Morgunblaðið - 08.05.2001, Side 54

Morgunblaðið - 08.05.2001, Side 54
MINNINGAR 54 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar K. Guð-laugsson fæddist í Reykjavík 6. júlí 1924. Hann lést á Landspítalanum 26. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elín Benediktsdótt- ir, f. 1895, d. 1970, og Guðlaugur Krist- jánsson, f. 1895, d. 1974. Systkini Gunn- ars eru: Sveinn, f. 1921, Halldóra, f. 1922, Pálína, f. 1926, d. 1941, Steinvör Fjóla, f. 1928, Hafdís f. 1930, Guðrún, f. 1932, og Reynir, f. 1936, d. 1942. Gunnar kvæntist á 25 ára afmælisdegi sínum, 6. júlí 1949, eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónu Guðnýju Arthúrsdóttur, f. 14. ágúst 1927. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir og Arthúr Eyjólfsson. Börn Gunnars og Jónu eru: 1) Guðlín, f. 17. september 1949, d. 7. júní 1976, maki Ísleifur Valtýsson, 2) Val- gerður, f. 23. nóv- ember 1957, maki Ómar Aðalbjörns- son, 3) Arthúr, f. 24. júlí 1959, maki Jó- hanna Vilhjálms- dóttir, 4) Fanney, f. 30. júlí 1960, maki Hallgrímur Sverris- son, og 5) Gunnar Jón, f. 17. júní 1969, d. 14. janúar 1970. Þrjú börn þeirra létust óskírð. Barnabörn- in eru 9 og barnabarnabörnin 4. Gunnar hóf nám í vélvirkjun 1952 og starfaði lengst af í Vél- smiðjunni Héðni. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Elsku elsku pabbi minn. Nú er þessu stríði lokið, og við sem vorum svo ákveðin í að vinna það. Þetta leit svo vel út en í allt of, alltof stuttan tíma, svo riðu ósköpin yfir, sjúkdómurinn búinn að breiðast út um allt, ekkert hægt að gera að- eins spurning um nokkra daga eða nætur. Dagarnir urðu átta, þeir erfiðustu dagar og nætur sem ég hef lifað, það nísti hjartað að sjá þér hraka dag frá degi og það mun geymast í minningu minni til æviloka að hafa fengið að vera hjá þér á lokastundinni. Minningarnar hrannast upp, það var svo margt sem við gerðum sam- an, ekki hvað síst öll ferðalögin til Svíþjóðar, Kanada, Spánar og nú síðast í nóvember til Florida, það var yndislegur tími. Við vorum líka búin að tala um það að fara til Spánar í haust ef allt gengi upp, en ég veit það pabbi að hvað svo sem við ger- um eða förum munt þú fylgja okkur öllum. Þið mamma hafið alltað verið svo stór þáttur í lífi okkar Halla, Guð- rúnar og Evu Maríu og munu þær búa að því að hafa átt þig fyrir afa. Guðrún með ófædda barnið sitt sem ekki fær að njóta þess að hafa þig í kringum sig, eins mikil barna- gæla og þú varst. Eva María að útskrifast sem stúd- ent, saknar afa síns mikið, en hún ætlar að vera dugleg fyrir þig elsku pabbi. Halli sem missir góðan vin og tengdaföður, það voru ekki ófá handtökin sem þið unnuð saman. En pabbi minn, missir mömmu er mestur því samhentari hjón en ykk- ur er vart hægt að hugsa sér, en þú vissir að þú gast treyst því að við myndum styðja og standa við hlið hennar um ókomna tíð. Elsku pabbi minn, ég veit að þér líður vel núna, þjáningum þínum er lokið, það verður mín huggun á þess- um erfiðu stundum. Æðruleysi þínu í öllum þessum veikindum verður best lýst með þessum sálmi: Vertu hjá mér, halla tekur degi, Herra, myrkrið kemur, dylst mér eigi. Þegar enga hjálp er hér að fá, hjálparlausra líknin, vert mér hjá. Óðum sólin ævi minnar lækkar, alltaf heimsins gleðiljósum fækkar, breytist allt og hverfur þá og þá, – þú, sem aldrei breytist, vert mér hjá. Með þér geðrór mæti’ eg hverju fári, með þér verður sæla’ í hverju tári, skeyti dauðans skelfist ég ei þá. Skjöldur minn, ó, Jesús, vert mér hjá. (Stef. Thor.) Þín elskandi dóttir, Fanney Gerða. Elsku hjartans pabbi minn. Það er erfitt að setjast niður og skrifa þessar fáu línur. Ég er ekki enn búin að átta mig á því að þú sért farinn. Þú sem varst alltaf til staðar fyrir mig, þau voru ófá skiptin sem ég leitaði til þín og alltaf varst þú boð- inn og búinn að rétta fram hjálp- arhönd, þú gast reddað öllu. Það er tómlegt að koma heim í Hrísmóa og sjá þig ekki sitjandi í bláa sjónvarpsstólnum þínum, horf- andi á sjónvarpið með fjarstýring- una í hendinni. En ég hugga mig við það, elsku pabbi minn, að við hittumst aftur og þangað til bið ég Guð að geyma þig. Hjartans kveðjur frá Ómari og Fanney Önnu. Elska þig, þín dóttir, Valgerður Guðrún. Elsku besti afi okkar. Nú er víst komið að kveðjustund. Ekki finnst manni lífið alltaf réttlátt en við getum þó þakkað fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Það verður ekki annað um þig sagt en að þú hafir staðið þig eins og hetja í baráttunni við þennan illvíga sjúk- dóm. Til þess að lýsa því hversu góð- hjartaður og umhyggjusamur þú varst, þá var alveg sama hversu mik- il veikindi þín voru, hugur þinn var alltaf hjá öðrum. Þú hjálpaðir til við skólagönguna, meðgönguna, íbúða- kaupin og margt, margt fleira. Já, afi, þú varst sko besti afi sem hægt var að óska sér enda alltaf stór hluti af lífi okkar. Eftir að Eva María kom í heiminn vorum við stöllurnar orðnar þrjár og þá fannst þér tilvalið að gefa okkur, Gullý, Guðrúnu og Evu Maríu, gælu- nöfn. Ekki varstu lengi að finna þau bestu sem til eru: Skruddu, Buddu og Snuddu. Það var ósjaldan sem við reyndum að líkjast þér með sixpensarann og tóbaksklútinn um hálsinn, voða stoltar. Minningar okkar eru marg- ar, t.d. þegar þú hnerraðir, þá var hnerrinn svo hávær að okkur brá í hvert sinn og ef þeir voru nokkrir í röð héldum við stundum að það væri kominn jarðskjálfti. Þú varst vanur að spyrja hver ætti okkur og ef svar- ið var ekki afi gerðir þú okkur full- komlega grein fyrir því að það væri sko afi sem ætti okkur og kleipst í eyrað eða í stóru tána á okkur til að leggja áherslu á það. Þú varst líka svo duglegur að kitla okkur og af- sannaðir svo sannarlega þá kenn- ingu að séu börn kitluð of mikið stami þau þegar þau verða eldri, því ef svo væri myndu engin af barna- börnunum þínum geta sagt heila setningu. Við vitum það að þó svo að þú eigir ekki eftir að vera við hlið okkar í lífinu muntu ávallt vaka yfir okkur, bæði í gleði og sorg. Við get- um huggað okkur við að nú sért þú búinn að fá langþráða hvíld og sért kominn til Gullýjar og Gunnars Jóns, sem hafa tekið vel á móti pabba sínum. Við gætum haldið endalaust áfram að rifja upp allar þær yndislegu minningar sem hvíla í hjörtum okkar, en kveðjum þig með þessum orðum: Við munum ávallt elska þig, minn- ast þín og sakna. Guðlín (Skrudda), Guðrún (Budda) og Eva María (Snudda). GUNNAR K. GUÐLAUGSSON Lóa okkar er farin og við söknum hennar sárt. Við litum alltaf á hana sem ömmu okkar. Þegar Ingi- björg amma dó gekk Lóa mömmu í móðurstað. ÓLÖF GUÐBRANDSDÓTTIR ✝ Ólöf Guðbrands-dóttir fæddist á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi í Mýra- sýslu 2. október 1919. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans 16. apríl síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. apríl. Okkur hefur verið sagt að þegar við grét- um mikið sem ung- börn á hæðinni fyrir ofan hafi Lóa komið upp til að athuga hvort hún gæti ekki aðstoðað eitthvað, þrátt fyrir að hánótt væri. Við nutum góðs af sérstöku sambandi sem var milli Lóu og mömmu okkar. Þegar við lítum til baka eru minningarnar margar, Lóa var alltaf í góðu skapi, hreinskilin og blíð. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til hennar á Rauðalæk- inn til að tala og spila. Þá bakaði hún alltaf pönnukökur eða átti ný- bakaðar kleinur, þetta gerði eng- inn betur en hún. Var hún einnig snillingur með prjónana, ófáar ull- arpeysur eru til eftir hana sem munu hlýja okkur um ókomna tíð. Oft fórum við saman í búðir með mömmu og henni, voru það skemmtilegar og góðar stundir. Alltaf var líf og fjör í kringum Lóu og eins og við systurnar höfum margoft sagt viljum eldast eins vel og Lóa. Sofðu vært, elsku Lóa okk- ar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Elsku mamma, Bryndís, Bogi og fjölskyldur, öll göngum við nú í gegnum erfða tíma, megi Guð gefa okkur styrk. Ingibjörg, Ólöf og Andri. 3 #   #  ,   4 '"'  4!      !  !  , /1 5  / ; 7 &; &&' &&  38 -    5#% "#   , ! #   &);5#% "#  ' 5#   ( 5#% " '  ;'   . 5#% "#   .&&&% 7&'  .    5#%    &5#% "#   # ;.        59 / 2 ; 7 &&& !' &%'&7  "  != .)-    5 '$   .    + !'  ,   / "!     % &7  3 #  ,   4 '- " '     4!      !  !  , /1   / ; 7 ; -& !'7 6 ' -.& E> $- )- 5  #   + "! 7%!       ((  -       8"-   %4"4 " " 0   *# !   & ;(  "#   $ ")*# ! "#  (  ;7    + *# !   0 ) 5# "#         " 4     )               /5F/G9 2  -; 4!     E8       9     '  %   74  %    &1   &::1 /   &% 7&'"#  !& 5.&)"#  &% 7&' F  %      )!  !   "#  /  &&% 7&'"#  G7&'5#; %      . #& &;"#   %  G7&'   <  (   0&??H $- )-  5 '$   .   &&"#     &;)5   "# -!  '    &:118&.11'%  ;<6=$3><;)6 5?5@A??B; (& %;  -.3 Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.