Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 38
LISTIR/KVIKMYNDIR 38 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Frumsýningar DUNGEONS AND DRAGONS Regnboginn CRIMSON RIVERS Stjörnubíó SWEET NOVEMBER Bíóhöllin, Kringlubíó, Nýja bíó Akureyri BLOW Laugarásbíó, Háskólabíó POKEMON 3 Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnbog- inn, Nýja bíó Akureyri, Nýja bíó Keflavík Lalli Johns Íslensk. 2001. Leikstjóri og handrit: Þorfinn- ur Guðnason. Lífshlaup síbrotamannsins Lalla í hálfan áratug, séð með vökulli linsu eins okkar besta kvikmyndagerðarmanns. Viðfangsefnið er sérkapítuli út af fyrir sig. Mr. Johns er flottur á sinn hátt með skopskynið í lagi. Óborganleg og gráglettin. Háskólabíó. Memento Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Christopher Nolan. Aðalleikendur: Guy Pierce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano. Sérlega áhugaverð, um mann með ekkert skammtímaminni. Frábærlega útsmogin og úthugsuð, spennandi og fyndin. Bíóhöllin, Bíóborgin, Nýja bíó Keflavík. Traffic Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Steven Soder- bergh. Handrit: Stephen Gaghan. Aðalleik- endur: Michael Douglas, Benicio Del Toro, Don Cheadle, Luis Guzman. Yfirgripsmikil, margþætt spennumynd um dópsmyglið frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Gædd mikilli frá- sagnargleði og flestir kaflarnir trúverðugir í heimildarmyndarstíl. Bíóhöllin, Bíóborgin. Billy Elliot Bresk. 2000. Leikstjórn: Stephen Baldry. Handrit: Lee Hall. Aðalleikendur: Jamie Bell, Julie Walters, Gary Lewis. Einföld, falleg og fyndin mynd um baráttu 11 ára drengs fyrir að fá að vera hann sjálfur, og pabba hans við að finna einhverja von.  Háskólabíó. The Gift Bandarísk. 2000. Leikstjóri Sam Raimi. Handrit: Billy Bob Thornton. Aðalleikendur: Cate Blanchett, Giovanni Riblisi, Keanu Reeves. Fínasta draugamynd frá Raimi og Thornton, um konu með skyggnigáfu sem hjálpar lögreglunni í morðmáli. Frábær leikur, einkum hjá Riblisi og Blanchett.  Háskólabíó. Krjúpandi tígur – Crouching Tiger… Bandaríkin. 2000. Handrit og leikstjórn: Ang Lee. Mögnuð ástarsaga frá Lee úr gamla Kína, sem yfirvinnur þyngdarlögmálið í glæsi- legum bardagaatriðum.  State and Main Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit David Mamet. Aðalleikendur Alec Baldwin, William H. Macy. Skondin og skemmtileg mynd um þegar stjörnur ráðast inn í smábæ og setja allt á annan endann. Frábær leikarahópur en Philip Seymour Hoffman er bestur.  Háskólabíó, Regnboginn. 102 Dalmatians Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Kevin Lama. Handrit: Dodie Smith. Aðalleikendur: Glenn Close, Alice Evans, Gerard Depardieu. Það sópar að Close sem leikur Krúellu hina ægi- legu af sannfærandi fítonskrafti og hundarnir eru afbragð. Gott fjölskyldugrín.  Bíóborgin, Kringlubíó. Kirikou og galdrakerlingin Frönsk. 1998. Leikstjórn og handrit: Michel Ocelot. Aðalraddir: Óskar Völundarson, Stef- án Karl Stefánsson, Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir. Einfalt ævintýri um gott og illt í frum- skógum svörtustu Afríku. Góð fyrir yngstu börnin.  Háskólabíó. Leiðin til Eldorado Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Eric Bergeron. Handrit: Don Paul. Teiknimynd. Segir frá tveimur svindlurum sem finna gulllandið El Dorado. Útlitið fullkomið, eins og vænta má, hið sama er ekki hægt að segja um söguna eða tónlistina.  Bíóhöllin. Maléna Ítölsk. Leikstjórn og handrit: Giuseppe Torna- tore. Aðalleikendur: Monica Bellucci, Gius- eppe Sulfaro. Leikstjórinn reynir að halda sig í hjólförum Paradísarbíósins, en spólar nokk- uð í ljúfsárri endurminningu unglingaásta.  Regnboginn. Men of Honor Bandarísk. 2000. Leikstjóri George Tillman, Jr. Handrit: Scott Marshall Smith. Aðalleik- endur: Robert De Niro, Cuba Gooding, Jr., Charlize Theron. Gamaldags mynd um þrá- kálf sem brýtur blað í sögu sjóhersins og kemst til metorða þar sem lituðum var áður úthýst. De Niro og Gooding Jr. kraftmiklir og sperrtir.  Regnboginn. Miss Congeniality Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Donald Petrie. Handrit: Mark Lawrence. Aðalleikendur: Sandra Bullock, Benjamin Bratt, Michael Caine. Prýðileg gamanmynd um FBI-löggu sem tekur þátt í fegurðarsamkeppni gegn vilja sínum.  Bíóhöllin. Nýi stíllinn keisarans – The Emperor’s New Groove Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Dindal. Handrit: Thomas Schumacher. Það kveður við nýjan tón í nýjustu Disneymyndinni, sem fjallar um spilltan keisara sem breytist í lamadýr og lærir sína lexíu. Bráðfyndin mynd fyrir börn og fullorðna.  Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnboginn. Pay It Forward Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mimi Leder. Handrit: Leslie Dixon. Aðalleikendur: Kevin Spacey, Helen Hunt, Haley Joel Osment. Mynd um strák sem vill breyta heiminum, er byggð á góðri og fallegri hugmynd. Þótt farið sé yfir strikið í væmni hefur hún marga góða punkta og leikurinn auðvitað afbragð.  Bíóborgin. Save the Last Dance Bandarísk. 2001. Leikstjóri Thomas Carter. Handrit: Duane Adler. Aðalleikarar: Julia Stil- es, Sean Patrick Thomas. Unglingamynd um ballerínuna Söru sem lærir hipp hopp hjá kærastanum. Reynt að taka á of mörgu í mynd sem hefur þó ýmsa ágæta punkta og leikararnir stórfínir.  Kringlubíó, Háskólabíó. Enemy At the Gates Þýsk/Bresk. 2001þ Leikstjóri og handrit: Jean-Jacques Annaud. Aðalleikendur: Jude Law, Joseph Fiennes, Ed Harris. Nokkrar góð- ar stríðssenur, tónlist og tjöld. Vont handrit og Hollywoodtilbeiðsla. Laugarásbíó. The Little Vampire Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Uli Edel. Hand- rit: Angela Sommer-Brodenburg. Aðalleik- endur: Jonathan Lipnicki, Richerd E. Grant, Alice Krige. Þótt sagan af tveim vinum, hvor- um úr sínum heiminum, sé góð í grunninn er hún ekki nógu vönduð. Bíóhöllin. Thirteen Days Bandarísk. 2000. Leikstjóri Roger Donald- son. Handrit: Philip D. Zelikow. Aðalleik- endur: Kevin Costner, Bruce Greenwood. Vandlega gerð kvikmynd um framgang mála í Hvíta húsinu í Kúbudeilunni 1962. Fróðleg, en frekar leikin heimildarmynd en bíómynd. Bíóhöllin. Dracula Bandarísk. 2000. Leikstjóri og handrit: Pat- rick Lussier. Aðalleikendur: Justine Waddell, Gerard Butler, Jonny Lee Miller. Fer bærilega af stað en bætir alls engu nýju við eftir að greifinn fer á stjá. Stjörnubíó. Exit Wounds Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Andrzej Bartk- owiak. Handrit Martin Keown. Aðalleikendur: Steven Seagal, DMX. Bíóhöllin, Kringlubíó. The Wedding Planner Bandarísk. 2001. Leikstjóri Adam Shank- man. Handrit: Pamela Falk. Aðalleikendur: Jennifer Lopez, Matthew McConaughey, Bridget Wilson. Rómantísk gamanmynd sem hefur ekki erindi sem erfiði, er dæmigerð Hollywoodvella. Laugarásbíó. Cherry Falls Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Geoffrey Wright. Handrit: Ken Selden. Aðalleikendur: Brittany Murphy, Michael Biehn, Gabriel Mann Leri. Unglingahrollur, gerður samkvæmt formúl- unni. Upp úr stendur agalegur leikur Micha- els Biehn í hlutverki lögreglustjóra.  Regnboginn. Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir UNGI Pokémon-þjálfarinn Ash Ketchum og vinir hans ferðast til hins fallega fjallabæjar Greenfield þar sem þeir kynnast Unown, ein- hverju undarlegasta fyrirbæri allr- ar Pokémon-sögunnar. Þetta er inntakið í þriðju Poké- mon-myndinni sem frumsýnd er hér á landi í dag með íslensku tali í fimm kvikmyndahúsum. Framleið- andi er Norman Grossfeld en leik- stjóri Michael Haigney en þeir gerðu einnig fyrri tvær Pokémon- myndirnar fyrir bandarískan mark- að. Þeir hafa verið samstarfsmenn í fimmtán ár og þekkja vel hvor ann- an og samstarfið var með miklum ágætum að þeirra eigin sögn. Þeir lokuðu sig af í mánuð og skrifuðu handritið en í þetta sinn eru sagðar tvær sögur í stað einnar áður. Lengri myndinni, Spell of the Unown, fylgir nefnilega 22 mínútna löng mynd sem heitir Pikatjú og Pitjú og segir frá ævintýrum Pik- atjús og Pisjú-bræðranna. Pokémon-fyrirbærið er hugar- fóstur japanska náttúruunnandans Satoshi Tajiri. Hann safnaði skor- dýrum þegar hann var lítill og fylgdist með hvernig þau umgeng- ust hvert annað og þegar hann tók að búa til tölvuleiki fyrir Nintendo varð honum hugsað til hinnar gömlu söfnunaráráttu sinnar, skor- dýranna, og úr varð tölvuleikurinn Pokémon. Þegar gerð var bíómynd byggð á tölvuleiknum sló hún öll aðsókn- armet í Japan og varð gríðarlega vinsæl í Bandaríkjunum en greini- legt var að hinir ungu aðdáendur og notendur tölvuleiksins höfðu mikinn áhuga á að sjá hetjur sínar á hvíta tjaldinu. Úr öllu saman varð einskonar Pokémon-æði. Leikirnir seldust eins og heitar lummur, til varð sjónvarpsþáttur um hetjurnar í leiknum, bækur voru skrifaðar byggðar á ævintýrum Ash og félaga, tónlist og myndbönd fylgdu í kjölfarið og nú hafa verið gerðar þrjár bíómyndir. Í nýju myndinni segir frá pró- fessornum Spencer Hale, sérfræð- ingi í Pokémon. Hann hefur unnið að rannsóknum á dularfullum Poké- mon sem kallast Unown. Hann er gerður úr 26 einstaklingum sem eru í laginu eins og stafirnir í stafrófinu og geta séð drauma mannskepn- unnar, hugsanir hennar og tilfinn- ingar og breytt þeim í veruleika. Svo gerist það að prófessorinn hverfur skyndilega og enginn veit hvað um hann hefur orðið. Ash Ketchum, sem er á ferð með Brok og Mistí ásamt Pikatjú, fréttir af hvarfi prófessorsins þegar hann kemur til bæjarins Greenfield og ákveður að gera sitt til þess að pró- fessorinn megi finnast. Leikraddir: Grímur Gíslason, Friðrik Friðriksson, Atli Rafn Sigurðarson, Vigdís Pálsdóttir, Esther Casey, Arnar Jónsson, Sturla Sighvatsson, Harald G. Haralds, Kristrún Hauksdóttir, María Ellingsen, Ólafur Egilsson ofl. Leik- stjóri er Michael Haigney. Enn frekari ævintýri Ash Úr framhaldsmyndinni Pokémon 3 sem frumsýnd er á fimm stöðum. Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnboginn, Nýja bíó Keflavík og Nýja bíó Akureyri frum- sýna teiknimyndina Pokémon 3 með ís- lensku tali. Rannsóknarlögreglumaðurinn Pierre Niemans (Jean Reno) og lögreglumaðurinn Max Kerkerian (Vincent Cassel) rannsaka tvö að- skilin sakamál sem gerir þá um síðir að samstarfsmönnum og úr verður hið dularfyllsta morðmál, óhugnanlegt og grimmdarlegt. Pierre rannsakar hryllilegt morð sem framið hefur verið í litlum há- skólabæ, Guernon, sem stendur við rætur frönsku Alpanna. Sama dag og morðið er framið er lög- reglumaðurinn og fyrrverandi bíla- þjófurinn Max að rannsaka annað mál í 300 kílómetra fjarlægð frá Guernon. Nýnasistar hafa vanvirt grafhvelfingu en í henni er að finna nafn stúlkubarns sem hvarf fyrir tveimur áratugum. Fátt virðist sameiginlegt með þessum tveimur málum en þegar á líður leiða Pierre og Max saman hesta sína. Fórnarlömb morðingja taka að hrannast upp og fyrr en varir eru félagarnir tveir komnir upp í hæstu tinda Alpafjallanna þar sem á sér stað blóðugt og mis- kunnarlaust uppgjör. Þannig er söguþráðurinn í franska tryllinum Crimson Rivers sem frumsýndur er í Stjörnubíói í dag. Með aðalhlutverkin fara Jean Reno og Vincent Cassel en leik- stjóri er Mathieu Kassovitz. Crimson Rivers er byggð á sam- nefndri spennusögu sem kom út í Frakklandi árið 1998. Framleið- endur og leikstjórar sýndu fljótt áhuga á að kvikmynda hana en höfundur bókarinnar og maðurinn sem skrifaði handrit myndarinnar, Jean-Christophe Grange, vissi allt- af hvern hann vildi sem leikstjóra; Mathieu Kassovitz. Mathieu hafði nokkru áður vakið mikla athygli í Frakklandi fyrir mynd sína Hatur eða La Haine og Grange þótti hann kjörinn til þess að stýra spennumynd byggðri á bók sinni. Aðrar myndir Kassovitz eru Métisse og Assassins en hann er einn af áhugaverðustu leikstjórum Frakka í dag. Þá er leikarinn Jean Reno líklega einn þekktasti franski kvikmyndaleikari samtímans. Hann hefur leikið í fjöldanum öll- um af frönskum myndum auðvitað, helsti samstarfsmaður hans er Luc Besson, en hann hefur einnig leik- ið í Hollywood-myndum hin síðari ár. Má þar nefna myndir eins og Mission: Impossible, Ronin, þar sem hann lék á móti Robert De Niro, Godzilla, Leon og nú í sumar kemur hann fram í spennumynd- inni Rollerball. Þekktustu myndir Reno í Frakklandi eru Le Dernier Com- bat, Subway, Nikita og Les Visi- teurs. Vincent Cassel er efnilegur leik- ari af yngri kynslóð Frakka. Hann hefur áður starfað með Kassovitz en Cassel fór með eitt aðalhlut- verkið í Hatri. Aðrar myndir hans eru m.a. Jóhann af Örk (útgáfa Lucs Bessons) og Le Doberman. Leikarar: Jean Reno og Vincent Cass- el. Leikstjóri: Mathieu Kassovitz (Hatur, La Haine, Métisse og Assass- ins). Eltingaleikur í Ölpunum Jean Reno mundar byssuna í frönsku spennumyndinni Crimson Rivers. Stjörnubíó frumsýnir frönsku spennu- myndina Crimson Rivers með Jean Reno í aðalhlutverki. Leikstjóri er Mathieu Kassovitz.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.