Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 21 UNGMENNAFÉLAG Íslands stóð fyrir nokkru fyrir námskeiði í Stykk- ishólmi sem nefnist Leiðtogaskólinn. Námskeiðið er einnig í samvinnu við Imrpu Iðntæknistofnunar og Ný- sköpunarsjóð. Leiðtogaskólinn er ætlaður leiðtogum og stjórnendum í félagsstarfi, atvinnulífi og sveitar- stjórnum. Skólinn skiptist í tvo hluta, fyrri hlutann sem fór fram núna og svo síð- ari hlutann sem fer fram í haust. Í fyrri hluta var farið yfir samskipti og framkomu, almannatengsl, sjón- varpsframkomu og fleira. Í seinni hluta verður fjallað m.a. um virkjun fólks, frumkvöðlastarf og stjórnun. Umsjónarmaður skólans er Jó- hann Haukur Björnsson. Það kom fram hjá honum að námskeiðið er haldið á þremur stöðum á landinu, í Mývatnssveit, á Selfossi og í Stykk- ishólmi. Fyrri hluti námskeiðsins stóð yfir í 2 daga og fór námskeiðið fram á Fosshóteli í Stykkishólmi. Fullbókað var á námskeiðið og komu þátttak- endur frá Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þeir eru 30 og koma sem fulltrúar sveitarstjórna, félaga og samtaka. Jóhann segir að leiðtogahlutverkið sé mjög mikilvægt. Fólk fæðist ekki tilbúið í hlutverkið og því er nauðsyn- legt að það fái þjálfun, fræðslu og hvatningu frá þeim leiðbeinendum sem hafa mesta þekkingu og reynslu á því sviði. Þátttakendur fá auðveld en hagnýt verkefni sem þeir eiga að leysa í sumar og gera skil þegar þeir hittast aftur í haust. Kennslan er aðallega í formi fyr- irlestra og eru leiðbeinendur 12 úr ýmsum áttum. Jóhann Haukur er mjög ánægður með hvernig til hefur tekist á námskeiðinu í Stykkishólmi. Þátttakendur náðu mjög vel saman og eftir fyrri daginn voru þeir orðnir eins og ein stór fjölskylda. „Það er greinilegt að þörf er á svona nám- skeiðum,“ sagði Jóhann Haukur. Leiðtoganámskeið Ungmennafélagsins Stykkishólmur ÁSGERÐUR Pálsdóttir frá Geita- skarði var kosin formaður stéttar- félagsins Samstöðu sem nær yfir Húnavatnssýslur en talið var úr póstkosningu á mánudagskvöld. Ás- gerður hlaut 207 atkvæði sem eru 48% greiddra atkvæða. Auk Ásgerðar voru í framboði þau Þröstur Líndal frá Skagaströnd sem hlaut 125 atkvæði og Hólmfríður Bjarnadóttir á Hvammstanga en 94 greiddu henni atkvæði. Þátttakan í kosningunum var 58% og skiluðu 5 auðu. Ásgerður Pálsdóttir tekur form- lega við formannsembættinu af Valdimar Guðmannsyni, marg- reyndum verkalýðsforingja, á aðal- fundi Samstöðu. Ásgerður Pálsdóttir formaður Samstöðu Blönduós GERLAR hafa fundist í neysluvatni Menntaskólans á Egilsstöðum. Gerlafjöldi reyndist yfir leyfilegum mörkum við mælingu og hefur Heil- brigðiseftirlit Austurlands fylgst ná- ið með og tekið ný sýni sem ítreka fyrri niðurstöðu. Um er að ræða hættulausa gerla þó svo að magn þeirra sé óviðunandi. Heilbrigðiseftirlitið hefur tekið sýni úr veitukerfum bæjarins og er það vatn í lagi. Því er talið fullvíst að mengunin sé bundin við skólann, en tengist ekki vatnsbólum Egilsstaða. Mengunin gæti stafað af stöðnu vatni úr pípulögnum skólans eða ver- ið vegna skemmda á þeim. Gerlar yfir mörkum í neysluvatni ME Egilsstaðir Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör frá... Þakrennur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.