Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL átök um skipun dómara eru talin vera í uppsiglingu í Bandaríkjunum. George W. Bush forseti er sagður hafa skotið fyrsta skotinu á mið- vikudag, er hann tilnefndi kunna íhaldsmenn í embætti alríkisdómara, en nokkrir öldungadeild- arþingmenn demókrata hafa heitið því að leggja stein í götu forsetans. Bandarísku alríkisdómstólarnir eru áfrýjunar- dómstólar og aðeins hæstiréttur er þeim æðri. Þeir taka þátt í mótun lagahefðar varðandi ýmis um- deild mál og skipun alríkisdómara getur því orðið pólitískt hitamál, ekki síst þar sem öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta tilnefningu þeirra. Demókratar og repúblikanar eiga nú jafn mörg sæti í deildinni og varaforsetinn Dick Chen- ey fer þar með oddaatkvæði ef atkvæði falla jafnt. Nokkrir þeirra sem Bush tilnefndi á miðvikudag í embætti alríkisdómara eru yfirlýstir repúblikan- ar og eindregnir íhaldsmenn, og demókratar hafa hótað að koma í veg fyrir að tilnefningar þeirra verði samþykktar. Telja demókratar þá reglu vera í gildi að öldungadeildarþingmenn frá heimaríkj- um hinna tilnefndu hafi neitunarvald um skipun þeirra og hafa neitað að staðfesta tilnefningu Bush á mönnum í embætti aðstoðardómsmálaráðherra og ríkislögmanns nema þeirri reglu verði fram- fylgt. Repúblikanar saka demókrata á hinn bóginn um að „halda öldungadeildinni í gíslingu“ og vilja ekki kannast við að heimaþingmenn hafi raunverulegt neitunarvald, aðeins rétt til umsagnar. Tveir þeirra sem forsetinn tilnefndi eru fyrrver- andi aðstoðarmenn íhaldssamra hæstaréttardóm- ara. John Roberts vann fyrir William Rehnquist, forseta hæstaréttar, og Jeffrey Sutton var aðstoð- armaður Antonin Scalia. Bæði Rehnquist og Scalia tilheyrðu meirihlutanum sem úrskurðaði George W. Bush í vil og réð þannig úrslitum bandarísku forsetakosninganna í desember sl. Þriðji maður- inn, Miguel Estrada, rekur lögmannsstofu með manni að nafni Theodore Olsen, sem flutti málið í hæstarétti fyrir hönd Bush og er reyndar sá sami og demókratar neita nú að skipa í embætti rík- islögmanns. Fjórði maðurinn, Michael McConnell, er kunnur fyrir baráttu sína gegn því að tengsl rík- is og kirkju séu rofin. Það er því ekki að undra þótt demókratar hafi sitthvað við tilefningar Bush að athuga, en auk augljósra tengsla við Repúblikanaflokkinn telja þeir fjórmenningana standa fyrir íhaldssöm gildi sem frjálslyndum mönnum eru sem eitur í beinum. En forsetinn er þó talinn hafa sýnt pólitíska kænsku með tilnefningu Roger Gregory, hörunds- dökks dómara sem Bill Clinton setti í embætti til eins árs og repúblikanar mótmæltu á sínum tíma, auk annars blökkumanns, karls af suður-amerísk- um uppruna og þriggja kvenna. Demókratar ættu erfitt með að mótmæla tilnefningum þeirra. Forsetinn lét ennfremur vera að tilnefna þrjá af- ar umdeilda menn, sem demókratar höfðu sett sig eindregið upp á móti; fulltrúadeildarþingmanninn Christopher Cox og tvo aðra kunna íhaldsmenn. Þó var haft eftir einum af ráðgjöfum forsetans að þeir yrðu bara tilnefndir í dómaraembætti síðar. Harðar deilur í vændum um hæstarétt Um 100 af 844 stöðum alríkisdómara eru eða verða senn lausar, en það þýðir að Bush hefur á næstunni tækifæri til að skipa sína menn í 13% embættanna. Því þykir ljóst að frekari átök um dómaraskipanir séu í uppsiglingu. Að minnsta kosti þrír hæstaréttardómarar eru þar að auki líklegir til að láta af störfum áður en kjörtímabil Bush er á enda runnið og deilan um skipun alríkisdómaranna er aðeins talin forsmekk- urinn að því sem þá er í vændum. Víst er að með til- nefningum Bush gæti hlutfallið í réttinum breyst þannig að íhaldsmenn, sem eru til dæmis mótfalln- ir rétti kvenna til fóstureyðinga, réttindum sam- kynhneigðra og jákvæðri mismunun, kæmust í meirihluta. The Wall Street Journal birti í gær sögu sem varpar ljósi á alvarleika málsins. Bush er sagður hafa boðið Robert Strauss, gömlum þungavigtar- manni demókrata frá heimaríki sínu, Texas, í Hvíta húsið á fyrstu dögunum í forsetaembættinu og beð- ið hann að gefa sér aðeins eitt ráð í vegarnesti. Strauss er sagður hafa svarað: „Farðu rakleitt upp í hæstarétt og segðu dómurunum að þeir geti ekki látið af störfum. Þú hefur nefnilega ekki efni á því að lenda í deilum vegna skipunar hæstaréttardóm- ara á fyrsta ári þínu í embætti.“ Miklar deilur um skipun dómara í uppsiglingu í Bandaríkjunum Demókratar mótmæla til- nefningum íhaldsmanna George W. Bush Bandaríkja- forseti hét því í kosningabarátt- unni að tilnefna íhaldssama menn í dómaraembætti. Nú hefur hann látið verða af því og uppskorið hörð mótmæli demókrata. AP Bush forseti ásamt John P. Walters (t.v.) í Rósagarðinum við Hvíta húsið í gær. SORG og reiði greip um sig í Gana í gær, er þúsundir vina og vanda- manna fólks sem tróðst undir í versta slysi sem orðið hefur á íþróttakappleik í sögu landsins leit- uðu í hópi slasaðra og látinna. Um 130 manns létu lífið í fyrradag, er áhorfendur sem viðstaddir voru knattspyrnuleik á aðalleikvangi höf- uðborgarinnar Accra reyndu sam- tímis að forða sér út, eftir að lögregla skaut táragassprengjum inn í áhorf- endaraðirnar í því skyni að stöðva skrílslæti. John Kufuor, forseti Gana, hélt neyðarfund í gær til að reyna að fá það á hreint hvort rétt væri að lög- reglan hefði með ýktum viðbrögðum hleypt þeirri atburðarás af stað sem endaði með þessum ósköpum. Þetta var í fjórða sinn á einum mánuði, sem slíkt mannskætt slys verður á íþróttaleikvangi í Afríku. Hermenn áttu í gær fullt í fangi með að halda aftur af þúsundum manna sem vildu bera kennsl á skyldmenni í hópi látinna og slasaðra á þremur sjúkrahúsum í Accra. Margir leyndu ekki reiði sinni í garð lögreglunnar. Um 120 ungmenni gerðu atlögu að lögreglustöð í út- hverfinu Kotobabi, köstuðu steinum, flöskum og málmhlutum og hrópuðu meðal annars: „Lögreglumorðingj- ar, þið munuð fá þetta borgað!“ Lög- reglumenn hleyptu af skotum upp í loftið til að dreifa reiðum múgnum. Samkvæmt heimildum AFP- fréttastofunnar létu að minnsta kosti 130 manns lífið í slysinu í fyrradag, en samkvæmt opinberum tölum sem heilbrigðisráðuneyti Gana birti var tala látinna 123. Í tilkynningu ráðu- neytisins var þó tekið skýrt fram, að lík nokkurra manna sem létust kynnu að hafa verið flutt heim af skyld- mennum án þess að yfirvöldum bær- ust upplýsingar þar um. Elisabeth Ohene, talsmaður ríkis- stjórnar Gana, sagði að svo virtist sem lögregla hefði brugðist of hart við, en nefnd yrði skipuð til að rann- saka atburðarásina. Járngrindur lokuðu fólk inni Harmleikurinn varð síðla miðviku- dags, eftir að Ganameistaraliðið Eik- arhjörtu vann knattspyrnuleik með tveimur mörkum gegn einu. Stuðn- ingsmenn hins liðsins, Kumasi Ash- anti Kotoko, byrjuðu að rífa upp sæti í áhorfendastúkunum og grýta þeim inn á leikvanginn og í átt að stuðn- ingsmönnum Eikarhjartnanna. Lög- reglan reyndi að binda enda á skríls- lætin með því að varpa táragassprengjum inn í hóp óláta- belgjanna, en við það brast á ofsa- flótti. Útgangar leikvangsins, sem á að rúma 30.000 áhorfendur, voru þó lokaðir. Það sem gerði ástandið sýnu verra var að háar járngirðingar skildu áhorfendasvæðið frá leikvang- inum sjálfum, sem gerði það að verk- um að troðningurinn varð þeim mun meiri þar sem enginn gat hörfað úr stúkunum inn á leikvanginn. Slíkar grindur munu ekki samræmast stöðlum alþjóðaknattspyrnusam- bandsins, FIFA. Knattspyrnusamband Gana aflýsti deildarmeistarakeppninni eftir þessa hörmungaratburði. Heimildir hermdu í gær, að Kufu- or forseti, sem sjálfur var virkur knattspyrnumaður á sínum yngri ár- um og lék með Ashanti Kotoko-lið- inu, myndi lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg. Talsmaður FIFA í París lét svo ummælt í gær, að sennilega myndu þessir atburðir hafa áhrif á áform sem uppi eru um að halda heims- meistaramótið í knattspyrnu í Afríku á árinu 2010. Lögregla gagnrýnd fyrir mistök Reuters Á þessari sjónvarpsmynd sjást áhorfendur í efri stúkum leikvangsins í Accra flýja undan táragasi í fyrrakvöld. Accra. AFP, AP. Um 130 manns fórust í harmleiknum á knattspyrnuleikvanginum í Afríkuríkinu Gana MANNRÉTTINDASAMTÖK létu í gær í ljósi áhyggjur af því að tjáningarfrelsi væri í voða í Hong Kong, eftir að kínversk stjórnvöld brutu á bak aftur mót- mæli vegna komu forseta lands- ins, Jiang Zemin, á alþjóðlega efnahagsráðstefnu í borginni. Þriggja daga ráðstefnunni lauk í gær, en hana sótti meðal annars Bill Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti. Jiang Zemin ávarp- aði ráðstefnuna á þriðjudag og varð fjöldi manna til að mótmæla komu hans, þar á meðal lýðræð- issinnar og meðlimir trúarhreyf- ingarinnar Falun Gong. Lögregla kom í veg fyrir að friðsamir mót- mælendur gætu komið skoðunum sínum á framfæri og var sögð hafa tekið einkar harkalega á meðlimum Falun Gong. Hreyf- ingin er bönnuð í Kína en hefur verið leyft að starfa í Hong Kong. Alþjóðaráðstefna í Hong Kong Mótmæli brotin á bak aftur Hong Kong. AFP, AP. FJÓRIR Svíar og jafnmargir Norðmenn munu keppa um það hvor hópurinn verður fljótari á skíðum yfir Græn- landsjökul í maí. Báðir hóparn- ir hyggjast reyna að slá núver- andi met, sem er 11 dagar og 16 klukkustundir. Leiðin er rétt um 600 km og liggur frá Syðri-Straumfirði til Amm- assalik. Svíarnir sem munu reyna við metið eru allir 27 ára og gegndu herþjónustu saman, voru í fallhlífahersveitinni, að því er segir í frétt TT-frétta- stofunnar. Einn þeirra, Henrik Rünell, hefur áður sett heims- met í göngu á Norðurpólinn. Þeir leggja í hann 20. maí nk og norska liðið um svipað leyti. Kapphlaup yfir Græn- landsjökul Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.