Morgunblaðið - 08.05.2001, Page 35

Morgunblaðið - 08.05.2001, Page 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 35 „B“-IN voru í forgrunni í Salnum á sunnudag. Ekki aðeins í nöfnum tónskálda (Bach, Bartók, Beethoven & Brahms), heldur einnig í föstu formerkjunum (3 b), því hvorki fleiri né færri en þrjár fiðlusónötur kvöldsins voru í c-moll. Ásetningur eða tilviljun? Það fylgdi ekki sögu. En hitt fór ekki á milli mála, að dag- skráin var fjölbreytt og skemmtileg, enda spannaði hún, nánast nákvæm- lega, 200 ár – frá seinni Köthen- árum Bachs (1717–23) til 1922. Jafn- ræði milli tvíleikshljóðfæra virðist ekki hafa verið sjálfgefið í tónlistar- sögunni frekar en frjáls samkeppni í viðskiptum. Bach er þakkað að hafa lyft sembalnum úr fylgibassahlut- verki með 6 sónötum sínum fyrir fiðlu og sembal BWV 1014–19. Þær minna raunar nokkuð á raddskipan tríósónatna hans fyrir einleiksorgel; báðir verkabálkar þrjár sjálfstæðar raddir, tvær þeirra fyrir hægri og vinstri hönd hljómborðsleikarans en sú þriðja í orgelverkunum fyrir fót- spil (pedal). Í fiðlusónötugreininni átti fiðlan síðan eftir að síga niður í undirleikshlutverk, eins og sést m.a. á tvíleikssónötum Mozarts er nefnd- ust „Sónötur fyrir píanoforte með fiðluundirleik“. Þar var fiðlan orðin að fylgirödd („obbligato“) en píanóið aðalhljóðfærið. Eimir jafnvel enn svolítið eftir af því undirtylluhlut- verki í fiðlusónötum Beethovens, enda samdar frekar snemma, þó að hlutur fiðlunnar réttist þar stórum frá því sem verið hafði. En fullt jafn- ræði náðist ekki aftur með hljóðfær- unum tveim fyrr en í rómantíkinni, ríflega 100 árum eftir nýsköpun Bachs. 4. fiðlusónatan, BWV 1017 – líkt og systurverkin í fjórþættu kirkju- sónötuformi – hljómaði að mörgu leyti vel í fínt samstilltum leik þeirra Önnu Guðnýjar og Sigur- bjarnar. Þó virtist, a.m.k. heyrt frá efri hæð Salarins, sem píanóið væri oft ívið of sterkt, sérstaklega hægri- handarröddin, þó að píanistinn sýndi ýtrustu tillitssemi. Hefði því að líkindum hentað betur að lækka lokið til hálfs, enda kostaði ofurgæt- in spilamennskan þónokkrar loft- nótur. Auk þess hefði þá gefizt svig- rúm til að beita svolitlum fortepedal á hægum syngjandi stöðum án þess að hætta væri á að yfirgnæfa. Í heild var varfærnislega en fallega mótað, og aðeins vakti undrun manns að endurtekningarmerkjum seinni helmings lokaþáttar skyldi ekki sinnt – jafnvel þótt væri engu lengri en sá fyrri, þar sem var end- urtekið skv. forskrift. Hinar tvær fiðlusónötur Bartóks frá 1921 og 1922 kváðu marka tíma- mót í form- og stílrænni þróun ung- verska meistarans. Sú seinni sem hér var leikin er flóknari í formi; tví- þætt og að mörgu leyti mjög fram- sækin fyrir sinn tíma. Einhverra hluta vegna tókst ekki að gæða fyrra þáttinn (Molto moderato) nægilega miklu lífi, enda hættir honum auðveldlega til að verka langdreginn nema sérstakrar alúðar sé gætt í mótun styrk- og litbrigða og af nánast virtúósu hyggjuviti. Seinni þátturinn (Allegretto), sem í andstöðu við púlsleysi hins fyrra er ein askvaðandi rytmísk hringekja út í gegn og minnir stundum á strengjabrúður gengnar af göflun- um, heppnaðist mun betur, þrátt fyrir óvægnar tæknikröfur tón- skáldsins til ekki sízt píanistans. Fiðlusónöturnar þrjár (nr. 6–8) í Op. 30 frá 1802 eftir Beethoven, til- einkaðar rómantíska sveimhugan- um Alexander I Rússlandskeisara, urðu til á einstaklega litríku skeiði menningarsögunnar. Bæði í um- hverfi (sbr. glæsilega hermanna- búninga Napóleonsára og grískt hofsúluútlit kvenfatatízkunnar) og í sköpunarferli tón- skáldsins, nefnilega rétt fyrir tilurð Eroicu; án nokkurs vafa frumlegustu sin- fóníu allra tíma og boðbera hins nýja „hetjulega“ stíls. Són- ata nr. 7 er meðal sprækustu og að- gengilegustu verka Beethovens í fiðlusón- ötugreininni og tor- fundið kjörnara dæmi til að tendra áhuga nýgræðinga. Tónlist- in er innblásin og afar andstæðurík, en samt tempruð af heiðríkri klassískri heildarsýn. Þau Sigur- björn höfðu auðheyranlega næma tilfinningu fyrir kostum og sérkenn- um verksins og léku hnífsamtaka með viðeigandi snerpu, sem aðeins hefði mátt skarta ögn meira offorsi á stöku beethovensku sforzandói. Sígilt áheyrendagóðgætivar eftir í lokin: Scherzo-þáttur Jóhannesar Brahms úr „FAE“ sónötu hans, Schumanns og Alberts Dietrichs. Verkið var hugmynd Schumanns um sameiginlega gjöf tónskáldanna til vinar þeirra, fiðlusnillingsins Jos- ephs Joachims, og skyldi hver semja sinn þáttinn út frá leiðistefinu F(rei) A(ber) E(insam), Frjáls en einmana, kjörorði Joachims. Tókst að klára sónötuna fyrir komu tónþegans til Düsseldorf 1853, sem við frumflutn- inginn átti ekki í vandræðum með að geta hver hefði samið hvað: Diet- rich 1. þátt, Schumann Intermezzóið og Brahms lokascherzóið. Í tímans rás átti það eftir að sigra hina þætti verksins að vinsældum í stökum flutningi á tónleikapalli. Dúóið lék glimrandi vel þennan eldfjöruga þátt, sem ber flest höfundarein- kenni Brahms á rytmísku buxunum. Nærri því óhugnanlega þroskuð smíð af aðeins tvítugu ungmenni þrátt fyrir ytri gáska, en jafnframt heillandi dæmi um það alþýðlega jarðsamband sem tónskáldið viðhélt alla ævi og stundum vill gleymast, þegar menn hyggjast kenna Brahms við akademisma. Hér var ekkert gefið eftir. Flytjendur gáfu sig alla, og áheyrendur gengu út upplyftir í skapi að leikslokum eftir skemmtilega og vel útfærða yfirferð á tveggja alda úrvalsperlum vest- rænnar kammertónlistar. Frjáls en einmana TÓNLIST S a l u r i n n J.S. Bach: Sónata í c BWV 1017. Bartók: Sónata nr. 2. Beethoven: Sónata í c Op. 30,2. Brahms: Son- atensatz-Scherzo í c. Sigurbjörn Bernharðsson, fiðla; Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó. Sunnu- daginn 6. maí kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Anna Guðný Guðmundsdóttir Sigurbjörn Bernharðsson Á NÝAFSTÖÐNU þingi evrópsku list- samtakanna IETM (Informal European Theatre Meeting) í Lille í Frakklandi var Ása Richardsdóttir kjörin í stjórn sam- takanna. Ása stund- aði nám árið 1998–99 í menningarstjórnun og hefur síðan unnið sjálfstætt að verk- efnum er miða að tengslum við evr- ópskt listalíf. Hún stjórnaði þingi IETM sem haldið var í Reykjavík í október sl. á vegum sjálfstæðu leikhúsanna, í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. 450 félagar frá 42 löndum Að sögn Ásu fela tengslin við IETM í sér nýja möguleika fyrir ís- lenskt leikhús. „Engin samtök í Evrópu bjóða upp á jafn góðan að- gang að jafnmörgum leikhúsum, danshúsum, stofnunum og listhóp- um í álfunni eins og IETM. Í þeim eru 450 félagar frá 42 löndum og breiddin er mjög mikil – allt frá ein- stökum ungum lista- mönnum til stórra há- tíða eins og listahátíð- arinnar í Avignon, LIFT í Lundúnum (London International festival of Theatre) og Holland festival,“ segir Ása. „Samtökin halda þing eða fund tvisvar á ári og alltaf á nýjum stað í nýju landi og þannig endurspeglast fjölþjóðlegt eðli þeirra. Tæplega þrjú hundruð manns tóku þátt í þinginu í Reykjavík og árangurinn er ótvíræð- ur. Við vitum af fimm tilboðum til listhópa hér heima og fleiri hafa verið í margvíslegum óbeinum tengslum. Það sem skiptir þó mestu máli er sú þekking sem orðið hefur til á skömmum tíma meðal þeirra íslensku listhópa og listamanna sem hvað virkastir hafa verið í IETM-samstarfinu. Þetta er ný þekking, og nýr markaður, sem getur leitt stórra verka í framtíð- inni,“ segir Ása. Samskipti og samstarf „Félagar samtakanna hafa í 20 ár kynnst, tengst og átt samstarf, þvert á öll landamæri, raunveruleg sem huglæg. Þannig hefur orðið til stór hópur fagfólks í Evrópu sem stöðugt leitar nýrra hugmynda, þróar nýjar samstarfsaðferðir og býr til verk- efni í samvinnu hvað við annað. Þannig hefur IETM orðið að torgi hugmynda og tækifæra.“ Ása segir ennfremur að íslensku leikhúsi sé nauðsynlegt að opna dyr sínar betur fyrir erlendu samstarfi. „Að mínu mati mætti færa til fjár- magn innan leikhússins, fækka upp- setningum og auka verulega þátt er- lends samstarfs. Það myndi auðga íslenskt leikhús ef húsin fléttuðu markvisst inn í dagskrá sína erlend- um boðssýningum og biðu erlendum leikhúslistamönnum til samstarfs, í formi leiksmiðja, kennslu, náms- dvalar og endurmenntunar. Þjóð- leikhúsið ætti auðvitað að hafa for- ystu um þetta og það er satt að segja umhugsunarvert að þar skuli ekki hafa verið sett á fót fyrir löngu fræðslu- og kynningardeild, sem m.a. tengir íslenskt leikhús út á við,“ segir hún. „Við skynjum okkur sem hluta af evrópsku menningarlífi og al- þjóðlegu þekkingar- og upplif- unarsamfélagi og hljótum því að sækjast eftir því að njóta, með reglubundnum hætti, erlendra list- viðburða, ekki síður en áhrifa utan frá. Það myndi veita tækifæri til að skoða betur innihald hins íslenska leikhúss sem hefur haft tilhneigingu til að verða fremur sjálfhverft,“ seg- ir Ása. Sjóður fyrir erlent samstarf Að hennar sögn hafa þrjú íslensk leikhús gerst aðili að IETM, auk Bandalags sjálfstæðra leikhúsa. „Það er litið á hvern stjórnarmann sem fulltrúa síns svæðis og ég mun að sjálfsögðu leitast við að koma upplýsingum og þekkingu á fram- færi hér heima. Okkar hagur felst í því að fjárfesta til framtíðar og gera fleirum kleift að taka þátt. En það fær enginn erlend verkefni á silf- urfati, slíkt kostar vinnu. Ég hef bent á þann möguleika að koma á fót sjóði fyrir erlend samstarfsverk- efni á sviði lista. Menningarborg- arsjóðurinn nýstofnaði hefði getað orðið slíkur sjóður, en varð það ekki, kannski verður hann það síðar. Það er mikilvægt að leikhúsið setji sér stefnu í erlendum sam- skiptum og fylgi henni eftir. Það er skapandi og skemmtilegt að fást við slíkt,“ segir Ása Richardsdóttir. Kjörin í stjórn listsamtakanna IETM Ása Richardsdóttir TÓNLISTARSKÓLI Kópavogs heldur vortónleika sína í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, næstu daga, þar sem nemendur skólans koma fram. Í kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 20 koma fram nemendur skólans sem stunda nám á fram- haldsstigi. Á fimmtudag kl. 18 koma fram nemendur á miðstigi. Nk. laug- ardag kl. 14 halda strengjasveitir yngri og eldri nemenda tónleika og fram koma yngstu nemendur skól- ans. Mánudaginn 14. maí kl. 20 verða haldnir kammertónleikar þar sem fram koma nemendur sem hafa lagt stund á kammertónlist í vetur. Nemendatónleikar LOFSAMLEGUR dómur um skáld- sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar Slóð fiðrildanna birtist í breska blaðinu The Obsever sl. sunnudag, en bókin kom út ný- verið þar í landi hjá bókaforlaginu Faber og Faber. Þar segir m.a. að sagan sé afrek, Ólafi Jóhanni hafi tekist að skapa eina eftirminni- legustu kvenper- sónu síðari ára. Gagnrýnandi annars blaðs, The Observer, segir m.a.: „Mikill sigur skáldlegs ímyndunarafls.“ Í New Statesman sagði að Slóð fiðrildanna væri „tilkomumikil skáldsaga“ og gagnrýnendur Time Out, Sunday Telegraph og Punch hrifust líka af henni. Slóð fiðrildanna kom út hjá Vöku- Helgafelli 1999. Hún var gefin út í Bandaríkjunum sl. haust. Lofsamleg- ir dómar um Slóð fiðrildanna Ólafur Jóhann Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.