Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 67 NÝLEGA var undirritaður í húsa- kynnum Karls K. Karlssonar hf. samstarfssamningur á milli Auðar Björnsdóttur og Purina-umboðs- ins á Íslandi. Auður Björnsdóttir er hunda- þjálfari og hefur m.a. þjálfað blindrahunda á vegum Sjón- stöðvar Íslands auk þess sem hún þjálfar leitarhunda fyrir Björg- unarsveit Íslands. Auður er nú að hefja þjálfun á hundi til aðstoðar fötluðum einstaklingi. Grámanns Askja er 11 mánaða þýskur fjár- hundur og mun Auður þjálfa hana til þess að aðstoða fatlaðan dreng. Hlutverk Grámanns Öskju verður m.a. að styðja drenginn á göngu, bera tösku fyrir hann, hjálpa honum að standa upp og sækja það sem drengurinn missir. Samningur Auðar og Purina- umboðsins felur í sér aukið sam- starf á milli þessara aðila, meðal annars mun Purina-umboðið styrkja þjálfunina með Purina Pro Plan þurrfóðri. Grámanns Askja er fóðruð á ProPlan bandaríska þurrfóðrinu frá Purina, því fóðrið er auðugt af próteinum og fitusýrum og hentar því sérstaklega vel hund- um sem eru á töluverðri hreyf- ingu og þurfa að viðhalda sterk- um vöðvum og heilbrigðum líkama, segir í fréttatilkynningu. María Jóna Samúelsdóttir, viðskiptastjóri Purina, og Auður Björns- dóttir hundaþjálfari handsala samninginn. Styrkja þjálfun á aðstoðarhundi Nafnabrengl Í GREIN um samkvæmisdansa í gær var rangt farið með úrslit í flokki fullorðinna, suður-amerískir dansar. Rétt úrslit eru: 1. sæti Björn Sveinsson og Bergþóra M. Berg- þórsdóttir og í 2. sæti urðu Eggert Claessen og Sigrún Kjartansdóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦ AÐALFUNDUR Thorvaldsens- félagsins var haldinn 2. maí sl. Á síð- asta starfsári voru veittar til góð- gerðarmála rúmlega fimm milljónir. Skiptist það á nokkra aðila en þrjár milljónir fóru til barnadeildarinnar á Landspítalanum Fossvogi, ein milljón til barna- og unglingageð- deildarinnar og 500 þúsund í Starfs- menntasjóð ungra kvenna. Aðrir styrkir voru til Krabbamenisfélags- ins, fjölskyldna veikra barna, ung- lingastarfs o.fl. Sjálfboðastörf félagskvenna til fjáröflunar eru sala á jólamerkjum, jólakortum, gjafa- kortum, minningarkortum og rekst- ur verslunarinnar Thorvaldsensbaz- ars. Einnig hefur félagið útgáfu- og dreifingarrétt á bókinni Karíusi og Baktusi. Velunnarar félagsins eru fjölmargir og þeim þakkað innilega fyrir stuðning og velvild. Stjórn félagsins skipa: Guðlaug Jónína Að- alsteinsdóttir formaður, Bryndís Jónsdóttir varaformaður, Ása Jóns- dóttir ritari, Hrefna Magnúsdóttir gjaldkeri, Ingunn Guðrún Árnadótt- ir, Sylvía Briem og Vilfríður Stein- grímsdóttir meðstjórnendur. Hinn 1. júní nk. verður Thorvald- sensbazarinn 100 ára og hefur hann frá stofnun verið í Austurstrætinu. Á afmælisdaginn verður opið hús með kaffi og pönnukökum og ým- islegt gert í tilefni afmælisins í júní- mánuði. Gaf 5 milljónir til góðgerð- armála FORELDRAFÉLAGIÐ „Þrumur og eldingar“ í Mosfellsbæ stendur fyrir fjölskyldudegi sem gengur undir nafninu „Fló og fjör“, laug- ardaginn 12. maí. Hátíðin verður í risatjaldi við íþróttahúsið á Varmá í Mosfellsbæ og er til styrktar ungum knattspyrnumönnum í Aftureld- ingu. Þetta er í fjórða skiptið sem fjöl- skyldudagurinn er haldinn. Dagur- inn hefst á flóamarkaði og meðan á honum stendur eru ýmsar upp- ákomur, t.d. hjólkoppasýning Valda koppasala. Lúðrasveit Mosfells- sveitar leikur, hárgreiðslumeistarar frá hárgreiðslustofunni „Pilus“ bjóða upp á klippingu á vægu verði, uppboð er haldið á listaverkum og listmunum af ýmsu tagi og verður sérstakur gestur hátíðarinnar göngugarpurinn landsfrægi, Reynir Pétur, með sýningu og sölu á kert- um sem eru framleidd af vistmönn- um á Sólheimum í Grímsnesi. Á markaðnum verða á boðstólum veit- ingar af ýmsu tagi. Um kvöldið verður svo hinn ár- legi risatjaldsdansleikur Gildrunnar og rokkarans Eiríks „rauða“ Haukssonar frá kl. 23–3. Verður þar rokkað fram á nótt og heiðursgestur verður trúbadorinn, hljóðfærasmið- urinn og sjómaðurinn Billy Start. „Fló og fjör“ í Mosfellsbæ ÁRVISS fuglaskoðunarferð Ferða- félags Íslands og Hins íslenska nátt- úrufræðifélags verður laugardaginn 12. maí. Að þessu sinni er Fugla- verndarfélag Íslands einnig sam- starfsaðili í ferðinni. „Fuglaskoðunarferðirnar hafa átt miklum vinsældum að fagna allt frá 1970 og til er skrá yfir alla fugla sem sést hafa í þessum ferðum, samtals 79 tegundir. Þar á meðal eru allar al- gengustu tegundirnar en líka sjald- séðir fuglar svo sem skeggþerna, hringdúfa og gaukur. Meðal við- komustaða í ferðinni eru Álftanes, Hafnaberg og Garðskagi en á öllum þessum stöðum er fuglalíf mjög fjöl- breytt. Gott er að hafa með sér sjón- auka og sjálfsagt að taka með fugla- bókina ef hún er til á heimilinu. Þátttakendur fá lista yfir þær teg- undir sem sést hafa og merkja við þá fugla sem sjást í þessari ferð og leggja þannig sitt af mörkum til bók- haldsins. Mest spennandi er að reyna að fjölga tegundum á listan- um. Brottför er frá BSÍ kl. 9 á laug- ardagsmorgun og komið við í Mörk- inni 6.“ Frekari upplýsingar um ferðir Ferðafélags Íslands má sjá á heima- síðu þess, www.fi.is, og á bls. 619 í textavarpi RÚV. Himbrimi og hávella, jaðraka og gaukur LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að því þegar hvítri Volkswagen Polo-bifreið var ekið á ljósastaur við Hofsstaðabraut í Garðabæ á sunnudagsmorgun. Bif- reiðin var mannlaus þegar hún fannst um klukkan átta um morg- uninn. Skráningarnúmer bifreiðar- innar er UT 769. Eigandi bifreiðarinnar tilkynnti skömmu síðar um að henni hefði verið stolið. Lyklarnir höfðu verið í jakkavasa mannsins en jakkanum mun hafa verið stolið af stólbaki á skemmtistað í miðborg Reykjavík- ur. Þeir sem geta veitt upplýsingar um þetta mál eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lög- regluna. Stolið og ekið á ljósastaur ♦ ♦ ♦ ALÞJÓÐADAGUR hjúkrunarfræð- inga er 12. maí nk. Af því tilefni mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga standa fyrir dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur undir kjörorðinu Hjúkrunarfræðingar ávallt til stað- ar: sameinaðir gegn ofbeldi. Rætt verður m.a. um ofbeldi gagnvart konum, börnum og öldruðum og hlutverk hjúkrunarfræðinga í bar- áttunni gegn ofbeldi. Dagskráin hefst kl.11:00. Alþjóðadagur hjúkrunar- fræðinga LEIKSKÓLINN Dalur v/Funalind í Kópavogi heldur upp á þriggja ára afmæli sitt á dag, föstudaginn 11. maí. Af því tilefni opna börnin mynd- listarsýningu á verkum sínum í versluninni Spar við Bæjarlind kl. 11.00 og syngja einnig nokkur lög fyrir viðstadda. Opið hús verður síð- an í leikskólanum milli kl. 16.00 og 17.00, þar sem listaverk barnanna verða til sýnis. Leikskóli þriggja ára ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.