Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
M
AT á umhverfisáhrif-
um Kárahnjúka-
virkjunar, sem hófst
fimmtudaginn 4.
maí sl. með því að
Skipulagsstofnun ríkisins var af-
hent matsskýrsla upp á 168 blaðsíð-
ur, er hið langviðamesta sem ráðist
hefur verið í hér á landi. Að því
unnu nær 80 sérfræðingar sem
tengjast starfsemi 25 stofnana og
fyrirtækja á ýmsum sviðum hér-
lendis og erlendis. Afraksturinn
birtist í heilmikilli skýrslu sem helst
mætti líkja við bók, en skýrslan er
samantekt á helstu rannsóknarnið-
urstöðum úr 26 viðaukaskýslum og
43 sérfræðiskýrslum þar sem
fjallað er ítarlega um þá þætti sem
matið byggist á.
Framkvæmdaaðili mats á um-
hverfisáhrifum er Landsvirkjun.
Ráðgjafar framkvæmdaaðila eru
Hönnun hf., Verkfræðistofa Sigurð-
ar Thoroddsen hf. (VST), Náttúru-
fræðistofnun Íslands, Landmótun
ehf. og VBB-VIAK í Svíþjóð. Undir
stjórn þessara aðila unnu síðan fjöl-
mörg fyrirtæki og stofnanir að ýms-
um sérfræðiverkefnum.
Áður en lengra er haldið er rétt
að geta þeirrar niðurstöðu sem for-
ráðamenn Landsvirkjunar hafa les-
ið út úr matsskýrslunni. Niðurstaða
Landsvirkjunar er að umhverfis-
áhrif Kárahnjúkavirkjunar séu inn-
an viðunandi marka í ljósi þess
efnahagslega ávinnings sem vænt-
anleg virkjun mun skila þjóðinni og
þeirrar atvinnuþróunar sem sölu
orkunnar fylgir. Í ljósi þess óskar
Landsvirkjun eftir því að fallist
verði á framkvæmdina.
En hvað skyldu nú vera viðun-
andi mörk í þessu sambandi?
Landsvirkjun bendir á í mats-
skýrslunni að í alþjóðlegu samhengi
sé Ísland á jaðri norðurheimskauts-
svæðisins. Jaðarsvæði séu alla jafna
viðkvæm fyrir raski og sveiflum í
umhverfisþáttum. Íslenskum jarð-
vegi sé auk þess hætt við jarðvegs-
rofi, en gosaska og fokefni auki enn
á þessa hættu á stórum svæðum.
Fram kemur að hálendinu við
fyrirhugaða virkjun svipi um margt
til heimskautasvæða, svo sem á
Grænlandi, á norðursvæðum Kan-
ada og Rússlands og í hluta N-
Skandinavíu. Þar er einnig gróður
með takmarkaða framleiðni, vatns-
miklar ár og fábreytt dýralíf. Hins
vegar er bent á að Ísland er afar
sérstætt að því leyti hve eldvirkni
er hér mikil og jarðlög ung.
„Jökulárnar tvær sem hér eru til
umræðu, Jökulsá á Dal og Jökulsá í
Fljótsdal, eru stór hluti af órösk-
uðum jökulám á Íslandi. Samanlagt
vatnasvið þeirra telst vera um 7% af
heildarvatnasviði landsins,“ segir í
matsskýrslunni og bætt við: „Svæð-
ið sem raskað verður með Kára-
hnjúkavirkjun, einkum með stíflum,
lónum og vegum, er sérstætt um
margt og vissir hlutar þess eru tald-
ir hafa hátt verndargildi. Kára-
hnjúkavirkjun mun þrengja að víð-
ernum við norðanverðan Vatna-
jökul en ósnortnum víðernum
hérlendis og víða annars staðar hef-
ur fækkað vegna ýmiss konar
mannvirkjagerðar.“
Framkvæmdir munu skilja
eftir sig varanleg spor
Í matskýrslunni kemur skýrt
fram að fyrirhuguð Kárahnjúka-
virkjun mun skilja eftir varanleg
spor á áhrifasvæði sínu.
Breytingar verði á nátt-
úrufari og landnotkun á
svæðum þar sem gróður
og dýralíf er viðkvæmt.
Bent er á eftirfarandi
helstu þætti í þessu sambandi sem
munu breytast eða glatast fyrir til-
stilli virkjunarinnar:
Mannvirki þrengja að ósnortnum
víðernum á hálendinu sem þann-
ig skerðast um 925 ferkílómetra.
Breyting verður á landslagi við
Hálslón sem mun ná yfir um 57
ferkílómetra svæði.
Verðmætar vistgerðir og bú-
svæði plantna og dýra fara á kaf í
Hálslóni.
Um 32 ferkíómetrar af grónu
landi fara undir Hálslón og um 8
ferkílómetrar undir önnur mann-
virki og miðlunarlón.
Umtalsverðar breytingar verða á
rennsli tveggja stórra jökuláa.
Vatn eykst í Lagarfljóti en með-
alrennsli Jökulsár á Dal minnkar
verulega.
Ásýnd Hafrahvammagljúfra
mun breytast talsvert þar sem
nánast ekkert vatn mun renna
um þau neðan við stífluna.
Fleiri þættir eru nefndir í þessu
sambandi. Þannig er talið víst að
mikilvæg burðar- og beitarsvæði
hreindýra tapist og far dýranna
raskist. Aukið sandfok frá Hálslóni
inn á Vesturöræfi geti skaðað gróð-
ur þar, friðland í Kringilsárrana
skerðist um fjórðung auk þess sem
merkar jarðfræðiminjar fari á kaf
og vísindarannsóknir á þeim verði
þannig torveldar. Aukinheldur er
bent á að breytingar verði á aura-
svæðum Jökulsár á Dal, aurar grói
eitthvað upp og áin marki sér
þrengri farveg. Þá muni margir
fossar, aðallega á vatnasvæði Jök-
ulsár í Fljótsdal, verða vatnslitlir og
jafnvel hverfa alveg.
Fleiri þættir eru nefndir sem
annaðhvort munu glatast eða breyt-
ast með tilkomu Kárahnjúkavirkj-
unar. Svifaur í Lagarfljóti eykst,
fljótið fær dekkri lit og skilyrði
versna fyrir vatnslíf. Tún blotna á
nokkrum stöðum við Jökulsá í
Fljótsdal og Lagarfljót vegna hærri
grunnvatnsstöðu og ströndin við
Héraðsflóa mun hopa en áhrif á
náttúrufar á því svæði eru þó talin
verða takmörkuð.
Gríðarstórt
áhrifasvæði
Í matsskýrslunni kemur vel fram
hversu gríðarstórt áhrifasvæði
virkjunarframkvæmdanna verður,
eða allt frá Brúarjökli til sjávar við
Héraðsflóa.
Þarna er misjafnlega mikið gróið
hálendi, jökulár falla þar um og
landnot einskorðast að mestu við
beit og fjallaferðir. Í annan stað er
þarna láglendi, þar sem meginhluti
landsins er nýttur til landbúnaðar
(sauðfjárrækt, kúabúskapur og
skógrækt) og þéttbýliskjarnar eru
á Egilsstöðum og í Fellabæ. Líkt og
víða á jaðarsvæðum hefur beit um
aldir haft áhrif á gróðurfar á há-
lendinu, einkum beit sauðfjár en
síðar einnig hreindýrabeit.
Verndargildi landsins á áhrifa-
svæði Kárahnjúkavirkjunar er
hæst á hálendinu vegna þess að það
er sérstætt og lítt snortið af manna-
völdum. Til dæmis hefur verndar-
gildi landsins sem fer undir Hálslón
verið metið hátt á landsvísu.
Ásýnd hálendisins breytist við
Jökulsá á Dal. Vestan árinnar eru
nú að mestu sandauðnir með stöku
gróðurleifum í dölum
en austan hennar eru
einhver stærstu sam-
felldu gróðurlendi há-
lendisins ofan 500 m
hæðarmarka. Hálslón
kemur til með að mynda vel af-
mörkuð skil á milli Brúardala að
vestan og Vesturöræfa að austan.
Samkvæmt þeirri virkjunartilhög-
un sem nú er til umfjöllunar verða
eftir stór og samfelld ósnortin
svæði frá Hálslóni og allt til Lóns-
öræfa, austan Vatnajökuls, þar sem
ekki eru önnur mannvirki en veg-
slóðar og fjallaskálar.
Meginframkvæmdirnar verða við
norðurjaðar þess svæðis sem nefnt
hefur verið sem hugsanlegt þjóð-
garðssvæði. Frá Kárahnjúkum eru
um 10 km (loftlína) í næsta byggða
ból, Aðalból í Hrafnkelsdal, að því
er fram kemur í matsskýrslunni.
Fyrirhuguð virkjun ek
stæð áætlaðri landno
Fram kemur í samantek
niðurstöðum matsskýrslu
gildandi skipulagsáætlanir
fyrir að Jökulsá á Dal og
Fljótsdal verði nýttar
vinnslu. Fyrirhuguð Kár
virkjun sé því ekki andst
landnotkun sem þar er fjal
„Í svæðisskipulagi mi
Íslands 2015 koma fram ti
að nota Hálslón sem sam
miðlun fyrir báðar árnar,
einmitt einn meginþáttur
gildandi tilhögun Kárahnj
unar. Þar með er komist
unarlóni á Eyjabökkum
eru mikilvæg votlendi, g
fuglalíf. Eyjabakkar geta
hluti af samfelldum víðern
an Hálslóns, það er Ves
Snæfell-Eyjabakkar-Lóns
Lögð er áhersla á að v
virkjanir og náttúruvern
mörgum tilfellum farið sam
er að staðið og mörg dæmi
sambúð er að finna víða u
Ljóst er að vissar fórnir v
færa, þar sem náttúran e
vegar, ef virkjunaráformin
verða að veruleika. Rey
verið að takmarka neikvæ
umhverfið með vali á útf
hönnun virkjunarinnar og
um mótvægisaðgerðum se
eru til,“ segir þar ennfrem
Þegar meta skal umhv
verður að sjálfsögðu að lít
þátta en náttúrufars og
plönturíkisins. Mannfólki
þar líka við sögu og í mik
sóknir á samfélagslegum
virkjunar og stóriðju á Au
og íbúa þess er vísað í ma
unni.
Viðamesta umhverfismat hér á landi frá
# "# 3#$
"
&
<
,
$$< $$>%$
$$< $
$$9
$
*
$$ $($?
$
$$<$& $ $
$$=&$!8$ & $
$
$
$$, $&
$ $
$$ $$' $' $$< '%$)
'% $
$$ ) $ *$
$$
'$ %
$
$$0 $&$
$ $
$$5
Umhver
ljósi efn
Ekki fer á milli mála að mikil vinna he
Björn Ingi Hrafnsson hefur ky
Skýrslan er
birt í heild á
Netinu
MIKIL FÓRN FYRIR LÍTINN ÁVINNING
ÚTLENDINGALÖG
Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsinsvar fjallað um fimm lagafrumvörpum málefni útlendinga hér á landi
sem til umfjöllunar eru á Alþingi. Það
er til bóta að löggjöf um þessi efni sé
endurnýjuð og réttarstaða útlendinga
skýrð enda koma nú miklu fleiri út-
lendingar til lengri og skemmri dvalar
á Íslandi en áður tíðkaðist, vegna
vinnu, náms, hjónabands og fjöl-
skyldutengsla eða sem flóttamenn.
Margir kjósa að setjast hér að til fram-
búðar.
Í frumvörpunum eru hins vegar ým-
is atriði sem orka tvímælis og verð-
skulda rækilega skoðun á Alþingi.
Morgunblaðið hefur áður gagnrýnt að
svokölluð tímabundin atvinnuleyfi
skuli ekki veitt erlendum einstakling-
um, sem ráða sig í vinnu hjá íslenzkum
fyrirtækjum, heldur fyrirtækjunum
sjálfum. Það er ámælisvert að þessu
skuli ekki breytt í frumvarpinu um at-
vinnuréttindi útlendinga. Eins og rak-
ið var í leiðara blaðsins 2. marz sl. hef-
ur þetta kerfi í för með sér að
vinnuveitandinn hefur öll ráð starfs-
mannsins í hendi sér og uppsögn ráðn-
ingarsamnings jafngildir ákvörðun um
að senda viðkomandi aftur til síns
heima. Þá hafa atvinnurekendur orðið
uppvísir að því að misnota kerfið og
„framleigja“ erlenda starfsmenn.
Í frumvarpi um breytingu á hjú-
skaparlögum er lagt til að prestar
kanni hjónavígsluskilyrði íslenzkra
ríkisborgara, eins og verið hefur, en að
sýslumenn kanni hvort útlendingar
megi giftast. Ef löggjafinn telur al-
mennt að prestar séu ekki í stakk búnir
til að kanna hjónavígsluskilyrði fólks,
getur komið til greina að það hlutverk
færist til sýslumanna, en sú breyting,
sem hér er lögð til, er „til þess fallin að
auka fordóma og mismunun gagnvart
erlendum ríkisborgurum og fjölskyld-
um þeirra í landinu,“ eins og Toshiki
Toma, prestur nýbúa, benti á í grein
hér í blaðinu fyrir nokkrum vikum.
Loks ber að nefna ákvæði í frum-
varpi um útlendinga þar sem lagt er til
að útlendingur geti fengið búsetuleyfi
að lokinni þriggja ára dvöl í landinu,
m.a. að því skilyrði uppfylltu að hann
hafi farið á námskeið í íslenzku. Mið-
stöð nýbúa hefur réttilega gagnrýnt
þetta ákvæði, m.a. á þeirri forsendu að
það mismuni útlendingum þar sem
Norðurlandabúar, EES-borgarar og
makar Íslendinga þurfi ekki að sækja
um búsetuleyfi – og er þó ekkert frekar
tryggt að þetta fólk kunni eða skilji ís-
lenzku en fólk frá löndum utan EES.
Verður að teljast vafasamt að Íslend-
ingar, sem vilja setjast að erlendis,
myndu sætta sig við skilyrði af þessu
tagi.
Markmiðið með ákvæðinu er göfugt,
að hjálpa útlendingum að aðlagast
samfélaginu og „stuðla að því að ekki
taki þrjár til fjórar kynslóðir að inn-
flytjendur verði fullgildir samfélags-
þegnar,“ eins og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, formaður allsherjar-
nefndar Alþingis, segir í Morgun-
blaðinu á sunnudag. En er þetta rétta
leiðin? Í greinargerð með frumvarpinu
segir að eðlilegt sé að gera kröfu til
þess að sá sem leiti eftir búsetuleyfi
hafi lokið slíku námskeiði. „Á hinn bóg-
inn þykir ekki ástæða til að gera sér-
stakar kröfur um námsárangur, til að
mynda að sá sem lokið hefur námskeiði
hafi náð góðum tökum á málinu eða tali
það reiprennandi,“ stendur þar.
Er ekki nær að stjórnvöld móti
heildstæða stefnu um hvernig eigi að
hvetja útlendinga, sem vilja setjast hér
að, til að læra íslenzku og stuðla að því
að viðleitni þeirra beri árangur? M.a.
hefur verið bent á að til þess að börn í
erlendum fjölskyldum nái góðum tök-
um á íslenzkunni þurfi að tryggja að
þau fái jafnframt góða undirstöðu í
móðurmáli sínu, ekki sízt málfræðinni.
Slík stefna er skynsamlegri en að setja
fram kröfur út í loftið um að menn hafi
farið á námskeið án þess að þurfa endi-
lega að hafa lært neitt.
Vonandi taka alþingismenn þessi
mál til rækilegrar skoðunar og hafa
það fyrst og fremst í huga við meðferð
frumvarpanna að tryggja og skýra
réttindi þeirra mörgu útlendinga sem
hingað koma og auðga samfélag okkar
á margan hátt. Lykilatriðið er að við
gesti okkar og nýja Íslendinga sé kom-
ið fram af sömu virðingu og við vildum
að væri borin fyrir Íslendingum sem
stæðu í sömu sporum í erlendu landi.
Eins og fram kom í Morgunblaðinufyrir helgi hafa nokkrir þing-
menn Sjálfstæðisflokks lagt fram hug-
myndir um að stytta landleiðina milli
Reykjavíkur og Akureyrar m.a. með
vegaframkvæmdum á hálendinu. Rætt
er um tvo meginvalkosti um Kaldadal
og Arnarvatnsheiði eða Kjöl sem báðir
myndu hafa þær afdrifaríku afleiðing-
ar að skerða verulega stærð þess
ósnortna víðernis sem Íslendingar
eiga. Athygli vekur að mesta stytting
sem hægt er að ná með þessum hætti
er ekki nema um 69 km. Það hlýtur að
teljast róttæk aðgerð að leggja yfir
300 km langan þjóðveg, þvert yfir
ósnortnar náttúruperlur, til þess eins
að spara sér 69 km akstur eða minna.
Rökin fyrir þessum framkvæmdum
eru meðal annars þau að stytting á
ferðatíma sé með arðsömustu fram-
kvæmdum. Draga má gildi slíkra raka
í efa í þessu tilfelli, þar sem ekki er
tekið tillit til þeirra ómetanlegu auð-
æfa sem í hálendinu felast, en þau
skerðast verulega með slíkri vega-
gerð. Þjóðvegum fylgja óhjákvæmi-
lega mannvirki á borð við þjónustu-
miðstöðvar, bensínstöðvar, sjoppur og
jafnvel gististaði. Slík uppbygging
myndi kasta mikilli rýrð á þessi svæði
og hæpið er að þeir fjármunir, er spar-
ast vegna vöruflutninga á þessari leið,
vegi upp á móti þeim mikla fórnar-
kostnaði.
Flutningsmenn tillögunnar benda
einnig á að ferðaþjónusta sé orðin snar
þáttur í atvinnulífinu og telja þeir
slíka vegagerð nýtast ferðamannaiðn-
aðinum. Flest bendir þó til að ferða-
menn á Íslandi, erlendir sem innlend-
ir, séu ekki hvað síst að ferðast til að
skoða óbyggðir og ósnortna náttúru.
Með slíkum framkvæmdum væri því
fórnað sem ferðamenn langar til að
kynnast. Því eins og bent var á í leið-
ara hér fyrir skömmu eru óbyggðir,
sem búið er að leggja undir þjóðvegi,
numið land. Með þessum framkvæmd-
um vinnst því ekki nægilega mikið til
að réttlætanlegt sé að skerða hálendið
til mikilla muna um alla framtíð.