Morgunblaðið - 11.05.2001, Síða 2
KR-ingum spáð
Íslandsmeistaratitli/C1
Jóhann Ingi formaður
landsliðsnefndar/C1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Morgun-
blaðinu í dag
fylgir blað frá
Speedo, „Sund
og sumarfrí“.
Á FÖSTUDÖGUM
Morgunblaðið/Jim Smart
Reynir Tómas Geirsson yfirlæknir tilbúinn með skærin til að klippa á
„naflastrenginn“ en að baki honum eru Arnar Hauksson yfirlæknir og
yfirljósmæðurnar, Sigríður Sía Jónsdóttir og Margrét Hallgrímsson.
MIÐSTÖÐ mæðraverndar var
formlega tekin í notkun í húsnæði
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur
við Barónsstíg í gær. Miðstöðin varð
til með sameiningu mæðradeilda
Kvennadeildar Landspítala – há-
skólasjúkrahúss og Heilsuverndar-
stöðvarinnar í eina samhæfða deild,
sem ákveðin var með undirritun
samnings milli þessara aðila í júní
1999. Opnunarathöfnin hófst með því
að forráðamenn deildanna klipptu á
„naflastreng“ sem strengdur hafði
verið frá anddyri Kvennadeildar
Landspítalans að styttu af móður og
barni sem stendur fyrir framan
deildina. Þaðan gekk starfsfólk mið-
stöðvarinnar með strenginn undir
höndum að Heilsuverndarstöðinni
við Barónsstíg 47 þar sem fram fór
stutt dagskrá í tilefni dagsins og
gestir gátu skoðað húsakynni Mið-
stöðvar mæðraverndar.
Að sögn Guðmundar Einarssonar,
forstjóra Heilsugæslunnar í Reykja-
vík, eru þetta merk tímamót í sögu
mæðraverndar á Íslandi og sam-
starfs heilsugæslunnar og Landspít-
alans. Búið sé að stíga stórt skref í að
eyða landamærum sem oft vilja
myndast á milli stofnana. Vonast
hann til að miðstöðin verði vísir að
frekara samstarfi þessara heilbrigð-
isstofnana í framtíðinni þannig að
þjónusta þeirra verði enn betri. Við-
ræður í þá veru standi yfir.
„Með sameiningunni var komið
upp sameiginlegu fagráði um þessa
mæðravernd. Þar með er treyst
rækilega í sessi þetta nána samstarf
og ég verð að segja að það gengur
ákaflega vel. Það er nauðsynlegt að
hafa samstarf þessara fagaðila náið
þannig að sérþekking beggja nýtist
sem best,“ segir Guðmundur.
Guðmundur segir að sameining
mæðradeildanna hafi átt að gerast
hraðar. Lengri tíma hafi tekið að
breyta húsnæðinu við Barónsstíg en
áætlanir gerðu ráð fyrir.
Ný miðstöð
mæðraverndar
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÆSTIRÉTTUR hefur gert útgerð-
arfélaginu Þormóði ramma-Sæbergi
að greiða sjómanni rúmar 230 þúsund
krónur auk dráttarvaxta frá árinu
1995 vegna uppgjörs á aflahlut í
rækjuveiðum á árunum 1995–1996.
Ágreiningur var á milli útgerðar-
félagsins og sjómanna um útreikning
aflaverðmætis og úrskurðaði Félags-
dómur m.a. 1997 að útgerðin hefði
brotið kjarasamninga á sjómönnum
með svonefndum „tonn á móti tonni“-
viðskiptum.
Sjómaðurinn, sem rak málið fyrir
Hæstarétti, var skipverji á rækjutog-
aranum Baldri EA, sem nú heitir
Hvannaberg ÓF. Skipið var í eigu út-
gerðarfélagsins Sæbergs sem síðar
sameinaðist Þormóði ramma. Deilan
snýst um útreikning á aflahlut sjó-
mannsins á tímabilinu 18. júlí 1995 til
21. mars 1996.
Ágreiningur stóð um útreikning
aflaverðmætis þess hluta rækjunnar,
sem fór í frekari vinnslu sem iðnaðar-
rækja. Fyrir iðnaðarrækjuna fékk út-
gerðarfyrirtækið 115.000 krónur í
peningum fyrir hvert tonn ásamt
hálfu tonni af aflamarki í rækju, sem
fyrirtækið skuldbatt sig til að landa
hjá kaupandanum á móti jafnmiklu af
eigin aflamarki. Var um svokölluð
„tonn á móti tonni“-viðskipti að ræða.
Uppgjör sitt við sjómenn miðaði fyr-
irtækið aðeins við peningagreiðslurn-
ar en tók ekkert tillit til aflamarksins.
Með dómi Félagsdóms í mars 1997
var kveðið á um það, að útgerðarfyr-
irtækið hefði brotið kjarasamning að-
ila með því að taka ekki tillit til verð-
mætis móttekins aflamarks fyrir
seldan afla við tilgreiningu heildar-
skiptaverðmætis. Í kjölfarið greiddi
fyrirtækið sjómanninum 208.311
krónur til viðbótar þeirri fjárhæð,
sem hann hafði áður fengið. Var
skiptaverðið miðað við meðalverð
frosinnar rækju á þeim tíma, sem
henni var landað, samkvæmt niður-
stöðu úrskurðarnefndar sjómanna og
útvegsmanna, og reiknaður mismun-
ur þess verðs og þeirrar peninga-
greiðslu, sem fyrirtækið fékk fyrir
landaðan afla.
20 önnur sambærileg mál
Sjómaðurinn taldi hins vegar að
miða bæri skiptaverðmætið við mark-
aðsverð móttekins aflamarks, auk
beinnar peningagreiðslu. Fram kem-
ur í Hæstarétti að málið hafi verið
þingfest 1997 ásamt tuttugu öðrum
sambærilegum málum. Tvö málanna
voru tekin út úr og rekin í héraði og
fyrir Hæstarétti meðan önnur mál
biðu í óákveðnum fresti.
Í dómum Hæstaréttar 1999 í fram-
angreindum tveimur málum var tekið
fram, að útgerðarmaður skyldi
tryggja skipverjum hæsta gangverð
fyrir fiskinn samkvæmt kjarasamn-
ingi aðila. Ekki lægi fyrir, að unnt
hefði verið að fá hærra verð fyrir hinn
umdeilda hluta aflans en það meðal-
verð, sem Þormóður rammi-Sæberg
byggði endanlegt uppgjör sitt við
stefnda á, og var fyrirtækið sýknað af
kröfum sjómanns.
Að gengnum framangreindum
dómum Hæstaréttar fór sjómaðurinn
í þessu máli fram á frest til að fá dóm-
kvadda sérfróða matsmenn til að
meta hvort unnt hefði verið að fá
hærra verð fyrir hinn umdeilda afla. Í
dómi Hæstaréttar kemur fram að
samkvæmt niðurstöðu matsgerðar
hafi gangverð verið mun hærra en
meðalverð það sem Þormóður
rammi-Sæberg notaði við endanlegt
uppgjör sitt við sjómanninn og taldi
Hæstiréttur það vera andstætt kjara-
samningi að miða við það, enda skyldi
útgerðarmaður tryggja skipverjum
hæsta gangverð fyrir fiskinn. Talið
var að fyrirtækið hefði ekki sýnt fram
á hvaða verð fékkst raunverulega fyr-
ir aflamarkið og ekki leitt líkur að því,
að það hefði verið lægra en kveðið var
á um í matsgerðinni. Var því fallist á
kröfur sjómannsins.
Gert að miða aflaverð-
mæti við markaðsverð
Morgunblaðið/Kristján
Sigurður Skúlason og Guðni Þorsteinn Arnþórsson voru að vonum ánægðir með smíðina.
STARFSMENN Skógræktar rík-
isins í Vaglaskógi smíðuðu í vetur
fimm borð með bekkjum úr ís-
lensku lerki. Sigurður Skúlason
skógarvörður sagði að starfs-
menn hefðu tekið efniviðinn með
sér heim eftir að þeir unnu við
grisjun í Ásbyrgi síðasta haust.
Lerkið var gróðursett í Ásbyrgi á
árunum 1951 til 1954 og var um 8
metra hátt þegar það var fellt á
liðnu hausti.
Borðunum fimm verður komið
fyrir á vinsælum gönguleiðum í
Vaglaskógi fyrir sumarið og geta
gestir skógarins notið þess að
hvíla lúin bein og snæða nesti sitt
við hin íslensku lerkiborð.
Sigurður sagði að tilgangurinn
með smíðinni væri meðal annars
að sýna hvernig hægt væri að
nýta efniviðinn sem fæst úr lerki-
trjánum.
Borð úr
hálfrar ald-
ar gömlu
lerki
Rannsókn
lokið á
lyfjastuldi
LÖGREGLAN á Akureyri lauk í gær
rannsókn á þjófnaði á lyfjum úr læst-
um hirslum á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri. Málsgögn verða nú send
sýslumanni sem tekur ákvörðun um
hvort ákært verði í málinu.
Lyfin sem var stolið voru sterk eft-
irlitsskyld lyf en í þann flokk falla m.a.
sterk verkjalyf. Lyfjunum var stolið
úr læstum skápum en engin merki
voru um innbrot og því var talið
öruggt að skáparnir hefðu verið opn-
aðir með lykli.
3,5 milljóna sekt
fyrir skattsvik
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær tæplega fimmtugan
mann í tveggja mánaða skilorðsbund-
ið fangelsi og til að greiða 3,5 milljónir
í sekt til ríkissjóðs en maðurinn hélt
hvorki bókhald vegna starfsemi fyr-
irtækis síns né greiddi hann rúmlega
1,7 milljónir í virðisaukaskatt eins og
honum var skylt. Greiði maðurinn
ekki sektina innan fjögurra vikna
verður hann að sitja tvo mánuði í
fangelsi. Haldi maðurinn skilorð fell-
ur refsingin niður eftir tvö ár.
Maðurinn var einnig sakfelldur fyr-
ir að halda ekki bókhald, varðveita
ekki bókhaldsgögn og semja ekki árs-
reikninga. Maðurinn játaði á sig
ákæruatriðin en brotin voru framin á
árunum 1995–1997.
Í dóminum kemur fram að árið
1998 var maðurinn dæmdur til að
greiða fimm milljónir í sekt vegna
brota á lögum um virðisaukaskatt og
lögum um tekju- og eignaskatt. Þá
var hann dæmdur í þriggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi til tveggja
ára. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari
kvað upp dóminn.