Morgunblaðið - 08.05.2001, Page 76

Morgunblaðið - 08.05.2001, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. tækjum þjónustu. Árni Björn Árna- son, slippstjóri hjá Stáltaki hf., sagði að verkfallið hefði slæm áhrif fyrir skipasmíðaiðnaðinn. Verkfallið skapaði óvissu og drægi úr tekjum útvegsins sem aftur leiddi til þess að útgerðarfyrirtæki breyttu áætlun- um um viðgerðir. Fyrirtæki frest- uðu viðgerðum vegna þess að þau teldu sig ekki hafa efni á þeim. Hjörleifur Jakobsson, fram- kvæmdastjóri Hampiðjunnar, sagði að verkfallið hefði áhrif á sölu á veið- arfærum. Verkfallið hefði haft þau áhrif að dregið hefði úr sölu á hrá- efni til netaverkstæða víða um land og afhending á flottrollum, t.d. til skipa sem sæktu í úthafskarfann, frestaðist. Lítil viðskipti eru með skipaolíu í verkfallinu. Flotinn notar um 300 milljónir lítra af olíu á ári og má gera ráð fyrir að hann sé að borga u.þ.b. 9 milljarða á ári fyrir olíuna miðað við núverandi verð hennar. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sagði erfitt að segja um hvort verkfallið yrði til þess að flotinn notaði minna af olíu í ár en hann hefði annars gert. Hann sagði ljóst að þó að útgerðin myndi væntanlega reyna að sækja þær veiðiheimildir sem eftir væri að veiða þegar verkfallið leystist væri ljóst að ekki myndi allur afli nást. Verkfallið gæti t.d. haft þau áhrif að sóknin yrði dýrari. Úthafsveiðiflotinn þyrfti t.d. hugsanlega að hafa meira fyrir því að veiða karfann á Reykjaneshrygg ef ekki væri hægt að sækja hann á besta tímanum. Netavertíðin væri einnig búin og þess vegna gæti orðið dýrara að sækja afla sem annars hefði verið veiddur með ódýrari hætti. Enginn árangur varð á tæplega 5 klst. löngum sáttafundi í sjómanna- deilunni í gær og hefur nýr fundur hefur ekki verið boðaður. SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIN hafa sagt upp u.þ.b. 660 fiskverkamönn- um vegna verkfalls sjómanna, sem nú hefur staðið í fimm vikur. Gunnar Sig- urðsson, skrifstofustjóri hjá Vinnumálastofnun, segir að nokkur fyrirtæki á Suðurnesjum, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra hafi verið að segja upp fiskverkafólki síðustu daga. Hann segir að upplýsingar séu að berast til stofn- unarinnar þessa dagana og talan kunni því að hækka. 660 eru á atvinnuleysis- bótum vegna verkfalls Verkfall sjómanna hefur víðtæk áhrif á fólk og fyrirtæki Alls starfa um 6.000 manns í fisk- vinnslunni. Starfsgreinasambandið mæltist til þess að fyrirtæki segðu fiskverkafólki ekki upp störfum í verkfalli sjómanna en nýttu sér ákvæði laga sem veitir fyrirtækjun- um heimild til að fá greiddar at- vinnuleysisbætur gegn því að segja fólki ekki upp. Starfsfólk á kaup- tryggingu fær því dagvinnulaun sem eru almennt 20-30 þúsund krónum hærri en atvinnuleysisbætur. Áður en verkfallið hófst áætluðu starfsmenn Atvinnuleysistrygginga- sjóðs að mánaðarlangt verkfall myndi kosta sjóðinn 450 milljónir. Verkfallið hefur víðtæk áhrif á fyrirtæki sem selja útgerðarfyrir- SUMIR fuglaáhugamenn eru ekki háir í loftinu, eins og þessi mynd sýnir, en hún var tekin við Ástjörn við Hafnarfjörð á sunnu- dag. Þá var hinn árlegi flórgoða- dagur haldinn í 9. sinn. Dreng- urinn með kíkinn er Ragnar Jón Ragnarsson, 8 ára, en bróðir hans, Styrmir, 5 ára, brosir til ljósmyndarans, enda er flórgoð- inn víst uppáhaldsfugl hans. Einnig sést í Ásgerði Guðjóns- dóttur 8 ára, en af Bergdísi Jónu Viðarsdóttur 7 ára sést ekki nema hetta regnúlpunnar. Þau eru öll úr Reykjavík og hafa aldr- ei séð flórgoða, nema þá á ljós- mynd. Þau sögðust ekki vita mik- ið um fuglinn annað en að hann væri með rauð augu. Þau voru ánægð með daginn, en sögðu að veðrið hefði mátt vera betra til fuglaskoðunar. Brosað í rigningunni Morgunblaðið/Sigurður Ægisson  Óttast fækkun flórgoða/20 MIKILL verðmunur reyndist á verði íslenskra sveppa og agúrkna þegar verðkönnun var gerð í 11 matvöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu í gær. Á hinn bóginn hefur verð á tóm- ötum hækkað töluvert frá því síðasta könnun var gerð 9. apríl síðastliðinn og dregið hefur úr verðmun á grænni papriku síðan þá. Verð á tóm- ötum hefur hækkað  Allt að 347%/30 FJÖGUR verðmæt listaverk í eigu Listasafns Íslands eftir fjóra af helstu listamönnum þjóðarinn- ar eru glötuð, en verkin voru í gámi sem fór í sjóinn af skipi á siglingu frá Ameríku til Íslands í fyrrinótt. Verkin eru eftir Jó- hannes S. Kjarval, Þorvald Skúla- son, Ásgrím Jónsson og Jóhannes Jóhannesson. Ólafur Kvaran safnstjóri Lista- safns Íslands staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, en utanríkisráðuneytið færði honum þessar fregnir í gær. Verkin höfðu verið lánuð í ræðismannsbústað Svavars Gestssonar í Winnipeg í Kanada, en að sögn Ólafs lánar Listasafnið verk í sendiherrabústaði Íslands. Ólafur sagði að það væri venja og eðlilegur framgangsmáti að listaverkin væru send aftur til Ís- lands þegar starfstíma sendiherra lýkur. Í gáminum voru einnig eig- ur Svavars, sem tekur við sendi- herrastarfi í Stokkhólmi í sumar. Tjónið hleypur á milljónum „Þetta er gífurlegur missir fyrir Listasafnið. Þessi verk hafa oft verið sýnd í safninu. Þau eru mik- ilvæg verk í listferli þessara lista- manna,“ sagði Ólafur. Aðspurður sagði hann að fjár- hagslegt verðmæti verkanna hlypi á milljónum króna en enn sem komið væri hefði ekki gefist tóm til að fara nákvæmlega yfir það. Að sögn Ólafs er verkin ekki meðal allra þekktustu málverka listamannanna en þó væri um að ræða mjög mikilvægar myndir á ferli þeirra og mikilvægar myndir fyrir Listasafnið. „Þetta eru verk sem eru dæmigerð fyrir þessa listamenn,“ sagði hann. Fjögur verk þjóðkunnra listamanna glötuð í gámi sem fór í sjóinn „Gífurlegur missir fyrir Listasafnið“ SAMKEPPNISSTOFNUN hefst þegar handa um rannsókn á ein- stökum smásölufyrirtækjum á mat- vörumarkaði í kjölfar skýrslu sem stofnunin vann fyrir viðskiptaráð- herra um verðlagsþróun í smásölu árin 1996 til 2000. Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs stofnunar- innar, segir verkið að hefjast. Ekki er unnt að segja hversu langan tíma verkið tekur þar sem óljóst er hversu viðamikið það verður að sögn Guðmundar. Hann segir fjölmargar athugasemdir hafa borist vegna álagningar í smásölu og því sé ekki vitað nú þegar verkið er að hefjast hversu umfangsmikið það verður. Rannsókn Samkeppn- isstofnunar að hefjast Fjölda- slagsmál í Kringlunni ÖRYGGISVÖRÐUR Í Kringlunni tilkynnti um fjöldaslagsmál í göngu- götunni í Kringlunni á móts við veit- ingastaðinn Hard Rock til lögregl- unnar í Reykjavík um klukkan hálfþrjú í gær. Slagsmálunum linnti áður en lög- regla kom á staðinn en öryggisverðir höfðu tekið einn mann höndum. Þrír menn um tvítugt voru fluttir á lög- reglustöðina en þeim var sleppt eftir yfirheyrslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.