Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 31
HIN nytsama og elskulega íð,
bútasaumur, virðist mál málanna
meðal iðjusamra kvenna nú um
stundir, sem rýnirinn hefur orðið
meira en var við á undangengnum
árum. Eðlilega kom að því að sam-
tök áhugafólks á landsvísu væru
stofnuð, sem gerðist 28. nóvember
á fyrra ári og mættu á stofnfund-
inn 150 manns, og þótt félagið sé
ekki nema rúmlega hálfs árs gam-
alt eru skráðir félagar orðnir 330!
Hinar vösku konur láta svo
verkin sína merkin, sem er hið
eina rétta um skapandi athafnir,
þannig hafa þær fyllt sýningarými
Ráðhúss Reykjavíkur teppum af
öllum mögulegum stærðum og
komust færri en vildu. Sýningin
stendur stutt og nokkur fljótfærn-
isbragur yfir framkvæmdinni í
heild, einnig varðandi uppheng-
inguna þó engin stórslys hafi átt
sér stað, sýningin meira að segja
falleg í heildina en nokkuð sund-
urlaus, skrifast þó einnig á reikn-
ing hins vandmeðfarna rýmis.
Engin boðskort send út en sýning-
arskrá merkilega skilvirk. Margt
má afsaka, þegar um frumraun er
að ræða, en leitast við að draga
fram kostina. Þannig vísar það
frekar til sköpunargleði og mis-
kilnings á hinu raunsanna eðli
bútasaums, að sumir gerendur
fara að tækninni líkt og um hreint
málverk eða veggteppi sé að ræða.
Rýrir ekki árangurinn í sjálfu sér,
en í sumum tilvikum naumast í
takt við bútasaumsferlið eins og
það er hreinast og ómengaðast. Og
þótt skreytikenndin sé á stundum
einum of og yfirstærðirnar vafa-
samar, þá er merkilega mikið um
árangur yfir meðallagi og vel það
og það sem meira er um vert koma
gild persónueinkenni fram í sum-
um teppana. Alveg öruggt að sum
þeirra nytu sín betur í öðru og hlý-
legra rými þannig að vísun til ein-
stakra eftir eina yfirferð og í tíma-
hraki er meira en vafasöm. Kemst
þó ekki hjá því að viðurkenna að
augun leituðu endurtekið til verka
eins og nr. 3., Gæsagestir, 2000,
eftir Heidi Kristiansen, sem ein-
kennist af mjög lífrænu hryni
ljósra rauðbleikra millitóna, Crazy
Quilt, 2000, eftir Sigrúnu Haralds-
dóttur, sem er mjög dularfullt og
aðlaðandi í sínu dökka og mjúka
yfirbragði, leiðir hugann jafnt að
einhverju austrænu og femme
fatale, Hringteppið hennar Söru,
2001, eftir Signýu Ólafsdóttur,
sem er afar vel og nostursamlega
unnið í ríku og formsterku milli-
tónahryni, mettað hlýju og elsku,
Án titils, 2000, eftir Sigríði Braga-
dóttur, sem býr yfir mjög sterkum
form- og litrænum byggingarlög-
málum er leiða hugann að rúss-
nesku konstruktívistunum, loks,
Ferningar og þríhyrningar, 2000,
eftir Unni Eiríksdóttur sem er af-
ar hreint og klárt í form- og lita-
hryni.
Framtakið í heild mjög virðing-
arvert og ber að óska félaginu vel-
farnaðar og langlífi.
Mislitt
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Sigrún Haraldsdóttir, Crazy Quilt, 2000.
Bragi Ásgeirsson
LIST OG
HÖNNUN
R á ð h ú s R e y k j a v í k u r
BÚTASAUMSTEPPI
ÍSLENZKA BÚTASAUMS-
FÉLAGIÐ
Opið virka daga kl. 10–19 og
12–18 um helgar. Til 13. maí.
Aðgangur ókeypis.
FÉLAG íslenskra há-
skólakvenna heldur
sinn árlega vorfund í
Þingholti á Hótel Holti
17. maí kl. 19.30 Að
sögn Geirlaugar Þor-
valdsdóttur formanns
félagsins hefur skap-
ast sú venja und-
anfarin 6 ár að kynna
á þessum fundum eitt-
hvert land innan al-
þjóðasamtaka háskóla-
kvenna með
sérvöldum matseðli og
fyrirlestrum um þjóð-
félagshætti, menningu
og stöðu kvenna í
landinu. „Hingað til
höfum við kynnt Japan, Mexíkó,
Indland, Egyptaland, Kína og
Hong Kong. Nú ætlum við að
kynna Kanada og verða kanadískir
sérréttir á borðum en fyrirlesari
kvöldsins verður Guð-
jón Arngrímsson og
mun hann tala um
Vesturfarana. Guðjón
er manna fróðastur
um landnám Íslend-
inga í Kanada og hef-
ur skrifað bækur og
gert sjónvarpsþætti
um þetta efni. Þessir
fundir, eins og reynd-
ar allir fundir og nám-
skeið sem haldin eru á
vegum félagsins, eru
opnir öllum. Fólk hef-
ur sýnt þessum land-
kynningarkvöldum
okkar mikinn áhuga
og hafa færri komist
að en vilja. Það er því nauðsynlegt
að skrá sig með góðum fyrirvara til
að tryggja sér miða,“ segir Geir-
laug Þorvaldsdóttir, formaður
Félag íslenskra háskólakvenna.
Félag íslenskra háskólakvenna
Vorfundur helg-
aður Kanada
Guðjón
Arngrímsson
ANNA Þ. Guðjónsdóttir opnar sýn-
ingu á málverkum í Listasalnum
Man, Skólavörðustíg 14, á laugardag
kl. 16 og stendur hún til 27. maí.
Málverk
í MAN
LÁRA Bryndís Eggertsdóttir leikur
á orgel Hjallakirkju á sunnudag kl.
17.
Lára leikur prelúdíu og fúgu í G
dúr BWV 541 og Tríósónötu nr. 4 í e
moll BWV 528 eftir Johann Seb-
astian Bach. Einnig leikur hún IX.
þáttinn úr fæðingu frelsarans „La
Nativite du Seigneur“ eftir franska
orgelleikarann Olivier Messiaën.
Lára, sem er fædd árið 1979, lauk
8. stigsprófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1998 og lýkur
kantorsprófi með 8. stigi í orgelleik
frá Tónskóla þjóðkirkjunnar nú í
vor.
Orgeltónlist í Hjallakirkju