Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 65

Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 65
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 65 K O R T E R fyrra að öðru leyti en því að nú þurfa öll hross sem koma til dóms að vera einstaklingsmerkt, þ.e. frostmerkt eða örmerkt. Skal þeirri merkingu vera lokið þegar hrossin eru skráð á sýningarnar. Nú verður ekki miðað við sér- staka lágmarkseinkunn inn á yfir- litssýningarnar heldur verður heim- ilt að mæta á þær með öll hross sem verða hæfileikadæmd. Þá er minnt á að allir stóðhestar sem koma til sýningar skulu blóð- prófaðir með tilliti til ætternis. Þessi ætternispróf eru nú umráðamönn- um stóðhesta að kostnaðarlausu vegna rannsóknarverkefnis um erfðabreytileika í íslenska hrossa- stofninum. Kynbótasýningar verða sem hér segir sumarið 2001: Reykjavík 21.–27. maí Hella 28. maí–9. júní Vindheimamelar 30. maí–2. júní Húnaver 5.–6. júní og 8. júní Melgerðismelar 7.–9. júní Hornafjörður 11. júní Stekkhólmi 13.–15. júní Borgarnes 11.–16. júní FM á Vesturlandi 6.–8. júlí. Síðsumarsýningar: Vindheimamelar 3.–4. ágúst Borgarnes 10. ágúst Hella 27.–31. ágúst. Allar nánari upplýsingar um kyn- bótasýningarnar eru á www.bondi.is/wpp/bondi.nsf/pages/ hrossaraekt. NÚ styttist óðum í að eigendur kyn- bótahrossa leiði hross sín fyrir dóm og verður fyrsta kynbótasýningin, fyrir utan vorsýningarnar um dag- inn, í Reykjavík dagana 21.–27. maí nk. Alls verður boðið upp á sýningar á átta stöðum á landinu fyrir utan Fjórðungsmótið á Kaldármelum í byrjun júlí. Auk þess verða síðsum- arsýningar í ágúst á þremur stöðum. Samkvæmt upplýsingum frá Ágústi Sigurðssyni hrossaræktar- ráðunauti á heimasíðu Bændasam- takanna er ekki fyrirfram vitað um þátttöku í sýningunum og verður sýningardögum fjölgað ef hún verð- ur mikil. Skipulag og framkvæmd sýning- anna verður með sama sniði og í Styttist í kynbóta- sýningar sumarsins UNDIRBÚNINGUR heims- meistaramótsins í Austurríki gengur samkvæmt áætlun og er búist við 150 þátttakendum á mótinu sem fer fram á Stadl Paura 12.–19. ágúst. Eftirfarandi þátttökuþjóðir innan FEIF hafa tilkynnt þátttöku: Ísland, Danmörk, Þýskaland, Færeyjar, Finn- land, Frakkland, Bretland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Noregur, Austurríki, Svíþjóð, Sviss og Bandaríki Norður- Ameríku. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu FEIF hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir vegna bresku þátttakend- anna. Ef svo færi að vegna gin- og klaufaveikinnar yrði hrossum frá Bretlandi ekki leyft að koma inn í Austurríki verður bresku þátttakendun- um útveguð hross í Austur- ríki. Gæti þurft að útvega Bretum hross fyr- ir HM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.