Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 50

Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ég vil í nokkrum orðum minnast frænda míns, Jóhanns, og þakka honum fyrir samfylgdina í gegnum árin og sérstaklega fyrir það að vera eins og hann var. Hann var einstakur maður og það var ekki allra að fara í fötin hans enda var hann lítt gef- inn fyrir að fara í fótspor annarra. Hann var skarpgreindur, næmur á umhverfi sitt og gat verið harður og fylginn sér við samferðamenn sína sérstaklega ef honum fannst gerðir þeirra halla á lítilmagnann í þjóð- félaginu. Hann var fréttaritari á Seyðisfirði fyrir hin ýmsu blöð til margra ára, var góður penni og lét því oft í sér heyra sem slíkur um mál sem vörðuðu Seyðisfjörð sér- staklega. Við erum báðir af Krossaættinni og það fór víst ekki hjá því að við vissum af því báðir tveir og vorum mikið stoltir af. Ég átti því láni að fagna að starfa með frænda við kennslustörf við Seyðisfjarðarskóla í um 15 ár. Hann kom til kennslu við skólann haustið 1968, þá að segja má beint af sjónum, og hann starfaði við þann sama skóla þar til hann lét af störfum sem fastráðinn kennari 1989. Frændi var metnað- arfullur, traustur, ákveðinn og sér- lega áhugasamur kennari. Honum var mjög annt um skólann sinn, orðspor hans og þeirra nemenda sem þar stunduðu nám. Hann var ekki nýjungagjarn eða fjölbreyti- legur í kennsluháttum, notaði sínar eigin aðferðir, sem voru ekki flókn- ar en skiluðu oftast góðum árangri. Hans aðalkennslugreinar voru móð- urmálið og enska. Haft hefur verið á orði um þá nemendu marga sem nutu leiðsagnar hans og fóru síðan til framhaldsnáms í aðra skóla að þar hafi verið lagður skilvirkur og góður grunnur í þessum greinum. Hafi hann kærar þakkir fyrir það. Hugur hans á yngri árum hafði legið til þess að fara til frekara framhaldsnáms, en atvik höguðu því þannig að úr því varð ekki. Ég trúi því að meðal annars þess vegna hafi hann lagt svo mikla áherslu á að við Seyðisfjarðarskóla væri sem oftast í boði fjölbreytt fræðsla fyrir fullorðna og þá aðra sem voru utan skólans. Kvöldnámskeið fyrir full- orðna í hinum ýmsu greinum var fastur liður hjá Seyðisfjarðarskóla í allmörg ár og þar lá frændi ekki á liði sínu við að leggja fram krafta sína við kennslustörf og að lokka fram nemendu til námsins. Já frændi, hafðu kærar þakkir fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- JÓHANN JÓHANNSSON ✝ Jóhann Jóhanns-son fæddist á Ísa- firði 8. ágúst 1919. Hann lést á Seyðis- firði 24. apríl síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Seyð- isfjarðarkirkju 2. maí. an við að gera þessi námskeið að veruleika og þó að vissulega tækjumst við stundum á um leiðirnar þá var markmiðið okkar alltaf það sama. Ef ég man rétt þá voru ekki alltaf til peningar til að greiða laun fyrir kennsluna. Þú, sem alla tíð varst harðastur manna á því að sann- gjörn laun fyrir vinnu- framlag hefðu forgang fram yfir allt annað og frá því mætti aldrei hvika, fékkst ekki alltaf það sem þér bar. En um það var samningur okkar á milli. Eftir að ég hvarf frá kennslu við Seyðisfjarðarskóla 1985 og tók við starfi bæjarstjóra hjá Seyðisfjarð- arkaupstað hættu bein dagleg sam- skipti okkar frænda. Við misstum hins vegar aldrei sjónar hvor af öðrum og fylgdumst náið og vel með störfum hvors annars. Allmörg samtölin áttum við um m.a. skóla- mál og þróun þeirra sem ekki var alltaf að skapi frænda nú hin síðari árin. Í allmörg ár var fastur liður að frændi hringdi í bæjarstjórann sinn og skiptist við hann á skoð- unum um m.a. tvennt. Álagningu fasteignagjalda þegar hún lá fyrir í janúar mánuði ár hvert og snjó- mokstur á götum bæjarins þegar hans þurfti við, sem var oft hér fyrr á árum. Í samtölum þessum, sem voru allmörg töluðum við frænd- urnir oft skilmerkilega hvor til ann- ars, ekki alltaf sammála eins og gengur en oftast lauk samtölum okkar á þann veg að báðir voru sáttir. Fyrir þessar stundir okkar, frændi, vil ég þakka þér sérstak- lega því þó að mér finndist á stund- um að þú sæktir fast að okkur í þessum málum og mörgum fleirum, þá hefði ég ekki viljað vera án þeirra eða þín þegar ég nú horfi til baka. Að lokum frændi þakka þér fyrir að vera eins og þú varst. Þakka þér fyrir leiðsögnina í gegn- um árin. Kveðja til hennar Dóru minnar, við sjáumst síðar. Inga Hrefna fjölskylda og frænd- fólk, minning um góðan mann lifir. Þorvaldur Jóhannsson, Seyðisfirði. „Á ljósvakans öldum líður að kveldi lát þitt í sunnanþey“. (K.I.) Það var frostkali í nótt, hemað á pollum. Hætt við að ljósgrænu gróðurnálinni sem kemur undan sköflunum á túninu hafi kólnað í nótt en nú er sólin byrjuð að skína og þá hlýnar. Það hvílir skýjahula yfir Skjaldfannardal en út í Djúpið er skínandi bjart að líta. Það er silf- urgljái á Snæfjallaströnd og glamp- andi sól á Hyrnunum. Þar svífa nokkrir léttir skýjahnoðrar, undan- farar sunnanáttar. Lognsléttur sjór. Ég veit að aldan hnígur mjúklega að sandfjörunni á Melgraseyri frá Oddum og inn að Paradís, að Stóri- steinn og Bjarnarsker eru á sínum stað og Sandhóll og Langarif eru áfram útverðir og taka jafnt á móti lognöldu og svarrandi brimi. Þetta er myndin sem ég hefði viljað bregða upp fyrir Dadda vini mínum í bréfinu sem ég var ekki búin að skrifa honum. Það fór nú svo að hann átti seinasta bréfið í okkar skiftum. Á kveðjustund horfði hann yfir Seyðisfjörð og naut vorblíðunn- ar þar. Hann var náttúruunnandi og gott að kveðja þannig en ekki á sjúkrabeði. Það hefði ekki átt við skap Jóhanns Jóhannssonar kenn- ara. Í mínum huga og minna var hann Daddi frá Melgraseyri. Hann var fæddur á Ísafirði en missti móður sína fjögurra ára. Jóhann Eyfirðingur faðir hans, stóð uppi með stóran barnahóp og leitaði til vinafólks á Melgraseyri, Jóns H. Fjalldals og Jónu Kristjánsdóttur er þar bjuggu. Hvort drengurinn átti að vera þar skamman tíma eða langan veit ég ekki, en á Melgras- eyri var hann sín uppvaxtarár. Þannig myndaðist vinátta milli hans og Halldórs Þórðarsonar mannsins míns sem átti heima á Laugalandi, næsta bæ við Melgraseyri. Þórður á Laugalandi og Jón á Melgraseyri voru bræður og því meiri samgang- ur og nánari. Á Ármúla, öðrum ná- grannabæ, bjó Hannes Gíslason, móðurbróðir Dadda, og þar uxu upp fjórir frændur hans. Halldór og Gerður börn Jóns og Jónu voru ívið eldri, en á Melgraseyri var jafnan margt af fólki og fleiri börn og ung- lingar alin þar upp. Litli móðurlausi drengurinn bjó við gott atlæti en lengi hlýtur að búa sorg og sökn- uður í sál barns sem skyndilega er hrifið úr móðurfaðmi og frá systk- inum, en af því fara engar sögur. Á stofuvegg mínum hangir skóla- spjald merkt unglingaskólanum í Reykjanesi 1935. Þetta er nokkuð sérstakt spjald. Skýrar vangamynd- ir teiknaðar af einum nemandanum, Jóni Höskuldssyni frá Tungu. Þarna eru þeir Daddi á Melgras- eyri, Dóri á Laugalandi og Geiri á Ármúla. Alls eru þarna 15 nem- endur og myndir merktar upphafs- stöfum þeirra. Reykjanesskóli var nýlega stofnaður og það þótti sjálf- sagt að hver unglingur í Djúpinu færi þangað og nýtti sér námið þar. Þá voru Vestfirðingar stórhuga og Jón H. Fjalldal fóstri Dadda var mjög í fararbroddi þeirra er vildu stuðla að ræktun lýðs og lands. Að sjálfsögðu vann Daddi að búi fóstra síns á uppvaxtarárunum og átti mörg spor við fjárgæslu, heyskap og annað er til féll. Því var myndin er ég dró upp í skrifum mínum hon- um einkar vel kunn en enginn þarf að halda að þannig sé alltaf í Djúpi. Það var róið fram í „Fagranesið“ – Djúpbátinn – tvisvar í viku hvernig sem veður var og NA-áttin getur orðið öskrandi hvöss með tilheyr- andi fannburði og frosthörku. Leið- ir bernskufélaganna skildi um tví- tugt og eftir það varð lítið um samfundi. En samt voru einhverjar þær taugar sem árin slitu ekki og þeir höfðu samband í síma og öðru hvoru fóru bréf milli Laugalands og Seyðisfjarðar. Halldór dó 1995 og þá kom að sjálfu sér að ég tók að mér að halda sambandinu við. Daddi hafði áhuga á mönnum og málefnum hér vestra og lét þess oft getið. Við hittumst aðeins einu sinni, fyrir austan, báðum til ánægju. Úr ferðalaginu hans á gamlar slóðir varð ekki og bréfið sem ég ætlaði að skrifa til hans þessa dagana og spyrja um ým- islegt frá liðnum dögum verður nú kveðjubréf og þakkir fyrir vináttu og hlý orð. Ég mun sakna þess að sjá ekki umslag í póstinum með stórri og greinilegri utanáskrift til mín og þakka honum af heilum huga. Skömmu eftir sl. áramót fór ég í fuglatalningu niður að Melgras- eyri og gekk frá Sandhól inn að Melgraseyrarbryggju þar sem köll- uð er Paradís. Það er gamalt heiti og þar eru leifar og tættur af naust- um og sjávarhúsum frá löngu liðn- um tíma. Þarna var líka „Grænn“ báturinn sem róið var fram á Mel- graseyri eða leifar hans. Honum var brýnt þar í síðasta sinn og fún- ar niður og hverfur í svörðinn. Svo gekk ég upp á túnið og staldraði við í litla kirkjugarðinum þar sem vinir og vandamenn hvíla. Ég reyndi að festa mér sem flest í minni og skrif- aði Dadda. Í svari hans fann ég að þessi frásögn gladdi hann og einnig vitneskjan um áframhaldandi bú- skap á Melgraseyri og Laugalandi og að aftur væri kominn þar Hall- dór Þórðarson. Ingu Hrefnu og fjölskyldunni sendi ég einlægar samúðarkveðjur og að lokum; Hátt yfir öldum hnitar stakur már, húmdökkur skógur fjallabrekkum í. Suðvestan kaldinn sveittar þerrar brár sungið skal barni vögguljóð á ný. Þó ár þín liðu fjarri bernskubyggð og brottu flestir sem að þekktir hér. Var sami hugur. Söm var æ þín tryggð. Síðasta kveðja úr Djúpi fylgi þér. (Á.K.) Ása Ketilsdóttir, Laugalandi. Þú færð að sofa er vorsins vörmu hendur vagga í gælni og rælni stráum ungum og ljósgrænn stararsprotinn talar tungum við tjarnarvatnið blátt, en drottins sól, á degi mikils friðar, hún dregur örþunn slæðutjöld til hliðar: og hafið ekki hátt, og hratt og kyrrlátt yfir undirlendi og allt til miðra hlíða skugga vefur af litlu skýi. Hljóður hreyfir við hárlokkum þínum góður blær. Þú sefur. (Guðmundur Böðvarsson.) Takk fyrir allt, elsku pabbi, Heiðbjört og Helena. Jóhann Jóhannsson, kennari á Seyðisfirði, verður eftirminnilegur maður þeim sem honum kynntust. Hann var hár og spengilegur og bar sig vel, fölleitur og skarpleitur með tindrandi og vökul augu. Handtak hans var fast, orðfærið ákveðið og oft kappsfullt þegar hann sótti í sig veðrið í samræðum, lá sjaldan á skoðunum sínum og fór ekki með hálfkveðnar vísur. Ytri framganga og hans innri maður eins og ég kynntist honum rímuðu óvenju vel saman, hvoru tveggja fágað og heilsteypt. Jóhann var einlægur sósíalisti að lífsskoðun, mótaður af vestfirskum uppruna sínum, missti móður sína innan við ársgamall og ólst upp við kröpp kjör þeirrar tíðar hjá fóstur- foreldrum við Djúp. Sjórinn var honum ekki síður kær en landið og samskipti við hafið bláa mótuðu hann framan af ævi. Til hafsins leitaði hann á seinni árum endurnæringar á trillu sinni ekki síður en til landsins í göngu- túrum og á rjúpnaveiðum. Kynni okkar Jóhanns hófust á 7. áratugnum í félagsmálastarfi Al- þýðubandalagsins á Austurlandi þar sem hann var ætíð með traust- ustu liðsmönnum ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingu Hrefnu, og stórum frændgarði. Hann lagði mikið á sig fyrir málstaðinn heima og heiman, sótti fundi oft langt til og var fyrstur manna á vettvang þegar þingmenn flokksins létu sjá sig í heimabyggðinni. Um tíma sat hann í bæjarstjórn Seyðisfjarðar fyrir Alþýðubandalagið og var oft í forystu fyrir félagið heima fyrir. Mér er minnisstætt eitt sinn er ein- hver doði hafði verið yfir félags- skapnum að Jóhann dreif upp kosn- ingaskrifstofu í húsnæði við aðalgötuna og setti allt á fullt í að- draganda alþingiskosninga. Það munaði um slíkan liðsmann. Jóhann var prýðilega ritfær, hafði gott vald á íslensku máli og var ólatur að festa hugsanir sínar á blað. Hann lét Vikublaðið Austur- land njóta þessa um áratugi, sendi því fjölda fréttapistla úr heimabæ og stundum greinar. Í fórum mín- um á ég mörg bréf frá Jóhanni sem hann sendi mér sem þingmanni og félaga. Þar reifaði hann áhugamál sín og stundum áhyggjur af flokkn- um og fulltrúum hans. Hann hikaði ekki við að gagnrýna stefnu og störf forystumanna ef svo bar undir og færði þá jafnan fram rök fyrir máli sínu. Orðtækið gamla, sá er vinur er til vamms segir, átti vel við um Jó- hann. Að leiðarlokum minnist ég hans með hlýju og virðingu. Við Kristín sendum Ingu Hrefnu, börnum þeirra og tengdafólki innilegar sam- úðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson. Bragi Magnússon er mjög eftirminnilegur maður. Segja má að hann hafi látið sér fátt mannlegt óviðkomandi í siglfirsku samfélagi og var á tíðum merkisberi íþrótta- og menningarmála á staðnum. Hann var mikill íþróttamaður og margt til lista lagt – teiknari og fékkst við skriftir – en fyrst og fremst sagna- maður hins talaða orðs. Óþreytandi var hann að miðla samferðamönnum af ríkulegri reynslu sinni og tala á mannamótum um mikilvæg sameig- inleg hagsmunamál okkar Siglfirð- inga. Ekki var hann alltaf sammála síðasta ræðumanni eða allir sam- mála sjónarmiðum Braga en alltaf kom sagan sem sem hann tengdi á glettnisfullan eða dramatískan hátt málefninu. Úr svip hans skein festa og húmor og þannig voru verk hans. Fyrr á árum þjálfaði Bragi teikni- gáfu sína og gerði margan karikatúr- inn af sérkennilegum mönnum í bænum og víða hanga dýrmætar myndir hans af húsum og mannvirkj- um sem hurfu með síldinni. Nokkuð af skáldskap hans hefur birst á prenti og fluttar voru í útvarpi rit- BRAGI MAGNÚSSON ✝ Bragi Magnús-son fæddist á Ísa- firði 14. janúar 1917. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 24. apríl síð- astliðinn og fór útför hans hans fram frá Siglufjarðarkirkju 5. maí. aðar frásagnir eftir hann. Ljóðið Maríu- leiði, sem hann orti um siglingu Gústa guðs- manns á drottins sjó, sýnir vel skáldskapar- gáfu hans. Á miðjum áttunda áratugnum beitti Bragi sér fyrir því í gegnum Kiwanisklúbbinn að 20. maí, sérstakur afmæl- isdagur Siglufjarðar, var gerður að árlegum hátíðardegi. Um nokk- urra ára skeið virkaði Bragi sem ötull fram- kvæmdastjóri þessa menningardags þar sem myndlist og skáldskapur sátu í öndvegi. Og við öðru var ekki að búast af Braga Magnússyni en honum væri saga Siglufjarðar kær og hann legði nokkuð af mörkum til uppbyggingar safnsins okkar. Hann sat um skeið í byggðasafnsstjórn, tók þátt í fyrstu söfnunaraðgerðum með Frosta Jó- hannsyni 1977–78 og var einn af stofnfélögum Félags áhugamanna um minjasafn haustið 1989. Nokkr- um vikum fyrir stofnun félagsins tók hann að sér að stýra vinnuflokki unglinga við að bjarga gömlum og mikilvægum gripum úr geymslu- skemmu sem brotnað hafði undan snjóþunga. Þannig má líta á Braga sem einn fyrsta áhugamanninn og málsvara hins mikla verks sem lengi mun standa. Fyrir það stöndum við í sérstakri þakkarskuld við Braga Magnússon. Örlygur Kristfinnsson.                                   ! !              !" #     $    %    & '  ( )   '     !  *)         # $   +     + # ,         !  $ $" -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.