Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 25
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 25 ÞORMÓÐUR rammi – Sæberg hf. birti í gær upplýsingar um afkomu fyrsta ársfjórðungs. 62 milljóna króna tap var af rekstri félagsins, en á sama tímabili í fyrra var 12 millj- óna króna hagnaður. Meginskýringu verri afkomu er að finna í fjármagns- liðum, en þeir voru neikvæðir um 200 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs, en jákvæðir um 41 milljón króna á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur hækkuðu úr 974 milljónum í 1.188 milljónir, og gjöld úr 874 milljónum í 939 milljónir. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði batnaði því verulega, eða úr tæpum 100 milljónum í rúmar 249 milljónir króna. Framlegð jókst því úr 10% í fyrra í 21% í ár. Afskriftir hækkuðu úr 127 milljónum króna í 157 milljónir króna. Hagnaður fyrir skatta var fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra 14 milljónir króna en í ár var tap fyrir skatta upp á 96 milljónir króna. Heildareignir um áramót voru 8,6 milljarðar króna, en í lok mars höfðu þær hækkað í 9,9 milljarða króna. Skuldir og skuldbindingar námu í lok mars rúmum 7,8 milljörðum króna og eigið fé rúmum 2 milljörð- um króna. Eiginfjárhlutfall hefur lækkað frá áramótum úr 27% í 21%. Veltufé frá rekstri nam 150 millj- ónum króna, en handbært fé frá rekstri var neikvætt um 92 milljónir króna. Flöggun vegna SH og afkomuviðvörun Auk birtingar á upplýsingum um afkomu félagsins birti Þormóður rammi – Sæberg í gær flöggun vegna þess að félagið hefur aukið eignarhlut sinn í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hf. úr 15,65% í 22,11%, eða úr 234.177.238 krónum að nafn- virði í 330.924.124 krónur. Ástæða þessarar aukningar er sameining Þormóðs ramma – Sæbergs og Hóls- hyrnu ehf. Félagið birti einnig afkomuviðvör- un, þar sem segir að vegna mikils gengissigs íslensku krónunnar sé líklegt að afkoma félagsins verði lak- ari en áætlun sem birt hafi verið á aðalfundi hafi gert ráð fyrir. Einnig sé ljóst að hver dagur sem verkfall sjómanna vari valdi fyrirtækinu miklum búsifjum og skaði afkomu þess. Þormóður rammi – Sæberg birtir afkomuviðvörun og þriggja mánaða uppgjör Framlegð eykst en tap er af rekstri Novartis hefur áhuga á deCODE SVISSNESKI lyfjarisinn Novartis keypti á dögunum um 20% af at- kvæðabærum hlutabréfum í Roche Holding AG, móðurfélagi Hoffman La Roche. Hluti af ástæðunni fyrir kaupunum er sambönd La Roche við líftæknifyrirtæki og er deCODE sér- staklega nefnt í því sambandi. Kaup- verð bréfanna var um 4,8 milljarðar svissneskra franka, jafngildi hátt í 270 milljarða íslenskra króna. Nov- artis er sjötta stærsta lyfjafyrirtæki heims og velti liðlega 1.200 milljörð- um íslenskra króna í fyrra. Ef kæmi til samruna Novartis og La Roche yrði það eitt af þremur stærstu lyfja- fyrirtækjum heimsins. Áhugi á rannsóknarsamvinnu deCODE og La Roche Á fréttavef The Wall Street Journ- al segir að blaðið hafi heimildir fyrir því að helstu stjórnendur Novartis telji það skynsamlegt að félagið kaupi allt hlutafé í Roche; þeir telji að grunnur La Roche sé mjög traust- ur til lengri tíma litið, rannsóknar- starf sé gott auk þess sem La Roche hafi góð sambönd á sviði líftækniiðn- aðarins. Talsmenn Novartis segja að um langtímafjárfestingu sé að ræða sem þó kunni að opna ákveðna mögu- leika en ekki liggi fyrir neinar ákveðnar ráðagerðir um samstarf fyrirtækjanna. Í The Wall Street Journal segir að á meðal þeirra líf- tæknifyrirtækja, sem Roche eigi í samstarfi við, og Novartis hafi sér- stakan áhuga á sé deCODE. Roche og deCODE hafi nýlega tilkynnt um samvinnu í rannsóknum sem byggist á gagnagrunni Íslenskrar erfða- greiningar. Þá hafi deCODE og La Roche einnig gengið frá samstarfi á sviði genagreiningar og uppgötvana lyfja tengdra genarannsóknum og sá samningur hljóði upp á 200 milljónir dala eða hátt í tuttugu milljarða ís- lenskra króna. STJÓRN Seðlabanka Evrópu ákvað í gær að lækka stýrivexti bankans úr 4,75% í 4,5%. Kom þessi ákvörðun nokkuð á óvart og í kjölfarið styrktist gengi evrunnar gagnvart Bandaríkja- dal á gjaldeyrismörkuðum. Er þetta aðeins í annað skiptið sem stjórnin lækkar vexti frá því Seðlabanki Evr- ópu tók formlega til starfa í ársbyrjun 1999. Wim Duisenberg seðlabanka- stjóri sagði að ákvörðunin væri tekin í ljósi þess að verðbólguþrýstingur hefði minnkað. Stjórn Englands- banka lækkaði stýrivexti bankans um 25 punkta í gærmorgun eins og al- mennt hafði verið búist við. Eru vext- irnir nú 5,25%. Sagði í tilkynningu frá bankastjórninni að gripið væri til vaxtalækkunar til að freista þess að koma í veg fyrir hugsanlega efna- hagskreppu í ljósi merkja um efna- hagslægð í Bandaríkjunum og víðar. Í greinargerð sem bankastjórnin birti samhliða tilkynningu um vaxta- lækkun sagði að útlit í efnahagsmál- um heimsins hefði heldur farið versn- andi en óvíst væri hve lengi samdrátturinn myndi vara og hve mikill hann væri. Þótt einkaneysla hefði verið stöðug í Bretlandi á fyrsta fjórðungi ársins hefði framleiðslu- aukning ekki verið jafnmikil og búist var við og traust viðskiptalífsins á styrk efnahagslífsins hefði minnkað. Seðlabanki Danmerkur tilkynnti einnig í gær um lækkun helstu stýri- vaxta sinna um 0,3 prósentustig í 5%. Danir eru ekki aðilar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu og lúta því ekki ákvörðun Seðlabanka Evrópu. Danska krónan er hins vegar tengd við evruna. Vaxta- lækkanir í Evrópu ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.