Morgunblaðið - 08.05.2001, Side 60

Morgunblaðið - 08.05.2001, Side 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG LEGG frá mér pennann (tölv- una) eftir að hafa skrifað þennan þátt nær vikulega í rúm 17 ár. Það hefur verið mjög gaman að vinna þetta verk og hefi ég fræðst mikið við að afla mér heimilda við þau skrif sem fylgja þættinum auk alls þess sem ég hefi matreitt. Margir hafa haft samband við mig og mörgum hefi ég kynnst í gegn- um þessi skrif. Ég hefi haft að leiðarljósi að sameina hollan og bragðgóðan mat. Vona ég að eitt- hvað af því sitji eftir í hugum les- enda minna. Starfsfólki Morgun- blaðsins þakka ég hlýju og vel- vilja. Í fuglaparadísinni þar sem ég bý – á Garðaholtinu, hafa verpt 24 fuglategundir, enda hafa fuglarnir skipað stóran þátt í skrifum mín- um og teikningum bónda míns. Farfuglarnir eru flestir komnir og við vöknum við lóusöng á hverjum morgni. Margæsin hámar í sig marhálminn í Skógtjörninni hér fyrir neðan og uppáhaldsfuglinn minn, músarrindillinn vappar um hér á hlaðinu og krían er komin. Þá er sumarið komið fyrir alvöru. Við hjónin óskum gleðilegs sum- ars! Sólskinsterta Tertuna á að búa til úr fínmöluð- um möndlum og eggjahvítum. Til að mala möndlurnar þarf mönd- lukvörn, en fáir eiga hana. Ekki gengur nógu vel að mala möndl- urnar í matvinnsluvél. Af botnunum eru því tvær mis- munandi uppskriftir. Önnur með möluðum möndlum en hin með Ökonomi-marsipani. Botnar nr. 1 4 eggjahvítur 125 g sykur 125 g afhýddar, fínt malaðar möndlur 1. Hitið bakararofninn í 185°C, blástursofn í 175°C. 2. Stífþeytið hvíturnar, blandið sykrinum smám saman út í og þeytið vel á milli. 3. Látið möndlunar standa í nokkrar mínútur í sjóðandi vatni. Afhýðið síðan og malið mjög fint. Blandið varlega saman við stíf- þeyttar hvíturnar. 4. Setjið bökunarpappír á botn- inn á tveimur springformun, 25 sm í þvermál. Smyrjið pappírinn áður með smjöri. Skiptið deiginu jafnt á botnana og bakið í 15 mínútur. Botnar nr. 2 4 eggjahvítur 1 dl sykur 1 pk. Ökonomi-marsipan, 500 g 1. Kælið marsipanið í kæliskáp. Rífið síðan á meðalgrófu rifjárni eða í grænmetiskvörn. 2. Hitið bakaraofn í 185°C, blástursofn í 175°C. 3. Stífþeytið hvíturnar, blandið sykrinum varlega út í og síðan rifnu marsipani. Hrærið varlega saman. 4. Farið eins að og í 4. lið hér að framan, en bakið aðeins lengur eða í 20 mínútur. Krem og möndlu- flögur á hvora tertu um sig 50 g möndluflögur 4 eggjarauður 1 dl sykur 1 dl rjómi 125 g mjög mjúkt smjör 1. Brúnið möndluflögurnar ör- lítið á pönnu eða í bakaraofni. 2. Látið smjörið standa við stofuhita svo að það verði mjúkt. Setjið kalt vatn í eldhúsvaskinn. 3. Hrærið eggjarauður með sykri og rjóma setjið í pott, hafið meðalhita og hrærið stöðugt í þar til kremið þykknar. Takið pottinn af hellunni, skellið ofan í kalda vatnið og hrærið í þar til nokkuð kalt er orðið. 4. Þeytið smjörið í smáskömmt- um út í. Þá á þetta að verða mjúkt, glansandi krem. 5. Smyrjið hluta af kreminu á annan botninn, leggið hinn botn- inn yfir. Smyrjið því sem eftir er af kreminu ofan á og látið renna niður með hliðunum. Stráið möndluflögunum ofan á. Matur og matgerð LOKA- ÞÁTTUR Þetta er lokaþáttur Kristínar Gestsdóttur. ATVINNUDANSPARIÐ Adam Reeve og Karen Björk Björgvins- dóttir tóku þátt í opinni breskri danskeppni sem haldin var í Brentwood sunnudaginn 6. maí. Keppt var í suður-amerískum döns- um. Alls tóku 60 danspör þátt í keppninni, þar á meðal mikið af sterkustu danspörum heims. Karen og Adam náðu þeim árangri að kom- ast inn í 12 para undanúrslit. Keppni þessi er góður undanfari stóru danskeppninnar sem haldin verður í Blackpool í lok maí. Sú keppni er fyrir aldursflokkana 16 ára og eldri og einnig fyrir atvinnumenn. Karen og Adam munu keppa þar í flokki atvinnumanna svo og fleiri ís- lensk danspör 16 ára og eldri. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tólfta sæti Adams og Karenar í Brentwood ♦ ♦ ♦ AÐALFUNDUR Manneldisfélags Íslands verður haldinn miðvikudag- inn 9. maí í Odda, sal 101, kl. 20. Að aðalfundi loknum, kl. 20.30, boðar Manneldisfélagið til málþings um tengsl ávaxta og grænmetis við heilsu, í Odda, húsi Háskóla Íslands, stofu 101. Framsöguerindi flytja Baldur Símonarson, lífefnafræðingur, Björn Sigurður Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur og Bryndís Eva Birgisdóttir, næringarfræðingur og -ráðgjafi. Málþing um tengsl ávaxta og græn- metis við heilsu FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Ársfundur EFÍA 2001 Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA 2001 verður haldinn á Grand Hóteli, Sigtúni 38, Reykjavík, miðvikudaginn 9. maí, kl. 13.30. Stjórn EFÍA. TIL SÖLU 5 tonna lyftari Til sölu Hyster 5 tonna disel-lyftari með velti- grind, árg. 89. Ástand mjög gott, vel viðhald- inn. Verð kr. 650 þús. + vsk. Uppl. í s. 694 7745 eða 897 7660. Antik svefnherbergis- húsgögn Til sölu hjónarúm, 2 náttborð, snyrtiborð og tveir kollar frá Danmörku, ca 1920. Upplýsingar í símum 562 1921 eða 897 5572. Er þín rekstrareining of lítil? Til sölu lítil heildverslun með þekkt vörumerki og góða framlegð. Góðir stækkunarmöguleikar fyrir duglegt fólk. Hentar einnig sem viðbót við annan rekstur. Upplýsingar í síma 899 4194. Auglýsingastofur Verkfræðistofur Ljósritunarstofur Til sölu Canon CP660 litljósritunarvél með tölvuteng- ingu og Xerox 3030 teikningaljósritunarvél. Bæði tækin eru í 1. flokks standi og ekki mikið notuð. Seljast á sanngjörnu verði. Upplýsingar í símum 568 8894 og 851 1594. Efling-stéttarfélag Aðalfundur Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags verður haldinn í Kiwanishúsinu við Engjateig fimmtudaginn 10. maí nk. og hefst hann kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Breytingar á reglugerðum sjóða. 4. Bráðabirgðareglugerð um styrktar- og fjölskyldusjóð starfsmanna hjá Reykjavíkurborg. 5. Önnur mál. Félagar! Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Eflingar-stéttarfélags. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Námskeið — einkafundir Miðillinn Sigurður Geir Ólafsson býður upp á einkafundi í sambands- og skyggnilýsingum, ráðgjöf, kennslu o.fl. Námskeið: 1. stig miðilsþjálf- unar (opnunarnámskeið) fer að hefjast. Skráning stendur yfir. Upplýsingar alla virka daga frá kl. 13 í síma 581 4503 eða skila- boð á símsvara og við höfum samband. KENNSLA ■ www.nudd.is Langar þig að læra að syngja? Söngnámskeið fyrir byrjendur — Framhaldsnámskeið — Einka- tímar — Hóptímar. Námskeið hefjast 13. maí. Kennari Ingveldur Ýr söngkona. Upplýsingar í síma 898 0108. FÉLAGSLÍF I.O.O.F.Rb.1  150587-Lf. Útivist Spennandi helgarferðir: 1. Jeppaferð 11.—12. maí. Snæfellsjökull - Snæfellsnes. 2. Skíðaferð 11.—13. maí. Skerjaleiðin yfir Eyjafjallajökul. Miðvikudagur 9. maí kl. 20. Álftanes - Ástjörn, fuglaskoðun. Sjá heimasíðu: www.utivist.is og textavarp bls. 616. Aðalfundur Lífssýnar verður haldinn í Bolholti 4, 4. hæð, (gengið inn bakdyramegin), þriðjudagskvöldið 8. maí kl. 20.30. Eftir venjuleg aðalfundastörf fjallar Erla Stefánsdóttir um Reykjavík í fortíð og framtíð. Bænahringur verður á undan kl. 19:00 og hugleiðing kl. 19:45 í umsjón Erlu. Allir velkomnir. Stjórnin. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.