Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 67

Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 67 NÝLEGA var undirritaður í húsa- kynnum Karls K. Karlssonar hf. samstarfssamningur á milli Auðar Björnsdóttur og Purina-umboðs- ins á Íslandi. Auður Björnsdóttir er hunda- þjálfari og hefur m.a. þjálfað blindrahunda á vegum Sjón- stöðvar Íslands auk þess sem hún þjálfar leitarhunda fyrir Björg- unarsveit Íslands. Auður er nú að hefja þjálfun á hundi til aðstoðar fötluðum einstaklingi. Grámanns Askja er 11 mánaða þýskur fjár- hundur og mun Auður þjálfa hana til þess að aðstoða fatlaðan dreng. Hlutverk Grámanns Öskju verður m.a. að styðja drenginn á göngu, bera tösku fyrir hann, hjálpa honum að standa upp og sækja það sem drengurinn missir. Samningur Auðar og Purina- umboðsins felur í sér aukið sam- starf á milli þessara aðila, meðal annars mun Purina-umboðið styrkja þjálfunina með Purina Pro Plan þurrfóðri. Grámanns Askja er fóðruð á ProPlan bandaríska þurrfóðrinu frá Purina, því fóðrið er auðugt af próteinum og fitusýrum og hentar því sérstaklega vel hund- um sem eru á töluverðri hreyf- ingu og þurfa að viðhalda sterk- um vöðvum og heilbrigðum líkama, segir í fréttatilkynningu. María Jóna Samúelsdóttir, viðskiptastjóri Purina, og Auður Björns- dóttir hundaþjálfari handsala samninginn. Styrkja þjálfun á aðstoðarhundi Nafnabrengl Í GREIN um samkvæmisdansa í gær var rangt farið með úrslit í flokki fullorðinna, suður-amerískir dansar. Rétt úrslit eru: 1. sæti Björn Sveinsson og Bergþóra M. Berg- þórsdóttir og í 2. sæti urðu Eggert Claessen og Sigrún Kjartansdóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦ AÐALFUNDUR Thorvaldsens- félagsins var haldinn 2. maí sl. Á síð- asta starfsári voru veittar til góð- gerðarmála rúmlega fimm milljónir. Skiptist það á nokkra aðila en þrjár milljónir fóru til barnadeildarinnar á Landspítalanum Fossvogi, ein milljón til barna- og unglingageð- deildarinnar og 500 þúsund í Starfs- menntasjóð ungra kvenna. Aðrir styrkir voru til Krabbamenisfélags- ins, fjölskyldna veikra barna, ung- lingastarfs o.fl. Sjálfboðastörf félagskvenna til fjáröflunar eru sala á jólamerkjum, jólakortum, gjafa- kortum, minningarkortum og rekst- ur verslunarinnar Thorvaldsensbaz- ars. Einnig hefur félagið útgáfu- og dreifingarrétt á bókinni Karíusi og Baktusi. Velunnarar félagsins eru fjölmargir og þeim þakkað innilega fyrir stuðning og velvild. Stjórn félagsins skipa: Guðlaug Jónína Að- alsteinsdóttir formaður, Bryndís Jónsdóttir varaformaður, Ása Jóns- dóttir ritari, Hrefna Magnúsdóttir gjaldkeri, Ingunn Guðrún Árnadótt- ir, Sylvía Briem og Vilfríður Stein- grímsdóttir meðstjórnendur. Hinn 1. júní nk. verður Thorvald- sensbazarinn 100 ára og hefur hann frá stofnun verið í Austurstrætinu. Á afmælisdaginn verður opið hús með kaffi og pönnukökum og ým- islegt gert í tilefni afmælisins í júní- mánuði. Gaf 5 milljónir til góðgerð- armála FORELDRAFÉLAGIÐ „Þrumur og eldingar“ í Mosfellsbæ stendur fyrir fjölskyldudegi sem gengur undir nafninu „Fló og fjör“, laug- ardaginn 12. maí. Hátíðin verður í risatjaldi við íþróttahúsið á Varmá í Mosfellsbæ og er til styrktar ungum knattspyrnumönnum í Aftureld- ingu. Þetta er í fjórða skiptið sem fjöl- skyldudagurinn er haldinn. Dagur- inn hefst á flóamarkaði og meðan á honum stendur eru ýmsar upp- ákomur, t.d. hjólkoppasýning Valda koppasala. Lúðrasveit Mosfells- sveitar leikur, hárgreiðslumeistarar frá hárgreiðslustofunni „Pilus“ bjóða upp á klippingu á vægu verði, uppboð er haldið á listaverkum og listmunum af ýmsu tagi og verður sérstakur gestur hátíðarinnar göngugarpurinn landsfrægi, Reynir Pétur, með sýningu og sölu á kert- um sem eru framleidd af vistmönn- um á Sólheimum í Grímsnesi. Á markaðnum verða á boðstólum veit- ingar af ýmsu tagi. Um kvöldið verður svo hinn ár- legi risatjaldsdansleikur Gildrunnar og rokkarans Eiríks „rauða“ Haukssonar frá kl. 23–3. Verður þar rokkað fram á nótt og heiðursgestur verður trúbadorinn, hljóðfærasmið- urinn og sjómaðurinn Billy Start. „Fló og fjör“ í Mosfellsbæ ÁRVISS fuglaskoðunarferð Ferða- félags Íslands og Hins íslenska nátt- úrufræðifélags verður laugardaginn 12. maí. Að þessu sinni er Fugla- verndarfélag Íslands einnig sam- starfsaðili í ferðinni. „Fuglaskoðunarferðirnar hafa átt miklum vinsældum að fagna allt frá 1970 og til er skrá yfir alla fugla sem sést hafa í þessum ferðum, samtals 79 tegundir. Þar á meðal eru allar al- gengustu tegundirnar en líka sjald- séðir fuglar svo sem skeggþerna, hringdúfa og gaukur. Meðal við- komustaða í ferðinni eru Álftanes, Hafnaberg og Garðskagi en á öllum þessum stöðum er fuglalíf mjög fjöl- breytt. Gott er að hafa með sér sjón- auka og sjálfsagt að taka með fugla- bókina ef hún er til á heimilinu. Þátttakendur fá lista yfir þær teg- undir sem sést hafa og merkja við þá fugla sem sjást í þessari ferð og leggja þannig sitt af mörkum til bók- haldsins. Mest spennandi er að reyna að fjölga tegundum á listan- um. Brottför er frá BSÍ kl. 9 á laug- ardagsmorgun og komið við í Mörk- inni 6.“ Frekari upplýsingar um ferðir Ferðafélags Íslands má sjá á heima- síðu þess, www.fi.is, og á bls. 619 í textavarpi RÚV. Himbrimi og hávella, jaðraka og gaukur LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að því þegar hvítri Volkswagen Polo-bifreið var ekið á ljósastaur við Hofsstaðabraut í Garðabæ á sunnudagsmorgun. Bif- reiðin var mannlaus þegar hún fannst um klukkan átta um morg- uninn. Skráningarnúmer bifreiðar- innar er UT 769. Eigandi bifreiðarinnar tilkynnti skömmu síðar um að henni hefði verið stolið. Lyklarnir höfðu verið í jakkavasa mannsins en jakkanum mun hafa verið stolið af stólbaki á skemmtistað í miðborg Reykjavík- ur. Þeir sem geta veitt upplýsingar um þetta mál eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lög- regluna. Stolið og ekið á ljósastaur ♦ ♦ ♦ ALÞJÓÐADAGUR hjúkrunarfræð- inga er 12. maí nk. Af því tilefni mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga standa fyrir dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur undir kjörorðinu Hjúkrunarfræðingar ávallt til stað- ar: sameinaðir gegn ofbeldi. Rætt verður m.a. um ofbeldi gagnvart konum, börnum og öldruðum og hlutverk hjúkrunarfræðinga í bar- áttunni gegn ofbeldi. Dagskráin hefst kl.11:00. Alþjóðadagur hjúkrunar- fræðinga LEIKSKÓLINN Dalur v/Funalind í Kópavogi heldur upp á þriggja ára afmæli sitt á dag, föstudaginn 11. maí. Af því tilefni opna börnin mynd- listarsýningu á verkum sínum í versluninni Spar við Bæjarlind kl. 11.00 og syngja einnig nokkur lög fyrir viðstadda. Opið hús verður síð- an í leikskólanum milli kl. 16.00 og 17.00, þar sem listaverk barnanna verða til sýnis. Leikskóli þriggja ára ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.