Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 44

Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 44
UMRÆÐAN 44 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM allan heim held- ur Rauðakrossfólk í dag upp á Alþjóðadag Rauða krossins og Rauða hálfmánans, á fæðingardegi Henry Dunants, stofnanda hreyfingarinnar. Við viljum nota daginn sérstaklega til að minna á mikilvægi skyndihjálpar – það er getu hvers og eins til að bjarga mannslífi með réttum viðbrögð- um þegar á reynir. Athuganir sem gerðar hafa verið með reglulegu millibili í höfuðborginni á tilfellum um hjartastopp sýna svo ekki verður um villst að þrátt fyrir að útkallstími sjúkrabíls sé einungis örfáar mínútur á höfuð- borgarsvæðinu aukast lífslíkur þeirra sem á annað borð má bjarga um 50 prósent sé endur- lífgun hafin strax á vettvangi. Þess vegna er nauðsynlegt að allir hafi undirstöðuþekkingu í skyndihjálp því hægt er að bjarga mannslífi á þeim skamma tíma sem venjulega líður þangað til sjúkrabíll Rauða krossins kemur á vettvang. Samkvæmt nýgerðum samningi við stjórnvöld hefur Rauða krossi Íslands verið falið að sjá til þess að almenningur um allt land hafi aðgang að námskeiðum í skyndi- hjálp. Félagið menntar leiðbein- endur í skyndihjálp, gefur út fræðslu- og kennsluefni og sér til þess að kennsla í skyndihjálp sé ætíð í samræmi við viðurkennda staðla. Nýlega urðu töluverðar breyt- ingar í kennslu á endurlífgun sem miða að því að einfalda öll atriði eins og mögulegt er, með það í huga að námsefnið sitji betur í nemendunum að námskeiðinu loknu og til frambúðar ásamt því að gera sem flesta færa um að læra aðferðir við hjartahnoð og blástur. Þessar nýju leiðbeiningar voru settar saman af alþjóðlegum vinnuhópi sérfræðinga á sviði endurlífgunar og hjartalækninga sem hefur unnið ötullega að þessu marki í rúmt ár. Mikilvægasta breytingin er sú að nú er ekki mælt með því að sá sem kemur að meðvitundarlausri manneskju sem ekki virðist anda byrji á því að finna púls heldur meti merki um blóðrás og hefji svo endurlífgunartilraun- ir tafarlaust. Við getum öll lent í þeirri aðstöðu að vera fyrst á slysstað. Mun- um grundvallarregl- urnar: 1. Tryggja öryggi á slysstað 2. Neyðarhjálp – tryggja öndun og blóðrás 3. Kalla til hjálp – Neyðarlínan er 112 4. Veita almenna skyndihjálp Rauði krossinn býður almenn- ingi að mæta á Lækjartorg í dag, þriðjudaginn 8. maí, til þess að kynnast undirstöðuatriðum í skyndihjálp. Leiðbeinendur í skyndihjálp verða á staðnum og sýna handbrögðin. Sams konar fræðsla verður skipulögð víða um landið og er kynnt sérstaklega á hverjum stað. Vonandi vilja sem flestir læra meir, en deildir Rauða krossins bjóða upp á skyndihjálparnám- skeið fyrir almenning auk þess sem hægt er að fá sérsniðin nám- skeið fyrir fyrirtæki. Á árinu 2000 gaf Rauði krossinn út rúmlega fimm þúsund skyndihjálparskír- teini til þeirra sem tekið höfðu námskeið. Kannt þú að bregðast við þegar á reynir? Sigrún Árnadóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Skyndihjálp Nauðsynlegt er, segir Sigrún Árnadóttir, að allir hafi undirstöðu- þekkingu í skyndihjálp. Sjúkraliðastéttin er ekki ýkja gömul stétt, svona rétt um þrítugt. Hvaða ástæða er þá til að halda að hún sé í hættu, er þetta ekki bara einhvert kjara- væl? Betur að svo væri. Sannleikurinn er sá að það fækkar ört í stéttinni þrátt fyrir að eftirspurnin hafi sjald- an eða aldrei verið meiri eftir sjúkralið- um. Ég ætla í stuttu máli að rekja ástæð- urnar sem ég tel að valdi þessari fækkun í stéttinni vegna þess að málið snýst ekki eingöngu um sjúkraliða heldur ekki síður um skjólstæðinga stétt- arinnar, þ.e. sjúklinga og aldraða. Þegar sjúkraliðar voru að stíga fyrstu skrefin voru konur að flykkj- ast út á vinnumarkað- inn, börnin flogin úr hreiðrinu og í tísku að vinna úti. Sjúkraliða- námið var tiltölulega stutt og þægilegt nám og vaktavinnan hent- aði gjarnan konum sem komnar voru und- ir miðjan aldur. Laun- in voru þokkaleg á þess tíma mælikvarða. Þessi hópur er nú um það bil að komast á eftirlaunaaldur og verður þá gífurleg fækkun í stéttinni því nú er öldin önnur og konur eru nú á vinnu- markaði vegna þess að þær eru fyr- irvinnur fjölskyldna því það þarf nú í flestum tilfellum tvo til. Nýliðun í stéttinni er lítil, u.þ.b. 20 sjúkralið- ar hafa útskrifast árlega undanfar- in ár, og þegar tekið er tillit til þess að fæstir treysta sér til þess að vinna 100% vaktavinnu er ekki um mörg stöðugildi að ræða. Ekki á móti þeim 800-900 stöðugildum sem bráðvantar í núna og er þá ekki tek- ið tillit til allra þeirra stöðugilda sem eru á öldrunarstofnunum og fleiri stofnunum sem auglýsa eftir og ráða í ófaglærða og nú orðið oft- ast erlenda starfsmenn. Satt best að segja þá eru það oft- ast tekjurnar sem ráða því hvaða starf fólk velur sér. Sjúkraliðanám- ið er 7 anna nám í Fjölbrautaskóla, skemmtilegt og krefjandi nám. Það gefur lítið meira í aðra hönd heldur en ef starfað er eftir taxta Eflingar við aðhlynningu eftir nokkur nám- skeið. Til hvers þá að fara í dýrt nám þegar hægt er að vinna við starfið þrátt fyrir það fyrir svipaðar tekjur? Því starfið er ekki lög- verndað og því má ráða hvern sem er í það. Nú orðið eru það helst kon- ur af asísku bergi brotnar sem sækja um þessi störf, en þó að þær séu besta fólk tala þær ekki ís- lensku (þrátt fyrir að mörg ís- lenskunámskeið séu í boði fyrir þær). Þær alast upp við aðra menn- ingu og starfshætti þar sem gerðar eru aðrar kröfur, t.d varðandi hreinlæti, félagsleg samskipti, af- köst og árangur. En hver kvartar? Það eru t.d. sagðir brandarar um gamla fólkið á elliheimilunum sem heldur að það sé statt í útlöndum, en ég er viss um að þeim finnst það ekkert fyndið. En hver er staðan á sjúkrahúsum landsins? Þau hafa lagt metnað sinn í að ráða eingöngu fagfólk, en hvað gera þau þegar það fæst ekki? Verður t.d. háskólasjúkrahúsið okkar ekki faglegra en það, að þar verði meirihluti starfsmanna ófag- lærðir erlendir starfsmenn? Því víst er að ekki fjölgar hjúkrunar- fræðingum um það sem sjúkralið- um fækkar. Meðal annars vegna þess að Háskóli Íslands ræður ekki við fleiri en 65 nýnema í hjúkrun á ári. Tökum í taumana áður en það er um seinan, komum í veg fyrir út- rýmingu heillar stéttar með því að hafa launin í samræmi við námið, álagið og ábyrgðina, því víst er satt að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Stétt í útrýmingarhættu? Hanna Margrét Geirsdóttir Sjúkraliðar Til hvers að fara í dýrt nám, spyr Hanna Margrét Geirsdóttir, þegar hægt er að vinna við starfið þrátt fyrir það fyrir svipaðar tekjur? Höfundur er sjúkraliði á Landspít- alanum við Hringbraut. Sanddælufyrirtækið Björgun og byggingar- fyrirtækið Bygg, sem hafa lagt fram tillögur um landfyllingarfram- kvæmdir í Arnarvogi, hafa á undanförnum mánuðum rekið mikla áróðursherferð í Garðabæ og í því notið liðsinnis auglýsinga- stofu. Hafa fyrirtækin m.a. sett upp aug- lýsingaskilti á Garða- torgi og keypt heil- síðuauglýsingar í blöðum í Garðabæ fyrir „kynningarefni“ án þess að fram hafi komið að efnið sé frá þeim. Þar og í skipulögðum greinaskrifum sem þeir hafa staðið fyrir er hamrað á fullyrðingum sem fá ekki staðist í þeim tilgangi að fá fólk til að leggja smám saman trúnað á þær. Landfylling í sjó vegna ljótleika iðnaðarsvæðis á landi? Framkvæmdaraðilar hafa reynt að misnota ljótleika iðnaðarsvæðis- ins fyrir botni Arnarvogs til að rétt- læta landfyllingu langt út í voginn. Sú ímynd er sköpuð að landfyllingin myndi leysa hið óhrjálega iðnaðar- svæði af hólmi þótt augljóst sé að hún kæmi ekki í stað þess heldur sjálfs hafflatar vogsins. Gefið er í skyn að andstæðingar landfyllingar séu á móti því að snyrta til á iðnaðar- svæðinu og breyta því í íbúðarsvæði. Því fer að sjálfsögðu fjarri, enda virðast allir sammála um að rétt sé að íbúðarbyggð komi í stað iðnaðar- hverfisins. Góður grundvöllur er fyr- ir íbúðarbyggð á því landi sem fyrir er í botni vogsins án landfyllingar út í voginn. Landfylling forsenda skútusiglinga? Látið er að því liggja að landfyll- ing með smábátahöfn sé forsenda skútusiglinga á Arnarvogi. Að sjálf- sögðu er ekki svo, enda má vel snyrta núverandi hafnarmannvirki til þannig að þau nýtist siglingafólki. Ástæða er til að taka undir hvatning- arorð stofnenda og félaga í siglinga- klúbbnum Vogi í Garðabæ í grein í Mbl. 27. mars sl. um að skútusigl- ingar og æskulýðsstarf verði endur- vakið á Arnarvogi. Lítil landfylling? Því er haldið fram að landfyllingin yrði lítil. Hið rétta er að stærð henn- ar samsvarar 10 Laugardalsvöllum. Framkvæmdaraðilar hafa sett upp á aug- lýsingaskilti sínu á Garðatorgi og fengið birta í Mbl. afar vill- andi mynd þar sem gefið er í skyn að landfyllingin hafi ver- ið minnkuð um tugi prósenta. Myndin sýnir aðeins hvernig fyllingin hefur styst en þess er gætt að láta ekki koma fram hvernig hún hefur breikkað. Staðreynd- in er sú að fyrirhuguð landfylling hefur að- eins minnkað um 5% og er nú 7,3 hektarar. Engin áhrif á íbúðarbyggð við voginn? Í matsskýrslu framkvæmdaraðila er lítið gert úr áhrifum landfyllingar á núverandi íbúðarbyggð við Arnar- vog. Öllum má þó vera ljóst að mikil sjónmengun yrði af 5 metra hárri landfyllingu og 3–5 hæða fjölbýlis- húsum þar ofan á langt út í hinn náttúrulega vog. Umferð í hina nýju 1.800 manna byggð færi í gegnum Grundahverfið og myndi gjörbreyta forsendum byggðar þar. Hávaða- mengun yrði mikil, þar sem vogur- inn er mjög hljóðbær. Hávaði frá bíl- um á landfyllingunni og vélbátum myndi endurkastast af þeim 15–20 metra háa vegg sem landfyllingin og fjölbýlishúsin mynduðu eftir hafflet- inum yfir á þá lágreistu íbúðarbyggð sem fyrir er við voginn. Með land- fyllingunni yrði þannig gengið á hagsmuni íbúanna við voginn sem hafa ekki mátt ætla að sjálfur haf- flöturinn yrði byggingarland. Engin áhrif á fuglalíf? Arnarvogur er á skrá Alþjóða- fuglaverndarsamtakanna sem al- þjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Vog- urinn er mikilvægur dvalarstaður farfugla á leið yfir hafið og einn helsti vetrardvalarstaður fugla á Innesjum. Í matsskýrslu Björgunar og Bygg er því haldið fram að byggðin á landfyllingunni, ásamt öllu því sem henni fylgir, hefði ekki áhrif á fuglalíf í voginum. Þessi full- yrðing fær ekki staðist og á sér enga stoð í skýrslu fuglafræðingsins Jó- hanns Óla Hilmarssonar til framkvæmdaraðila, en athygli vekur að hann vill að friðlýsingarkosturinn verði metinn til jafns við aðra val- kosti þegar framtíð Arnarvogs verð- ur ráðin. Þvert á þá niðurstöðu fuglafræðingsins að fuglalífið sé langmest austan megin í voginum, sömu megin og gert er ráð fyrir að bátahöfn verði staðsett og bílaum- ferð á landfyllingunni eigi sér stað, fullyrða framkvæmdaraðilar á aug- lýsingaskilti sínu á Garðatorgi að fuglalífið sé mest vestan megin. „Engin sérstök náttúruperla“? Landfyllingarmenn hafa klifað á því að Arnarvogur, sem er á nátt- úruminjaskrá, sé „engin sérstök náttúruperla“ en þó megi fegra hann með landfyllingu langt út á voginn og 3–5 hæða fjölbýlishúsum. Útibús- stjóri Búnaðarbankans í Garðabæ komst svo að orði í grein í Mbl. 3. apríl sl. þar sem hann opinberaði smekk sinn á náttúrunni og bætti um betur með því að fullyrða að fuglalífið í voginum tæki „fáum öðr- um stöðum fram“. Slíkar fullyrðing- ar fá að sjálfsögðu ekki staðist og bera vott um fullkominn tvískinnung hjá framkvæmdaraðilum og hags- munaaðilum þeim tengdum þar sem fegurð Arnarvogs er einmitt ástæða þess að þeir vilja byggja út í hann. Lausn á húsnæðisvanda Garðbæinga? Gefið hefur verið í skyn að um- rædd landfylling í Arnarvogi myndi leysa húsnæðisvanda Garðbæinga, ekki síst ungs fólks í bænum. Ungur rithöfundur, Börkur Gunnarsson að nafni, fullyrti í grein í Mbl. 17. mars sl. að hann hefði hrökklast „allt að bökkum Moldár“ vegna húsnæðis- eklu í Garðabæ, en að með byggð á landfyllingunni yrði loks hægt „að kaupa eða leigja íbúð á skikkanlegu verði í Garðabæ“. Hér er mikill mis- skilningur á ferðinni, enda er aug- ljóst að íbúðir á rándýrri landfylling- unni yrðu í hæsta verðflokki og aðeins á færi efnafólks að kaupa þær. Kjarni málsins Mikilvægt er að menn láti ekki glepjast af villandi málflutningi landfyllingarmanna. Til viðbótar því sem að framan er rakið hafa þeir reynt að halda því fram að með um- ræddri framkvæmd sé verið að þjóna heildarhagsmunum Garða- bæjar. Landskortur hefur hingað til ekki háð Íslendingum og vandséð er að almannahagsmunir krefjist þess að byggt verði ofan í skráðar nátt- úruminjar. Það ætti að vera ófrávíkj- anleg regla sveitarfélaga að fara ekki með byggð ofan í slíkar minjar, heldur varðveita náttúruleg sér- kenni sín. Svo vel vill til að Garða- bær á nægilegt byggingarland til langrar framtíðar og hlutfallslega mest allra sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Sætir því furðu að hugmynd um að fara með landfyll- ingu út í náttúrulegan vog skuli vera uppi á borðinu í Garðabæ. Allir virðast sammála um að rétt sé að reisa íbúðarbyggð í stað iðn- aðarsvæðisins í botni Arnarvogs, en góður grundvöllur er fyrir slíkri byggð án landfyllingar út í voginn. Við eigum að varðveita náttúruleg sérkenni Garðabæjar sem gefa byggðinni aukið gildi og koma í veg fyrir það umhverfisslys sem land- fylling í Arnarvogi yrði. Heilaþvottur í Garðabæ Jón Ingi Young Arnarvogur Við eigum að varðveita náttúruleg sérkenni Garðabæjar, segir Jón Ingi Young, sem gefa byggðinni aukið gildi og koma í veg fyrir það um- hverfisslys sem landfyll- ing í Arnarvogi yrði. Höfundur er pípulagninga- og vélvirkjameistari og býr í Grunda- hverfi við Arnarvog. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.