Morgunblaðið - 08.05.2001, Side 53

Morgunblaðið - 08.05.2001, Side 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 53 halds og traust og mun ég nú gera allt sem í mínu valdi stendur til að styðja vinkonu mína í gegnum þessa erfiðu daga sem fram undan eru. Það er mikil sorg sem ríkir á heimili Sísí og Egils þessa dagana, því fyrir aðeins örfáum dögum lést faðir Egils, Sigurður H. Egilsson. Það er með ólíkindum hversu mik- ið er lagt á herðar minnar góðu vin- konu og hennar fjölskyldu þessa dagana. Elsku Sísí, Egill, Gústa, Hanna og fjölskyldur, við Smári sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Ragnheiðar Ágústsdóttur. Jóhanna Marteinsdóttir. Glæsileg var hún Ragnheiður Ágústsdóttir og afburða gáfum gædd. En í mínum huga var hún Lilla, æskuvinkona mín. Ég held við hljótum að hafa þekkst alltaf, því ég man ekki hvar eða hvernig við hitt- umst fyrst. Skýringin er nú ef til vill sú, að foreldrar okkar voru bæði ná- grannar og vinir. Við lékum okkur saman, smá- stelpur, og með hinum krökkunum úr nágrenninu í þeim leikjum, sem þá tíðkuðust, alls konar hópleikjum og smáprakkarastrikum og ýmislegt var brallað. Og þá var nú þessi árs- tími, vorið, aldeilis ekki versti tím- inn. Seinna gerðumst við skátar, vor- um á Úlfljótsvatni að læra skáta- fræðin, læra að kenna þau og kenna þau svo verðandi skátum, eins og við best gátum. Við sóttum skátamót, fórum í útilegur og ferðalög og mikið var þetta allt skemmtilegt. Og svo voru það unglingsárin, Verslunarskólinn og við fórum á rúntinn og kíktum á strákana. Lilla var yngst í sínum árgangi, en lét sig þó ekki muna um að „dúxa“ og það oftar en einu sinni, að ég held. Eins og gengur og gerist fórum við svolítið hvor í sína áttina á næstu árum af ýmsum ástæðum. Vináttan var þó alltaf fyrir hendi og þegar við vorum báðar orðnar einar tókum við þráðinn upp aftur, fórum saman í bíó, leikhús, gönguferðir og ýmislegt fleira. Ég held við höfum báðar haft gagn og gaman af því. En því miður voru þetta allt of fá ár. Lilla lenti í alls konar óhöppum og hremmingum og var mjög veik í mörg ár. En alltaf var hún jafn klár, vissi allt og kunni skil á ótrúlegustu hlutum og kímnigáfan í besta lagi. Við töluðum mikið saman á þessum árum og reyndar miklu einlægar og opnara en áður, því í raun var hún vinkona mín fremur lokuð mann- eskja. Fyrir allt þetta þakka ég Lillu af heilum hug og sendi dætrum hennar þremur, Kristínu systur hennar og þeirra fólki samúðarkveðjur. Og nú er Lilla laus frá þjáningum og farin á annað tilverusvið, vona sumir og aðr- ir trúa. Þar á hún örugglega allt gott skilið. En ég sakna hennar. Sigríður Valdimarsdóttir. Kær vinkona og skátasystir hefur kvatt þetta líf, „er farin heim“, eins og sagt er á skátamáli. Við kynntumst, hópur 15 skáta- systra víðsvegar að af landinu, þegar við hófum undirbúning að ferð á al- þjóðlegt kvenskátamót í Finnlandi á árinu 1948, en það var haldið sum- arið 1949. Siglt var með „Dronning Alexandrine“ til Kaupmannahafnar og þaðan farið með lest til Stokk- hólms, og síðan með ferju til Finn- lands. Þetta var samhentur og glað- ur hópur. Ragnheiður er sú þriðja, sem kveður. Hún var góður félagi og vin- ur. Aldrei gleymum við henni í ís- lenska skautbúningnum við setningu mótsins, þar sem hún gekk við hlið íslenska fánaberans, há, grannvaxin og ljós yfirlitum, og hve stoltar við vorum, þegar við sungum íslenska þjóðsönginn í hópi 1500 kvenskáta, að viðstaddri frú Pasikivi, eiginkonu Finnlandsforseta, en hún var vernd- ari mótsins. Já, þetta var sannarlega ógleym- anleg ferð, og í þau rúmlega 50 ár, sem liðin eru, höfum við haldið hóp- inn og hist einu sinni til tvisvar á ári. Þá var Lilla, eins og við kölluðum hana, alltaf mætt með sitt glaða og elskulega viðmót, en við vorum oft gestir á fallegu heimili hennar. Við viljum þakka Lillu samveruna í öll þessi ár og sendum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi vinkonu okkar og hafi hún hjartans þakkir okkar allra fyrir samveruna. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt, Guð er nær. Fyrir hönd Finnlandsfara 1949, Jóhanna Kristinsdóttir. Heimskonan Ragnheiður kom inn í líf okkar er við hófum störf hver af annarri hjá Hafskip. Þessi glæsilega, hávaxna kona varð strax fyrirmynd okkar allra. Hún var fljót að vinna traust okkar og virðingu og var það okkur heiður að kallast vinkonur hennar. Í starfi sínu sem skrifstofu- stjóri stjórnaði hún með silkihönsk- um, þótt ákveðnin hefði verið á bak við. Hún var allt í öllu, skrifstofu- stjórinn sem var ómissandi og ekki síður skemmtanastjórinn, hvort sem var þegar eitthvað stóð til hjá starfs- mönnum eða vegna viðskiptavina. Í öllu tókst henni að fá okkur sam- starfsfólk sitt í lið með sér, með glöðu geði, og í minningunni sjáum við karlmennina í starfsliðinu bera skrifborðin á milli sín, því í örum vexti fyrirtækisins þurfti alltaf að vera að breyta og þá var það smekk- vísi Ragnheiðar sem réð ríkjum. Glaðværð hennar og gott skap höfðu smitandi áhrif á alla. Skopskyn hennar var mikið og gat hún verið grafalvarleg þegar hún sagði mergj- aðar sögur og brandara. Hún var hlý, sterk og traust, ef á bjátaði hjá einhverjum eða sorg knúði dyra. Eftir að fyrirtækið sigldi í strand höfum við hist reglulega og meðan heilsa Ragnheiðar leyfði tók hún þátt í okkar lífi. Hún var elst í okkar hópi en þótt hin yngsta sé nærri 30 árum yngri vorum við allar á sama aldri. Erfiður sjúkdómur lagðist þungt á hana á síðustu árum og hefur nú lagt þessa stoltu konu að velli. Við munum Ragnheiði eins og hún var og kveðjum góða vinkonu og einstaka manneskju með söknuði og þakklæti í huga. Kæru systur Hanna, Gústa og Sísí við sendum ykkur og fjölskyldum ykkar innilegustu samúðarkveðjur. Hafskipsklúbburinn, Anna Sigga, Birna, Erla, Fríða, Heiða og Solla. Við andlátsfregn Ragnheiðar Ágústsdóttur setti okkur hljóðar. Ragnheiður sat í stjórn Félags ís- lenskra háskólakvenna og Kven- stúdentafélags Íslands hátt á annan áratug, þar af lengst sem gjaldkeri. Ragnheiður var traust stjórnarkona, hugmyndarík og afkastamikil. Nær- vera hennar var sterk og útgeislun mikil. Það er þakkarvert að hafa kynnst slíkri manneskju á lífsleið- inni. Síðasta árið sem hún sat í stjórn voru allir stjórnarfundir haldnir á heimili hennar. Heimilið bar vott um listrænan smekk hennar. Fyrir ári sagði hún sig úr stjórn vegna heilsu- brests. Ragnheiður var hetja. Við í stjórn vottum dætrum hennar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Geirlaug Þorvaldsdóttir. Einn vinsælasti og virtasti starfs- kraftur Hafskips hf. hefur kvatt þennan heim og hafið ferðina óend- anlegu í öðrum og bjartari heimi friðar og kærleika. Þetta er hún Ragnheiður Ágústsdóttir, sem var einstaklega glæsileg og hlý kona, sem allir starfsmenn og viðskipta- vinir Hafskips er kynntust henni dáðu og virtu í hvívetna. Ragnheiður var kona með slíka reisn, fágaða framkomu og útgeislun að maður hafði það á tilfinningunni að hún væri eðalborin. Það var sama í hve fjölmennum hópi fólks hún var, ætíð skar hún sig úr af fyrrgreindum ástæðum. Skrifstofa Hafskips í Hafnarhús- inu var hennar yfirráðasvæði ásamt því sem hún aðstoðaði stjórnendur skipafélagsins. Aldrei sá maður Ragnheiði skipta skapi, gera manna- mun eða halla orði á nokkurn mann, slíkt var fyrir neðan virðingu henn- ar. Allt sem hún gerði var gert af ótrúlegri vandvirkni, ljúfmennsku og gegnheilli reisn, sem ekki er öll- um gefin. Hún kom jafn ljúfmanna- lega fram við verkamanninn á Eyr- inni sem forstjóra stórfyrirtækisins. Ragnheiður var einnig þunga- miðja í starfsmannalífinu, hafði ætíð gaman af að taka þátt í að skipu- leggja samkomur og aðra mannfagn- aði og var þá hrókur alls fagnaðar. Eftir að ákveðin öfl þjóðfélagsins komu Hafskip fyrir róða var Ragn- heiður einn helsti drifkrafturinn í að skipuleggja árshátíð fyrrverandi starfsmanna Hafskips, sem haldin hefur verið í upphafi hvers árs allar götur frá 1986. Undanfarin ár hefur hún sjálf ekki átt þess kost að vera með heilsu sinnar vegna. En eitt það fyrsta sem Hafskipsfólkið ræðir um á þessum mannfögnuðum hafa verið fréttir af Ragnheiði og líðan hennar. Ragnheiður mun ætíð skipa virðu- legan og varanlegan sess í hugum samstarfsmanna hennar, enda leit hún á þá alla sem sína góðu vini og jafnvel sem hluta af eigin fjölskyldu. Að leiðarlokum lútum við Hafskips- menn höfði í minningu um einstak- lega glæsilega og góða konu, sem átti hólf í hjarta okkar allra. Það er ekki ofsagt að segja að Ragnheiður hafi gengið götuna til góðs. Við sendum dætrum hennar Jó- hönnu, Ágústu og Sigrúnu Eddu okkar innilegustu vina- og samúðar- kveðjur á sorgarstundu. Fyrrverandi starfsfólk Hafskips hf.             / 0 /1  )'#'3  !4      ! "       #     "  $% #        &&    ' $(  !     "   5# ! 6 %. "#  & !    "#    '  !&   %. (     5#% &% 7&'"#  , $   "#  && )'         )        (  /15     8 $- )-        ' $( !  *   + !'  ,    )! 5.&)"#  0   9 $   9.5.&)"#   $ ")5.&)"#  5:  5%&5:      -5.&)  (&; -  "#  & 5.&)  !&*# %&&"#         < 5   (; "=>        $( - .    ; *#   ' *#  )              ( (  15  2 &&'!  (? !@   (&') *# ! "#  9.  "#  ( 5#% A-'      "#    -   ! 6  "#  9  4          / (  &%'&7 ; $- )- 7! .74--  )-         + ! ,   / "!             )'    (   9,(B059 & #!& "C 0#?  !  *    !     $% %  0  !  &&   &.11 2   ' %  " '    (  !       +D& " 0  7  -   ;7 # *#   ' , $ 0  7  3 #  ,   4 '" '     4!        !  !    , / #& "   ! 5 #     "%4"  )  $'     " %  ! 6 (   !  5# *    0& . ;; A%   +*  "#  #*    ! )! 5# "#    *    ! 69 "#  9 *     ! *    #&'; )!  !; ! &*     ")9 "#  #*  "#  5# *#      )! *  "#  (&)      

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.