Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 12

Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ósanngjörn gagnrýni og ekki málefnaleg á markaðnum til þess að kanna breytingar á heildsöluverði sömu vörutegunda og Hagstofan miðar við til að mæla breytingar á smásölu- verði. Þetta gat stofnunin gert a.m.k. á tvennan hátt. Annaðhvort með því að snúa sér til matvöruverslana eða með því að afla gagna hjá birgjum matvöruverslananna (heildsala og ís- lenskra framleiðenda). Afla þurfti gagna allt frá upphafi ársins 1996 annars vegar og lokum ársins 2000 hins vegar. Að fenginni reynslu og vegna þess að margar verslanir hafa skipt um eigendur á því tímabili sem könnun Samkeppnisstofnunar tekur til (meðal annars með yfirtöku eða samruna) taldi stofnunin vænlegra til árangurs að afla nauðsynlegra gagna hjá birgjunum. Unnið var úr tölulegum upplýsingum um heild- söluverð á sama hátt og Hagstofa Ís- lands vinnur úr tölulegum upplýsing- um um smásöluverð. Mismunur á þróun smásöluverðs og þróun heild- söluverðs gaf síðan tilefni til álykt- ana um almenna þróun smásölu- álagningar á einstökum vöruflokkum. Samkeppnisstofnun hafnar því að framanritað beri vott um slæleg vinnubrögð. Stofnunin telur þvert á móti að aflað hafi verið upplýsinga þar sem vænta mátti að þær væru hvað nákvæmastar. Samkeppnis- stofnun telur reyndar að það hefði reynst illmögulegt að afla nauðsyn- legra gagna um þróun heildsöluverðs á annan skilvirkan hátt en gert var.“ Það sem ekki er í skýrslunni „Talsmenn Baugs og fleiri hafa gagnrýnt að skýrsla Samkeppnis- stofnunar tíundar ekki kostnaðar- breytingar matvöruverslunarinnar sem leitt hafa til hækkunar á smá- söluálagningu. Ennfremur er gagn- rýnt að ekki hafi verið fjallað um af- komu matvöruverslana. Skýrslan er og gagnrýnd fyrir fleiri atriði sem ekki er fjallað um í henni. Eins og titill skýrslunnar ber með sér fjallar hún um verðlagsþróun á matvörumarkaðnum á tilteknu tíma- MORGUNBLAÐINU hefur borist greinargerð frá Samkeppnisstofnun þar sem gerðar eru athugasemdir við gagnrýni sem sett hefur verið fram á skýrslu stofnunarinnar um matvöru- markaðinn. Stofnunin vísar því á bug að vinnubrögð hennar hafi verið slæ- leg við gerð skýrslunnar og segir það ósanngjarnt og ómálefnalegt að gagnrýna skýrsluna fyrir að fjalla ekki um atriði sem henni var aldrei ætlað að fjalla um. Greinargerðin er eftirfarandi og eru millifyrirsagnir Morgunblaðsins: „Vegna ummæla fyrirsvarsmanna Baugs hf. um verklag og vinnubrögð Samkeppnisstofnunar við gerð skýrslunnar Matvörumarkaðurinn, verðlagsþróun í smásölu 1996 til 2000 telur stofnunin nauðsynlegt að gera nokkrar athugasemdir. Ennfremur þykir þörf á að fjalla um athuga- semdir forstjóra Baugs hf. og ann- arra kaupmanna um verðþróun á til- teknum matvörum.“ Vænlegra að afla nauðsynlegra gagna frá birgjum „Talsmenn Baugs hf. hafa gagn- rýnt að Samkeppnisstofnun hafi ekki leitað til fyrirtækisins eftir upplýs- ingum um verð þegar skýrsla stofn- unarinnar var unnin. Í skýrslunni kemur fram að við at- hugun á þróun smásöluverðs notað- ist Samkeppnisstofnun við verðvísi- tölu einstakra vöruflokka í vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar út í hverjum mánuði. Vísitöl- urnar byggjast á mánaðarlegri könn- un smásöluverðs, þ.m.t. á mat- og drykkjarvörum. Eru þær að mati Samkeppnisstofnunar besti og í reynd eini óyggjandi mælikvarðinn á þróun smásöluverðs, t.d. í matvöru- verslunum, þar eð þær mæla með- albreytinguna á verði þeirra vara sem mest er selt af í hverjum vöru- flokki fyrir sig. Þróun heildsöluverðs er ekki mæld hér á landi á reglubundinn og skipulegan hátt eins og þróun smá- söluverðs. Þess vegna þurfti Sam- keppnisstofnun að leita til fyrirtækja bili. Skýrslan fjallar einnig um sam- keppnisaðstæður á markaðnum og þau atriði í viðskiptaháttum sem áhrif kunna að hafa haft á þróun verðlags. Í inngangi skýrslunnar er greint frá því að þetta séu viðfangs- efni hennar. Þó að það sé fróðlegt að kanna og fjalla um alla þá þætti sem gagnrýnendur hafa bent á var það ekki viðfangsefni skýrslu Samkeppn- isstofnunar. Það er því að mati stofn- unarinnar ósanngjarnt og ekki mál- efnalegt að gagnrýna skýrslu hennar fyrir að fjalla ekki um atriði sem henni var aldrei ætlað að fjalla um.“ Miðað við útreikninga Hagstof- unnar á hækkun lambakjöts „Í fjölmiðlum í dag [Mbl. í gær – innsk. blaðsins] eru m.a. tekin dæmi um verðþróun á lambakjöti í samtöl- um við fyrirsvarsmenn matvöru- verslana. Þar er því haldið fram að lambakjöt hafi ekki hækkað í smá- sölu um 30–35% eins og fram kemur í skýrslu Samkeppnisstofnunar held- ur hafi verð hækkað mun minna. Eins og áður er vikið að miðaði Samkeppnisstofnun breytingar á smásöluverði við breytingar þess eins og þær mælast í vísitölu neyslu- verðs. Hvað lambakjöt áhrærir mæl- ir vísitalan vegnar verðbreytingar á ýmsum hlutum lambakjöts í smá- söluverslunum. Frá janúar 1996 til desember 2000 mældist meðalbreyt- ingin á verði lambakjöts í matvöru- verslunum samkvæmt útreikningum Hagstofunnar 32–33%. Á sama tíma var meðalverðhækkun á lambakjöti frá kjötvinnslustöðvum um 13–15% eins og reyndar er staðfest í áður- nefndri umfjöllun í fjölmiðlum í dag [gær]. Þess ber að gæta að upplýs- ingar um verðbreytingar sem birtar eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar miðast við breytingar á meðalverði en ekki verðbreytingar hjá ein- stökum fyrirtækjum. Þar af leiðandi geta einstök fyrirtæki væntanlega fundið dæmi um minni verðbreyting- ar en nefndar eru í skýrslu Sam- keppnisstofnunar og dæmi um meiri verðbreytingar.“ HAUKUR Kristjáns- son, bæklunarlæknir í Reykjavík og fyrrver- andi yfirlæknir slysa- deildar Borgarspítala, andaðist á Droplaugar- stöðum þriðjudaginn 8. maí. Hann var 87 ára. Haukur fæddist 3. september 1913 á Hreðavatni í Norður- árdalshreppi. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1936, lauk kandídatsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands 1943 og fékk sérfræðings- leyfi í bæklunarlækningum 1948. Haukur stundaði framhaldsnám í bæklunarlækningum í Bandaríkjun- um og var aðstoðarlæknir á bækl- unardeild Massachusetts General Hospital í Boston árið 1946. Hann sneri aftur til Íslands árið 1948 og starfaði m.a. sem læknir við amer- íska sjúkrahúsið á Keflavíkurflug- velli um árs skeið og sem sjúkrahús- læknir á Akranesi. Haukur var yfir- læknir á Slysavarðstofu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og síðar yfirlæknir slysadeildar Borgarspítalans frá 1955 til 1984. Haukur var meðlim- ur í Alþjóðasambandi slysa- og bæklunar- lækna frá 1957 og sat mörg þing sam- bandsins. Hann heim- sótti jafnframt allmarg- ar sjúkrastofnanir í Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, einkum með tilliti til slysameðferðar. Hann varð dósent við Háskóla Íslands 1959 til 1979 og prófessor frá árinu 1979 til 1984. Haukur lagði stund á ritstörf og skrifaði greinar í Læknablaðið og önnur innlend tímarit. Eftirlifandi eiginkona Hauks er Svandís Matthíasdóttir og eignuðust þau þrjú börn. Andlát HAUKUR KRISTJÁNSSON HÁSKÓLI Íslands og Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) hafa gert með sér samning sem gildir til fimm ára um samstarf við kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísind- um. Í samningnum er skilgreind samvinna og hlutverk hvors aðila í formlegu samstarfi stofnananna. Mun samningurinn hafa í för með sér miklar breytingar á stjórnun og skipulagi varðandi fræðslu og þjálf- un háskólamenntaðra heilbrigðis- stétta. Skýrara fyrirkomulagi verð- ur komið á um samstarf LSH og Háskólans við rannsóknir og kennslu á heilsbrigðissviði, að sögn forsvarsmanna LSH. Tímamótasamningur Björn Bjarnason menntamála- ráðherra, Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra, Magnús Péturs- son, forstjóri LSH, og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu samninginn að við- stöddum fjölda starfsmanna og gesta í lok ársfundar Landspítalans í gær. Við það tækifæri lýstu ráðherrar og forsvarsmenn LSH og Háskól- ans honum sem tímamótasamningi sem hefði mikla þýðingu fyrir sam- starf þessara stofnana og uppbygg- ingu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Vísindastarfið yrði best eflt með samvinnu þessara stofnana. Skuldbindandi samningar um starfsmenn og starfsaðstöðu Á grundvelli samningsins verða gerðir skuldbindandi samningar um sameiginlega starfsmenn, starfsaðstöðu og fjármál, auk þess sem verklagsreglur verða settar um einstaka þætti. Samningurinn er fyrsti hluti heildarsamnings um kennslu, rannsóknir og þjálfun í heilbrigðisvísindagreinum sem kenndar eru við Háskóla Íslands og stundaðar á LSH. Er ætlunin að samningagerð verði að fullu lokið fyrir 1. desember næstkomandi. Markmið samningsins er að efla spítalann sem háskólasjúkrahús, þannig að fræðileg og verkleg menntun og kennsla heilbrigðis- stétta á Íslandi verði sambærileg því besta sem gerist á hliðstæðum stofnunum erlendis. Háskólinn og LSH munu fara hvor um sig með málefni sinnar stofnunar en samn- ingsaðilar eru sammála um að semja nánar um sameiginlega ráðn- ingu starfsmanna, sameiginlegan rekstur kennsluhúsnæðis og aðra aðstöðu til kennslu og rannsókna, aðstöðu kennara og stúdenta, sam- eiginleg innkaup á tækjum og gögnum, sameiginleg rannsóknar- verkefni o.fl. Forstjóri LSH velur framvegis sviðsstjóra á sjúkrahúsinu Samningurinn nær til yfirstjórna hvorrar stofnunar og samstarfs- hátta þeirra í milli. Viðurkennt er forræði forstöðumanna fræði- greina, þ.e. kennara í Háskólanum á sinni fræðigrein á sjúkrahúsinu en í samningnum er einnig kveðið á um að framvegis mun forstjóri LSH velja sviðsstjóra á spítalanum og eru þeir ábyrgir gagnvart fram- kvæmdastjórn. Til að undirbúa val- ið skipar forstjóri þriggja manna nefnd til að fjalla um mögulega sviðsstjóra. Háskólinn gerir form- legar akademískar hæfiskröfur til þeirra sem til greina koma í stöður sviðsstjóranna. Er hér um nýmæli að ræða en skv. eldri lögum um Háskólann voru prófessorar við læknadeild jafnframt forstöðumenn einstakra sviða á Landsspítalanum. Fram- vegis munu því sérfræðingar sem gegna embættum við læknadeild Háskólans ekki sjálfkrafa taka við stjórnunarstöðum yfir einstökum sviðum á sjúkrahúsinu. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, segir einn meginkost samn- ingsins þann að í honum sé kveðið með skýrum hætti á um hvernig stjórnunarhlutverkinu skuli háttað og hver stýri einstökum sviðum sjúkrahússins. Allt stjórnunarfyrir- komulag verði skýrara og skipu- lagðara. Þannig muni yfirstjórn spítalans framvegis hafa með hönd- um meiri yfirrráð yfir einstökum sviðum spítalans en verið hefur og í samræmi við nútíma stjórnunar- hætti. „Það hefur verið talað um þetta í áratugi en ég hef alltaf sagt, allt frá fyrsta degi í mínu starfi, að ég gæti ekki stýrt þessari stofnun nema ég fengi að ráða yfir yfirmönnun spít- alans,“ segir hann. Að sögn Magnúsar mun sam- starfssamningurinn einnig skerpa skyldur og samskipti á milli stofn- ananna, og háskólakennurum sköp- uð aðstaða á sjúkrahúsinu á grund- velli mun skýrara fyrirkomulags en verið hefur. Mikil vinna hefur farið fram við undirbúning samstarfssamningsins, en bráðabirgðaákvæði háskólalag- anna frá 1999 gerir ráð fyrir að samkomulag milli þessara stofnana skuli gert innan tveggja ára frá gildistöku laganna. Sett verður á stofn sameiginleg nefnd sem mun móta og fjalla um sameiginlega stefnu LSH og Há- skólans, sameiginlegar stöður og starfsmenn o.fl. Þrír fulltrúar hvors aðila eiga sæti í nefndinni og eru háskólarektor og forstjóri LSH þar í forsæti. Háskóli Íslands og Landspítali – háskólasjúkrahús semja um formlegt samstarf Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmennt var á ársfundi Landspítala – háskólasjúkrahúss í gær. Að fundinum loknum undirrituðu mennta- málaráðherra, heilbrigðisráðherra, rektor Háskóla Íslands og forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss sam- starfssamning milli LSH og Háskóla Íslands. Markmiðið er efling háskóla- sjúkrahúss Samkeppnisstofnun svarar gagnrýni Baugs og fleiri á skýrsluna um matvörumarkaðinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.