Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 41 ekkert annað en innrás í líf fórn- arlamba glæpsins. Annað umkvörtunarefni áhorf- enda var að sjónvarpsfréttatímar eyddu of miklu púðri í litið frétta- efni. Það væri móðgun við áhorf- endur að senda fréttamann og kvikmyndatökulið á vettvang til að fjalla um efni sem var lítt merki- legt fyrir og yrði ekki par merki- legra þrátt fyrir atgang sjónvarps- ins. Oft vildi líka teygjast svo úr beinum útsendingum að áhorf- endur hefðu á tilfinningunni að fréttamennirnir væru að spinna fréttina upp jafn óðum til að fylla upp í fréttatímann. Tuggle hefur eftir einum sjón- varpsáhorfanda að stöðvarnar ættu fremur að eyða fé í að auka gæði fréttatímanna, í stað þess að einblína á tæknina. Hann segir að margir gætu tekið undir þessi orð. Beinar útsendingar sé sjálfsagt að nota þegar fréttaefnið kalli á það. Hins vegar sé raunin sú, að mati bæði fréttamanna og áhorfenda, að tæknin bæti litlu við fréttatím- ana og komi í versta falli í veg fyr- ir að frétt sé unnin á faglegan hátt. SAMFYLKINGIN ákvað á stofnfundi sínum vorið 2000 að sett yrði saman skýrsla um Evrópusambandið og hugsan- leg samningsmarkmið ef til um- sóknar um aðild að ESB kæmi af hálfu Íslendinga. Fimmtán sérfróðir einstaklingar hafa tekið að sér að fjalla um álita- mál sem snerta hin ýmsu svið Evrópusamvinnunnar og verða niðurstöður þeirra kynntar á sértakri fundaröð Samfylking- arinnar um Evrópumál. Fyrsti fundurinn verður haldinn næstkomandi laugar- dag, 12. maí, í Norræna húsinu kl. 11.00–14.00. Skýrslurnar verða gefnar út í sérstöku riti í haust. Evrópuskýrslu Samfylking- arinnar er ætlað að auka þekk- ingu og umræðu á álitamálum sem snerta hugsanlega aðild að Evrópusambandinu, bæði á op- inberum vettvangi og innan flokksins. Þá er gert ráð fyrir að hún geti orðið mikilvægt inn- legg í stefnumótun Samfylking- arinnar í Evrópumálum. Fundirnir og efni þeirra verða sem hér segir: Fundur 1: Stjórnsýslan og menntamál (12. maí). Ávarp for- manns – Össur Skarphéðinsson. Menntamál, vísindi og rann- sóknir – Eiríkur Bergmann og Ásta Sif Erlingsdóttir. Stjórn- sýslumál – Baldur Þórhallsson. Fundur 2: Sjávarútvegur, félags- og efnahagsmál (8. sept.). Sjávarútvegsmál – Ágúst Ágústsson og/eða Katrín Júlí- usdóttir. Félags- og jafnréttis- mál – Bryndís Hlöðversdóttir. Efnahagsmál – Már Guð- mundsson. Fundur 3: Landbúnaðar-, neytenda- og utanríkismál (22. sept.). Landbúnaðarmál – Run- ólfur Ágústsson og/eða Magnús Árni Magnússon. Neytendamál – Þórunn Sveinbjarnardóttir. Utanríkismál – Árni Páll Árna- son. Fundur 4: Umhverfið, menn- ingin, byggða- og fullveldismál (6. október). Umhverfismál – Jón Gunnar Ottósson. Menning og samkennd – Gestur Guð- mundsson. Byggðamál – Ingi- leif Ástvaldsdóttir og/eða Hall- dór S. Guðmundsson. Fullveldismál – Valgerður Bjarnadóttir. Eiríkur Bergmann stjórn- málfræðingur hefur verið feng- inn til að ritstýra skýrslunni og hafa umsjón með fundaröðinni. Evrópu- skýrsla Samfylk- ingarinnar „NETIÐ-INFORMATION for tour-ists“ (Netid-info), sem rekið er af Netinu, markaðs- og rekstrarráðgjöf, prentar og dreifir um miðjan júní sumarútgáfu af bæklingi sínum. Þetta er annað árið sem bæklingurinn kem- ur út og hefur hann vaxið og dafnað með hverri prentun. Bæklingurinn, sem er rúmar 50 bls., er gefinn út í vasastærð og er fyr- ir erlenda ferðamenn sem dvelja í Reykjavík til lengri eða skemmri tíma. Honum er dreift án endurgjalds á öll hótel, gistiheimili og upplýsinga- þjónustur á höfuðborgarsvæðinu. Bæklingurinn inniheldur upplýsingar um veitingastaði, verslanir, ferðir, upplýsingar um alla sundstaði í Reykjavík, þ.e. aðstöðu í boði í hverri laug, verð, afgreiðslutíma og stað- setningu á korti. Í bæklingnum eru einnig upplýsingar um afþreyingu, menningarviðburði, tölfræði, svo sem meðalhitastig, fjölda erlendra ferða- manna og verðupplýsingar á ýmsum vörum og þjónustu. Einnig matar- uppskriftir, upplýsingar um kaffihús, bari og næturlíf í Reykjavík og margt fleira. Í bæklingnum eru tvö kort af Reykjavík, annað er miðbæjarkort en hitt er af Reykjavík í heild þar sem merktir eru inn á ýmsir staðir, s.s. sundlaugar, auk upplýsinga. Meðal nýjunga í sumarútgáfunni eru: ávarp borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, upplýsingar um söfn, skemmtanalíf og fleiri tölulegar upplýsingar. Einnig verður að finna upplýsingar um Reykjavíkurkortið, þýðingar á algengum íslenskum orð- um fyrir ferðamenn og annað gagn- legt. Samhliða bæklingnum er Netid- Info einnig með upplýsingamöppur á öllum hótelum og gistiheimilum í Reykjavík og nágrenni. Netið gefur út bækling fyrir ferðamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.