Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 72
DAGBÓK
72 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sten
Odin kemur í dag,
Wilke, Mánafoss og
Dirk-Dirk fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss, Reksnes og
Novos Passky fóru í
gær.
Mannamót
Aflagranda 40. Handa-
vinnusýning. Sýning á
munum sem unnir hafa
verið í félags- og þjón-
ustmiðstöðinni Afla-
granda 40 verðu í dag og
á morgun 11. og 12. maí
frá kl. 13–17, bútasaum-
ur, útsaumur, fatasaum-
ur, hekl, prjón, myndlist,
leirlist, postulínsmáln-
ing, bókband og fleira.
Tónlista alla dagana,
danssýning, hátíðarkaffi
frá kl. 13–17 báða dag-
ana. Allir hjartanlega
velkomnir. Vegna
handavinnusýning-
arinnar fellur boccia nið-
ur mánudaginn 14. maí,
og bingó föstudaginn 11.
maí.
Árskógar 4. Kl. 13 opin
smíðastofan, kl. 9 hár- og
fótsnyrtistofur opnar.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9 bókband, kl. 9–
16 handavinna og fótaað-
gerð, kl. 13 vefnaður og
spilað í sal.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjud. og fimmtud. kl.
13–16.30, spil og föndur.
Pútttímar í íþróttahús-
inu að Varmá kl. 10–11 á
laugard. Jóga kl. 13.30–
14.30 á föstud. í dval-
arheimilinu Hlaðhömr-
um. Uppl. hjá Svanhildi í
s. 586 8014 kl. 13–16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun, hárgreiðslustofan
og handavinnustofan op-
in, kl. 9.45 leikfimi, kl.
13.30 gönguhópur.
Félagsstarfið Furu-
gerði1. Kl. 9 aðstoð við
böðun, smíðar og út-
skurður, kl. 12 hádeg-
ismatur, kl .14 bingó kl.
15 kaffiveitingar.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8 (Gjá-
bakka) kl. 20.30.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun,
kl. 10 hársnyrting, kl. 13
„opið hús“, spilað á spil.
Messa fellur niður í dag,
en verður föstudaginn
18. maí. Handavinnusýn-
ing, basar og kaffisala
verður laugard. 12. og
sunnud. 13. maí, opið kl.
13–17.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Mánud. 14.
maí: boccia kl. 10.30,
leikfimi kl. 12.10, skyndi-
hjálp kl. 14, þriðjudag
15. maí: skyndihjálp kl.
14. Miðvikudag 16. maí
spilað í Holtsbúð kl.
13.30. ATH. breyttan
dag.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Tréútskurður í Flens-
borg kl. 13 myndment,
kl. 13.30 brids. Á morg-
un, laugardagsgangan
kl. 10. Ferð á Njáluslóðir
fimmtudaginn 7. júní nk.
Skráning hafinn, allar
upplýsingar í Hraunseli
sími 555 0142
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10–13. Matur í hádeginu.
Mánudagur: Söngvaka
kl. 20. ath. breyttan
tíma, óvænt uppákoma.
Göngu-Hrólfar koma í
heimsókn. Stjórnandi
Gróa Salvarsdóttir.
Þriðjudaginn 29. maí
verður farin stutt vor-
ferð í Hafnarfjörð og
Heiðmörk. Brottför frá
Glæsibæ kl. 13. Leiðsögn
Páll Gíslason og Pálína
Jónsdóttir. Skráning
hafin 6.–8. júní ferð til
Vestmannaeyja. Skoð-
unarferðir um eyjuna.
Gisting á Hótel Þórs-
hamri. Nokkur sæti laus.
Silfurlínan opin á mánu-
dögum og miðviku-
dögum kl. 10–12. Ath.
Skrifstofa FEB er opin
frá kl. 10–16. Upplýs-
ingar í síma 588 2111.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9–12 mynd-
list, kl. 13 opin
vinnustofa, kl. 9.30
gönguhópur, kl. 14 brids.
Gerðuberg, kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, frá
hádegi spilasalur opinn
Veitingar í kaffihúsi
Gerðubergs. Allir vel-
komnir. Allar upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í s. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bókband,
kl. 9.15 vefnaður. Vor-
sýning á handavinnu
unna í félagsheimilinu
verður laugardaginn 12.
maí og sunnudaginn 13.
maí frá kl. 14–18 báða
dagana. Á laugardaginn
verður auk þess hand-
verksmarkaður opinn
frá kl. 14–18. Söngvinir
taka lagið kl. 15 og lík-
amsræktarhópur sýnir
kl. 16. Sunnudaginn 13.
maí verða hagleiks-
smiðjur í gangi frá kl.
15–16 þar sem unnið
verður m.a. að jap-
önskum pennasaum,
postulínsmálum, gler-
skurði og vatnslita-
málun. Allir velkomnir.
Vöfflukaffi.
Hraunbær 105. Kl. 9–12
baðþjónusta og út-
skurður, kl. 9–17 hár-
greiðsla, kl. 9–12.30
bútasaumur, kl. 11 leik-
fimi og spurt og spjallað.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
baðþjónusta og hár-
greiðsla, kl. 9–12.30
bútasaumur, kl. 11 leik-
fimi.
Norðurbrún 1. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9–12.30 út-
skurður, kl. 10 boccia.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15 handavinna, kl.
13 sungið við flygilinn,
kl. 14.30 dansað í aðalsal.
Vorsýning verður í
félags- og þjónustu-
miðstöðinni dagana 10,
11 og 12. maí frá kl. 13–
17. Sýndir verða munir
sem unnir hafa verið í
vetur. Tréútskurður,
glerlist, postulínsmálun,
myndlist og almenn
handavinna. Einnig
verður kórsöngur, dans-
sýning og leikfimi.
Föstudaginn 11. og laug-
ardaginn 12. maí verður
Ragnar Páll við hljóm-
borðið frá kl. 13–17.
Föstudaginn 11. maí kl.
15 syngja Hvannirnar
undir stjórn Sigur-
bjargar Petru Hólm-
grímsdóttur. Laug-
ardaginn 12. maí kl. 15
sýna nemendur Sigvalda
dans. Veislukaffi alla
dagana. Allir velkomnir.
Vitatorg. Kl. 9.30 morg-
unstund, Önnur starfs-
semi fellur niður.
Handavinnusýning verð-
ur föstudaginn 11. maí
og laugardaginn 12. maí,
og er opin frá kl. 13–
16.30 báða dagana. Allir
velkomnir.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Spilað kl. 13.15.
Allir eldri borgarar vel-
komnir.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Rútan á „Syngjandi í
rigningunni“ í Þjóðleik-
húsinu í kvöld leggur af
stað frá Gullsmára kl.
19.20 en frá Gjábakka
kl.19.30.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára 13
kl. 10 á laugardögum.
Kiwanisklúbburinn
Geysir í Mosfellsbæ
heldur spilavist í kvöld
kl. 20.30 í félags-
heimilinu Leirvogs-
tungu. Kaffi og meðlæti.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum (ca
16–25 ára) að mæta með
börnin sín á laug-
ardögum kl. 15–17 á
Geysi, Kakóbar, Að-
alstræti 2 (Gengið inn
Vesturgötumegin). Opið
hús og kaffi á könnunni,
djús, leikföng og dýnur
fyrir börnin.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík verður með
sitt árlega kaffi fyrir 60
ára og eldri á Hallveig-
arstöðum sunnudaginn
13. maí. Húsið opnað kl.
14.30.
Parkinsonsamtökin á
Íslandi halda félagsfund
laugardaginn 12. maí nk.
í sal Öryrkjabandalags-
ins, Hátúni 10, 9. hæð kl.
14. Ásgeir B. Ellertsson,
yfirlæknir á Grens-
ásdeild, flytur erindi sem
kallast hver er með-
ferðin á parkinson-
sjúkdómnum í dag.
Kynning á tímastilltu
lyfjaboxi. Skemmtiatriði.
Kaffiveitingar.
Barðstrendingafélagið
hyggst endurvekja sam-
komur sínar með
skemmtun í Hamraborg
11, Kópavogi, uppi, laug-
ardaginn 12. maí kl. 22.
Vonast er til að sem
flestir mæti.
Í dag er föstudagur 11. maí, 130.
dagur ársins 2001. Lokadagur,
kóngsbænadagur. Orð dagsins: Það
sem sáð var í grýtta jörð, merkir
þann, sem tekur orðinu með fögn-
uði, um leið og hann heyrir það.
(Matt. 13, 20.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJA fannst einkarskemmtilegt að heyra af sjálf-
boðavinnu barna við að kenna eldri
borgurum á tölvur. Þannig vill til að
Víkverji er þess fullviss að sú kyn-
slóð barna sem nú er að alast upp
hefur allt annað viðhorf til rafræns
umhverfis en við hin sem eldri er-
um.
Þegar fjárfest var í nýrri tölvu á
heimili Víkverja fyrir skömmu var
ljóst að foreldrarnir höfðu alveg
misst það forskot sem þau ímynd-
uðu sér að þau hefðu á yngsta fjöl-
skyldumeðliminn. Eftir áralanga
þjálfun á leikjatölvum af ýmsu tagi
– sem var að sjálfsögðu háð öllum
þeim takmörkunum sem meðvitaðir
foreldrar geta upphugsað – sigldi
hann beina leið inn í þann töfraheim
sem kynntur var í auglýsinga-
bæklingnum. Víkverja fannst það
tilfinnanlega sárt, þar sem hann
hafði sjálfur gert ítrekaðar tilraunir
til að komast á Netið með nýstár-
legri „mús“ sem lét illa að stjórn.
x x x
FYRST komið er inn á hið raf-ræna svið er jafngott að við-
urkenna að Víkverji er einn þeirra
sem hefur orðið tíðrætt um andleg-
an styrk þeirra sem ekki nota far-
síma. Sannleikurinn er þó auðvitað
sá að hann hefur stundum á neyð-
arstundu fengið slík tól lánuð og
alltaf átt í mesta basli við að ná
sambandi; vaðið í villu í gegnum
skipanir, símaskrár og veðurfréttir,
í einfaldri tilraun til að hringja á
leigubíl.
Öðru máli gegnir um fyrrnefndan
ungling Víkverja sem loks herjaði
gemsa út úr foreldrum sínum um
síðustu jól og hefur nú tekist að
tæma alla möguleika hans og veltir
fyrir sér möguleikum á „kynslóða-
skiptum“.
x x x
EFTIR að Víkverji hafði rekiðmikinn áróður fyrir því að
amman í fjölskyldunni lærði að nota
tölvupóst (sem hann er blessunar-
lega fær um að nota sjálfur) varð
Víkverji að viðurkenna að honum
varð ekkert ágengt við að kenna
ömmu á tölvuna, hvað þá póstkerfið.
Það var eins og óræðar tæknilegar
skýringar Víkverja væru beinlínis
til þess að flækja málið og hreint
ekki til þess fallnar að gera þennan
eldri nemanda færan um að fóta sig
á rafrænum refilstigum. Þegar ung-
lingurinn tók kennsluna að sér var
eins og öll ljón vikju úr veginum.
Hann á því allan heiður af atkvæða-
miklum tölvusamskiptum ömmu
sinnar, við ættingja víða um heim.
x x x
ÞAÐ má kannski geta þess svonatil gamans að amma hringdi al-
gjörlega að tilefnislausu í Víkverja
um daginn – úr farsíma. Víkverji lét
sér fátt um finnast, undir vökulu
augnaráði unglingsins sem greini-
lega skipulagði samsærið.
Það varð hins vegar til þess að
Víkverji fór að velta því fyrir sér
hvort ekki væri hægt að virkja eldri
borgara, á sama hátt og börnin, til
þess að kenna þeim síðarnefndu
eitthvað uppbyggilegt. Eldri borg-
arar búa yfir miklum fróðleik, lífs-
reynslu og verkkunnáttu, sem jafn-
vel er hætta á að hverfi úr
samfélaginu. Börnin gætu því mikið
af þeim lært. Áður fyrr bjuggu kyn-
slóðirnar í meira návígi hver við
aðra og slíkur vísdómur seytlaði
átakalaust frá kynslóð til kynslóðar.
Má ekki skapa vettvang fyrir slíkt
flæði á nýjan leik þar sem menning-
arauði hversdagslífsins væri komið
til skila?
MIKIÐ er það nú lítið sem
ríkisstjórnin ætlar að
skammta öryrkjum og elli-
lífeyrisþegum núna. Þegar
búið er að taka skatt af
þessari hungurlús verður
ríkið búið að ná megninu af
þessu til baka. Ég er sam-
mála Ólafi Ólafssyni, fyrr-
verandi landlækni, sem
sagði að litið væri á þetta
fólk sem annars flokks
borgara.
Það sagði við mig kona
um fertugt að hún kviði
fyrir því að eldast og verða
gömul kona í þessu sam-
félagi sem býr svona illa að
eldra fólki.
Styðjum öryrkja í þeirra
baráttu. Við, sem fullvinn-
andi erum, vitum ekki hve-
nær eitthvað kemur fyrir
okkur og við getum orðið
öryrkjar. Ef svo færi væri
það ávísun á fátækt. Sama
dag og fréttir komu um
hækkanir til öryrkja og
aldraðra var tilkynnt um
hækkun til hinna háu
herra og var það engin
smáhækkun. Mér hefur
verið sagt að Félagsþjón-
ustan vísi frá sér fólki sem
þangað leitar, til hjálpar-
stofnana vegna þess að við-
miðunarmörkin eru 62.418
kr. því ef fólk fer yfir þessi
mörk fær það enga aðstoð.
Hver lifir af slíkri upphæð
núna þegar sífelldar hækk-
anir á matvöru, bensíni og
fleiru dynja á okkur og
þetta gerist í landi góðær-
isins. En hvar er góðærið?
Það er ekki furða að af-
gangur sé í ríkiskassanum.
Þetta ástand er algjörlega
óþolandi og ég vona að þeir
sem eru mér sammála, láti
í sér heyra.
Stöndum vörð um okkur
sjálf.
Grímur.
Þakkir til Gylfa
Gröndals
MIG langar í örfáum orð-
um að lýsa ánægju minni
með bók Gylfa Gröndals,
Steinn Steinar – Leit að
ævi skálds. Þetta er frá-
bær bók og um leið
skemmtileg lesning um
ævi og lífsbaráttu sérstæðs
listamanns, sem bjó við
erfiðar aðstæður alla sína
ævi. Við sem munum Stein
Steinarr og fylgdumst með
honum sem skáldi, sjáum
hér hans erfiðu baráttu
fyrir daglegum þörfum, en
kannski eru ljóð hans ein-
mitt fyrir það svona áleitin.
Snilldin er alltaf augljós og
leynir sér aldrei í ljóðun-
um, sama hvert yrkisefnið
er.
Hafðu þökk fyrir, Gylfi
Gröndal.
Guðveig Bjarnadóttir,
Skaftafelli.
Frábærir tónleikar
MIG langar að þakka Þór-
unni Björnsdóttur og
manni hennar fyrir frá-
bæra kórtónleika sem
haldnir voru í Háskólabíói,
sunnudaginn 6. maí sl.
Þarna sungu t.d. litlir
drengir lagið Hraustir
menn og gerðu það af
hreinni snilld. Mig langar
að senda þeim hjónum
innilegt þakklæti.
Sæmundur
Þorsteinsson.
Hvað eru sykruð
sætuefni?
ELÍS hafði samband við
Velvakanda og vildi benda
á eftirfarandi. Hann er
sykursjúkur og kaupir oft
Capri epla cider. Í Sam-
kaupum hefur epladrykk-
urinn allt í einu hækkað úr
198 kr. í 280 kr. Í Fjarð-
arkaupum kostar hann 199
kr. og í Nóatúni 198 kr.
Hvernig stendur á þessari
hækkun? Þegar hann fór
að spyrjast fyrir um hækk-
unina hjá Samkaupum var
honum sagt að sá sem
stjórnaði verðlaginu vildi
hafa þetta svona.
Einnig vildi hann benda
á að í KEA-skyrinu væru
sykruð sætuefni. Hann
mældi sig áður en hann
neytti skyrsins og á eftir.
Hann hækkaði úr átta
mælieiningum í sextán á
tveimur tímum. Skyrið er
ein sykurleðja. Hvað eru
sykruð sætuefni?
Tapað/fundið
Heyrnartæki tapaðist
HEYRNARTÆKI tapað-
ist á tímabilinu frá 30. apríl
til 3. maí sl. Tækið er húð-
litað, pínulítið og því er
stungið inn í hlustina.
Skilvís finnandi er vinsam-
legast beðinn að hafa
samband í síma 551-0121.
Dýrahald
Sparta fannst
á Laugavegi
LJÓSGRÁR angóraköttur
fannst á Laugavegi fyrir
um það bil sex vikum. Hún
er 7–8 mánaða gömul læða
og heitir Sparta. Vinsam-
legast hafið samband í
síma 861-7450.
Kettlinga
vantar heimili
FALLEGIR hvítir átta
vikna kettlingar, læða og
högni, fást gefins á gott/
góð heimili. Upplýsingar í
síma 561-0336.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Ávísun
á fátækt
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 veglyndi, 4 tengdamað-
ur, 7 fiskur, 8 heitis, 9
bók, 11 askar, 13 ljúka,
14 dugnaðurinn, 15 laut,
17 hornmyndun, 20 auli,
22 gímalds, 23 hreyfist
hægt áfram, 24 ránfugls,
25 sterti.
LÓÐRÉTT:
1 sjúkdómurinn, 2 hljóð-
færi, 3 hreyfist, 4 grobb,
5 látin af hendi, 6 aftur-
enda, 10 starfið, 12 rán-
dýr, 13 bókstafur, 15
hlýða, 16 mynnið, 18 erf-
ið, 19 nam, 20 spil, 21
slæmt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 skynjaðir, 8 bolur, 9 aulum, 10 ull, 11 iðnum, 13
lerki, 15 leggs, 18 salur, 21 kát, 22 glata, 23 amman, 24
flekklaus.
Lóðrétt: 2 kolin, 3 nýrum, 4 aðall, 5 illur, 6 obbi, 7 smái,
12 ugg, 14 efa, 15 laga, 16 gjall, 17 skark, 18 stall, 19
lömdu, 20 ræna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16