Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ var létt yfir fólki á norð- anverðu landinu í sólskininu í gærdag. Hitamælir veðurstof- unnar við lögreglustöðina á Akureyri fór í 15,4 gráður um hádegi, en hinn landsfrægi hita- mælir á Ráðhústorgi, sem heima- menn vilja oft frekar horfa til, fór í 20 gráður um svipað leyti. Meðal þeirra sem spókuðu sig í miðbænum voru Snorri Már og Ólöf Ósk; þau voru bæði í sól- skinsskapi við leik í kastala í göngugötunni í höfuðstað Norðurlands. Morgunblaðið/Kristján Glöð í sól- skininu ÁLAG á slysa- og bráðamóttökur Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) hefur stóraukist á seinustu tveimur árum eða um þriðjung. Alls fengu 66 þúsund einstaklingar þjón- ustu á slysa- og bráðamóttökum LSH í fyrra eða að jafnaði 12 fleiri á hverjum degi en árið áður og 30 fleiri en árið 1998. „Álagið á slysa- og bráðamót- tökum hefur þannig stóraukist og þess gætir víða í annarri starfsemi sjúkrahússins,“ segir í ársskýrslu LSH sem lögð var fram á ársfundi spítalans í gær. 33,8% þessa aukna álags á slysa- og bráðamóttökum 1998–2000 voru vegna ofbeldis og slagsmála, 27% voru vegna bráðaveikra sjúklinga og 13,4% vegna slysa og annarra óhappa. 30,5% fjölgun vinnuslysa Þá hefur vinnuslysum fjölgað verulega eða um 30,5% á tímabilinu frá 1998 til 2000, að því er fram kem- ur í ársskýrslunni. Á slysadeild LSH komu 11.371 manns eftir vinnuslys í fyrra eða 31 að jafnaði á hverjum degi og voru karlmenn 65% þeirra. „Tölur sýna að flestir sem slasast eru á aldrinum 20 til 24 ára. Vinnu- slys eru greinilega alvarlegri en áður sem sést á því að stöðugt fleiri eru lagðir á gæsludeild eða sjúkradeild. Árið 2000 létust 5 einstaklingar sem höfðu verið fluttir á spítalann eftir vinnuslys,“ segir í ársskýrslu LSH árið 2000. Álíka margir á slysadeild vegna íþróttaslysa og umferðarslysa Slysum í heimahúsum fjölgaði einnig mikið í fyrra en þá komu 12.488 á slysadeild vegna slysa á heimilum en það eru um 32% fleiri en árið 1998. Alls leituðu 2.800 manns til slysa- deildar vegna íþróttaslysa í fyrra eða álíka margir og vegna umferðar- slysa. Flestir höfðu slasast í knatt- spyrnu (38%), handbolta (10%), körfubolta (9,2%) og hestamennsku (5,3%). Slysa- og bráðamóttaka á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Stóraukið álag síðustu tvö árin Óhöpp algengust í kennslu- og einkaflugi RANNSÓKNARNEFND flug- slysa skráði 33 flugslys og flug- atvik í fyrra. Árið á undan voru skráð 24 atvik. Flest flugatvik voru skráð í einkaflugi eða 11. Í kennsluflugi voru skráð 8 tilvik og 9 í reglubundnu flugi. Þessar upp- lýsingar koma fram í skýrslu sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi um störf rannsókn- arnefndar flugslysa fyrir árið 2000. Í einka- og kennsluflugi voru í fyrra skráðir samtals um 23 þús- und flugtímar og 19 óhöpp, en í reglubundnu flugi voru tæplega 71 þúsund flugtímar og 9 óhöpp. Slys í leiguflugi voru þrjú í fyrra, en vélar í leiguflugi flugu 40 þús- und flugtíma í fyrra. Í árslok 2000 átti rannsóknar- nefnd flugslysa eftir að ljúka formlegri rannsókn í tólf málum. Þar af lauk hún sex með rann- sóknarskýrslu á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Rannsóknarnefndin gerði sam- tals átta tillögur til úrbóta í öryggismálum við rannsóknir sem hún lauk í fyrra og skrifaði Flug- málastjórn sérstakt bréf vegna tveggja atvika. Sjómenn funda stíft FULLTRÚAR Sjómannasambands- ins, Farmanna- og fiskimannasam- bandsins ásamt útgerðarmönnum settust á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 15 í gær og stóð hann enn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra ræddi við fulltrúa sjómanna- sambandsins og Farmanna- og fiski- mannasambandsins í gær um stöðu verkfallsins og Vélstjórafélagið hóf kynningu á nýjum samningi sínum.  Gátum/6 BENSÍNVERÐ er nú lægst á land- inu öllu hjá Orkunni á Akureyri, 91,20 kr. lítrinn af 95 oktana bensíni. Engar verðbreytingar urðu á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þar er verðið enn lægst hjá Orkunni á Smiðjuvegi í Kópavogi, 91,40, en á öllum stöðvum ÓB á landinu er verðið 91,60 kr. Sama verð, 91,60 kr., er hjá Esso Express. Sendibíl- stjórar hafa gengið til liðs við FÍB, sem heldur úti bensínverðvakt, og hringja inn upplýsingar um verð- breytingar, verði þær. Bensínlítr- inn á 91,20 á Akureyri HÆKKANIR á eldsneyti að undan- förnu hafa ekki síður komið niður á þeim sem kynda hýbýli sín með olíu. Gasolía er einkum notuð til húshitun- ar en hún hefur hækkað í verði um 17% frá sl. hausti miðað við verð í dag. Hefðu Olíufélagið og Olís ekki tekið hækkunina frá 4. maí til baka hefði hækkunin orðið 24% yfir sama tíma- bil. Lítri af gasolíu til húshitunar kostar í dag rúmar 42 krónur en var 36 krónur í september sl. Til saman- burðar hefur verð á 95 oktana bensíni hækkað um tæp 9% á sama tíma. Alls er um 1% af öllu upphituðu húsrými í landinu kynt með olíu en stærsta einstaka svæðið er Grímsey þar sem öll hús eru olíukynt. Þorlákur Sigurðsson, oddviti Grímseyinga, var ómyrkur í máli vegna aukins húshit- unarkostnaðar þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Þessar hækkanir koma illa við okkur, líkt og annað sem hefur verið Öll hús olíu- kynt í Grímsey að hækka í verði. Við notum líka bíla hér í Grímsey þannig að töluverður peningur fer í þennan orkukostnað hjá okkur. Við njótum engrar niður- greiðslu eins og þeir sem nota raf- magn til húshitunar. Ég hef nefnt þetta við bæði ráðherra og þingmenn en það hefur lítinn árangur borið ennþá. Við erum ekki að stunda neitt betl en mér finnst ekki ósanngjarnt að við njótum einhvers stuðnings því við eigum ekki kost á að hita upp hús- in með rafmagni og hitaveitu höfum við ekki,“ sagði Þorlákur. Niðurgreiðslur til rafhitunar hafa aukist, voru 790 milljónir í fyrra en 480 milljónir árið 1998. Hlutsfallslega er mest húsrými í fermetrum talið, sem kynt er með olíu, á Vestfjörðum, eða um 7%. Á Vesturlandi er hlutfallið 5%, Austur- landi 4,5%, Norðurlandi 3%, Suður- landi 2,1%, Suðurnesjum 1% og á höfuðborgarsvæðinu 0,2%. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Olía til húshitunar hefur hækkað um 17% frá síðastliðnu hausti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.