir Tungumálahátíðin sem haldin var í Samkomuhúsinu í Garði um helgina í tilefni af viku tungumálanáms á evrópsku tungumálaári var vel sótt. Fram komu fulltrúar ýmissa hópa nýbúa sem sungu og fluttu tónlist, auk þess sem boðið var upp á framandi mat. Í upphafi dagskrárinnar var gestum heilsað á þrettán tungumálum. Reykjanesbær Nefnd um málefni innflytjenda í Reykjanesbæ skilar tillögum að stefnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.