Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 78
FÓLK Í FRÉTTUM 78 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ             ÞAÐ leið yfir átta manns áfyrstu tónleikum Sigur Rós-ar í New York þann 8. maí sl. Það var þó ekki ljóst daginn eftir, hvort aðdáendurnir misstu meðvit- und vegna hitasvækjunnar, ölvunar eða af einskærri hrifningu. En eitt var öruggt: Sigur Rós krafðist al- gjörrar athygli hvers einasta af hin- um 800 áheyrendum. Það er sjaldgæft að áheyrendur á rokktónleikum á Manhattan hlusti agndofa í fullkominni þögn. Þó gerð- ist það hvað eftir annað á tónleikum Sigur Rósar, sem stóðu í tæpa tvo klukkutíma, á Irving Plaza, sem er dansstaður neðarlega á Manhattan. Rödd Jóns Þórs Birgissonar gítar- leikara bergmálaði úr djúpinu og í hinum löngu þögnum, sem voru inn á milli mátti heyra saumnál detta. Það var meira að segja dauðaþögn á barnum aftast í salnum, þegar Jón Þór söng hluta af ,,Svefn-G-Englum“ beint í hljóðdósina á gítarnum í fylgd með nokkrum hljómum úr hljóm- borði Kjartans Sveinssonar og ,,ping-i“ frá xýlófóninum. Það stefndi í enn magnþrungnara kvöld, þegar hljómsveitin tók, án nokkurrar við- vörunar, að spila hávær, þétt stef og Jón Þór strauk með boganum stunur úr gítarnum við drynjandi bassaleik og trommuslátt þeirra Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar. Sigur Rós spilar ekki hefðbundið amerískt rokk og ról. Væru þeir ekki með magnara og trommur, mætti segja að tónlist hljómsveitarinnar væri alls ekki rokk og ról, en minnti frekar á ótrúlega teygjanlegar sym- fóníur. Strengjakvartett spilaði með í níu lögum af þeim ellefu, sem sveit- in flutti og hinar öguðu strokur kvartettsins sköpuðu glæsilega and- stæðu við grófar strokur Jóns Þórs sem minntu á öskur úr nauti eða fíl. Stundum virtist manni tónlist Sigur Rósar svo viðkvæm, að það væri hægðarleikur að eyðileggja hana með auglýsingaskrumi. Jón Þór syngur eins og engill af óræðu kyni, röddin er ótrúlega há, ómögulega fullkomin. Í laginu ,,Ný Batterí“ héngu tónarnir í loftinu eins og gler- kutar: beittir, hljómandi og við- kvæmir. Sigur Rós og tónlist þeirra náðu til Ameríku heilu og höldnu og hefur ekki sakað þrátt fyrir vaxandi at- hygli fjölmiðla og hljómplötuútgáfa á síðustu mánuðum. Hljómsveitin er hér í stuttri heimsókn og mun halda 5 tónleika, hinir fyrstu voru á Coach- ella hátíðinni, í eyðimörk í nágrenni Los Angeles, og Sunnudagsblað New York Times birti stóra grein um hana. Mikið hefur verið rætt og ritað um hinn harða slag útgáfufyr- irtækja, sem lyktaði með því að Sig- ur Rós gekk til samninga við MCA- útgáfufyrirtækið, þar sem Sigur Rós náði að semja um algert frelsi til lagasmíða og rétt til að syngja á ís- lensku. Tónleikar Sigur Rósar í New York voru hreint frábærir. Þá átti upphaflega að halda í Angel Orens- anz Foundation Center, sem er 150 ára gömul fyrrverandi sýnagóga á Lower East Side, þar sem The Verve héldu sína alræmdu sýru-sýn- ingu árið 1993. En vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum neyddist Sigur Rós til að flytja tónleikana yfir á Irving Plaza og allt seldist upp. Þrátt fyrir kynningu og talsverða sölu á Ágætis byrjun, voru áheyr- endur fyrst með á nótunum þegar lög af ,,Svefn-G-Englum“ voru spil- uð. Tónlist Sigur Rósar hefur ekki verið mikið flutt á öldum ljósvakans (en 2. maí sl. spilaði hún nokkur lög ,,live“ í upptökusal útvarpsstöðvar- innar KCRW í Los Angeles). Sigur Rós spilaði einungis fjögur lög af Ágætis byrjun. Hin voru annað hvort ný eða ókunnugleg, þeirra á meðal var hinn áhrifaríki jarðarfar- arsálmur hljómsveitarinnar ,,Dánar- fregnir og Jarðarfarir“ og tvær frá- bærar útsetningar af gömlum rímum með kvæðamanninum Steindóri Andersen. Ég heyrði Steindór og hljómsveitina flytja þessi lög í októ- ber sl. í Íslensku óperunni í Reykja- vík og ég varð yfir mig hrifinn af þessum samruna gamals rímnalags og rafmagnaðrar einlægni. Steindór Andersen sté á svið Irv- ing Plaza með virðuleik og fyllti sal- inn með sinni þunglyndislegu bari- tón rödd og úr varð ástríðuþrunginn samhljómur við brothættar útsetn- ingar Sigur Rósar. Það aðdráttarafl, sem rödd Jóns Þórs og gítarstrokur hans búa yfir fá mann auðveldlega til að gleyma að Sigur Rós er í raun og veru hljóm- sveit, þar sem hann er aðeins einn af fjórum frábærum og frumlegum tón- listarmönnum. Georg Hólm er jafn nauðsynlegur þegar hann spilar ekki og þegar hann spilar með. Bassaleik- ur hans í ,,Dánarfregnir og jarðar- farir“ var ótrúlega spar; hann spilaði aðeins til að auka á áhrif sveiflunnar. Orri Páll Dýrason spilaði frábærlega á trommurnar með burstum og kjuð- um, keyrði lögin áfram af ákafa og krafti án þess að yfirgera. Symbal- sláttur hans í ,,Hafsól“ jók við ógn- ina, sem hljómaði úr bóleró-takti Georgs Hólm, sem hann sló á bassa- strengina með kjuða. Kjartan Sveinsson er kannski leynivopn Sigur Rósar. Hann spilar á hljómborð og stundum gítar og hann fyllti upp þrungnar þagnir Jóns Þórs með mjúkum tónum og kirkjulegum hljómum sem hljómuðu sorgþrungnir án þess að þrengja að söngvaranum. Því hefur verið haldið fram að rokkið sé staðnað og ekki hægt að spila neitt nýtt á rafmagns- gítar, en það verður að segjast að ný- stárlegur leikur Jóns Þórs á hljóð- færið er gleðiefni. Fyrstu fimm mínútur tónleikanna strauk hann boganum yfir gítarinn og hélt svo yf- ir í ,,Ný batterí“ þar sem honum tókst að blanda saman angistinni úr Low með David Bowie og sólói Jimmys Page (Led Zeppelin) úr ,,Dazed and Confused“ og gera úr því sitt eigið gullkorn. Aukalagið var hið nýja ,,Popp- song“, fullkominn endir á tónleikun- um og Orri Páll lauk þeim með því að sparka trommusettið niður, alger „rokk og ról“ endir í anda Keith Moons, ca ’66. En Sigur Rós, sem gefur klisjunum langt nef, komu aft- ur inn á svið og luku tónleikunum með stæl – bogum var strokið yfir strengjahljóðfærin og Steindór And- ersen söng. Þegar út var komið stóð þar ungur maður og útdeildi auglýs- ingum um útgáfu Ágætis byrjunar: ,,Platan kemur út eftir tvær vikur“ hrópaði hann. Sigur Rós komast brátt að því, hvort þeir verða næsta ,,æðið“ í Am- eríku. Þeir sönnuðu að minnsta kosti í kvöld, að þeir eru það ,,æðisleg- asta“ sem rokkað hefur í langan tíma. Þýðing: Ingveldur Róbertsdótt ir Morgunblaðið/Suzanne Plunkett Sigur Rós: Irving Plaza, New York, þriðjudaginn 8. maí 2001. David Fricke, aðstoðarritstjóri Rolling Stone, fjallar um hljómleika Sigur Rósar sem fram fóru í New York á þriðjudaginn var. Englar af óræðu kyni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.