Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 75
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 75 Sixties Gestasöngvari Rúnar Örn Friðriksson Vesturgötu 2, sími 551 8900 AT HNýr léttu r m atseðill Á MIÐVIKUDAGINN var mikið að gera hjá íslensku keppendunum: æf- ing, blaðamannafundur og íslenska partíið. Morgunninn fór í æfingar á hótelinu en hópurinn átti seinni æf- ingatímann á sviðinu eftir hádegi. Æf- ingin á sviðinu gekk ljómandi vel, mikill kraftur er í krökkunum og eiga þau án efa eftir að standa sig vel á laugardag. Æft er með myndavélum og líta þau ofsavel út á sviðinu, sem er mjög látlaust en skemmtilega lýst upp. Reyndar gætti nokkurrar óá- nægju hjá hópnum með hversu mikið er sýnt af þeim úr fjarska, en vænt- anlega bæta dönsku tökumennirnir úr því fyrir keppnina. Eftir æfingu sátu flytjendurnir ásamt Einari Bárð- arsyni og Jón- atan Garðars- syni fyrir svörum á blaðamannafundi. Þar kom fram að hópurinn undir stjórn Einars hyggst starfa áfram saman, m.a. er 12 laga diskur væntanlegur í haust. Þá var Kristján spurður hvort hann hygði á kvikmyndaleik. Hann kvaðst alltaf hafa haft áhuga á leiklist og útilokaði það því ekki. Blaðamannafundurinn var langur og lenti hópurinn í tímaþröng fyrir partíið sem haldið var á skemmti- staðnum NASA Arena. Það hafðist þó allt, vel var mætt, bæði af blaðamönn- um og Íslendingum búsettum í Höfn. Heiðursgestir voru sendiherra Ís- lands, Helgi Ágústsson, og kona hans, Hervör Jónasdóttir. Heppnaðist boðið í alla staði vel og flutti söngflokkurinn „Birtu“ á fjölda tungumála við mikinn fögnuð. Þó má segja að sendiherrahjónin hafi stolið senunni þegar þau stigu dans við ís- lensku útgáfu lagsins. Um kvöldið var öllum keppendum og fylgdarliði þeirra boðið í Tívolí. Ég kom í seinna lagi á staðinn en hitti hópinn þar sem hann var á leið í Gullna turninn. Turn- inn lítur illa út fyrir lofthrædda, en ég lét mig hafa það að fara með hópnum í tækið, og held að ég hafi upplifað skelfilegustu sekúndur ævinnar þeg- ar við vorum dregin hægt og rólega upp í u.þ.b. 50 m hæð og síðan sleppt í nánast frjálsu falli. Eftir á var þetta bara skemmtilegt og ég fór aftur! Nú þessa síðustu daga fyrir keppni eru íslensku flytjendurnir uppteknir við viðtöl og æfingarennsli og ég mun því mest vera í Parken. Í næsta pistli ætla ég að fjalla stuttlega um helstu keppinauta Íslands og geta lesendur þá metið spádómsgildi orða minna. Mér skjátlast nefnilega oft. HJÁLPARHELLA íslenska hópsins á meðan Eurovision-keppnin stend- ur ætti með réttu að sitja sveittur í prófalestri en Sigurður Marteins- son-Uldall ákvað hins vegar að gera hlé á læknanáminu og vinna um tíma. Vinnan varð önnur en hann ætlaði því hann var ráðinn einn 27 svokallaðra gestgjafa land- anna sem koma fram í keppninni og sleppir ekki augum af hópnum á meðan á undirbúningi og keppni stendur. Sigurður er 24 ára og hefur búið til skiptis á Íslandi og í Danmörku en hann er danskur í föðurætt og á íslenska móður. Hann er því orðinn vanur því að sýna vinum og vanda- mönnum Kaupmannahöfn en þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem hann er í fullri launaðri vinnu við slíkt. Vinnutíminn á það líka til að teygjast í báða enda, kl. 7 að morgni er Sigurður mættur á hót- elið þar sem morgunhanarnir í hópnum eru komnir á stjá og vinnudeginum lýkur ekki fyrr en löngu eftir miðnætti þegar þeir síð- ustu skreiðast í háttinn. „Þetta hef- ur verið fínt, hópurinn er samheld- inn sem gerir mitt verk léttara og æfingarnar hafa gengið vel,“ segir Sigurður sem er til taks hvort held- ur er til að finna góða veit- ingastaði, réttu búðirnar á Strikinu eða greiða úr þeim flækjum sem upp kunna að koma í tengslum við undirbúning og æfingar. Sigurður var beðinn um að sækja um að vera gestgjafi í upphafi árs en þá leitaði danska sjónvarpið að ungu og hressu fólki sem helst tal- aði mál gestanna. Hann sótti um og fékk starfið, einn þriggja karl- manna í hópi 24 kvenna. „Ég kvarta ekki yfir kynjahlutföll- unum, þau eru afar hagstæð,“ seg- ir hann harðánægður. Undirbúningurinn hefur verið langur og strangur, lögð hefur ver- ið áhersla á að gestgjafarnir viti sem mest um keppnina, fram- kvæmdina og fólkið sem að henni stendur. Þá eiga þeir að þekkja Kaupmanna- höfn út og inn og und- anfarnar tvær vikur hafa stöðug fundahöld verið með gestgjöfunum til að tryggja að þeir séu eins vel und- irbúnir og hægt er. „Það eru mörg ár síðan tónlistin í þessari keppni hætti að höfða til mín en ég smitaðist engu að síður af öllum látunum í kringum Olsen- bræðurna, sigurvegara síðasta árs. Og nú þegar ég hef kynnst inn- viðum keppninnar hefur skoðun mín breyst, nú er lögð miklu meiri áhersla á ungt fólk og stuð, poppið hefur komið í stað gömlu sveifl- unnar. Ég held að þetta muni blása nýju lífi í keppni sem á sér enn ótrúlega marga aðdáendur.“ Dönsk-íslensk hjálparhella Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Urður Gunnarsdóttir Two Tricky stilltu sér upp með alvöruþrungnum vörðunum við Rós- inborgar-höll. Sigurður er lengst til hægri á myndinni. Sendi- herra- hjónin stálu senunni Morgunblaðið/Ásdís Hópurinn fór í Tívolí saman á miðvikudagskvöldið. Hér lætur Yesmine reyna á kraftana. Morgunblaðið/Ásdís Liza Kjær, formaður hins danska aðdáendaklúbbs söngvakeppninnar, alsæl með Kristjáni og Gunnari og gæludýrunum sem hún færði þeim. Morgunblaðið/Ásdís Hópurinn eftir blaðamannafundinn, sumir vildu viðtöl við Íslendingana. Nú er einungis einn dag- ur í Evróvisjón-keppn- ina miklu. Reynir Þór Sigurðsson Evróvisjón- sérfræðingur skrifar frá Kaupmannahöfn. Evróvisjón 12. maí ALMENNUR DANSLEIKUR Ball með Önnu Vilhjálms, Viðari Jónssyni og Guðmundi Hauki í Ásgarði, Glæsibæ, í kvöld, laugardaginn 12. maí. Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.