Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 70
70 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                              BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MARKVISST hefur verið unnið að því hérlendis undanfarin ár að koma Íslandi inn í Evrópusamband- ið. Ýmsir hagsmunaaðilar í verslun og viðskiptum einblína á peningaleg hlunnindi sem þeir telja sig fá við inngönguna. Þeir eiga svo sína fylgifiska innan stjórnmálalífsins í landinu. Sjónarmið slíkra aðila taka ekki mið af þjóðlegum forsendum. Það er ekki verið að velta því fyrir sér hverju þjóðin verður að afsala sér, hugsunin snýst öll um það hvernig hið stóra ego getur grætt sem mest á aðildinni. Við þá sem hugsa með þessum hætti þýðir ekki að tala um þjóðlega heildarhagsmuni. Þeir skilja ekki slíkt tal. Sjálfstæði þjóð- arinnar er í þeirra augum aðeins hentug skiptimynt og að þeirra mati má versla með það eins og annað. Fullveldisafsal er líka versl- unarvara í þeirra augum og spurn- ingin sem þeir setja fram þegar slík viðskipti ber á góma er bláköld: “ Hvað fæ ég í staðinn? Og samráðs- fundirnir að tjaldabaki eru fjöl- margir og matarkörfublekkingarn- ar hannaðar af vísindalegri ná- kvæmni. Aðalmarkhópurinn sem Evrópu- sinnar beina áróðri sínum að, er unga fólkið. Þar er innrætingarherferðin á fullu. Því er stöðugt haldið að ungu fólki, og ekki síst því sem meiri menntun hefur, að það muni fá svo margföld tækifæri til að láta að sér kveða á nánast öllum sviðum, ef við bara göngum í Evrópusambandið. Um leið er gert lítið úr öllu því sem er þjóðlegt og íslenskt. Talað er um torfkofasjónarmið og gamaldags viðhorf sem ekki eigi við í dag. Það kemur ekki á óvart að ungir jafn- aðarmenn séu framarlega í flokki þeirra sem ólmir vilja komast inn í Evrópudýrðina. Þeirra framtíðar- sýn er að Evrópa verði farsældar- ríki jafnaðarstefnunnar. Íslenskir ungkratar horfa því með draum- kenndri slikju í augum á stóru krataflokkana á meginlandinu og því er trúað að þeir muni ná fullum völdum í stórríkinu er fram líða stundir. En það er annað og meira sem býr á bak við Evrópusamband- ið en pólitískt afl krata. Þar er á ferðinni ákveðin lang- tímastefna öflugrar baktjaldahreyf- ingar sem stefnir að því að leggja álfuna undir sig. Að þessu sinni er ekki hugsað til þess að beita stríði til þess heldur mætti auðsins. Ís- land þarf að varast að láta draga sig inn í það ógæfuferli sem þar er á ferðinni. Það mun afhjúpa sig innan fárra ára og þá verður þjóð okkar með pálmann í höndunum ef hún hefur ekki látið innlenda og erlenda óhappamenn skapa sér endurtekið sjö alda víti. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Brussell – innrætingin Frá Rúnari Kristjánssyni: ÞAÐ hefur ekki farið fram hjá nein- um Íslendingi að Davíð Oddsson átti stórafmæli nú nýverið. Í tilefni af því var langt viðtal í Kastljósi Ríkisút- varpsins. Þar bar margt á góma eins og við mátti búast. Meðal annars skýrði hann frá því að hann væri alls ekki á leið út úr pólitíkinni. Hann mundi bjóða sig fram í öðru hvoru Reykjavíkurkjör- dæminu. Þetta var í sjálfu sér engin stórfrétt, flestir hafa sjálfsagt búist við því. Hins vegar finnst mörgum hann vera orðinn dálítið karlalegur. Svo er hitt að sumir munu hafa búist við að hann hætti ekki á að láta Sjálf- stæðisflokkinn tapa í næstu borgar- stjórnarkosningum. Margir búast við að Reykjavíkurlistinn sigri í þriðja skiptið ef núverandi meiri- hluti býður fram sameiginlegan lista. Annað mál er ef hann byði sig fram sem borgarstjóraefni. Með því tæki hann mikla áhættu, því ef svo ólíklega færi að hann félli þá væri hann dauður í pólitísku tilliti. En mikið af umræðunni snerist um einkavinavæðinguna. Það kom glöggt fram hjá honum að hann ætl- ar að nota næsta kjörtímabil til að innsigla einkavinavæðinguna, þar á meðal sjónvarpið og ríkisútvarpið. Ég get sagt ykkur eitt lítið dæmi um það; eftir að síminn var gerður að hlutafélagi þá byrjuðu þeir á að lækka verð á símtölum til útlanda en hækka ýmis gjöld innanlands. Þeir gengu meira að segja svo langt að stórhækka mánaðargjaldið til ör- yrkja. Áður borguðu öryrkjar ekk- ert mánaðargjald, hvorki af síma út- varpi eða sjónvarpi. En strax og síminn komst í hendur einkaaðila, öðru nafni kolkrabbanum. Það er staðreynd að síðustu 10 árin hefur stórgróðaöflunum vaxið svo fiskur um hrygg að þeim sést ekki fyrir, fé- græðgin eykst við vaxandi auðsöfn- um. Þeir sem þora að kvarta undan þessu eru kaffærðir í lygavaðli. Ég horfði á sjónvarpið nú nýlega þegar verið var að deila um harðari dóm á eiturlyfjaþrjótunum, hugsanleg hækkun úr 10 ára fangelsi fyrir gróf brot í 12 ára. Össur og Guðmundur Árni héldu a.m.k. 40 mínútna ræður bara af því að þeir voru í stjórn- arandstöðu því þeir töldu að dóm- arar myndu dæma menn til þyngri refsingar, það var engu líkara en þeir væru að verja fíkniefnasmygl- arana og vildu fara um þá silki- hönskum. Ef til vill er það stefna þeirra flokks. SIGURÐUR LÁRUSSON, Árskógum 20b, Egilsstöðum. Einkavæðingin Frá Sigurði Lárussyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.