Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                               !     !       "!   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRIR rúmum tíu árum var ég á fundi þar sem lyfsalar og fleiri funduðu um sölu hollefna í apótek- um. Fannst sumum þetta ætti ekki heima í lyfjaverslunum en niður- staða fundarins var sú, að þar sem flestir seldu þegar hollefni væri sýnt hver stefnan væri en þá ætti að nota tækifærið þar sem þekking lyfjafræðinga væri til staðar að gefa viðskiptavinum réttar upplýs- ingar um hollefnin svo fólk gerði sér ekki of miklar væntingar um bata. Fyrir rúmum mánuði fylgdi aug- lýsingablað með Morgunblaðinu um allskonar hollefni sem Lyfja- verslun Íslands hf. selur í nafni dótturfélags síns, Heilsuverslunar Íslands. Þetta auglýsingablað Heilsu- verslunarinnar er glæsilegt og fullt af allskyns fullyrðingum sem holl- efnaheildsalar eru jafnan þekktir fyrir. Samkvæmt því sem í blaðinu stendur er hægt að kaupa hollefni gegn hárlosi og sem yngja heila- starfsemina um 10 ár (góð tala), lækna framtaksleysi, afeitra líkam- ann (við erum svo óhrein) og kaupa trefjakubba sem eru ekki vana- bindandi! Finnst einhverjum þetta of gott til að vera satt? Ég spyr: Ef ég kaupi eitthvað af þessum efnum og skallinn hverfur ekki, ég held áfram að vera svona framtakslaus, skammtímaminnnið batnar ekkert og ég grennist ekki heldur – fæ ég þá endurgreitt? Þetta eru þó lyfjafræðingar þarna á ferð (Lyfjaverslun Íslands hf., ekki satt?) og ef marka má metnaðarfulla kynningu blaðsins: „Við leggjum áherslu á að bjóða uppá bestu fáanlega vöru í hverj- um flokki.“ Það hlýtur þá að vera satt að Bradley-teið lækki kólest- eról ef þið segið það; ekki satt Lyfjaverslun? Þarna er einnig vitnað í mikla sérfræðinga sem að sjálfsögðu tína til kosti auglýstra hollefna. Þar var fremstur meðal jafningja dr. Luc Delmulle sem starfar hjá belgíska Ortis-fyrirtækinu sem selur m.a. Ortis Ginseng. Vill svo til að kór- eska ríkisfyrirtækið sem ræktar Ginseng í Kóreu hefur kært Lyfja- verslun Íslands fyrir ósannar full- yrðingar (lygi) doktorsins um ræktun og meðferð Ginsengs í áð- urnefndu auglýsingablaði. Ginseng-doktorinn segir að jarð- vegurinn í Kóreu sé oft bættur með kemískum efnum, skordýraeitri og áburði sem kalli á enn frekari notk- un eiturefna og í Kína sé ekkert svoleiðis sull. Einnig að Kóreu Ginsengið sé ekki rautt, allt Ginseng er hvítt eins og eplin og svo sé Kóreu Ginsengið gufuhitað en ekki hjá þeim í Kína. Nei! Það er sko leyst í alkóhóli sem er lang- best. Þetta er kænska. Þetta er djarft. Svona á að markaðssetja! Sérstaklega í ljósi þess að nýlegar eiturefnamælingar á Ortis gæða Ginsenginu frá Lyfjaverslun Ís- lands hf. sýna að þar sé að finna ýmiss krassandi eiturefni í því magni sem aldrei yrðu leyfð í matvöru hérlendis. Mælingar frá virti, hlutlausri rannsóknastofu Phytolab í Þýskalandi sýna alls- konar eiturefni í Ortis gæða Ginsenginu. Ekki ætla ég mér að fara út í einstaka efni sem þar mældust. Ætli það verði ekki rætt í dómssal þegar þar að kemur. Ég bara velti því fyrir mér svona almennt, ef hollefnafyrirtæki eru alltaf að gæðamæla til að meta til- vist eiturefna hvað gera þau ef mælingar fara yfir mörkin, hvað þá langt yfir mörkin? Það væri ekki gott að vera nappaður með eitraða vöru á Evrópumarkaði þar sem reglur eru nokkuð skýrar um við- miðunarmörk. Gæti verið að einhverjum dytti í hug að koma slíkum vörum í sölu í löndum þar sem löggjöfin væri ófullkomin? Það væri kænska, það væri djarft. Svona á að markaðs- setja! Án þess að ætla þeim aðilum sem hér hefur verið minnst á slíka hegðan kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér hvernig óprúttnir sölumenn gætu hagað sér. Þess- vegna er mikilvægt að hafa öflugt eftirlit og skýrar reglur. Þó skilst mér að þetta lotunúmer sem mæld- ist mengað gæti enn verið í sölu (Z20K/00922) er þetta er ritað, þó að Hollustuvernd viti af þessu. Ætli þetta sé þá bara ekki allt í lagi skv. gildandi reglum hérlendis? Það væri samt ágætt ef einhver op- inber aðili tjáði sig um þetta okkur til upplýsingar. Þar sem lyfjaverslanir eru nú flestar tengdar í keðjum er mark- aðssetning þessara efna komin á nýtt og öflugra stig. Þegar maður kemur í apótekið eru þar fullar hillur af kremum sem lofa ytri fegurð og hollefnum, sem lofa innri heilsu, á viðeigandi verði. Svo fer maður að afgreiðslu- borðinu þar sem lyfjalykt og hvítir sloppar staðfesta mann í trúnni. Einnig virðist að víða sé starfs- fólki uppálagt að segja það sem stendur í auglýsingabæklingunum. Þetta er nýtt hlutverk starfsfólks í apótekinu. Þetta er hin nýja kyn- slóð skottutækna. Svona á að markaðssetja. ÓLAFUR SIGURÐSSON, efnafræðikennari, Herjólfsgötu 34, 220 Hafnarfirði. Skottulæknar allra apóteka sameinist Frá Ólafi Sigurðssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.