Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 41

Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 41 ekkert annað en innrás í líf fórn- arlamba glæpsins. Annað umkvörtunarefni áhorf- enda var að sjónvarpsfréttatímar eyddu of miklu púðri í litið frétta- efni. Það væri móðgun við áhorf- endur að senda fréttamann og kvikmyndatökulið á vettvang til að fjalla um efni sem var lítt merki- legt fyrir og yrði ekki par merki- legra þrátt fyrir atgang sjónvarps- ins. Oft vildi líka teygjast svo úr beinum útsendingum að áhorf- endur hefðu á tilfinningunni að fréttamennirnir væru að spinna fréttina upp jafn óðum til að fylla upp í fréttatímann. Tuggle hefur eftir einum sjón- varpsáhorfanda að stöðvarnar ættu fremur að eyða fé í að auka gæði fréttatímanna, í stað þess að einblína á tæknina. Hann segir að margir gætu tekið undir þessi orð. Beinar útsendingar sé sjálfsagt að nota þegar fréttaefnið kalli á það. Hins vegar sé raunin sú, að mati bæði fréttamanna og áhorfenda, að tæknin bæti litlu við fréttatím- ana og komi í versta falli í veg fyr- ir að frétt sé unnin á faglegan hátt. SAMFYLKINGIN ákvað á stofnfundi sínum vorið 2000 að sett yrði saman skýrsla um Evrópusambandið og hugsan- leg samningsmarkmið ef til um- sóknar um aðild að ESB kæmi af hálfu Íslendinga. Fimmtán sérfróðir einstaklingar hafa tekið að sér að fjalla um álita- mál sem snerta hin ýmsu svið Evrópusamvinnunnar og verða niðurstöður þeirra kynntar á sértakri fundaröð Samfylking- arinnar um Evrópumál. Fyrsti fundurinn verður haldinn næstkomandi laugar- dag, 12. maí, í Norræna húsinu kl. 11.00–14.00. Skýrslurnar verða gefnar út í sérstöku riti í haust. Evrópuskýrslu Samfylking- arinnar er ætlað að auka þekk- ingu og umræðu á álitamálum sem snerta hugsanlega aðild að Evrópusambandinu, bæði á op- inberum vettvangi og innan flokksins. Þá er gert ráð fyrir að hún geti orðið mikilvægt inn- legg í stefnumótun Samfylking- arinnar í Evrópumálum. Fundirnir og efni þeirra verða sem hér segir: Fundur 1: Stjórnsýslan og menntamál (12. maí). Ávarp for- manns – Össur Skarphéðinsson. Menntamál, vísindi og rann- sóknir – Eiríkur Bergmann og Ásta Sif Erlingsdóttir. Stjórn- sýslumál – Baldur Þórhallsson. Fundur 2: Sjávarútvegur, félags- og efnahagsmál (8. sept.). Sjávarútvegsmál – Ágúst Ágústsson og/eða Katrín Júlí- usdóttir. Félags- og jafnréttis- mál – Bryndís Hlöðversdóttir. Efnahagsmál – Már Guð- mundsson. Fundur 3: Landbúnaðar-, neytenda- og utanríkismál (22. sept.). Landbúnaðarmál – Run- ólfur Ágústsson og/eða Magnús Árni Magnússon. Neytendamál – Þórunn Sveinbjarnardóttir. Utanríkismál – Árni Páll Árna- son. Fundur 4: Umhverfið, menn- ingin, byggða- og fullveldismál (6. október). Umhverfismál – Jón Gunnar Ottósson. Menning og samkennd – Gestur Guð- mundsson. Byggðamál – Ingi- leif Ástvaldsdóttir og/eða Hall- dór S. Guðmundsson. Fullveldismál – Valgerður Bjarnadóttir. Eiríkur Bergmann stjórn- málfræðingur hefur verið feng- inn til að ritstýra skýrslunni og hafa umsjón með fundaröðinni. Evrópu- skýrsla Samfylk- ingarinnar „NETIÐ-INFORMATION for tour-ists“ (Netid-info), sem rekið er af Netinu, markaðs- og rekstrarráðgjöf, prentar og dreifir um miðjan júní sumarútgáfu af bæklingi sínum. Þetta er annað árið sem bæklingurinn kem- ur út og hefur hann vaxið og dafnað með hverri prentun. Bæklingurinn, sem er rúmar 50 bls., er gefinn út í vasastærð og er fyr- ir erlenda ferðamenn sem dvelja í Reykjavík til lengri eða skemmri tíma. Honum er dreift án endurgjalds á öll hótel, gistiheimili og upplýsinga- þjónustur á höfuðborgarsvæðinu. Bæklingurinn inniheldur upplýsingar um veitingastaði, verslanir, ferðir, upplýsingar um alla sundstaði í Reykjavík, þ.e. aðstöðu í boði í hverri laug, verð, afgreiðslutíma og stað- setningu á korti. Í bæklingnum eru einnig upplýsingar um afþreyingu, menningarviðburði, tölfræði, svo sem meðalhitastig, fjölda erlendra ferða- manna og verðupplýsingar á ýmsum vörum og þjónustu. Einnig matar- uppskriftir, upplýsingar um kaffihús, bari og næturlíf í Reykjavík og margt fleira. Í bæklingnum eru tvö kort af Reykjavík, annað er miðbæjarkort en hitt er af Reykjavík í heild þar sem merktir eru inn á ýmsir staðir, s.s. sundlaugar, auk upplýsinga. Meðal nýjunga í sumarútgáfunni eru: ávarp borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, upplýsingar um söfn, skemmtanalíf og fleiri tölulegar upplýsingar. Einnig verður að finna upplýsingar um Reykjavíkurkortið, þýðingar á algengum íslenskum orð- um fyrir ferðamenn og annað gagn- legt. Samhliða bæklingnum er Netid- Info einnig með upplýsingamöppur á öllum hótelum og gistiheimilum í Reykjavík og nágrenni. Netið gefur út bækling fyrir ferðamenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.