Morgunblaðið - 08.05.2001, Page 28
ÚR VERINU
28 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞORSTEINN Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja hf. á Akureyri, segir
að á liðnu ári hafi hásetahluturinn á
frystitogaranum Baldvini Þorsteins-
syni EA verið á 11. milljón króna, en
skipstjórahluturinn um 21 milljón.
Miðað við svonefnt tveir einn kerfi,
sem þýðir að vera um 200 daga úti á
sjó og um 160 daga heima, var há-
setahluturinn rúmar sjö milljónir og
skipstjórahluturinn um 14 milljónir.
„Þarna er um mjög vel launað fólk
að ræða og víða annars staðar á skip-
um félagsins eru mjög há laun,“ seg-
ir Þorsteinn Már og vísar til þess að
á aðalfundi Samherja hafi komið
fram að á frystitogurum félagsins í
fyrra, fjórum samtals, hafi meðal-
tekjurnar verið á 11. milljón miðað
við ársverk. Frá áramótum fram að
verkfallinu sem hófst að kvöldi 15.
mars sl. voru meðallaun sjómanna
hjá Samherja, á þriðja hundrað
manns, um 750 til 800 þúsund krónur
á mánuði. „Menn eru mjög vel laun-
aðir og ég ann þeim þess alveg,“ seg-
ir Þorsteinn Már, en bætir við að það
sé mjög sárt að svona vel launaðir
sjómenn skuli valda fyrirtækjum
eins og Samherja eins miklu tjóni og
raun ber vitni með yfirstandandi
verkfalli.
Þorsteinn Már segir að útgerðar-
menn hafi verið sakaðir um að vilja
lækka laun sjómanna en því fari víðs
fjarri. Málið snúist um það að út-
gerðin fái hluta af því sem sparist
þegar fækki í áhöfn en ekki að heild-
arlaunakostnaður hækki. Óskiljan-
legt sé að þegar fækki í áhöfn um
þrjá menn fái hinir sem eftir eru hlut
þessara þriggja og eitthvað til við-
bótar að auki. Í þessu sambandi seg-
ist hann hafa nefnt að yrði fækkað úr
15 manns í 12 manns á Björgúlfi EA
og ávinningnum skipt færu meðal-
árslaunin úr 6,3 milljónum í 7,3 millj-
ónir. Verði ekki farið að kröfu út-
gerðarmanna sé illt í efni. „Gerist
þetta ekki stöndum við Íslendingar
uppi í framtíðinni með úreltan og
gamlan flota,“ segir Þorsteinn Már.
„Því miður er endurnýjunin í flotan-
um óeðlilega lítil.“
Hásetahlutur
á 11. milljón
STJÓRN Útvegsmannafélags Snæ-
fellsness skorar á alþingismenn kjör-
dæmisins að standa vörð um hefð-
bundna útgerð á svæðinu og tryggja
að lög um kvótasetningu þorskaflahá-
marksbáta í ýsu, ufsa og steinbít taki
gildi 1. september 2001 eins og ákveð-
ið hefur verið.
„Stjórnin mótmælir óábyrgum
veiðum smábátaflotans langt umfram
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í ýsu
og steinbít. Þetta mun leiða af sér
skerðingu veiðiheimilda báta innan
Útvegsmannafélags Snæfellsness í
ofangreindum tegundum.
Umframafli þessa hluta smábáta-
flotans á yfirstandandi kvótaári er
áætlaður a.m.k. 6.000 tonn í steinbít,
heildarúthlutun steinbíts er 13.000
tonn, þannig að umframaflinn er um
43% af úthlutuðum kvóta. Í ýsu er
umframaflinn áætlaður um 6.000
tonn, heildarúthlutun ýsu er 30.000
tonn og er því umframaflinn um 22%
af úthlutuðum ýsukvóta.
Þessar veiðar munu að óbreyttu
óhjákvæmilega leiða til þess að veru-
leg skerðing verður á úthlutun kvóta í
steinbít og ýsu á bátum á Snæfells-
nesi á næsta ári, þrátt fyrir yfirlýs-
ingar einstakra þingmanna um ann-
að.
Innan Útvegsmannafélagsins eru
45 skip og á þeim starfa um 400 sjó-
menn.
Taki lögin ekki gildi verður um
verulega tekjuskerðingu sjómanna og
útgerðamanna að ræða.
Að framansögðu er ljóst að ákvörð-
un ykkar mun hafa veruleg áhrif á at-
vinnu og mannlíf á Snæfellsnesi.“
Ályktun þessi var send þingmönn-
um Vesturlands, en afrit sent þing-
mönnum Vestfjarða og Norðurlands
vestra, sjávarútvegsnefnd alþingis og
sjávarútvegsráðherra.
Óábyrgum veiðum
smábáta mótmælt
Útvegsmannafélag Snæfellsness
Lokuðu
grænlensk-
um höfnum
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
GRÆNLENSKIR sjómenn lokuðu í
síðustu viku allmörgum höfnum á
Grænlandi til að mótmæla lágu fisk-
verði. Segir formaður sjómannasam-
takanna, Leif Fontain, að þeir tapi
um 85 milljónum dkr., um 900 millj-
ónum ísl. á ári vegna þessa. Lönd-
unarbanninu var síðan aflétt um
helgina
Óánægja með verðið
Óánægjan beindist að verðinu sem
Royal Greenland greiðir fyrir grá-
lúðu og rækju. Hafa sjómennirnir
leitað til grænlensku landsstjórnar-
innar en hún hefur fram til þessa
neitað að ganga til samninga við þá
þar sem þeir hafi haft í frammi hót-
anir um lokun. Sjómannasamtökin
hafa hins vegar svarið af sér alla
ábyrgð á lokununum, sem þau segja
sjómenn á hverjum stað hafa ákveð-
ið.
Royal Greenland segir ekki mögu-
legt að hækka verðið nú; fyrirtækið
hafi neyðst til að setja fast verð á
sjávarafurðir sem miðaðar séu við
verð á heimsmarkaði.
AÐALFUNDUR Kaupfélags Árnes-
inga var haldinn nýverið. Velta Kaup-
félags Árnesinga á liðnu ári var 1.271
milljón króna sem er nánast óbreytt
frá árinu áður en velta KÁ-samstæð-
unnar, dóttur- og hlutdeildarfélaga,
nam tæplega fjórum milljörðum
króna. Hagnaður af rekstri félagsins
varð liðlega 213 milljónir en tæplega
298 milljóna hagnaður varð á árinu
1999. Tap varð á reglulegri starfsemi
félagsins á liðnu ári og nam tapið lið-
lega 177 milljónum króna en tæplega
50 milljón króna tap varð á árinu
1999. Söluhagnaður vegna eignasölu
á liðnu ári var tæplega 455 milljónir
króna. Seldar voru fasteignir og
hlutabréf fyrir 1.206 milljónir króna.
Mestu munaði um sölu á hlut félags-
ins í Kaupási og Húsasmiðjunni. Við
eignasöluna lækkuðu skuldir félags-
ins um 613 milljónir króna.
Heildarlaunagreiðslur námu á
árinu tæplega 185 milljónum og höfðu
þær hækkað um 7 milljónir milli ára.
Starfsmenn voru í árslok 151 í 86
stöðugildum og hafði fjölgað um 8 frá
árinu á undan.
Eiginfjárhlutfallið 48,5%
Veltufé frá rekstri á liðnu starfsári
var neikvætt um 149 m.kr. en var nei-
kvætt árið áður um liðlega 80 m.kr.
Veltufjárhlutfall var 1,78 en var 0,75 í
lok árs 1999. Efnahagur félagsins er
traustur og hefur eigið fé aukist milli
ára um tæplega 190 m.kr. og er nú
tæplega 869 m.kr. Eiginfjárhlutfall er
48,5% en var í lok árs 1999 30,6%.
Ástæðurnar fyrir neikvæðri afkomu
af reglulegri starfsemi má í fyrsta lagi
rekja til slakrar afkomu ferðaþjón-
ustusviðsins þar sem verkfall rútubíl-
stjóra og jarðskjálftar höfðu veruleg
áhrif en þeim fylgdi hrina afbókana.
Einnig hafði óhagstæð gengisþróun
áhrif á reksturinn og fall erlendra
hlutabréfavísitalna. Í rekstur liðins
árs er gjaldfærður kostnaður vegna
reksturs Fossnestis að fjárhæð lið-
lega 20 m.kr. en tekin var ákvörðun
um að hætta rekstri þeirra eininga.
Þá var gjaldfærður kostnaður vegna
áhalda og innréttinga að fjárhæð tæp-
lega 11 m.kr.
Fjárfest fyrir 241 milljón
Fjárfest var í hlutabréfum, fast-
eignum, tækjum og búnaði fyrir lið-
lega 241 m.kr. á liðnu ári. Þá var fjár-
fest í varanlegum rekstrarfjármunum
að fjárhæð 28 m.kr. og munar þar
mest um kaup og samruna Gesthúsa.
Aðrar fjárfestingar voru í tölvum og
bifreiðum.
Fjármagnsgjöld voru tæplega 95
m.kr. á árinu og hækka um liðlega 70
m.kr. milli ára. Gengistap af lang-
tímalánum félagsins var liðlega 66
m.kr. og erlend verðbréfaeign rýrn-
aði um 26 m.kr.
Gjaldfærsla vegna afskrifaðra
krafna hækkar um tæplega 27 m.kr. á
milli ára. Þó að um endanlegt tap sé
ekki að ræða er talin vera þörf á að
auka niðurfærsluna til að mæta þeim
kröfum er kunna að tapast.
Unnið að stefnumótun
Unnið er að því að endurskilgreina
framtíðarsýn, hlutverk og megin-
markmið félagsins og er gert ráð fyrir
að þeirri vinnu verði að fullu lokið fyr-
ir mitt þetta ár. Í þeirri vinnu er lögð
áhersla á að auka hlut félagsins í sölu
og þjónustu til landbúnaðar, jafn-
framt að rekstur félagsins stækki enn
frekar á ferðaþjónustusviðinu.
Að öðru leyti taka þær hugmyndir
um stefnumörkun fyrir félagið sem
fyrir liggja mið af nýju frumvarpi um
samvinnufélög þar sem opnað er fyrir
ýmsar leiðir til að skerpa eigendavit-
und félagsmanna.
Rekstur dóttur- og hlutdeildar-
félaganna gekk misvel á liðnu ári.
Endanleg uppgjör sumra félaganna
liggja ekki fyrir, en gera má ráð fyrir
að tap verði á Vélsmiðju KÁ og HK-
Búvara og tap verði á Bújöfri búvél-
um, þar sem ákveðið var að gjaldfæra
að fullu viðskiptavild vegna kaupanna
á Bújöfri.
Rekstur Áburðarsölunnar Ísafold-
ar var góður, hagnaður var á Mókletti
og rekstur Eignarhaldsfélagsins Brú-
ar var í járnum, þrátt fyrir mikinn
kostnað við undirbúning fram-
kvæmda við stækkunina á Hótel Sel-
fossi.
Umskipti í rekstri 2001
Áætlanir þessa árs gera ráð fyrir
verulegum umskiptum í rekstri
félagsins og að hagnaður af reglulegri
starfsemi félagsins verði liðlega 35
m.kr. og hagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnsgjöld verði 92 m.kr. Miklar
tiltektir voru gerðar í rekstri félags-
ins á liðnu ári sem auka möguleika á
að ná þeim nauðsynlegu rekstrar-
markmiðum svo að félagið verði rekið
með hagnaði.
Stjórn félagsins skipa Erlendur
Daníelsson, Erlingur Loftsson, Jónas
Jónsson, Kristinn Jónsson, Oddný
Garðarsdóttir, Valur Oddsteinsson og
Þorfinnur Þórarinsson.
Framkvæmdastjóri félagsins er Óli
Rúnar Ástþórsson.
213 milljóna króna hagnaður á rekstri KÁ
Tap á reglulegri starf-
semi 177 milljónir
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Óli Rúnar Ástþórsson, framkvæmdastjóri KÁ, fór yfir reikninga félagsins.
Selfossi. Morgunblaðið.