Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 32

Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ EINAR G. Baldvinsson er einn af elstu og grónustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, jafnframt einn þeirra málara sem hávaðalaust rækta sinn garð. Slíkir eiga til að gleymast fljótt í hraða, misvísandi og óvægri markaðs- setningu samtímans, borðleggjandi ef opinber- ar listastofnanir rækta ekki þeim mun betur skyldur sínar. Gerist því miður, dæmin ófa frá næstliðnum árum og í þessu tilviki er spurn hví jafn falleg sýning og merkur listviðburður rati inn í sýningarými innrömmunarverkstæðis, en ekki einn hinna mörgu sala listasafna höfuð- borgarinnar. Salurinn stendur þó í sjálfu sér fyrir sínu, bjartur og látlaus, þannig fullkom- lega stikkfrír í þessari umræðu. Málarinn var í þeim vonglaða hópi Íslend- inga, sem héldu utan er Evrópa opnaðist aftur að seinni heimstyrjöldinni lokinni, flestir ef ekki allir eftir nám í Handíða- og myndlista- skólanum. Saga þessa stórhuga unga fólks sem flest stefndi til Kaupmannahafnar, en einnig heimsborganna, einkum Parísar og New York er enn óskráð, og mega hér íslenzkir listsögu- fræðingar líta í eigin barm áður en fyrnist full- komlega yfir þau gengnu spor. Spírurnar ís- lenzku við fagurlistaskólann í Kaupmannahöfn 1945-50 voru að sögn átján samtímis er mest gekk á, og var þá mörgum á heimaslóðum um og ó í ljósi þess að talan var trúlega hærri en allir starfandi myndlistarmenn í landinu til þess tíma. Framhjá því verður ekki litið, að þetta fólk allt hvar sem það bar nú annars nið- ur í námi ruddi beint og óbeint brautina til meiri umsvifa og umbrota í íslenzkri myndlist en áður þekktist. Námsbraut Einars G. Baldvinssonar var þannig akademísk, sem á þeim árum var þjálf- un í teikningu og málun, aðallega eftir lifandi fyrirmyndum, en gat annars staðar á hnett- inum allt eins falist í að teikna einn naglbít heil- an vetur, eins og hjá þeim nafnkennda franska málara Fernand Léger í New York. Listamaðurinn hefur svo ávallt verið trúr námsgrunni sínum og tímunum er hann óx úr grasi. Fæddur 1919, þannig að segja má að hann hafi tekið út manndómsþroska á kreppu- árunum, verið nær fulltíða maður er hann hóf nám í Handíðaskólanum. Þannig eðlilegasta mál að frá upphafi voru viðfangsefnin tengd kreppuárunum, lágreist hús, bátar í fjöru og mannlíf við höfnina, hafði hér að auk af mynd- rænum arfi að ausa, jafnt íslenzkum sem nor- rænum. Óhlutlægur myndheimur samrýmdist ekki listrænu uppeldi né geðslagi málarans og hann því lengstum verið einfari í listsköpun sinni, til hliðar við félaga sína og utan list- storma sinnar tíðar, sótti þó ekki í vinsæl myndefni né grunnfæran vinnumáta. En líkast til lifir list þeirra helst af sem jarð- tengdastir eru umhverfi sínu og uppeldi hvar sem þá ber niður í sköpunarferlinu, það lán- aðist jafnvel róttækustu módernistunum eins og listasaga síðustu aldar til vitnis um. Picasso var alltaf spánskur, Matisse franskur, Mondr- ian hollenzkur og hér má lengi upp telja. Við erum þannig löngu komnir í þá aðstöðu, að hið sýnilega ytri byrði myndverksins er ekki aðalatriðið heldur innri lífæðar þess. Á stund- um jafn óútskýranlegt fyrirbæri og sjálfur lífs- andinn fer ekki eftir neinum skráðum né skjal- festum lögmálum í mannheimi. Myndverk verður þannig ekki nútímalegt fyrir afmarkað viðfangsefni né viðtekna fjarstýrða hugmynda- fræði, heldur lífsneistann sem það ber í sér, meður því að tímalegar skoðanir eru forgengi- legar. Varanleiki þess markast af umhverfinu og því sem gerandinn hefur milli handanna hverju sinni, jafnframt að listamanninum hafi tekist að höndla hinn sanna og hreina tón sam- tímans. Þannig séð er samtíminn allt eins í hinum hlutvöktu hófstilltu og einlægu formunum Ein- ars G. Baldvinssonar af íslenzkum vettvangi, og mörgu nær alþjóðlegum straumum og stíl- brotum, að hugmyndafræðin sé ekki tekin með í samræðuna. Jafn gilt og mikilsvert fyrir ís- lenzka myndlist og margt annað sem meira hefur verið í sviðsljósinu. Hópefli, brambolt, hávaði og stíf markaðssetning rennir ekki styrkustu stoðunum undir skapandi athafnir, mun frekar lífræn nálgunin við viðfangsefnið hvert sem það nú er. Af nálguninni er nóg í vatnslitamyndum Ein- ars G. Baldvinssonar í sýningarrými Smiðj- unnar. Hin vandmeðfarna tækni virðist engu síður eiga við geðslag málarans en olíulitir og á stundum jafnvel betur. Myndirnar eru hvorki stórar né ábúðarmiklar, en bera kennimark skapara síns mjúkri meðhöndlun pentskúfsins, hófstilltri samræmdri litanotkun, ljóðrænu yf- irbragði, þokka og tímalausri nálgun. Skiptir mestu, því sígandi lukka er það sem gildir. Heyskapur, 2000. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Reykjavíkurhöfn, 2000. MYNDLIST S m i ð j a n / l i s t h ú s Á r m ú l a 3 6 Opið virka daga frá 10-18, laugardaga kl. 12-14. Til 15. maí. Aðgangur ókeypis. VATNSLITAVERK/ AKVARELLUR EINAR G. BALDVINSSON Mjúkir, næmir pensildrættir Bragi Ásgeirsson LÝÐUR Sigurðsson opnar málverkasýningu í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14– 16 á morgun kl. 15. Sýninguna nefnir hann „Svanavatn á sunnudögum“ og er þetta hans 7. einkasýn- ing. „Stóri-björn“ kemur á sýninguna kl. 15.15. Myndir Lýðs eru í súrrealistískum stíl. Í huga Lýðs er það „Stóri björn“ sem stýrir listamanninum og segir hann m.a.: „Það að vera undir eftirliti andargift- arinnar allan sólar- hringinn er bæði ljúft og sárt. Það að láta berja sig áfram til þess að koma hugmyndum í verk þegar „Honum“ dettur í hug. Og til þess að þóknast „Honum“ er aðeins eitt, það er að vinna. Stundum gengur vel en stundum miður. Ef ég stend mig ekki verður „Hann“ æfur og þá er ekki gaman. Helstu einkenni „Hans“ eru að „Hann“ fær allar þessar frábæru hugmyndir. Og þær eru það sem öllu máli skiptir. Og „Hann“ þolir ekki þegar ég er að sinna alls konar kvabbi í öðru fólki. Ha; Hvað borðar „Hann“? „Hann“ borðar flatbrauð á hverjum degi og drekkur kaffi með. En á sunnudögum fær „Hann“ sér „Svanavatn“.“ Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10–18, laugardaga frá 10 til 17 og sunnudaga frá kl. 14 til 17. Sýningin stendur til 27. maí, en þá á „Stóri- björn“ afmæli. Svanavatn á sunnudögum Verk eftir Lýð Sigurðsson. NÚ stendur yfir sýning Ágústu Að- alheiðar listakonu á myndum og listmunum í Miðgarði, að Austur- vegi 4 á Selfossi, sýningin er opin á verslunartíma. Myndir Ágústu eru klippimyndir með mismunandi áferð og sjónarhorni. Listmunir á sýningunni eru frumlegir og með ýmsu móti. Ágústa segist gjarnan viða að sér efni í listmunina á gönguferðum. Meðal muna er grænlenskur steinn sem hún fann í gönguferð um fjörur á Vestfjörðum. Ágústa tók þátt í samsýningu listamanna í París í nóvember. Hún reiknar með því að fara þangað aft- ur og sýna verk sín þar. Þá hefur hún og sýnt á Hvolsvelli. Allar myndir og munir á sýning- unni eru til sölu. Morgunblaðið/Sig. Jónss. Ágústa Aðalheiður með myndir sínar og listmuni í Miðgarði á Selfossi. Ágústa Aðalheiður sýnir í Miðgarði Selfossi. Morgunblaðið. NÚ stendur yfir sýning í GUK á verkum eftir Ástu Ólafsdóttur. GUK hefur aðsetur í garðinum við Ártún 3 á Selfossi, í útihúsi við Kirkebakken 1 í Lejre í Danmörku og í eldhúsi í Call- instrasse 8 í Hannover í Þýskalandi. Ásta hefur gert verk fyrir alla stað- ina sem heita Ferðafélagar. Á Sel- fossi má ímynda sér að um sé að ræða tvær goðumlíkar verur frá austri og vestri sem ferðast saman um himn- ana með viðkomu á jörðinni að næt- urþeli þegar mennirnir sofa. Verkin eru af jarðneskari toga í Danmörku og Þýskalandi. Þar er vísað til þess að við sem jörðina byggjum erum öll ferðafélagar á ferð umhverfis jörðina. Sýningarnar í GUK standa í þrjá mánuði og hefur skapast hefð fyrir því að þær eru opnar fyrsta sunnu- dag hvers mánaðar og á lokadaginn. Einnig er hægt að sjá sýningarnar á öðrum tímum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hægt er að skoða myndir frá sýn- ingunni á http://www.simnet.is/guk. Ásta tekur nú þátt í hátíð í Maastricht í Hollandi sem heitir Poli- Poetry-Festival. Hægt verður að fylgjast með flutningi verks hennar um kl 22 nk. laugardagskvöld, á vef- síðu hátíðarinnar sem hefur slóðina http://www.stichtingintro.nl. Magnús Pálsson myndlistarmaður verður með hljóðgjörning á sama stað um kl. 22. Ásta Ólafs- dóttir í GUK og Maastricht

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.