Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 66
DAGBÓK
66 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Helgafell kemur í dag,
Ladybird og Brúarfoss
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ocean Travl og Lag-
arfoss komu í gær.
Olshana og Orlik fóru í
gær. Seafrost og Dimas
koma í dag.
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðjud. og
fimmtud. frá kl. 14–17.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun kl.
17–18.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–16.30
opin handavinnustofan,
áhersla á bútasaum, kl.
9–12 bókband og öskju-
gerð, danskennsla fellur
niður í dag. Kl. 13–16.30
opin smíðastofa, tré-
smíði/útskurður, kl. 9
hár- og fótsnyrtistofur
opnar.
Aflagrandi 40. Enska
kl. 10 og kl. 11. Banka-
þjónusta Búnaðarbank-
ans í dag. Frjáls spila-
mennska fellur niður á
morgun, miðvikudag,
vegna undirbúnings
handavinnusýningar.
Handavinnusýning
verður dagana 10., 11.,
og 12. maí frá 13–17.
Fjöldi muna, útsaumur,
bútasaumur, prjón,
hekl, myndlist, leirlist
o.fl. Danssýning og tón-
list alla dagana. Hátíð-
arkaffi. Allir velkomnir.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–12
tréskurður, kl. 9–16
handavinna, kl. 10 sund,
kl. 13–16 leirlist.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið á
Hlaðhömrum er á
þriðjud. og fimmtud. kl.
13–16.30, spil og föndur.
Leikfimi í íþróttasal á
Hlaðhömrum, þriðjud.
kl. 16. Tímapöntun í fót-,
hand- og andlitssnyrt-
ingu, hárgreiðslu og fót-
anudd, s. 566 8060 kl. 8–
16. Uppl. hjá Svanhildi í
s. 586 8014 kl. 13–16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 10
samverustund, kl. 14
félagsvist.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 13
föndur og handavinna.
Kl. 14.45 söngstund í
borðsal með Jónu
Bjarnadóttur.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ, þriðjud. 8
maí: spilað í Kirkjuhvoli
kl. 13.30, miðvikud. 9.
maí: ferð að Skógum kl.
10, fimmtudag 10. maí:
boccia kl. 10.30, leikfimi
kl. 12.10, mánud. 14.
maí: boccia kl. 10.30,
leikfimi kl. 12.10,
skyndihjálp kl. 14,
þriðjudag 15. maí: spilað
í Holtsbúð kl. 13.30,
skyndihjálp kl. 14.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Saumur kl. 13, brids kl
13.30, á morgun verður
línudans kl 11, mynd-
mennt kl. 13 og píla kl.
13.30. Skoðunarferð í
Þjóðmenningarhúsið
fimmtudaginn 10. maí.
Skráning hafin í
Hraunseli sími 555 0142
Sigurbjörn Kristinsson
verður með málverka-
sýningu í Hraunseli til
11. maí.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Þriðjudagur:
Skák kl. 13.30. Miðviku-
dagur: Göngu-Hrólfar
fara í létta göngu frá
Ásgarði Glæsibæ kl. 10.
Söngfélag FEB, kóræf-
ing kl. 17. Línudans-
kennsla Sigvalda fellur
niður. Suðurnesjaferð
miðvikudaginn 9. maí.
Brottför frá Glæsibæ kl.
13. Komið verður að
Bessastöðum og öllum
þéttbýlisstöðum á Suð-
urnesjum, svo og að
Garðskagavita, fræða-
setrinu í Sandgerði og
að Hvalnesi. Takið kaffi-
brúsann og sjónaukann
með. Eigum nokkur
sæti laus. Fræðslunefnd
FEB stendur fyrir ferð í
Hveragerði 16. maí.
Nátturulækningaheim-
ilið, Garðyrkjuskólinn
og hverasvæðin heim-
sótt og skoðuð. Brottför
frá Glæsibæ kl. 9.30.
Skráning hafin. Silf-
urlínan opin á mánudög-
um og miðvikudögum
frá kl. 10–12. Ath. Af-
greiðslutími skrifstofu
FEB er frá kl. 10–16.
Upplýsingar í síma
588 2111.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, tré-
skurður og fleira, kl. 10
leikfimi, kl. 12.45 Bón-
usferð.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 13 boccia.
Myndlistasýning Gunn-
þórs Guðmundssonar.
Veitingar í kaffihúsi
Gerðubergs. Allar upp-
lýsingar um starfsemina
á staðnum og í s.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50
og kl. 10.45, kl. 9.30
glerlist, handa-
vinnustofa opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 10–17, kl. 14 boccia,
þriðjudagsganga fer frá
Gjábakka kl. 14.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 13–16 handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
leikfimi, kl. 9.45 banka-
þjónusta, kl. 13 handa-
vinna.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 postulínsmálun,
kl. 9–12 glerskurður, kl.
9.45 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 12.15 versl-
unarferð í Bónus, kl. 13–
16.30 myndlist.
Norðurbrún 1. Kl. 10–
11 boccia, kl. 9–16.45 op-
in handavinnustofan,
tréskurður.
Vesturgata 7. Kl. 9.15–
12 bútasaumur, kl. 9.15–
15.30 handavinna, kl. 11
leikfimi, kl. 13 búta-
saumur, tréútskurður
og spilað. Vorsýning
verður í félags- og þjón-
ustumiðstöðinni dagana
10., 11. og 12. maí frá kl.
13–17. Sýndir verða
munir sem unnir hafa
verið í vetur. Tréút-
skurður, glerlist, postul-
ínsmálun, myndlist og
almenn handavinna.
Einnig verður kór-
söngur, danssýning og
leikfimi. Kaffiveitingar
frá kl. 13 alla dagana.
Allir velkomnir. Þjón-
ustumiðstöðin verður
lokuð miðvikudaginn 9.
maí vegna undirbúnings
handavinnusýningar.
Gjábakki, Fannborg 8
og Gullsmári, Gull-
smára 13. Vorsýning
eldri borgara í Kópavogi
verður í Gjábakka og
Gullsmára helgina 12.
og 13. maí. Sýningarnar
verða opnaðar kl. 14
báða dagana. Sýning-
armunir þurfa að berast
í félagsheimilin fyrir kl.
17 fimmtudaginn 10.
maí. Handverksmark-
aður verður í Gjábakka
laugardaginn 12. maí frá
kl. 14. Þeir sem vilja
selja þar handverk sitt
skrái sig sem fyrst í af-
greiðslu Gjábakka, síma
554-3400.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 glerskurður,
myndlist og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi,
kl. 11 boccia, kl. 13
handmennt og keramik,
kl. 14 félagsvist.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Spilað í kvöld kl.
19. Allir eldri borgarar
velkomnir.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.20 í Digra-
neskirkju.
Félag ábyrgra feðra
heldur fund í Shell-
húsinu, Skerjafirði, á
miðvikudögum kl. 20,
svarað í síma 552 6644 á
fundartíma.
Eineltissamtökin halda
fundi á Túngötu 7, á
þriðjudögum kl. 20.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Kl. 20 í kvöld bingó.
Hana-nú Kópavogi.
Fundur í Hláturklúbbi
Hana-nú í félagsheim-
ilinu Gullsmára, Gull-
smára 13, kl. 20 í kvöld.
Síðasti fundur að sinni.
Allir velkomnir.
Bandalag kvenna í
Reykjavík, vorfundur
verður haldinn miðviku-
daginn 9. maí á Hall-
veigarstöðum og hefst
kl. 20. Gestur fundarins
verður Ellen Ingvadótt-
ir sem segir frá ferð
sinni með víkingaskipi á
síðasta ári. Kaffiveit-
ingar.
Íslenska bútasaums-
félagið. Sýning á búta-
saumsteppum félags-
manna vikuna 5.–13.
maí í Ráðhúsi Reykja-
víkur. Opið kl. 10–19
virka daga og kl. 12–18
um helgar.
Í dag er þriðjudagur 8. maí, 128.
dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Hvern þann sem kannast við mig
fyrir mönnum, mun og ég við kann-
ast fyrir föður mínum á himnum.
(Matt. 10, 32.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
LOKSINS! hugsaði Víkverji þeg-ar hann sá í heilsíðuauglýsingu
í Morgunblaðinu á sunnudag mynd
af karlmanni með bleiupakka í hönd-
um. Víkverji hélt eitt augnablik að
loksins væri rofin sú undarlega ein-
okun, sem konur hafa haft á því að
koma fram í auglýsingum fyrir
bleiur og reyndar flestar aðrar
barnavörur.
Víkverja hefur alltaf fundizt þetta
skrýtið, í ljósi þess að flestir smá-
barnapabbar, sem hann þekkir, taka
sama þátt í bleiuskiptunum og
mömmurnar og hafa jafnmiklar
skoðanir á því hvað séu beztu
bleiurnar. Við nánari skoðun á aug-
lýsingunni kom fram að það var alls
ekki verið að auglýsa bleiur, heldur
var Íslandssími að auglýsa ódýr
GSM-símtöl. Íslandssími fær samt
prik fyrir að sýna á mynd karlmann,
sem kaupir bleiur.
Kannski verður næsta skref að
eitthvert fyrirtæki (líklega samt
ekki bleiuinnflytjendur, ef marka
má reynsluna) birtir mynd af karl-
manni að skipta á barni. Þá fellur
enn eitt kvennavígið (þau eru mörg
fallin, karlavígin) og þokast heldur
áfram í jafnréttisbaráttunni.
x x x
ÞAÐ er óvenjulegt og eftirtektar-vert að olíufélögin hækki ekki
verðið hjá sér öll samtímis og um
sömu upphæð. Víkverji velti fyrir
sér hvort umræðurnar að undan-
förnu um samkeppni, fákeppni, sam-
ráð og álagningu á ýmsum mörkuð-
um hafi þar einhver áhrif. En svo
mikið er víst að það er ánægjulegt
fyrir neytendur að olíufélögin leitist
við að keppa í verði og Víkverji fyllti
að sjálfsögðu á tankinn í gær hjá því
olíufélaganna sem hækkaði ekki.
x x x
VÍKVERJA finnst ekki gaman aðtala við sölumenn, sem hringja
heim til hans á kvöldin, og slítur yf-
irleitt símtalinu um leið og ljóst er
hvert erindi þeirra er. Þegar ókunn-
ugt fólk hringir á kvöldin og spyr
eftir öðrum fjölskyldumeðlimum
spyr Víkverji yfirleitt á móti hvern
hann megi kynna. Þá þætti honum
heiðarlegra að sölufólkið kynnti sig
og erindi sitt strax, í stað þess að
gefa svör á borð við „ööö, ég heiti
Pétur“. Þá gæti Víkverji nefnilega
sparað því ómakið og sagt því strax
að heimilisfólkið hefði ekkert við það
að tala, í stað þess að þurfa að rétta
símann áfram og láta aðra um að
ljúka símtalinu við sölumanninn.
x x x
Í MORGUNBLAÐINU á laugar-dag var lítil frétt um nýja verzlun
Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins
í Spönginni í Grafarvogi. Víkverji
fagnar þeim útlits- og áherzlubreyt-
ingum hjá ÁTVR, sem opnun nýju
búðarinnar er sögð til merkis um.
Að sögn forstjóra stofnunarinnar
er ætlunin að leggja meiri áherzlu á
sölu léttvíns en sterkra drykkja og
er það vel, enda til þess fallið að
bæta vínmenningu landans.
Auðvitað væri bezt ef hér væri
ekki ríkiseinokun á sölu víns og
hægt að kaupa það í huggulegum
sérverzlunum. En á meðan við búum
við núverandi ástand í áfengismál-
um ber að fagna svona breytingum í
Ríkinu.
ÞAÐ sem mér datt fyrst í
hug eftir að hafa lesið grein
Helga Hjörvar í Morgun-
blaðinu sunnudaginn 6. maí
sl. er eftirfarandi: Margur
heldur mig sig.
Það er alveg ótrúlegt að
lesa svona grein eftir mann
sem kominn er til vegs og
virðingar innan borgar-
kerfisins í Reykjavík. Hann
virðist gera ráð fyrir því að
lesendur, „kjósendur“, séu
bjánar. Ef það væri satt
sem hann sagði um valda-
græðgi Davíðs/Sjálfstæðis-
flokksins þá virðist hann
hafa gleymt að hann sjálfur
situr nú í borgarstjórn og
er sem slíkur búinn að sölsa
undir sig allmikil völd. Sit-
ur í stjórnum og nefndum
borgarinnar út um allt. Ég
hélt að stjórnmál gengju út
á að hafa áhrif, ekki að af-
sala sér áhrifum til póli-
tískra andstæðinga sinna.
Þeir kosnu fulltrúar sem
komast til áhrifa verða síð-
an að sækja sitt umboð til
kjósenda sem er sá aðili
sem kveður upp úr um
ágæti starfans. Ég held að
stærsta vandamál þjóðar
okkar sé að „pólitíkusum“,
og þar er enginn flokkur
undanskilinn, er ekki nógu
tamt að líta í eigin barm.
Þeim gengur betur að sjá
flísina í auga náungans en
bjálkann í eigin.
En í alvöru talað, Helgi,
reyndu nú að fullorðnast og
vera málefnalegur í gagn-
rýni þinni. Ekki vera
svekktur yfir því að Sjálf-
stæðisflokkurinn á öflugan
leiðtoga en aðrir flokkar
ekki.
Páll,
280149-3659.
Valdapólitík
ALDREI hélt ég að ég
myndi koma Davíð Odds-
syni til varnar, enda er það
ekki ætlunin hér. Ég get
hreinlega ekki orða bundist
yfir heimsku og algeru
þekkingarleysi Helga
Hjörvar á helstu kommún-
istaleiðtogum heimsins (t.d.
Maó, Stalín, Tító, Kastró...)
þegar hann segir; „Davíð er
auðvitað fyrst og fremst
klassískur kommúnistaleið-
togi. Hans pólitík hefur öll
gengið út á það að tryggja
alræði flokksins á sem
flestum sviðum samfélags-
ins og beitt til þess í raun
og veru öllum ráðum. Það
er tiltölulega nakin valda-
pólitík.“ (Mbl. 6/5 2001). Ég
undrast það að H. Hjörvar
er titlaður „forseti borgar-
stjórnar“ og hugsa með
sjálfri mér að úrvalið þar
hljóti að vera afar rýrt!
Anna Benkovic,
Danmörku.
Mitt í öllu góðærinu
ríkir mikil fátækt
á Íslandi
MITT í öllu góðærinu ríkir
hér bullandi verðbólga sem
ekki sér fyrir endann á. En
ekkert bólar á leiðrétting-
um til öryrkja. Öryrkjar
eru máske einhver af-
gangshópur í þjóðfélaginu,
eins og einhver góður mað-
ur hafði á orði. Það þarf all-
verulega að stokka upp í
kjörum öryrkja. Ef það á að
ríkja friður í þjóðfélaginu
verður að leiðrétta hjá
þeim sem verst eru settir í
þessu þjóðfélagi. Það er
ekki sniðugt að öryrkjar
þurfi að fara í mál við
Tryggingastofnun til að ná
því sem þeim ber. Það
þurfti ekki málaferli fyrir
þá sem betur mega sín í
þessu þjóðfélagi til að þeir
nái fram betri kjörum. Bilið
milli ríkra og snauðra hefur
aldrei verið meira í öllu
góðærinu sem forsætisráð-
herrann státar svo mikið af.
Ef þjóðarkökunni væri
skipt jafnt þyrfti ekki kirkj-
an og aðrar hjálparstofnan-
ir að taka á þessum málum
sem ríkisstjórnin ætti al-
farið að leysa úr. Það er
ekki nóg að vera forsætis-
ráðherra í 10 ár og búa
þannig að þegnum sínum
að þeir þurfi að leita til
kirkjunnar eða annarra
hjálparstofnanna. Nýi heil-
brigðisráðherrann þarf að
fara að taka á hlutunum án
afskipta forsætisráðherra.
Öryrki.
Frábærir Simon og
Garfunkel-tónleikar
HELGA hafði samband við
Velvakanda og vildi hún
koma á framfæri ánægju
sinni og þakklæti fyrir frá-
bæra „Simon og Garfunk-
el“-tónleika sem þeir fé-
lagaranir, Stefán Hilm-
arsson og Eyjólfur Krist-
jánsson, héldu sl. laugar-
dagskvöld í Borgarleik-
húsinu.
Sagði hún að þar hefði
verið valinn maður í hverju
rúmi, lagavalið gott, tón-
listin vel flutt og þeir félag-
ar afslappaðir og með húm-
orinn í lagi. Vill hún fá
meira af svona skemmtileg-
um uppákomum í skemmt-
analífi borgarinnar.
Hækkun á hárlakki
ELLA vill spyrja söluaðila
El Vital-varanna hvernig
stendur á að hárlakkbrúsi
af þeirri tegund hefur ný-
lega hækkað um 200 kr.
stykkið.
Dýrahald
Högni fæst gefins
NÍU vikna grábröndóttur
kassavanur högni fæst gef-
ins á gott heimili. Upplýs-
ingar í síma 586-1467.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Margur held-
ur mig sig
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 ískyggileg, 8 blístur, 9
bölva, 10 veiðarfæri, 11
sanna, 13 rík, 15 röska,
18 líffæri, 21 leyfi, 22
stólpi, 23 daufa ljósið, 24
einber.
LÓÐRÉTT:
2 kátt, 3 brynna, 4
kroppa, 5 kvenkynfrum-
an, 6 mjög, 7 skrökvaði,
12 verkur, 14 dvelst, 15
upphá krukka, 16
drykkjuskapur, 17
frægðarverk, 18 smá, 19
gömlu, 20 heimili.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 lynda, 4 herra, 7 útför, 8 landi, 9 afl, 11 tían, 13
amla, 14 álfar, 15 grær, 17 græt, 20 ask, 22 tusku, 23 ást-
in, 24 neita, 25 asnar.
Lóðrétt: 1 ljúft, 2 nefna, 3 aðra, 4 holl, 5 rónum, 6 aðila,
10 fífls, 12 nár, 13 arg, 15 gætin, 16 ærsli, 18 rótin, 19
tínir, 20 ausa, 21 kála.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16