Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 25
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 25
ÞORMÓÐUR rammi – Sæberg hf.
birti í gær upplýsingar um afkomu
fyrsta ársfjórðungs. 62 milljóna
króna tap var af rekstri félagsins, en
á sama tímabili í fyrra var 12 millj-
óna króna hagnaður. Meginskýringu
verri afkomu er að finna í fjármagns-
liðum, en þeir voru neikvæðir um 200
milljónir króna á fyrstu þremur
mánuðum þessa árs, en jákvæðir um
41 milljón króna á sama tímabili í
fyrra.
Rekstrartekjur hækkuðu úr 974
milljónum í 1.188 milljónir, og gjöld
úr 874 milljónum í 939 milljónir.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði batnaði því verulega, eða
úr tæpum 100 milljónum í rúmar 249
milljónir króna. Framlegð jókst því
úr 10% í fyrra í 21% í ár. Afskriftir
hækkuðu úr 127 milljónum króna í
157 milljónir króna. Hagnaður fyrir
skatta var fyrstu þrjá mánuði ársins
í fyrra 14 milljónir króna en í ár var
tap fyrir skatta upp á 96 milljónir
króna.
Heildareignir um áramót voru 8,6
milljarðar króna, en í lok mars höfðu
þær hækkað í 9,9 milljarða króna.
Skuldir og skuldbindingar námu í
lok mars rúmum 7,8 milljörðum
króna og eigið fé rúmum 2 milljörð-
um króna. Eiginfjárhlutfall hefur
lækkað frá áramótum úr 27% í 21%.
Veltufé frá rekstri nam 150 millj-
ónum króna, en handbært fé frá
rekstri var neikvætt um 92 milljónir
króna.
Flöggun vegna SH
og afkomuviðvörun
Auk birtingar á upplýsingum um
afkomu félagsins birti Þormóður
rammi – Sæberg í gær flöggun
vegna þess að félagið hefur aukið
eignarhlut sinn í Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna hf. úr 15,65% í 22,11%,
eða úr 234.177.238 krónum að nafn-
virði í 330.924.124 krónur. Ástæða
þessarar aukningar er sameining
Þormóðs ramma – Sæbergs og Hóls-
hyrnu ehf.
Félagið birti einnig afkomuviðvör-
un, þar sem segir að vegna mikils
gengissigs íslensku krónunnar sé
líklegt að afkoma félagsins verði lak-
ari en áætlun sem birt hafi verið á
aðalfundi hafi gert ráð fyrir. Einnig
sé ljóst að hver dagur sem verkfall
sjómanna vari valdi fyrirtækinu
miklum búsifjum og skaði afkomu
þess.
Þormóður rammi – Sæberg birtir afkomuviðvörun og þriggja mánaða uppgjör
Framlegð eykst en
tap er af rekstri
Novartis
hefur
áhuga á
deCODE
SVISSNESKI lyfjarisinn Novartis
keypti á dögunum um 20% af at-
kvæðabærum hlutabréfum í Roche
Holding AG, móðurfélagi Hoffman
La Roche. Hluti af ástæðunni fyrir
kaupunum er sambönd La Roche við
líftæknifyrirtæki og er deCODE sér-
staklega nefnt í því sambandi. Kaup-
verð bréfanna var um 4,8 milljarðar
svissneskra franka, jafngildi hátt í
270 milljarða íslenskra króna. Nov-
artis er sjötta stærsta lyfjafyrirtæki
heims og velti liðlega 1.200 milljörð-
um íslenskra króna í fyrra. Ef kæmi
til samruna Novartis og La Roche
yrði það eitt af þremur stærstu lyfja-
fyrirtækjum heimsins.
Áhugi á rannsóknarsamvinnu
deCODE og La Roche
Á fréttavef The Wall Street Journ-
al segir að blaðið hafi heimildir fyrir
því að helstu stjórnendur Novartis
telji það skynsamlegt að félagið
kaupi allt hlutafé í Roche; þeir telji
að grunnur La Roche sé mjög traust-
ur til lengri tíma litið, rannsóknar-
starf sé gott auk þess sem La Roche
hafi góð sambönd á sviði líftækniiðn-
aðarins. Talsmenn Novartis segja að
um langtímafjárfestingu sé að ræða
sem þó kunni að opna ákveðna mögu-
leika en ekki liggi fyrir neinar
ákveðnar ráðagerðir um samstarf
fyrirtækjanna. Í The Wall Street
Journal segir að á meðal þeirra líf-
tæknifyrirtækja, sem Roche eigi í
samstarfi við, og Novartis hafi sér-
stakan áhuga á sé deCODE. Roche
og deCODE hafi nýlega tilkynnt um
samvinnu í rannsóknum sem byggist
á gagnagrunni Íslenskrar erfða-
greiningar. Þá hafi deCODE og La
Roche einnig gengið frá samstarfi á
sviði genagreiningar og uppgötvana
lyfja tengdra genarannsóknum og sá
samningur hljóði upp á 200 milljónir
dala eða hátt í tuttugu milljarða ís-
lenskra króna.
STJÓRN Seðlabanka Evrópu ákvað í
gær að lækka stýrivexti bankans úr
4,75% í 4,5%. Kom þessi ákvörðun
nokkuð á óvart og í kjölfarið styrktist
gengi evrunnar gagnvart Bandaríkja-
dal á gjaldeyrismörkuðum. Er þetta
aðeins í annað skiptið sem stjórnin
lækkar vexti frá því Seðlabanki Evr-
ópu tók formlega til starfa í ársbyrjun
1999. Wim Duisenberg seðlabanka-
stjóri sagði að ákvörðunin væri tekin í
ljósi þess að verðbólguþrýstingur
hefði minnkað. Stjórn Englands-
banka lækkaði stýrivexti bankans um
25 punkta í gærmorgun eins og al-
mennt hafði verið búist við. Eru vext-
irnir nú 5,25%. Sagði í tilkynningu frá
bankastjórninni að gripið væri til
vaxtalækkunar til að freista þess að
koma í veg fyrir hugsanlega efna-
hagskreppu í ljósi merkja um efna-
hagslægð í Bandaríkjunum og víðar.
Í greinargerð sem bankastjórnin
birti samhliða tilkynningu um vaxta-
lækkun sagði að útlit í efnahagsmál-
um heimsins hefði heldur farið versn-
andi en óvíst væri hve lengi
samdrátturinn myndi vara og hve
mikill hann væri. Þótt einkaneysla
hefði verið stöðug í Bretlandi á fyrsta
fjórðungi ársins hefði framleiðslu-
aukning ekki verið jafnmikil og búist
var við og traust viðskiptalífsins á
styrk efnahagslífsins hefði minnkað.
Seðlabanki Danmerkur tilkynnti
einnig í gær um lækkun helstu stýri-
vaxta sinna um 0,3 prósentustig í 5%.
Danir eru ekki aðilar að Efnahags- og
myntbandalagi Evrópu og lúta því
ekki ákvörðun Seðlabanka Evrópu.
Danska krónan er hins vegar tengd
við evruna.
Vaxta-
lækkanir
í Evrópu
♦ ♦ ♦