Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 52
MINNINGAR
52 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Dýpsta sæla og sorgin
þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.)
Líkt og ljóðið hér að ofan greinir
er Smári Freyr, yndislega litla
barnabarn okkar og frændi, hin
dýpsta sæla og nú sorgin þunga. Við
sameinuðumst öll í hamingjunni þeg-
ar hann fæddist. Buðum hann hjart-
anlega velkominn í þennan heim og í
fjölskyldu okkar. Hvern hefði grun-
að að svona skömmu síðar yrðum við
sameinuð í sorginni? Smári Freyr er
látinn. Þvílíkt reiðarslag. Þessi litli
sólargeisli sem geislaði af heilbrigði,
persónuleika og tærri gleði. Yngsti
meðlimur fjölskyldunnar. Smári hef-
ur nú verið numinn frá okkur eftir
allt of skamma veru á þessari jörð.
Þegar upp kemur svona óréttlát og
óskiljanleg staða er manni orða vant.
Smári Freyr – engilfríður drengur
og sannast sagna hið fullkomna
barn. Rólegur, ljúfur og brosmildur
með eindæmum. Smári Freyr, með
risastóru, dökkbrúnu augun sín.
Augun, speglar sálar hans, munu
fylgja okkur í minningunni um
SMÁRI FREYR
KRISTJÁNSSON
✝ Smári FreyrKristjánsson
fæddist í Reykjavík
23. júlí 2000, sonur
Margrétar Westlund
og Kristjáns Óskars-
sonar. Hann lést á
Borgarspítalanum 4.
maí síðastliðinn.
Útför Smára
Freys fer fram frá
Hjallakirkju í dag og
hefst athöfnin klukk-
an 15.
ókomna tíð og brosið
svo einlægt og sætt
mun veita okkur hugg-
un harmi gegn. Á
stuttri ævi náði Smári
Freyr að bræða hjörtu
þeirra er komust í ná-
vígi við hann, hvort
sem fólk þekkti til hans
eða ekki. Þessu til vitn-
is má nefna það, að
hann ferðaðist til Ítalíu
með móður sinni og
ömmu til að hitta stóra
bróður sinn, Stefán Ró-
bert. Hver sá sem á
vegi þeirra varð og gaf
barninu gaum kallaði upp yfir sig af
hrifningu „bellissimo“ (fallegur),
slíkt var aðdráttarafl hans. Þessu
fólki var verðlaunuð athyglin með
fallegu og einlægu brosi barns, sem
vakti ennþá meiri kátínu þeirra er
hrósið höfðu gefið. Litli drengurinn
okkar allra, sem var nýbúinn að læra
að segja mamama og pabbbbbb, sem
gladdi foreldra hans svo óendanlega.
Drengurinn sem fylgdist svo grannt
með Ómari stóra bróður sínum, til að
læra allt sem strákar þurfa að læra,
sefur nú og að eilífu. Hann er orðinn
engill. Margir eiga um sárt að binda
þegar andlát barns ber að. Helst þó
Margrét og Kristján, foreldrar
Smára Freys, og bræður hans tveir,
Ómar Freyr og Stefán Róbert. Það
er einlæg von okkar að fjölskyldan
finni styrk hvert hjá öðru og leiti sér
stuðnings hjá okkur hinum til að
vinna bug á sorginni. Við hin grátum
líka, en erum þakklát fyrir þá sam-
veru og þau kynni sem við höfðum af
slíkum ljúflingsdreng sem Smári
Freyr var. Sársaukinn er óbærileg-
ur, en minningin lifir. Góður Guð
verndi hann og vaðveiti.
Þetta er aðeins
örstutt leið,
ekki svipstund
milli dauðans
og lífsins,
en gjarna hefði ég
viljað fylgjast með þér
þann spöl.
(Þorgeir Sveinbjarnarson.)
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Steingrímur og Katherine
Westlund, Kristín María,
Edward Jóhannes, Súsanna
Rós og Katrín Guðlaug
Westlund, makar og börn.
Smári Freyr litli frændi okkar er
látinn. Við elskum hann og söknum
hans mjög mikið.
Smári litli er orðinn engill og við
biðjum Guð að geyma hann.
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
Einn þú hefur allt í höndum,
öll þér kunn er þörfin mín,
ó, svo veit í alnægð þinni
einnig mér af ljósi þín.
Anda þinn lát æ mér stjórna,
auðsveipan gjör huga minn,
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Ástar- og saknaðarkveðjur frá
Söru Rós, Önnu Lísu, Daníel
Charles, Sindra Jóhannesi,
Einari Sveini, Kristínu Evu
og Katrínu Ásu.
✝ Jónína GuðrúnJónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 24.
júlí 1917. Hún lést
þriðjudaginn 1. maí
síðastliðinn. Jónína
er ein af tíu börnum
Jóns Tómassonar
verkamanns og
Guðrúnar Hákonar-
dóttur húsmóður.
Hinn 20. desember
1947 giftist Jónína
Alfreð Antonsen
bakarameistara, f.
29.1. 1914, d. 31.12.
1993. Þau eignuðust
þrjú börn: Birgir er málara-
meistari í Reykjavík, hann á
eina dóttur, Ingu Jónu, Hafdís
lést 1990, og Erla er skrifstofu-
maður í Kópavogi, gift Ásgeiri
Þorvaldssyni, og
eru börn þeirra
Þorvaldur, Hákon
og Berglind.
Jónína bjó alla
sína ævi í Reykja-
vík. Framan af ævi
vann Jónína ýmis
afgreiðslu- og
verkakonustörf.
Þau Alfreð bjuggu
lengstum að Gnoð-
arvogi 30. Þau voru
bæði töluvert í
félagsmálum og var
Alfreð lengi í
stjórnum bakara-
sveinafélaga, en Jónína í ýmsum
kven- og líknarfélögum.
Útför Jónínu fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku amma, það er sárt að þurfa
að kveðja þig.
Minningarnar um þig streyma um
hugann og allar eru þær góðar.
Minningar eigum við um þig frá
barnæsku okkar alveg fram á síðasta
dag, hvað þú varst alltaf elskuleg og
kærleiksrík við alla í þínu umhverfi.
Ást þín á börnum þínum og barna-
börnum var óendanleg, það var
greinilegt í öllum þínum verkum.
Alltaf hugsaðir þú um fjölskylduna
fyrst og fremst og engin takmörk
virtust vera fyrir fórnfýsinni.
Það er erfitt fyrir okkur að hugsa
til þess að vera án þín, okkar ævi er
rétt að byrja og þú hefur verið hjá
okkur allan tímann sem styrk stoð
sem alltaf var hægt að leita til. Við
eigum mest eftir að sakna litlu hlut-
anna, hvort sem það var að spila vist,
þorrablótin, eða bara það að þú rugl-
aðir nöfnunum á okkur saman, sem
fékk okkur alltaf til að brosa.
En lífið gengur sinn gang og nú er
víst komið að kveðjustund, elsku
besta amma, takk fyrir allt sem þú
gafst okkur, ástina, hugulsemina og
allar skemmtilegu stundirnar sem
við geymum í hjörtum okkar.
Hvíldu í friði við hlið afa og
Hædýjar.
Þorvaldur Örn, Hákon Orri
og Berglind.
Mig langar í örstuttu máli að
kveðja í hinsta sinn kæra frænku og
vin, sem verður jarðsungin í Reykja-
vík í dag.
Þegar ég við þessi leiðarlok lít yfir
farinn veg, verður mér ljóst að allt
mitt líf var hún þar. Allt frá fæðingu
okkar systkinanna og fram á þennan
dag var hún stór hluti af lífi okkar.
Hún var sú er passaði okkur ef móðir
okkar veiktist eða fór í ferðalög.
Heimili hennar var okkar þegar við
þurftum á því að halda. Upp í hug-
ann koma ýmis atvik, gjarnan tengd
gleði og léttleika. Það var ætíð gam-
an að heimsækja Jónu og þaðan fór
maður ætíð mettur á sál og líkama.
Og þrátt fyrir mikinn aldursmun þá
áttum við oft skemmtilegar sam-
verustundir þar sem hún var að
segja mér á sinn hátt frá Reykjavík
gömlu daganna. Þær frásagnir voru
kryddaðar gamansögum um menn
og málefni. Þegar við systkinin vor-
um að metast eða stæla eins og kem-
ur fyrir á bestu bæjum, gat ég alltaf
treyst á að Jóna frænka stæði mín
megin. Hún var sú er reyndi með
litlum árangri að kenna mér dans-
sporin, sjálf hafði hún unun af dansi
og naut sín vel á dansgólfinu.
Léttleiki og væntumþykja voru
þeir eiginleikar í fari Jónu sem heill-
uðu mig mest. Nú varð það í raun
þannig að þessi kona átti ekki alltaf
áhyggjulausa ævi. Hún þurfti að búa
við ýmislegt sem aðrir hefðu ekki
sætt sig við með slíku jafnlyndi og
hún gerði. Í hartnær hálfa öld sá hún
um þroskahefta dóttur sína á heimili
sínu og bjó henni það öryggi sem
best varð á kosið. Þar var aldrei talað
um skyldur eða reglur samfélagsins.
Hún ásamt manni sínum leysti það
mál, og það var ekkert verið að tala
um það á torgum.
Þannig kona var Jóna frænka mín.
Þegar foreldrar mínir flytjast til
Keflavíkur, varð heimili Jónu fastur
áfangastaður í Reykjavíkurferðum
fjölskyldunnar. Svo til aldrei var far-
ið í Reykjavík nema komið væri við í
Gnoðarvogi 30. Nú er sá kafli í lífi
okkar búinn.
Ég vil að endingu þakka Jónu fyr-
ir alla þá hlýju og væntumþykju sem
hún sýndi okkur systkinunum, full-
viss um það að í húsi Guðs er pláss
fyrir slíkar konur sem Jónu frænku.
Jón Kr. Kristinsson.
JÓNÍNA GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
6
- 5
1
)5)
&%
-6:
0
/
13 )-31 " ?!
) @
1 -
+
" +1
)1 +
,
-
)5!
3 )
) & ( ' !2
( &
2 &
& 2
, & //
$ $" $ $ $" -
.
"
"
#>6/6.
/0%
2
$&!
!$;!;'!
#"
)
( 1 $!" 0
/ !" , ! =
0 ! $!" -
"
"
6&A:/>/6&%
0%
1 2 ),
:
$%!
!$&!''!
+ 0 &
/ 10 ) ( > ,
$!" 0
= 0 +
$ $" "$" -
=4&4::/
.
1 2 "
;
+ ),
1
$%!
!$$!''!
/ = B!2
( = B!2
1 = B!2 ,+
: += B!2 ' ! &B
C = B!2 ( -!" )
' :-= B!2 + 1
'-= B!2 2(
) = B!2 &
1 -= B!2 %"1&
$ $" $ $ $" -
6
,
1)5)
1 -
"
"-
-
6:
0&-/440%0%
= 8
1 1 -
( B 212
! ( B :
:21 ( B ( '
/ ( B = D
$!" : <( B
212 ( B : <&
$ $" $ $ $" -