Morgunblaðið - 11.05.2001, Síða 49

Morgunblaðið - 11.05.2001, Síða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 49 Sæl værak ef sjá mættak Búrfell og Bala báða Lóndranga, Aðalþegnshóla ok Öndvert nes. Heiðarkollu ok Hreggnasa, Dritvík og möl fyr durum fóstru. (Vísa Helgu – Bárðarsaga Snæfellsás) Þegar ég fór að leita eftir ein- hverjum línum til að láta fylgja þessum skrifum, þá var þetta eitt af því fyrsta sem fyrir augun bar. Snæfellsnesið og öll þess náttúra var alltaf sterkur þáttur í lífi Ástu Jónsdóttur. Á Arnarstapa ólst hún upp í faðmi ástríkrar fjölskyldu. Og þar var framtíðin ráðin með kynnum hennar og Péturs. Og þar voru líka bundin vinabönd sem ent- ust æfina út. Betri vinkonur en mömmu og Ástu er vart hægt að hugsa sér. Trygglyndi þeirra og virðingu hvorrar fyrir annarri var hollt að kynnast. Gleði mömmu og tilhlökk- un á vorin þegar von var á Ástu smitaði út frá sér, og það var eins og hún kæmi með sumarið og sól- ina með sér. Hlusta á þær rifja upp æskuárin og kynni sín af fólki,var fróðleikur. Vísur um mannlífið undir Jökli kunni Ásta. Og eflaust SIGURÁST JÓNSDÓTTIR ✝ Sigurást (Ásta)Jónsdóttir fædd- ist 28. ágúst 1914 á Berghóli á Arnar- stapa. Hún lést 26. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 3. maí. hafa fleiri en ég fengið frá henni gullkorn á tímamótum lífsins. Hjartanlegar mót- tökur hjá henni og Pétri á Barónstígnum gleymast aldrei. Alltaf velkomin og veislu- matur á borðum. Kær- leikur Ástu til okkar systkinanna var eng- um dulinn og fyrir hönd okkar þakka ég allar góðar stundir. Elsku Gunna, Tommi, Ásta, Helga og Hrefna, megi guð vera með ykkur á þessum erfiðu stundum. Minning um yndislega konu lifir. Sigrún Ársælsdóttir. Ásta frænka mín er dáin komin á efri ár. Margar minningar á ég um Ásta frænku mína eins og hún var ávallt kölluð. Hún var föðursystir mín, vinkona og hluti af mínu lífi frá því ég var barn. Mér er því bæði ljúft og skylt að minnast hennar í þessum fátæklegu orðum. Ásta frænka var sjálfmenntuð kona og með afburðum fróð og með stál- minni. Það var eins og fletta upp í alfræðiorðabók að tala við hana. Það sem hún heyrði eða sá var geymt. Hún mundi öll símanúmer, mannanöfn og svo var hún ættfróð. Ásta frænka var mikil handvinnu- kona og var alltaf síprjónandi. Þeg- ar ég var barn bjó hún til nælur fyrir mig og Gunnu systur. Næl- urnar voru vettlingar sem hún prjónaði með stoppunálum og það tók hana langan tíma að prjóna þessa örsmáu vettlinga. Ásta frænka hugsaði vel um sína nán- ustu og vini. Hún fylgdist vel með öllum fram á síðasta dag. Um- hyggja hennar fyrir mér og mínum var dýrmæt og hún hringdi oft til að spyrja um líðan. Ég á eftir að sakna að heyra ekki í henni. Bið ég algóðan guð að blessa minningu Ástu frænku og votta fjölskyldu hennar samúð mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Svanborg Sumarrós Tryggvadóttir. Elsku amma mín, það er komið að kveðju- stund. Það er svo sárt að þú sért farin af þessari jörð en ég hugga mig við þá von að þú munir vaka yfir mér og passa mig og ástvini mína í framtíðinni. Kannski áttu eftir að fæð- ast aftur í öðrum líkama því að sál þín var enn ung þó að líkami þinn hafi ver- ið orðinn gamall. Þú varst svo yndisleg manneskja, amma mín, hjartahlý og góð. Ég man eftir heimsóknum mínum á Hofsvallagötuna þegar ég var lítil. Meðan þú og mamma sátuð inni í eld- húsi lékum við Fríða systir okkur inni í borðstofunni að alls konar smádóti sem þú áttir. Spádómshæfileikar þínir eru mér líka hátt í minni. Ég man eftir stórum fjölskylduboðum þar sem allar konurnar biðu í röðum inni í eldhúsi með kaffibollana sína, alveg óðar í að fá að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér. Ég var svo stolt af því að eiga ömmu með svona sjaldgæfan hæfileika, já, amma mín var spákona. Það var alltaf nóg af selskap og ýmsum ferðalögum í bollunum þínum. Ég fékk að njóta þess heiðurs að búa hjá þér í íbúðinni þinni á Hofsvallagötu. Ég bjó þar í ár þegar ég var níu og tíu ára og líkaði það vel. Þótt að það hafi verið þröng á þingi þennan tíma og ég, mamma og pabbi höfum þurft að deila herbergi saman var þetta besti staður sem ég hef nokkurn tímann búið á. Mér þykir svo vænt um þetta hús og stóra portið í miðjunni, HALLFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR ✝ Hallfríður Magn-úsdóttir (Fríða) fæddist á Hellissandi 30. júlí 1918. Hún lést á Elliheimilinu Grund 27. apríl síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 7. maí. þér þótti örugglega líka vænt um það fyrst að þú bjóst þar nánast alla sambúð ykkar afa og al- veg þangað til þú fluttir á Grund. Aldrei hef ég kynnst jafn kátri mann- eskju og þér, amma mín. Þú lést áhyggjur og erf- iðleika ekki ná tökum á þér og varst alltaf í góðu skapi. Á þessum 18 ár- um sem ég hef þekkt þig man ég ekki eftir að hafa séð þig í vondu skapi né man ég eftir einu nei- kvæðu orði koma úr munni þínum. Þú varst samt mjög sorgmædd þegar afi dó enda veit ég ekki betur en að þið hafið átt mjög lukkulegt hjónaband. Þú vildir öllum vel og varst mjög barngóð, ég tók eftir því í hvert skipti sem ég kom með Heru Mist í heimsókn til þín og líka á jólum síðustu ára þegar þú hafðir svo gaman af því að tala við Heiðu Maríu í rímum. Elsku amma, þótt ég sé mjög sorg- mædd yfir dauða þínum er ég ánægð yfir því að þú fékkst að yfirgefa þenn- an heim án þess að þurfa að þjást mik- ið. Ég er svo þakklát fyrir að hafa náð að koma til þín og vera hjá þér á loka- stundu þinni í þessu jarðneska lífi. Kæra amma, ég elska þig svo heitt og sakna þín svo mikið. Ég kveð þig nú, elsku amma mín, og vona að þú sért búin að hitta Benna afa, Magnús frænda og Guðjón Finn, bróður minn, á nýja heimilinu þínu í himnaríki. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Þín dótturdóttir, Borgný Haraldsdóttir. TIL SÖLU Blómabúð til sölu Vegna sérstakra aðstæðna er ágæt blómabúð í austurhluta Reykjavíkur til sölu. Verð 3,0 millj. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Ársalir, fasteignamiðlun, Lágmúla 5, sími 533 4200. Garðplöntusala Ísleifs Sumarliðasonar, Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ auglýsir tré, rósir og runna. Opið 10—19, sími 566 7315. Opinn fundur umhverfisráðuneytis og bæjarstjórnar Seyðisfjarðar um hreinsun olíu úr El-Grillo laugardaginn 12. maí 2001 í Félagsheimilinu á Seyðisfirði kl. 16.00. Dagskrá: Fundarstjóri: Jónas A. Þ. Jónsson, forseti bæjarstjórnar. Setning: Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri. Kynning á stöðu mála: Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra. Kynning á útboðs- og tilboðsferli: Birgir Guðmundsson, Ríkiskaupum. Kynning á framkvæmd hreinsunar: Fulltrúar frá Riise Underwater Enginering, Noregi (RUE). Pallborðsumræður. Þátttakendur í pallbori: Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, sem jafnframt stjórnar umræðum, Ólafur Sigurðs- son, bæjarstjóri, Ingimar Sigurðsson, formaður nefndar um El-Grillo, Birgir Guðmundsson, frá Ríkiskaupum og fulltrúi frá RUE. Erindi fulltrúa RUE og þátttaka hans í pallborði verður túlkuð á íslensku. NAUÐUNGARSALA STYRKIR Minningarsjóður Heiðar Baldursdóttur Stjórn Minningarsjóðs Heiðar Baldursdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir á sviði sérkennslu, blöndun fatlaðra og ófatlaðra barna og boðskipta. Í umsókn skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar: 1. Greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og áætlaðri framkvæmd. 2. Áætlun um upphaf og lok verkefnis og/eða áfanga. 3. Sundurliðuð kostnaðaráætlun. 4. Aðrar upplýsingar, s.s. fyrirhuguð kynning og nýting á niðurstöðum. Greinargerð skilist til sjóðstjórnar að loknu verkefni. Umsóknir skulu berast stjórn sjóðsins fyrir 29. maí og skal senda þær til formanns sjóðstjórnar, Þóru Kristinsdóttur, Kennara- háskóla Íslands. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  1825118½  Vf. I.O.O.F. 12  1825118½  Lf. Sunnudagsferð 13. maí kl. 13: Stóra-Sandvík — Eldvörp — útilegumannakofarnir. 2. áfangi Reykjavegarins. Aðeins um 3 klst. ganga. Gefum öllum tækifæri til að byrja núna í þess- ari spennandi 10 ferða rað- göngu. Minjaferð í Krýsuvík og hvala- skoðun er frestað. Sjá heimasíðu: www.utivist.is og textavarp bls. 616. Fuglaskoðunarferð laugard. 12. maí kl. 9:00. Sést hafa allt að 79 teg. Birtist sú 80. núna? Fararstjóri Einar Þorleifsson, verð 1.800. Samstarf FÍ, Hins íslenska náttúrufræðifélags og Fuglaverndarfélags Íslands. Allir velkomnir. Þorlákshöfn — Selvogur 13. maí kl. 10:30. Um 4 klst ganga. Fararstjóri Sigurður Kristjáns- son, verð 1.800. Brottför í báðar ferðir frá BSÍ og Mörkinni 6. Hvítasunna með FÍ: Eiríksjök- ull 1.—3. júní, Hvannadals- hnúkur 1.—4. júní. Pantið strax á skrifstofu, s. 568 2533. Aukaferð á Víknaslóðir 23. júlí, fólk af biðlistum hafi sam- band sem fyrst. Aukatrússferð um Laugaveginn í júlí. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. Uppboð Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp á Höfðabraut 6, Hvammstanga, mánudaginn 21. maí 2001 kl. 15.00: JM 172 Dodge, árg. 1985 KJ 110 Massey Ferguson RP 200 Welger árg. 1994 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Blönduósi, Blönduósi, 10. maí 2001. NAUÐUNGARSALA R A Ð A U G L Ý S I N G A R Nauðungarsölur Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 17. maí 2001 kl. 14.00 á eftir- töldum eignum: Borgarflöt 1A, Sauðárkróki, þingl. eign Lóns eignarhaldsfélags ehf. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. M/b Bylgja SK-6, skrnr. 1819, þingl. eign Hofskeljar ehf. Gerðarbeið- andi er Veiðarfærasalan Dímon hf. Byrgisskarð, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Leifs Hreggviðs- sonar. Gerðarbeiðandi er Búnaðarbanki Íslands hf. Fornós 4, Sauðárkróki, þingl. eign Hlyns Guðmundssonar og Guðnýjar Loftsdóttur. Gerðarbeiðandi er Alexander mikli hf. Miðsitja, Akrahreppi, þingl. eign Jóhanns Þorsteinssonar og Sólveigar Stefánsdóttur. Gerðarbeiðandi er Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 9. maí 2001. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Birting afmælis- og minningargreina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.