Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 75
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 75
Sixties
Gestasöngvari Rúnar Örn Friðriksson
Vesturgötu 2, sími 551 8900
AT
HNýr
léttu
r
m
atseðill
Á MIÐVIKUDAGINN var mikið að
gera hjá íslensku keppendunum: æf-
ing, blaðamannafundur og íslenska
partíið. Morgunninn fór í æfingar á
hótelinu en hópurinn átti seinni æf-
ingatímann á sviðinu eftir hádegi. Æf-
ingin á sviðinu gekk ljómandi vel,
mikill kraftur er í krökkunum og eiga
þau án efa eftir að standa sig vel á
laugardag. Æft er með myndavélum
og líta þau ofsavel út á sviðinu, sem er
mjög látlaust en skemmtilega lýst
upp. Reyndar gætti nokkurrar óá-
nægju hjá hópnum með hversu mikið
er sýnt af þeim úr fjarska, en vænt-
anlega bæta dönsku tökumennirnir
úr því fyrir keppnina. Eftir æfingu
sátu flytjendurnir ásamt Einari Bárð-
arsyni og Jón-
atan Garðars-
syni fyrir
svörum á
blaðamannafundi. Þar kom fram að
hópurinn undir stjórn Einars hyggst
starfa áfram saman, m.a. er 12 laga
diskur væntanlegur í haust. Þá var
Kristján spurður hvort hann hygði á
kvikmyndaleik. Hann kvaðst alltaf
hafa haft áhuga á leiklist og útilokaði
það því ekki.
Blaðamannafundurinn var langur
og lenti hópurinn í tímaþröng fyrir
partíið sem haldið var á skemmti-
staðnum NASA Arena. Það hafðist þó
allt, vel var mætt, bæði af blaðamönn-
um og Íslendingum búsettum í Höfn.
Heiðursgestir voru sendiherra Ís-
lands, Helgi Ágústsson, og kona hans,
Hervör Jónasdóttir.
Heppnaðist boðið í alla staði vel og
flutti söngflokkurinn „Birtu“ á fjölda
tungumála við mikinn fögnuð. Þó má
segja að sendiherrahjónin hafi stolið
senunni þegar þau stigu dans við ís-
lensku útgáfu lagsins. Um kvöldið var
öllum keppendum og fylgdarliði
þeirra boðið í Tívolí. Ég kom í seinna
lagi á staðinn en hitti hópinn þar sem
hann var á leið í Gullna turninn. Turn-
inn lítur illa út fyrir lofthrædda, en ég
lét mig hafa það að fara með hópnum í
tækið, og held að ég hafi upplifað
skelfilegustu sekúndur ævinnar þeg-
ar við vorum dregin hægt og rólega
upp í u.þ.b. 50 m hæð og síðan sleppt í
nánast frjálsu falli. Eftir á var þetta
bara skemmtilegt og ég fór aftur!
Nú þessa síðustu daga fyrir keppni
eru íslensku flytjendurnir uppteknir
við viðtöl og æfingarennsli og ég mun
því mest vera í Parken. Í næsta pistli
ætla ég að fjalla stuttlega um helstu
keppinauta Íslands og geta lesendur
þá metið spádómsgildi orða minna.
Mér skjátlast nefnilega oft.
HJÁLPARHELLA íslenska hópsins
á meðan Eurovision-keppnin stend-
ur ætti með réttu að sitja sveittur í
prófalestri en Sigurður Marteins-
son-Uldall ákvað hins vegar að
gera hlé á læknanáminu og vinna
um tíma. Vinnan varð önnur en
hann ætlaði því hann var ráðinn
einn 27 svokallaðra gestgjafa land-
anna sem koma fram í keppninni
og sleppir ekki augum af hópnum á
meðan á undirbúningi og keppni
stendur.
Sigurður er 24 ára og hefur búið
til skiptis á Íslandi og í Danmörku
en hann er danskur í föðurætt og á
íslenska móður. Hann er því orðinn
vanur því að sýna vinum og vanda-
mönnum Kaupmannahöfn en þetta
er hins vegar í fyrsta skipti sem
hann er í fullri launaðri vinnu við
slíkt.
Vinnutíminn á það líka til að
teygjast í báða enda, kl. 7 að
morgni er Sigurður mættur á hót-
elið þar sem morgunhanarnir í
hópnum eru komnir á stjá og
vinnudeginum lýkur ekki fyrr en
löngu eftir miðnætti þegar þeir síð-
ustu skreiðast í háttinn. „Þetta hef-
ur verið fínt, hópurinn er samheld-
inn sem gerir mitt verk léttara og
æfingarnar hafa gengið vel,“ segir
Sigurður sem er til taks hvort held-
ur er til að finna góða veit-
ingastaði, réttu búðirnar á Strikinu
eða greiða úr þeim flækjum sem
upp kunna að koma í tengslum við
undirbúning og æfingar.
Sigurður var beðinn um að sækja
um að vera gestgjafi í upphafi árs
en þá leitaði danska sjónvarpið að
ungu og hressu fólki sem helst tal-
aði mál gestanna. Hann sótti um og
fékk starfið, einn þriggja karl-
manna í hópi 24 kvenna. „Ég
kvarta ekki yfir kynjahlutföll-
unum, þau eru afar hagstæð,“ seg-
ir hann harðánægður.
Undirbúningurinn hefur verið
langur og strangur, lögð hefur ver-
ið áhersla á að gestgjafarnir viti
sem mest um keppnina, fram-
kvæmdina og fólkið sem að henni
stendur. Þá eiga þeir að þekkja
Kaupmanna-
höfn út og
inn og und-
anfarnar
tvær vikur hafa stöðug fundahöld
verið með gestgjöfunum til að
tryggja að þeir séu eins vel und-
irbúnir og hægt er.
„Það eru mörg ár síðan tónlistin
í þessari keppni hætti að höfða til
mín en ég smitaðist engu að síður
af öllum látunum í kringum Olsen-
bræðurna, sigurvegara síðasta árs.
Og nú þegar ég hef kynnst inn-
viðum keppninnar hefur skoðun
mín breyst, nú er lögð miklu meiri
áhersla á ungt fólk og stuð, poppið
hefur komið í stað gömlu sveifl-
unnar. Ég held að þetta muni blása
nýju lífi í keppni sem á sér enn
ótrúlega marga aðdáendur.“
Dönsk-íslensk
hjálparhella
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Urður Gunnarsdóttir
Two Tricky stilltu sér upp með alvöruþrungnum vörðunum við Rós-
inborgar-höll. Sigurður er lengst til hægri á myndinni.
Sendi-
herra-
hjónin
stálu
senunni
Morgunblaðið/Ásdís
Hópurinn fór í Tívolí saman á miðvikudagskvöldið. Hér lætur Yesmine
reyna á kraftana.
Morgunblaðið/Ásdís
Liza Kjær, formaður hins danska aðdáendaklúbbs söngvakeppninnar,
alsæl með Kristjáni og Gunnari og gæludýrunum sem hún færði þeim.
Morgunblaðið/Ásdís
Hópurinn eftir blaðamannafundinn, sumir vildu viðtöl við Íslendingana.
Nú er einungis einn dag-
ur í Evróvisjón-keppn-
ina miklu. Reynir Þór
Sigurðsson Evróvisjón-
sérfræðingur skrifar frá
Kaupmannahöfn.
Evróvisjón 12. maí
ALMENNUR
DANSLEIKUR
Ball með Önnu Vilhjálms, Viðari Jónssyni og
Guðmundi Hauki í Ásgarði, Glæsibæ,
í kvöld, laugardaginn 12. maí.
Húsið opnað kl. 22.00.
Allir velkomnir!