Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 15

Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 15 FYRIRHUGUÐ byggð við Vatnsenda var í brennidepli á fjölmennum borgarafundi sem haldinn var í Félags- heimili Kópavogs, Fannborg, í fyrradag. Á fundinum voru kynntar öðru sinni og í breyttri mynd tillögur að að- alskipulagi Kópavogsbæjar 2000–2011. Fjölmargar spurningar vöknuðu á fund- inum, einkum meðal íbúa á Vatnsenda. Meðal þess sem rætt var um var lega Vatns- endavegar með tilliti til um- ferðar, hávaða og mengunar, sérstaða umhverfisins í kring og skilgreining á hugtakinu „sveit í bæ“ auk veðráttunnar á Vatnsendahæð svo eitthvað sé nefnt. Eftir að Ármann Kr. Ólafs- son, formaður skipulags- nefndar, Ólafur Brynjar Hall- dórsson arkitekt og Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri höfðu kynnt efni aðalskipu- lagsins, sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær, gafst fundargestum kostur á að bera fram fyrirspurnir. Þorsteinn Sigmundsson, íbúi við Vatnsenda, spurði hvort gerð hefði verið könnun á því hvort Vatnsendasvæðið væri byggilegt með tilliti til veðráttunnar uppi á heiðinni. Þorsteinn lýsti jafnframt yfir áhyggjum sínum vegna þessa og sagði svæðið á mörkum þess að vera byggilegt og að mikil ábyrgð fylgdi því að ráðast í framkvæmdir þar. Í svari Birgis Sigurðssonar kom fram að tekið hefði verið tillit til snjóalaga en að öðru leyti lægju engar niðurstöður fyrir sem stríddu gegn byggð þar. Rut Kristinsdóttir, íbúi við Vatnsenda, var ánægð með færslu tengibrautar í hverf- inu samkvæmt skipulaginu en lýsti yfir áhyggjum með að Arnarnesvegur, sem fyrir- hugað er að leggja vestan Vatnsendahverfis, skyldi ekki vera inni á vegaáætlun Vega- gerðarinnar til ársins 2004. Taldi hún að með þessu myndi umferðarálag innan hverfisins aukast til muna. Þórarinn Hjaltason bæjar- verkfræðingur taldi að gegn- umumferð um Vatnsenda- hverfi yrði ekki stórvægileg og sá fyrir að sér að Reykja- nesbraut, eins og hún er hugsuð með mislægum gatnamótum, myndi draga verulega úr hættu á slíku auk þess sem hljóðmengun frá umferð yrði innan viðunandi marka. Skipulagið ekki endanlegt Meðal annarra mála sem upp komu á fundinum voru áhyggjur manna af hljóð- mengun frá Breiðholtsbraut, framkvæmd á færslu af- rennslis á svæðinu milli vatns og vegar yfir í ræsi, þéttleiki suðursvæðis og framtíð reið- leiða Vatnsendabyggðar. Meðal þess sem fram kom í máli Birgis var að þéttleiki suðursvæðisins væri ekki á dagskrá og að frekar væri búist við því að þéttasta byggðin yrði á Hörðuvöllum. Að auki sagði hann að áfram yrði gert ráð fyrir hestum og reiðleiðum á svæðinu. Almenn óánægja var einn- ig með skilgreiningu á hug- takinu „sveit í bæ“ og höfðu menn af því áhyggjur að ekki væri tekið nægjanlegt tillit til sérstöðu Vatnsendasvæðis- ins. Að lokum var þeirri hug- mynd varpað fram hvort mögulegt hefði verið að færa veginn vestur fyrir Vatns- endahverfi í stað þess að hann skeri hverfið í miðju eins og nú er. Í svari bæj- arverkfræðings kom fram að slíkt væri tæknilega ómögu- legt, m.a. sökum halla á svæðinu. Sigurður Geirdal bæjar- stjóri ávarpaði fundinn í lokin og lagði áherslu á að tillögur sem borist hefðu yrðu teknar til athugunar. Hann benti á að það væri nýmæli að mál væru rædd á borgarafundi á þessu stigi í meðferð skipu- lagsmála og taldi það til bóta. Að lokum benti hann á að skipulagið væri ekki endan- legt og að síðar í ferlinu gæf- ist fólki kostur á að koma með athugasemdir. Íbúum gafst kostur á að bera fram fyrirspurnir varðandi aðalskipulag Umræðu um Vatns- endahverfi bar hæst Morgunblaðið/Jim Smart Í anddyri félagsheimilisins gafst fólki kostur á að skoða uppdrætti af aðalskipulaginu. Morgunblaðið/Jim Smart Ármann Kr. Ólafsson, formaður skipulagsnefndar, ávarp- ar fundargesti í Félagsheimili Kópavogs á miðvikudag. Kópavogur Í FLATA- og Hofsstaðaskóla stendur nú yfir tveggja vikna tilraun þar sem nemendum tveggja bekkja í skólunum er boðinn heitur matur. For- eldrafélög skólanna standa fyrir tilrauninni en sam- þykkt var að veita 150.000 króna styrk úr bæjarsjóði til verkefnisins. Heitur matur á skólatíma hefur lengi verið á stefnuskrá foreldrafélag- anna og hafa þau kynnt sér ýmsar lausnir í þessum mál- um undanfarið, að sögn Finns Sveinbjörnssonar, gjaldkera foreldrafélags Hofsstaðaskóla. „Með ein- setningu grunnskólanna hef- ur skóladagurinn orðið lengri. Börnin þurfa góða nær- ingu og nestið dugar helst til skammt þegar þau eru í skól- anum allan daginn.“ Hann segir að í vetur og fyrravet- ur hafi, í samstarfi við sam- lokufyrirtæki, verið boðið upp á smárétti og samlokur á meðan verið var að skoða möguleika á heitum mál- tíðum. „Við könnuðum hvort áhugi væri fyrir hendi hjá skólastjórum og bæjaryf- irvöldum og kom í ljós að þau voru mjög jákvæð. Síðan var ákveðið að gera þessa tilraun áður en við færum að taka stórar ákvarðanir,“ segir Finnur. „Ýmsar lausnir koma til greina en við teljum einu raunhæfu lausnina eins og er vera að fá aðkeyptan mat í skólana sem ann- aðhvort kemur á bökkum eða í stórum ílátum sem síð- an er skammtað úr á diska. Við sömdum við tvö fyr- irtæki um kaup á mat í til- rauninni og prófum þannig báða kostina.“ Að tilrauninni lokinni ætla foreldrafélögin að kanna hvernig nemendum líkaði maturinn, hvert viðhorf for- eldra til máltíðanna er og hvort þeir séu reiðubúnir að kaupa slíka bakka. Finnur segist hafa farið í annan skólanna í gær og hafa þá fundist krakkarnir almennt ánægðir með matinn. „Við vonumst til að heitu máltíð- irnar reynist vel en þær hafa gert það í þeim skólum þar sem þær hafa verið í boði. Augljóslega hlýtur góður matur í skólanum að stuðla að aukinni vellíðan nemend- anna.“ Finnur segist ekki geta sagt hvað máltíðirnar komi til með að kosta en segist vita að í þeim skólum sem bjóði upp á máltíðir sé verðið nokkuð misjafnt eftir því hvort máltíðirnar séu nið- urgreiddar af skólanum eða ekki. „Ég hef heyrt dæmi um verð þar sem máltíðirnar eru niðurgreiddar og kostuðu þær þá 170 krónur. Þar sem þær eru ekki niðurgreiddar er verðið um 250 krónur.“ Tilraun með heitar máltíðir í Flata- og Hofsstaðaskóla Morgunblaðið/Jim Smart Þessa vikuna fá krakkarnir í Hofsstaðaskóla smárétti á bökkum í matartímanum, í næstu viku fá þau að prófa mat sem kemur í stórum ílátum og er skammtað á diska í skólanum. Krakk- arnir almennt ánægðir Garðabær ÁFORM eru um að opna veitingastað í Lækjargötu 10, en húsið, sem reist var árið 1877, er eitt elsta íbúðarhús úr hlöðnu grágrýti í borginni. Framkvæmdir vegna fyrir- hugaðs veitingarekstrar eru langt komnar en enn vantar nokkur tilskilin leyfi fyrir rekstrinum. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu gegnum árin, meðal annars var Ísafoldarprent- smiðja þar til húsa frá 1879 og síðar Breiðfjörðsblikks- miðja frá 1902 og verslunin Breiðablik í kjallaranum frá 1904. Að sögn Arnars Sævars- sonar, eins eiganda hússins, verður veitingastaðurinn sem nú á að opna á tveimur efri hæðunum og mun taka um 120 manns í sæti. Í kjall- aranum verður minni staður þar sem fólk mun kaupa tilbúinn mat til að taka með sér heim. Arnar seg- ir að stefnt sé að því að opna staðinn í þessum mánuði en enn vantar nokkur til- skilin leyfi fyrir veit- ingarekstri í húsinu. Nýr veitingastaður í 100 ára gömlu húsi Miðborgin Morgunblaðið/Jim Smart SKRIFSTOFUBYGGING sem verktakafyrirtækið Ís- tak er að reisa á horni Suð- urlandsbrautar og Kringlu- mýrarbrautar er óðum að taka á sig skýrari mynd. Húsið er 4.200 fermetrar að stærð og sex hæða hátt auk þess sem bílageymsla verður í því. Að sögn Gísla Pálssonar verkfræðings er gert ráð fyrir að húsið verði tilbúið til innréttingar í lok júlí. Framkvæmdir hófust í ágúst í fyrra og var nýverið lokið við að steypa upp. Lóðin var áður í eigu Skelj- ungs, sem á bensínstöð þarna hjá. Gísli vill ekki gefa upp kostnaðinn við bygginguna en segir þó að hann sé nokkur hundruð milljónir. Enn er óljóst hvaða fyrir- tæki munu hafa þarna að- setur. Morgunblaðið/Þorkell Nýtt hús tilbúið til innréttingar í júlí Austurbær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.