Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 35

Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 35 BANDARÍKJAMAÐURINN Pat- rick Marold mun breyta porti Lista- safns Reykjavíkur, Hafnarhús, í hangandi maga úr ull, sem hann gefur yfirskritina HUM og verður sýningin opnuð í dag, föstudag, kl. 17. „Þetta útilistaverk tekur við öll- um sveiflum veðurs og umhverfis og mun ásýnd þess breytast eftir því sem áhrif ljóss, þyngdarafls og hreyfingar loftsins gefa tilefni til. HUM-innsetningin er líkt og lif- andi verk og ber að nálgast hana sem slíka. Samstilling hinna fjöl- mörgu ullarstrengja við orku vinds- ins gerir verkinu mögulegt að ná fram viðkvæmri og jafnri hreyf- ingu, sem takmarkast þó af eig- inleikum efnisins. Einstakir þræðir munu tengjast og flækjast til að finna stuðning hver í öðrum, þar til þeir verða að einni flækju sem vind- urinn tekur minna í. Þannig munu náttúruöflin ráða lokum sýning- arinnar,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykja- víkur. Patrick Marold er ungur banda- rískur listamaður sem hlotið hefur Fulbright-styrk til að dvelja og starfa að list sinni hér á landi í vet- ur. Hann stundaði m.a. listnám í Rhode Island School of Design og hefur undanfarin ár einkum starfað við Colorado Institute of Art. Eftir dvöl sína hér á landi mun hann snúa aftur til Colorado í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/Jim Smart Patrick Marold í porti Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúss. Ullarmagi í porti Hafnarhússins HINN rúmlega tvítugi Álafosskór er á förum vestur um haf til Íslend- ingabyggða í kanadísku fylkjunum Manitoba og Alberta. Af því tilefni var efnt til tónleika í sal Varmár- skóla í Mosfellsbæ á miðvikudag við allgóða aðsókn. Lagavalið bar með sér að vera sumpart sniðið að óskum Vestur-Ís- lendinga, eins og fram kom af munn- legum kynningum kórstjórans. Ætt- jarðarlög skipuðu stóran sess en þar að auki voru ýmis vinsæl lög frá mið- biki nýliðinnar aldar auk nýlegra kórlaga eftir m.a. Jón Nordal og Hjálmar H. Ragnarsson, ásamt frumsömdum lögum og útsetningum eftir stjórnandann. Kórinn sló þegar í upphafi tápmik- inn grunntón með hinni fjörugu út- setningu Árna Harðarsonar á lýd- íska þjóðlaginu Tíminn líður, trúðu mér, og fylgdi Þótt þú langförull legðir Kaldalóns í kjölfarið sem miðlungshæg andstæða. Síðan komu Fyrr var oft í koti kátt (Friðrik Bjarnason), Ég vil elska mitt land (Bjarni Þorsteinsson), Hver á sér fegra föðurland (Emil Thoroddsen) og þjóðlagið Stóð ég úti’ í tunglsljósi í ónefndri útsetningu. Það kom óviðbúnum hlustanda satt að segja í opna skjöldu hvað þessi fyrrum „verksmiðjukór“ hljómaði vel í fyrsta hluta dagskrár án undirleiks. Tónstaðan var hrein og hniglaus, söngurinn samtaka, raddsamvægið furðugott þrátt fyrir landlæga karlaundirvigt og texta- framburður fallegur og skýr. Mótun kórstjórans var hvetjandi en öguð og „sesúrur“ út frá hvíldarstöðum text- ans smekklega með farnar. Léttir strengir sígrænna dægur- laga voru þar næst slegnir með Við gengum tvö (Friðrik Jónsson) og Bjartar vonir vakna (Oddgeir Krist- jánsson) við harmónikkuundirleik og píanó að auki í hinu fyrrtalda, en slagharpan lék ein með í valsi stjórn- andans, Í vorþeynum. Hann átti og síðustu tvö lögin fyrir hlé, Hún var það allt og Fundið Vínland er stóð upp úr þeirri þrennu m.a. fyrir spaugileg tilþrif tveggja kórfélaga í gervi Eiríks rauða og Leifs heppna. Hið tignarlega lag Páls Ísólfsson- ar, Úr útsæ rísa Íslands fjöll (radds. Garðars Cortes), hóf seinni helming tónleikanna við mynduglegan píanó- undirleik dóttur kórstjórans, er hvarvetna leysti sitt hlutverk af hendi með festu en einnig lipurð; ávallt samtaka og í góðu styrkjafn- vægi. Hér sem og í nokkrum seinni lögunum brá að vísu fyrir aðalveik- leika kórsins, að eiga til að hljóma hrár á sterkustu og hæstu nótum, að virtist sumpart fyrir ákveðinn vott af belgingi í ekki sízt karlaröddum. En það var þó ekki einhlítt. Söngurinn mýktist til muna í Undir bláum sól- arsali (radds. E. Thoroddsen), en aft- ur kvað svolítið að fyrrtöldum hrá- leika í Vísum Vatnsenda-Rósu (Jón Ásgeirsson). Smávinir fagrir eftir Jón Nordal heppnaðist hins vegar ljómandi vel og einnig Sofðu, unga ástin mín (radds. J. Á.) og Máríuvers Páls Ísólfssonar, burtséð frá smá sigi í tónstöðu á lokahljóminum – raunar því fyrsta sem heyrðist á þessum tónleikum. Þjóðlagsraddsetning Hjálmars H. Ragnarssonar á Út á djúpið hann Oddur dró var bráð- hresst sungin og meðal hápunkta á seinni hluta tónleikanna. Eyjan nefndist lag eftir kórstjórann við eig- ið ljóð sem kórinn söng af innlifun við píanóundirleik þó að hæðarkröfurn- ar væru helzti óvægnar, eins og heyra mátti af nokkrum píndum toppnótum. Stykkið var með viða- meiri lögum Helga og átti sína ljósu punkta, þrátt fyrir dægurlagskennt stílbrot miðhlutans sem e.t.v. átti að réttlætast af textanum en verkaði samt ekki sannfærandi. Útsetning Helga E. Kristjánssonar fyrir kór og píanó á einsöngslagi Karls O. Run- ólfssonar, Í fjarlægð, þótti mér held- ur slök og á köflum klissjótt og ann- ars þokkaleg útsetning kórstjórans á Á Sprengisandi Kaldalóns fyrir sömu áhöfn lýttist óþarflega af „úm-pa“ hrynjandi píanósins í seinni helmingum erindanna sem hefðu far- ið betur í útfærðari og meira streym- andi satz. Stjórnandinn náði sér þó á tónsmíðastrik aftur og vel það með fyrsta aukanúmeri, að líkindum frumsömdu (kom ekki fram af kynn- ingu) vaggandi tangólagi, sem bauð af sér mikinn þokka. Þótt glaðvært væri að ytri blæ minnti það mann lauslega á tregablendin grísk lög í meðförum Nönu Mouskouri forðum daga (einkum við hljómafram- vinduna I-V-IV) og var prýðisvel flutt. Loks var klykkt út með öðru aukalagi, Vila vid denna källa eftir meistara Bellman sem kórinn söng fallega laust og óþvingað á íslenzku. Það verður að segjast, að hring- laga salur Varmárskólans er ekki ýkja gjöfull hvað hljómburð varðar, og því góðar líkur á að Álafosskórinn eigi eftir að hljóma enn betur í end- urómsmeiri sölum Vesturheims. Takist honum jafn-vel upp þar og umrætt miðvikudagskvöld, ætti vart að þurfa að efast um undirtektir frænda okkar fyrir vestan haf. Táp og fjör á vesturför TÓNLIST V a r m á r s k ó l i Gömul og ný íslenzk lög. Álafoss- kórinn undir stjórn Helga R. Einarssonar. Píanóundirleikur: Hrönn Helgadóttir. Miðvikudaginn 9. maí kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson STYRKIR úr Þýðingarsjóði árið 2001, samtals 7,7 millj. kr.: 450 þús.: PP Forlag ehf. til þýðingar á „The Ice Master“ eftir Jennifer Niven. 430 þús. kr.: Mál og menning til þýðingar á „Livläkarens Besök“ eftir Per Olov Enquist. 400 þús. kr.: Nýja bóka- félagið ehf. til þýðingar á „The Wealth and Poverty of Nations –Why some are so rich and some so poor?“ eftir David S. Landis. 350 þús. kr.: Bjartur til þýðingar á „The Interpret- er of Maladies“ eftir Juhumpa Lahiri og „South of the Border, West of the Sun“ eftir Haruki Murakami. 330 þús kr.: Ormstunga til þýðingar á Drykkjumanninum eftir Hans Fall- ada. 300 þús. kr.: Forlagið til þýðing- ar á „Necromancer“ eftir William Gibson og Áfangar í kvikmyndafræð- um eftir ýmsa höfunda; Mál og menn- ing til þýðingar á „The Subtle Knife“ eftir Philip Pullman; Salka bókaút- gáfa til þýðingar á „The Bell Jar“ eft- ir Sylviu Plath. 250 þús kr.: Mál og menning til þýðingar á Gullspangar- gleraugun eftir Giorgio Bassani og Ormstunga til þýðingar á „Molloy“ eftir Samuel Beckett. 200 þús. krón- ur: Almenna bókafélagið til þýðingar á „När man skjuter arbetare“ eftir Kerstin Thorvall; Bókaútgáfan Hólar til þýðingar á „The Pilots Wife“ eftir Anita Shreve; Bókaútgáfan Iðunn til þýðingar á „Woman“ eftir Natalie Angier; Hið íslenska bókmenntafélag til þýðingar á þremur verkum: Æsku- rit Marx e. Karl Marx, safn þriggja stuttra æskuverka, Um hið háleita eftir Longinus og Skáldskaparmál eftir Hóras, „Laokoön oder die Grenzen der Malerei und Poesie“ eft- ir Gotthold E. Lessing; Íslendinga- sagnaútgáfan til þýðingar á „Other Voices, Other Rooms“ eftir Truman Capote; JPV útgáfa til þýðingar á „A Child called „It““ eftir Dave Pelzer; Nýja bókafélagið, ehf., til þýðingar á Í Hófadynsdal og fleiri sögur, safn smásagna, eftir Heinrich Böll; Salka, bókaútgáfa til þýðingar á „Entertain- ing Angels“ eftir Marita Van Der Vyver; Mál og menning til þýðingar á „The Boy from the Tower of the Moon“ eftir Anwar Accawi. 150 þús. krónur: Arnargrip til þýðingar á „Handcarved Coffins“ eftir Truman Capote; Mál og menning til þýðingar á „Dirty Beasts“ eftir Roald Dahl; Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands til þýðingar á „Apologia dell’apogeo. Divagazioni sulla storia del libro nel tardo medioevo“ eftir Ezio Ornato. 120 þús kr. Mál og menning til þýð- ingar á „Charlottes Web“ eftir E.B. White. 180 þús. krónur: Pjaxi ehf. til þýðingar á „L’Amour fou“ (Tryllt ást) og Nadja (Nadja) eftir André Breton. 100 þús. krónur: Forlagið til þýðingar á Saga af auga eftir Georges Bataille; Jón Ásgeir Kalmannsson til þýðingar á Ýmsar greinar um gagnrýna hugs- un eftir fimm höfunda; Jón Viðar Jónsson til þýðingar á fjórum leikrit- um um ástir og hjónaband „Faðirinn, Fröken Júlía, Kröfuhafar og Dauða- dansinn“ eftir August Strindberg; Vaka-Helgafell til þýðingar á „Pobby and Dingan“ eftir Ben Rice. 80 þús. krónur: Hallberg Hallmundsson/Brú til þýðingar á Völdum ljóðum úr bók- unum „Collected Poems“ og „Opus Posthumous“ eftir Wallace Steven. 70 þús. krónur: Bjartur til þýðingar á „The Selfish Giant“ eftir Oscar Wilde; Garðar Baldvinsson til þýðingar á Í Vesturheimi. Kynning á bókmennt- um Vestur-Íslendinga, einkum frá Kanada e. þrjá höfunda og Valdimar Tómasson til þýðingar á „Le Chant/ Söngurinn“eftir Guilleric. 50 þús. krónur: M&M til þýðingar á „My sist- er Gracie“ eftir G. Johnson. Styrkir úr Þýðingarsjóði SÍÐASTA sýning á leikriti Hugleiks, Víst var Ingjaldur á rauðum skóm, verður í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Leikritið er eftir Hugleikarana Hjördísi Hjartardóttur, Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Óskars- dóttur í leikstjórn Sigrúnar Val- bergsdóttur. Með helstu hlutverk fara Fríða Andersen og Jóhann Dav- íð Snorrason. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Aðalleikararnir Fríða Andersen og Jóhann Davíð Snorrason. Síðasta sýning hjá Hugleik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.